Morgunblaðið - 18.08.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
EISTNESKUR karlmaður, fæddur 1981, var í
gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra
mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Þá skal hann greiða
Icelandair og verjanda sínum samtals ríflega 1,5
milljónir króna.
Maðurinn sveik út farmiða hjá Icelandair í níu
skipti, á tímabilinu frá 16. mars sl. til 6. ágúst sl.,
alls að andvirði rúmlega 800 þúsund krónur. Lét
hann skuldfæra andvirði farmiðanna á greiðslu-
kortareikninga annars fólks. Upplýsingar um nöfn
og númer kortareikninganna tók hann af kvitt-
unum á bar sem hann starfaði á í London í Eng-
landi.
Leiðir mannsins lágu m.a. milli London og
Keflavíkur, en einnig flaug hann milli Íslands og
Norðurlandanna með Icelandair. Hann var hand-
tekinn þegar hann millilenti hér á landi 7. ágúst sl.
Icelandair hafði samband við lögregluna og gerði
viðvart um að von væri á þessum óprúttna við-
skiptavini. Var hann handtekinn við komuna og
hafður í gæsluvarðhaldi þar til dómur féll í máli
hans í gær.
Samkvæmt framlögðum gögnum, m.a. frá al-
þjóðadeild ríkislögreglustjóra, hefur maður þessi
hlotið dóma í Eistlandi fyrir þjófnaðartilraunir og
skjalafals. Einnig hefur hann fengið dóma í öðrum
Evrópuríkjum fyrir áþekk brot og hann var
dæmdur fyrir í gær. Þessir dómar voru ekki lagðir
fram í málinu og höfðu ekki áhrif á ákvörðun refs-
ingar. Maðurinn virðist ekki hafa önnur tengsl við
Ísland en dálæti sitt á hinu íslenska flugfélagi, að
sögn lögreglu.
Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykja-
ness og dæmt í því samdægurs. Sem fyrr segir var
hinn ákærði dæmdur í fangelsi í fjóra mánuði, frá
því dregst tíu daga gæsluvarðhaldsvist. Þá skal
hann greiða Icelandair 1,3 milljónir vegna farmið-
anna og kostnaðar félagsins. Einnig þóknun verj-
anda síns, Unnars Steins Bjarndahls hdl., 250 þús-
und krónur.
Finnbogi H. Alexandersson dómari kvað upp
dóminn.
Eistneskur karlmaður flaug níu sinnum með Icelandair á sex mánuðum
Sveik út farmiða með
stolnum kortaupplýsingumFRIÐRIK Ólafs-son, stórmeist-
ari í skák, tap-
aði fyrir Nonu
Gaprindashvili,
fyrrum heims-
meistara
kvenna, í fyrstu
umferð al-
þjóðlegs skák-
móts í Arnheim
í Hollandi sem haldið er í minn-
ingu dr. Max Euwe, fyrrum
heimsmeistara í skák og forseta
Alþjóðaskáksambandsins.
Friðrik sagði að hann hefði mis-
stigið sig í byrjuninni og átt undir
högg að sækja eftir það og ekki
náð að jafna taflið fyllilega. Alls
verða tefldar níu umferðir á
mótinu, en þátttakendur eru alls
staðar að úr heiminum og mikil
áhersla lögð á sem breiðasta þátt-
töku í anda dr. Euwe. Friðrik tefl-
ir í dag við unga öfluga hollenska
skákkonu, sem lagði argentínska
skákmanninn Panno í fyrstu um-
ferðinni í gær.
Friðrik tapaði
fyrir Gaprin-
dashvili
Friðrik Ólafsson
RÍFLEGA tuttugu hælisleitendur
bíða eftir því að skorið verði úr um
það hvort þeir fái hæli hér á landi.
Sandra Lyngdorf lögfræðingur
sagði í samtali við Fréttavef Morg-
unblaðsins í gær að það gleymdist
oft að hér bíður fólk iðulega í
marga mánuði og jafnvel á annað
ár við bagalegar aðstæður í þröngu
húsnæði í Ytri-Njarðvík þar sem
fólk hefur ekkert við að vera.
„Þetta fólk hefur sumt þurft að
sæta pyntingum í heimalandi sínu,“
sagði Sandra og bætti við að hæl-
isleitendurnir fengju endrum og
eins íslenskukennslu.
Í langflestum tilfellum væri hæl-
isleitendum snúið aftur og einungis
hefði einn maður sem kom á eigin
vegum fengið stöðu flóttamanns
svo vitað sé þannig að útlitið væri
fremur dapurt.
Það sem af er þessu ári hafa 24
sótt um hæli hér. Flestir voru hæl-
isleitendur frá Rúmeníu og Rúss-
landi en einnig kom hingað fólk frá
Íran og Afganistan.
Löng bið fyrir
hælisleitendur
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
FULLTRÚAR Varmársamtakanna segja að
þegar sé búið að leggja tengibraut úr Helga-
fellslandi í Mosfellsbæ án þess að sú fram-
kvæmd hafi verið samþykkt á deiliskipulagi.
Samtökin hafa ítrekað kæru til lögreglu í
kjölfar þess að talsverð umferð hefur verið
um veginn að undanförnu. Bæjaryfirvöld
segja aðeins um vinnuveg að ræða sem auð-
velt sé að fjarlægja, verði hann ekki sam-
þykktur á deiliskipulagi.
„Friðsæld horfin úr kvosinni“
„Það titrar allt og skelfur þegar þessir
þungu vörubílar keyra þarna með sín þungu
hlöss. Öll friðsæld er horfin úr kvosinni með
þessum látum,“ segir Sigrún Pálsdóttir í
Varmársamtökunum.
Sigrún segir að viðvarandi umferð hafi
verið um veginn frá byrjun júlí. Hinn 15. júlí
hafi lóðir verið auglýstar í Helgafellslandi og
þá hafi umferð tilvonandi kaupenda verið
beint um þennan veg.
„Vinnuvegur er ekkert annað en vegur og
það er ekkert til í skipulagslögum eða skipu-
lagsreglugerð sem heitir vinnuvegur. Allar
framkvæmdir á hverfisverndarsvæðum eru
skipulagsskyldar. Þessi vegur var gerður áð-
ur en búið var að setja deiliskipulagið í svo-
kallað athugasemdaferli. Eini möguleiki íbúa
til þess að hafa einhver áhrif er að gera at-
hugasemdir við deiliskipulagstillögur. Með
þessu er búið að taka af fólki þann rétt,“ seg-
ir Sigrún.
Ekkert óeðlilegt við framkvæmdina
„Þetta er ekki vegur, þetta eru lagnafram-
kvæmdir og kringum þær er lagður vinnu-
vegur,“ segir Haraldur Sverrisson, formaður
bæjarráðs og formaður skipulags- og bygg-
inganefndar, en hann tekur við starfi bæj-
arstjóra í Mosfellsbæ 1. september nk. Hann
segir ekkert óeðlilegt við framkvæmdina.
Skipulags- og bygginganefnd fer nú yfir
þær athugasemdir sem bárust varðandi til-
lögu að deiliskipulagi þar sem gert er ráð
fyrir að vegurinn verði þarna til frambúðar.
Nefndin mun funda í næstu viku og taka af-
stöðu til málsins og í framhaldinu fjallar bæj-
arstjórnin um tillöguna. Haraldur segir að
þær framkvæmdir sem átt hafi sér stað nú
þegar séu fullkomlega afturkræfar ef ekki
verður samþykkt að vegurinn verði þarna til
frambúðar. „Þá verður bara mokað yfir
þetta og sáð í og trén sett í sama horf og
var.“
„Þetta er ekki
vegur, þetta eru
lagnaframkvæmdir“
Morgunblaðið/Frikki
Vegur? Bæjaryfirvöld segja að aðeins hafi verið lagður vinnuvegur vegna lagnaframkvæmda.
Lagning vegar að Helgafellslandi í Mosfellsbæ
lögbrot að mati Varmársamtakanna
ÞYRLUR Landhelgisgæslunnar
þurftu að sinna þremur útköllum á
stuttum tíma í gærkvöldi. Ein þyrl-
an sótti tvo sjúklinga á haf út og
önnur sótti konu sem fallið hafði af
hestbaki á Kjalvegi og slasast.
Óskað var aðstoðar vegna sjó-
manns um borð í þýska togaranum
Sebastes M. en talið var að hann
væri með einkenni frá botnlanga.
Einnig óskaði skemmtiferðaskipið
Saga Rose eftir aðstoð vegna konu
sem talið var að hefði fengið hjarta-
áfall. TF GNÁ fór í loftið kl. 17.15.
Bæði skipin voru á svipuðum slóð-
um u.þ.b. 215 sjómílur suðvestur af
landinu. Lenti þyrlan með sjúk-
lingana á Reykjavíkurflugvelli kl.
21.24. Þriðja útkallið barst kl. 19.07
gegnum Neyðarlínuna vegna konu
sem hafði fallið af hestbaki á Kjal-
vegi. TF EIR fór í loftið kl. 19.48.
Lent var með hina slösuðu við
Landspítalann kl. 21.18. Konan er
þar til rannsóknar, en ekki var vit-
að hversu alvarleg meiðsl hennar
eru.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Útkall TF GNÁ sótti sjómann í togara og konu af skemmtiferðaskipi í sömu ferðinni.
Þrjú útköll á stuttum tíma
VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur fal-
ið Neytendastofu að vinna fram-
kvæmdaáætlun um rafrænar
verðkannanir. Vinnunni skal lokið
fyrir 1. júní næstkomandi.
Vandaðar og fjölbreyttar verð-
kannanir stuðla að gagnsæi mark-
aða og virkri samkeppni, almenn-
ingi til hagsbóta, segir m.a. í
fréttatilkynningu. Því er áríðandi
að sátt sé um aðferðir, túlkun og
framsetningu þeirra og að fleiri
stoðum sé skotið undir verðkann-
anir. Að undanförnu hefur við-
skiptaráðherra átt fundi með helstu
aðilum sem tengjast framkvæmd og
túlkun verðkannana. . „Ljóst er að
skoðanir eru skiptar um heppileg-
asta fyrirkomulag verðkannana,“
segir í tilkynningunni.
Við endurskoðun á gildandi
reglum beinir viðskiptaráðherra
þeim tilmælum til Neytendastofu að
haft sé víðtækt samráð við alla
hagsmunaaðila, í því skyni að
stuðla að sátt um verðkannanir.
Brýnt er að mati ráðherrans að
hefja markvissa vinnu nú þegar við
að þróa lagalegar og tæknilegar
leiðir til að tryggja skilvirka miðlun
á upplýsingum á milli söluaðila og
neytenda til framtíðar.
Rafrænar
verðkannanir
gerðar