Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
TVEIR GSM-sendar voru teknir í
notkun með viðhöfn í Norðurárdal
í Skagafirði og á Öxnadalsheiði í
gær, en uppsetning þeirra er hluti
af fyrsta áfanga GSM-verkefnis
Fjarskiptasjóðs, sem nú er unnið
að af miklum krafti. Eitt af mark-
miðum fjarskiptaáætlunar, sem
Fjarskiptasjóður vinnur eftir, er að
GSM-þjónusta verði aðgengileg á
hringveginum, öðrum helstu stofn-
vegum og helstu ferðamannastöð-
um. Þegar þessum fyrsta áfanga
lýkur, sem áætlað er að takist fyrir
áramót, verður búið að setja upp
38 nýja GSM-senda í tæplega þrjá-
tíu húsum og á fjórða tug mastra.
Samtals komast um 450 kílómetrar
af þjóðvegum í farsímanetið í
áfanganum. Meðal nýrra svæða á
hringveginum, sem komið hafa inn
í sumar, eru Öxnadalsheiði, veg-
kaflar í Húnavatnssýslu og kaflar á
sunnanverðum Austfjörðum.
Næsti áfangi boðinn út
Að sögn Kristjáns L. Möller
samgönguráðherra, sem Morgun-
blaðið náði tali af í fullkomnu
GSM-sambandi á Öxnadalsheiði í
gær, er kostnaður við fyrsta
áfanga tæpar 700 milljónir króna.
Þá eru útboðsgögn fyrir annan
áfanga átaksins að verða tilbúin og
verður opnað fyrir tilboð í hann í
byrjun októbermánaðar. Í þeim
áfanga er gert ráð fyrir enn fleiri
sendum og segir ráðherra að
áhersla sé lögð á stór svæði á
Vestfjörðum og Norðausturlandi
sem ekki hafi verið í sambandi til
þessa. Ætlunin sé að ljúka fram-
kvæmdum á þeim svæðum á árinu
2008, en það sé liður í mótvæg-
isaðgerðum ríkisstjórnarinnar fyrir
byggðir sem standa höllum fæti
vegna niðurskurðar í þorskkvóta
og þar að auki í samræmi við
áherslur í stjórnarsáttmála Sam-
fylkingar og Sjálfstæðisflokks á
bætt GSM-samband.
Bæði þjónusta og öryggi
Í öðrum áfanga verður sam-
bandið bætt á fjölmörgum fjall-
vegum og auk þess á ferðamanna-
svæðum í þjóðgörðunum við
Snæfellsjökul og Jökulsárgljúfur.
„Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu
hafa haft samband og lýst því yfir
að viðskiptavinir séu ekki hrifnir
af þeim sambandsskorti sem víða
er,“ segir Kristján, aðspurður um
helstu nauðsyn fyrir átakinu. „Þar
að auki er GSM-síminn orðinn að
mikilvægu öryggistæki þótt hann
hafi ekki verið hugsaður sem slík-
ur upphaflega. Þess vegna er mjög
ánægjulegt að sjá hversu vel þetta
verkefni gengur.“
Fjarskiptasjóður vinnur einnig
að útboðsgögnum fyrir háhraða-
tengingar á svæðum sem mark-
aðsaðilar sjá sér ekki fært að
þjónusta vegna fámennis.
Háhraði fyrir alla
Þau svæði hafa verið metin í
samstarfi við símafyrirtækin og fá
í kjölfarið styrk úr Fjar-
skiptasjóði. Vinna við útboðs-
gögnin er að sögn langt komin og
snýst um að skilgreina þær kröf-
ur sem gerðar verða til þjónust-
unnar.
„Mikið og gott starf hefur verið
unnið til að undirbúa það verk-
efni,“ segir Kristján: „Útbúinn
hefur verið gagnagrunnur um öll
þau lögbýli sem tengingarnar eiga
að ná til. Það er bæði flókin og
mikil vinna, þegar vandað er til
verks, en nú í haust kemur að því
að bjóða verkið út og við vonumst
til að þeim verkþætti náist að
ljúka á árinu 2008. Hámarksverð
verður skilgreint í útboðsgögnum,
markmiðið verður að sambærilegt
verð greiðist fyrir þjónustuna í
dreifbýli og þéttbýli.“
Farsímanetið breiðir úr sér
Fyrsta áfanga GSM-
verkefnis lokið, sá
næsti í útboð í haust
Ljósmynd/JT
GSM Kristján L. Möller við nýjan sendi ofan Norðurárdals í Skagafirði í
gær. Nýir sendar auka þjónustu og öryggi, að sögn samgönguráðherrans.
Í HNOTSKURN
»Kostnaður við fyrsta áfangaGSM-átaksins er tæpar 700
milljónir króna, sem skiptist í
565 milljónir vegna fjarskipta-
mannvirkja, en um 130 milljónir
vegna rafmagnslagna.
» Í öðrum áfanga verða settirupp 42 sendar, reist 27 hús
og 27 möstur.
»Kerfið eflist á fjallvegum ogferðamannastöðum við
þetta.
»Fjarskiptasjóður vinnureinnig að því að koma há-
hraðatengingum á svæði sem
markaðsaðilar geta ekki sinnt.
ÍSLENSK 45 ára gömul kona,
missti stjórn á Nissan Patrol-jeppa
í lausamöl svo hann valt á Útnes-
vegi milli Hellna og Arnarstapa í
fyrrinótt.
Neyðarlínunni barst tilkynning
um slysið kl. 1.25 og fóru lögregla
og sjúkralið á staðinn. Hraungrjót
er utanvegar á slysstaðnum og
þegar lögreglan kom þar að var
konan föst undir bílnum, skorðuð
milli hraungrjótsins og bílsins. Hún
virtist ekki hafa notað bílbelti.
Konan var með meðvitund og eftir
að læknir hafði aðgætt ástand
hennar var jeppanum velt ofan af
henni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð til og flutti þá slösuðu á
slysadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahús í Reykjavík. Lenti þyrl-
an í Reykjavík um kl. 3.30.
Konan reyndist töluvert mikið
slösuð, meðal annars með mörg
beinbrot. Meiðsl hennar eru þó
ekki lífshættuleg að sögn lækna á
LHS í gær.
Hin slasaða er nú komin á al-
menna deild sjúkrahússins.
Festist undir
jeppanum þeg-
ar hann valt
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, segir að talsmenn samtakanna Betri
byggð á Kársnesi, sem séu reyndar samtök
sem hafi aldrei verið formlega stofnuð, fari
mjög frjálslega með tölur og sannleika í sam-
bandi við málefni Kársnessins og er mjög
óhress með ásakanir og fullyrðingar Örnu
Harðardóttur í þessu efni.
Eftir að kaupa tækin
Framtíðarskipulag Kársnessins var rætt á
fjölmennum fundi í fyrrakvöld. Gunnar I.
Birgisson segir það mjög alvarlegt mál þegar
fólk segi, að fyrir liggi mengunarmælingar á
Kársnesbrautinni, og ástandið sé slæmt og
ógurlegt, eins og fram hafi komið á fundinum.
Staðreyndin sé sú að bærinn sé að fara að
kaupa svona mælingartæki, sem kosti um 10
milljónir króna, og þá verði fyrst hægt að
hefja mælingar. Í þessu efni sem öðru, til
dæmis varðandi umferðartölur, hafi verið far-
ið mjög frjálslega með sannleikann og það sé
mjög alvarlegt mál.
Fresturinn ekki liðinn
Arna Harðardóttir hélt því fram í Morgun-
blaðinu í gær að bæjarstjóri hefði komið illa
undirbúinn á fundinn, verið óskýr í framsetn-
ingu og ekki haft neitt nýtt
fram að færa. Kópavogs-
bær hafi auk þess staðið
illa að kynningu og upplýs-
ingagjöf um fyrirhugaðar
skipulagsbreytingar. Gunn-
ar I. Birgisson segist hafa
reynt margt en þessar
ásakanir toppi allt annað
og slæmt sé að persónu-
gera málið. Ekkert skipu-
lag í Kópavogi hafi verið
jafn vel kynnt og þetta.
Fyrir liggi að athugasemdafrestur vegna
skipulags á hafnarsvæðinu á Kársnesi sé ekki
liðinn og tillögur verði ekki lagðar fram fyrr
en að honum liðnum, eftir að farið hafi verið
yfir ábendingar og athugasemdir. Þá verði
væntanlega boðað til almenns fundar um
breytta sýn. Íbúar utan fyrrnefndra „sam-
taka“ hafi reyndar haft samband við sig og
óskað eftir lengri fresti og í kjölfarið hafi
hann lagt til að fresturinn yrði framlengdur
til 3. september sem bæjarráð hafi samþykkt.
Svæði fyrir alla Kópavogsbúa
Bæjarstjórinn bendir á að hann hafi sagt
að bæjaryfirvöld væru tilbúin að skoða að
hætta við byggingu hafnarkantsins og taka til
greina ýmsar aðrar ábendingar. Samkvæmt
skoðanakönnun í vesturbæ Kópavogs teldu
íbúar að verslanir vantaði á svæðið og tekið
yrði tillit til þess. Allir vildu að tekið yrði til
að vestanverðu við Kársnesbraut, drasl fjar-
lægt og illa útlítandi, gamalt atvinnuhúsnæði
látið víkja fyrir nýju. Tillaga fólksins á fund-
inum hafi verið að gera sem minnst og hafa
nánast allt óbreytt. Það hafi verið niðurstaða
fundarins. Þegar þetta fólk væri spurt hvað
það vildi kæmi í ljós að það vildi hafa örfáar
íbúðir á svæðinu, einbýlis- og tvíbýlishús.
Fram hafi komið hjá því að það vildi bara
selja mjög dýrar lóðir þarna. Samkvæmt því
ætti bara ríkt fólk að búa á svæðinu en ekki
hinn almenni íbúi Kópavogs. Þarna sé glæsi-
legt bæjarstæði með frábæru útsýni og stefna
bæjaryfirvalda sé að fara bil allra með ekki of
mörgum íbúðum. Meðal annars sé stefnt að
byggingu tveggja, þriggja og fjögurra hæða
fjölbýlishúsa og ekki standi til að hefta út-
sýni.
Gunnar I. Birgisson segir að bæjaryfirvöld
vilji taka til vestast á nesinu og breyta ásýnd-
inni. Fyrirtæki í fyrrnefndum húsum hafi
óskað eftir því að vera áfram í Kópavogi, fyll-
ingin hafi verið hugsuð í þeim tilgangi og
þessum fyrirtækjum hafi verið úthlutað lóð-
um á henni. Bærinn vilji halda atvinnu í bæn-
um en þessu fólki sé slétt sama.
Bæjarstjóri segir að á fundinum hafi hann
áréttað, að aukið samráð yrði haft við íbúa, en
hugmyndirnar hafi verið kynntar fyrir íbúum
og Íbúasamtökum Vesturbæjar og þær verði
aftur kynntar að fengnum athugasemdum og
ábendingum. Farið væri að lögum og ekki
væri hægt að blaðra um óorðna hluti. At-
hugasemdir yrðu að liggja fyrir áður en
breytingar yrðu gerðar.
Hagsmunir bæjarbúa í fyrirrúmi
Gunnar I. Birgisson segir að kynnt hafi
verið rammaskipulag, sem sé sýn til áratuga,
en því hafi verið tekið eins og búið væri að
byggja samkvæmt því í næsta mánuði. Komn-
ir væru 18.000 bílar á Kársnesbrautina nú
þegar og talað um skipulagsslys. Fram hafi
komið að þetta fólk vildi enga höfn en nýlega
hafi það dregið í land á vefsíðu sinni og sam-
þykkt smábátahöfn. Málið væri kynnt þannig
að bæjarstjórinn væri handbendi braskara,
gróðrapunga og verktaka, honum líkt við
mestu morðingja síðustu aldar fyrir það að
vilja byggja og bæta og ekki væri gaman að
sitja undir þessu. „Tillögur bæjarins eru ekki
alltaf réttar og það er mjög gott að fólk sé
vakandi yfir umhverfi sínu og komi með sínar
skoðanir, því út úr fleiri sjónarmiðum kemur
venjulega eitthvað gott. Hugsjón mín í þessu
er að gera Kársnesið og Kópavog enn betri.“
Gunnar I. Birgisson bætir við að hann starfi
með hagsmuni íbúanna í huga og margir hlut-
ir gerðust ekki án frumkvæðis einkaframtaks-
ins í mörgum málum.
Bæjarstjóri Kópavogs segir mótmælendur breyttrar byggðar á Kársnesi fara frjálslega með sannleikann
Vill gera Kársnesið enn betra
Gunnar I.
Birgisson
VERKALÝÐSFÉLAG Akraness
hefur ákveðið að kalla eftir úttekt
frá Vinnueftirlitinu og trúnaðar-
lækni starfsmanna Íslenska járn-
blendifélagsins á nýjum öryggis-
fatnaði sem tekinn var í notkun þar
í byrjun maí á þessu ári. Hefur
Þórði Magnússyni, framkvæmda-
stjóra framleiðslusviðs, verið gerð
grein fyrir þessari ákvörðun og
mun hann hafa lýst sig sammála því
að fá fagaðila til að skoða málið.
Þetta kemur fram á fréttavef
Verkalýðsfélagsins.
Hinn nýi öryggisfatnaður hefur
fallið í grýttan jarðveg hjá starfs-
mönnum fyrirtækisins m.a. vegna
þess hversu heitur hann er en einn
starfsmaður mun hafa fallið í yfirlið
sökum mikils hita frá því fatnaður-
inn var tekinn í notkun.
Starfsmannafundur hefur þegar
verið haldinn um málið og var
ákveðið að auka kælingu í kringum
ofnana og að starfsmenn fengju að-
gang að orkudrykkjum.
Úttekt verði
gerð á öryggis-
fatnaði