Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „FÓLK, fuglar og fiskur,“ svarar Sigurgeir Jónasson ljósmyndari þegar hann er beðinn að lýsa meg- inmyndefni sínu í stuttu máli. Ljós- myndasýning með myndum Sig- urgeirs verður opnuð í dag kl. 12 og stendur til kl. 16 í sýningarsal Toyota í Kópavogi. Lofar hann ekta Eyjastemningu við opnunina í dag, en meðal veitinga sem í boði verða er reyktur lundi. Sýningin verður opin næstu vikurnar. „Grínlaust þá er ég líklega þekkt- astur fyrir myndir sem prýða F-in þrjú,“ segir Sigurgeir en tekur jafnharðan fram að mun fleiri mótíf prýði myndirnar á sýningunni. „Það er gaman að geta sýnt fleiri hliðar á sjálfum mér sem ljósmynd- ara en þá hlið sem flestir þekkja mig fyrir, í gegnum þær frétta- myndir sem ég hef tekið á vegum Morgunblaðsins. Á síðari árum hef ég haft afar gaman af því að mynda hið einstaka landslag í Eyjum, búa til fantasíur úr myndefninu,“ segir Sigurgeir og bendir í því samhengi á hina óend- anlegu möguleika sem felist í því mynda gróðurinn, bergið og fjör- una. „Í raun er þetta öll sú flóra sem myndavélin býður manni upp á að höndla,“ segir Sigurgeir og við- urkennir að sér finnist enn skemmtilegast að mynda í svart/ hvítu. Að sögn Sigurgeirs eru um 170 ljósmyndir á sýningunni teknar á um fimmtíu ára tímabili, frá 1958 og til dagsins í dag. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fjöldi Hátt í tvö hundruð myndir prýða sýningu Sigurgeirs Jónassonar í sal Toyota í Kópavogi. Aðstandendur lofa sannkallaðri Eyjastemningu. „Fólk, fuglar og fiskur“ NEYTENDUR þurfa að vera var- kárir og athuga vel merkingar á leikföngum fyrir börn að sögn Nönnu M. Gunnlaugsdóttur, sölu- stjóra Kaup.is. „Það er of mikið af leikföngum á Íslandi sem ekki eru nógu góð og uppfylla ekki gæða- staðla,“ segir Nanna. Gæta þurfi sérstaklega að því að aldursmerkingar séu ekki misvís- andi og að leikföngin hafi verið prófuð og samþykkt, sem flest eru þá merkt svokölluðum CE evr- ópustaðli. Einnig ættu foreldrar að huga að því að kaupa sem minnst af máluðum leikföngum og leita frek- ar að samsettum vörum úr gegnlit- uðu plasti, sem verða æ algengari og eru öruggari fyrir börn að naga. Gæði Þessi litríki kall er dæmi um leikfang sem ekki er málað að utan. Óvönduð leik- föng algeng SAMBANDSÞING ungra sjálfstæðismanna verður hald- ið á Seyðisfirði dagana 14.-16. september næstkomandi í 39. sinn. Núverandi formaður SUS, Borgar Þór Ein- arsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs. Tilkynnti hann um þessa ákvörðun sína á fundi stjórnar SUS í fyrrakvöld. Borgar Þór var kjörinn formaður SUS á þingi sam- bandsins í Stykkishólmi 2. október 2005. Samkvæmt lögum SUS ber að kjósa 27 menn til stjórn- ar á þingi sambandsins sem haldið er á tveggja ára fresti. Formaður er kjörinn sérstaklega í óhlutbundinni kosningu en aðrir stjórnarmenn í einu lagi. Á SUS-þingi fer fram málefnastarf þar sem stefna ungra sjálfstæðismanna er mótuð, auk þess sem þingfulltrúar velja forystu sambandsins. Rétt til setu á SUS-þinginu á Seyðisfirði eiga um 500 fulltrúar aðild- arfélaga SUS um allt land. Hættir sem formaður SUS Borgar Þór Einarsson Í DAG, laugardag, verður haldið í Reykjavík landsþing Lands- sambands framsóknarkvenna. Bryndís Bjarnason, núverandi for- maður LFK, hyggst hætta for- mennsku á landsþinginu. Eygló Harðardóttir hefur til- kynnt að hún muni bjóða sig fram til formennsku. Eygló skipaði 4. sæti á lista fram- sóknarmanna í Suðurkjördæmi fyr- ir síðustu tvennar alþingiskosn- ingar og sat um tíma á Alþingi sem varaþingmaður. Gefur kost á sér FJÖRUTÍU erlend ungmenni komu í gær til landsins á vegum skiptinemasamtakanna AFS á Ís- landi. Ungmennin eru á aldrinum 15-19 ára og koma frá ýmsum þjóðlöndum, m.a. Gana, Ástralíu, Grænlandi, Noregi, Ítalíu, Frakk- landi, Taílandi, Bandaríkjunum og Venesúela. Þau munu dvelja hjá íslenskum fjölskyldum um land allt í vetur, ganga í íslenska skóla, eignast vini og kynnast þannig landi og þjóð. 40 skiptinemar SAMTÖKIN Betri Nónhæð í Kópa- vogi afhenda á mánudag yfirvöld- um í bænum undirskriftalista, þar sem mótmælt er fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi. Afhenda mótmæli Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is JÚNÍ og júlí síðastliðnir eru meðal bestu sölumánaða sem bygginga- verktakar muna, að sögn Árna Jó- hannssonar, talsmanns verktaka hjá Samtökum iðnaðarins. Hann sagði menn í byggingariðnaði ekki merkja samdrátt og að nú seldust nýjar fasteignir á fyrri byggingarstigum en þeir hafi átt von á. „Menn láta teikna blokkir, taka grunna og þegar byrjað er að byggja eru þeir farnir að selja íbúðir,“ sagði Árni. Hann nefndi dæmi um mjög stóran byggingarverktaka sem ekki á neinar fullbúnar íbúðir óseldar, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né úti á landi. Þá nefndi Árni einnig nýtt íbúðahverfi, Vellina í Hafnarfirði, þar sem mikil uppbygging hefur verið undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum stórs söluaðila á því svæði eru engar fullbyggðar íbúðir þar óseldar. „Það ber allt að sama brunni,“ sagði Árni. „Þetta er meiri sala en menn bjuggust við og engin birgða- söfnun, þannig að markaðurinn virð- ist við bestu heilsu.“ Útlendinga vantar íbúðir Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, telur engin samdráttareinkenni í nýbygg- ingum íbúðarhúsnæðis. Það markar hann af samtölum við fasteignasala. „Það hefur verið mikið líf í fast- eignamarkaðnum, ólíkt því sem margir höfðu spáð,“ sagði Grétar. Aðspurður kvaðst Grétar ekki þekkja dæmi þess að markaður fyrir nýbyggt íbúðarhúsnæði væri að mettast, t.d. á tilteknum stöðum eða landshlutum. „Við sjáum að bygg- ingaverktakar eru víða að hefja framkvæmdir. Þeir væri ekki aðgera það ef þeir sæju ekki fram á eft- irspurn á næstu misserum,“ sagði Grétar. Hann benti á að gjörbreyt- ing hefði orðið á fasteignamarkaði þegar bankarnir hófu að veita íbúða- lán um mitt ár 2004. Í kjölfarið hefðu nær allar eignir sem voru falar selst hratt. Hann telur að markaðurinn hafi aftur náð meira jafnvægi og það sé nær því að vera hið eðlilega ástand. Þó sagði Grétar að á mark- aðinn hefði vantað eignir sem hent- uðu öllum þeim útlendingum sem hefðu flutt hingað til lands og vildu nú festa sér húsnæði. Þessi hópur væri nú að koma í talsverðum mæli inn á markaðinn og leita sér að íbúð- um. Um væri að ræða mikinn fjölda mögulegra kaupenda fasteigna. Ekki að slaka á Arngrímur Blöndahl, sviðsstjóri þróunar- og tæknisviðs bygginga- fyrirtækisins Eyktar, sagði Eykt ekki vera að draga úr byggingu íbúðarhúsnæðis frá því sem verið hefur. Þeir hafi ekki merkt það á sínum viðskiptum að það sé ástæða til að halda að sér höndum á því sviði. „Við erum ekki að slaka á og erum með frekari byggingar í farvatninu. Það byggjum við á því að okkur hef- ur gengið vel að selja það sem við höfum framleitt,“ sagði Arngrímur. Hann nefndi til dæmis að Eykt væri nýbúin að framleiða 74 íbúða fjöl- býlishús og það væri að mestu leyti selt. Enginn samdráttur Morgunblaðið/Jim Smart Nýbyggingamarkaðurinn Vel hefur gengið að selja nýbyggt íbúðarhúsnæði og ekki um birgðasöfnun að ræða hjá stórum byggingaverktökum. Markaður fyrir nýtt íbúðarhúsnæði sagður við góða heilsu Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „VIÐ erum búnir að minnka umfang framkvæmdanna umtalsvert, taka út tvö stíflumannvirki og hætta við að hafa sérstakt inntakslón við Gúls- virkjun. Við það eykst fallhæðin á virkjanirnar nokkuð, svo miðað við hana væri hægt að hafa örlítið meira afl á vélunum en ella. Við ætlum okk- ur hins vegar alls ekki að nýta þann möguleika vegna þess að virkjana- leyfi okkar hljóðar upp á 9,8 MW, en ekki meira. Við ætlum að fylgja þeim forsendum nákvæmlega. Þess vegna verður aflgeta þessara véla þegar þær verða settar niður á Seyðisfirði nákvæmlega í takt við virkjanaleyf- ið,“ segir Birkir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar Orku- virkjunar ehf., sem sér um byggingu Fjarðarárvirkjana við Seyðisfjörð. Aðrar tölur hjá framleiðanda Á vefsíðu þýska fyrirtækisins Glo- bal Hydro Energy (GHE) sem fram- leiðir meðal annars túrbínur í vatns- aflsvirkjanir kemur fram að búið sé að panta aflvélar í Fjarðarárvirkjan- ir við Seyðisfjörð. Í yfirliti yfir pant- aðar túrbínur á vefsíðunni kemur fram að tvær aflvélar Gúlsvirkjunar geti samanlagt skilað 4 MW, en tvær aflvélar Bjólfsvirkjunar geti skilað 7,064 MW. Samanlagt gerir það 11,064 MW framleiðslugetu, en í öðr- um viðauka við lög um mat á um- hverfisáhrifum frá árinu 2000 eru þær virkjanir gerðar sjálfkrafa skyldar til að sæta umhverfismati sem framleiða 10 MW afl eða meira. Þá segir einnig í forsendum mat- skylduákvörðunar Skipulagsstofn- unar að vatnsnotkun virkjananna verði 1,1 rúmmetri á sekúndu fyrir Gúlsvirkjun en 1,3 fyrir Bjólfsvirkj- un. Á vefsíðu GHE er hins vegar miðað við að vatnsþörf hvorrar virkj- unar um sig sé 2,5 rúmmetrar á sek- úndu. Fara ekki yfir 9,8 MW Aðspurður sagði Karl Ewald, sölustjóri hjá GHE í Þýskalandi, að tölurnar á vefsíðunni væru réttar eftir því sem hann kæmist næst, en fyrirtækið væri langt komið með að smíða vélarnar fjórar. Segir Birkir Þór þetta misskilning sem verði leið- réttur. Vélarnar séu sérsmíðaðar og hreinar línur séu að aflgeta þeirra verði ekki meiri en 9,8 MW. Aflið fer ekki yfir 9,8 MW  Framleiðandi véla segir uppsett afl Fjarðarárvirkjana verða 11 MW  Misskilningur, segir framkvæmdastjóri ÍOV Í HNOTSKURN »Fjarðarárvirkjun er einmargra vatnsaflsvirkjana sem undanþegnar eru um- hverfismati, eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar, enda undir 10 MW að uppsettu afli. »Upplýsingar á vef aflvéla-framleiðandans Global Hydro Energy gefa til kynna að aflið verði 11 MW. »Framkvæmdaraðili segirforsendum virkjanaleyfis verða fylgt nákvæmlega eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.