Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 15 NOVATOR, eignarhaldsfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hef- ur gengið frá sölu á 90% hlut í búlg- arska símafyrirtækinu BTC (Bulg- arian Telecommunications Comp- any) til AIG Investments. Andvirði hlutarins er 1,4 milljarðar evra, jafn- gildi um 130 milljarða króna, og hef- ur kaupverðið þegar verið greitt. BTC er skráð í kauphöllina í Sofíu en í fréttatilkynningu frá AIG og Nova- tor segir að fyrrnefnda félagið muni gera tilboð í útistandandi hlutafé. Novator gerði á sínum tíma samn- ing við bandaríska fasteignafélagið Advent International um kauprétt á 65% hlut bandaríska félagsins í BTC. Sá kaupréttur rann út í júní- mánuði og eignaðist Novator þá hlutinn. Þá þegar hafði félagið gert samning um sölu á hlutnum til AIG. Ennfremur hafði félagið, ásamt tengdum aðilum, byggt upp 25% hlut til viðbótar í BTC og selur það því allan hlut sinn til AIG. Greint var frá því í Morgunblaðinu hinn 3. maí sl. að áætlaður söluhagnaður Novator af hlut sínum í BTC væri 60 millj- arðar króna, á gengi þess tíma. Hagnaður annarra íslenskra fjár- festa af sölunni var 6 milljarðar króna á gengi þess tíma. Sala Novator á BTC frágengin Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Novator Björgólfur Thor Björg- ólfsson, aðaleigandi félagsins. ● GRUNUR leikur á að verðbólga í Kína sé í raun töluvert hærri en þau 5,6% sem opinberar tölur fyrir júlí gefa til kynna. Ástæðan er sú að yfir- völd ýmissa héraða í landinu gætu vísvitandi hafa gefið hagstofunni rangar upplýsingar um verðlag í hér- uðunum, en það er á ábyrgð héraðs- stjórnanna að safna verðupplýs- ingum. Ástæðan fyrir þessum „verðlags- lækkunum“ ku að sögn Financial Times vera sú að í héruðunum óttast menn að sé verðlag of hátt muni það leiða til kröftugra umbóta til þess að lækka matvælaverð. Slíkt myndi koma héruðum sem háð eru land- búnaði illa og því reyna þau að halda verðlaginu lágu á þennan óvenju- lega máta. Óttast umbætur ● VAFASÖM dómgreind ráðamanna hollenska bankans NIBC, sem nú er í eigu Kaupþings, gefur ástæðu til hafa áhyggjur af hvort fleira óhreint leynist í ársreikningum bankans. Þetta kemur fram í Lex-dálki Fin- ancial Times á fimmtudag, og vísar til óheppilegra fjárfestinga NIBC í annars flokks húsnæðislánabréfum (e. subprime). Kaupþing hafi þó reynslu af samningum sem þessum og hafi vafalaust kannað áreið- anleika hollenska bankans. Báðir séu þó nokkuð skuldsettir. Spurning greinarhöfundar er því, í hvaða gæðaflokki eru eignir NIBC. Fyrrverandi eigendur, með J.C. Flow- ers í fararbroddi, munu halda eftir 400 milljóna evra húsnæð- isbréfasjóði af fyrrnefndu tagi, en Kaupþing mun þó láta í té 173 millj- ónir evra, sjóðnum til stuðnings. Vegna sundurliggjandi við- skiptasvæða bankanna tveggja verð- ur líklega lítið um samlegðaráhrif, en kaupverðið virðist þó viðunandi. Er það í takt við kaupin á breska Singer & Friedlander árið 2005 og Dansk FIH árið 2004. Þar hafi þó verið meira rúm fyrir umbætur. Viðskipti NIBC eru helst í Benelúx- löndunum og Þýskalandi. Efasemdir um NIBC STRAUMUR-Burðarás tilkynnti í gær sölu á 5,31% hlut í bankanum á genginu 18,6 og er heildarverðmæti viðskiptanna því ríflega 10,2 millj- arðar króna. Enn hefur ekki komið í fréttakerfi kauphallarinnar flöggun frá kaupanda en þar sem stærð hlut- arins er yfir flöggunarmörkum má reikna með að tilkynning sé á leið- inni. Athygli vekur að viðskiptagengið er 18,6 en í næstu tveimur færslum á undan og á eftir var viðskiptagengið 19,0. Munar þarna 2,1%. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins skýr- ist þessi munur af því að um utan- þingsviðskipti var að ræða. Þau fóru fram í fyrradag, á tímapunkti þegar gengi félagsins var 18,6, en voru ekki skráð í viðskiptakerfi kauphallarinn- ar fyrr en í gærmorgun. Straumur seldi 5,31% hlut í Straumi Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Fuerteventura 4.-18. september Ótrúlegt sértilboð á Oasis Village frá kr. 64.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 64.990 Netverð á mann , m.v. 2-3 fullorðna í íbúð með öllu inniföldu í 2 vikur. 2 vikur - Allt innifalið Bjóðum nú frábært sértilboð í 2 vikur á Oasis Village í Corralejo á Fu- erteventura. Njóttu lífsins við góðan aðbúnað og með allt innifalið á þessum vinsæla áfangastað Heimsferða, sem svo sannarlega sló í gegn í fyrra. Takmarkaður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Framkvæmdanefnd Fiskidagsins mikla Ljómyndari Finnbogi Marinósson www.dagsljós.is Þið eruð frábær Fiskidagurinn mikli þakkar frábærum gestum fyrir komuna og einstaka umgengni, styrktaraðilum fyrir gott og jákvætt samstarf og íbúum og sjálfboðaliðum fyrir þátttökuna og gríðargott starf. „Án ykkar væri enginn Fiskidagurinn mikli þið eruð best.“ TAKK – Framkvæmdanefnd Fiskidagsins mikla í Dalvíkurbyggð. Þátttakendur Fiskidagsins mikla í Dalvíkurbyggð Minnum á að það er hægt að skila inn myndum í Ljósmyndasamkeppni Fiskidagsins mikla, Canon og Pedromynda til þriðjudagsins 21. ágúst Sjáið innsendar myndir á www.fiskidagur.muna.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.