Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 18

Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 18
18 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í TILEFNI 75 ára ártíðar Sylviu Plath verða myndir og skissur eftir skáldkonuna gefnar út í bókinni Eye Rhymes: Sylvia Plath’s Art of the Visual, sem kemur út í október. Þar má finna mynd- skreytt bréf sem hún skrifaði sjö ára gömul en einnig fjölda mál- verka og ljós- mynda frá dögum Plath sem lista- nema í Smith College í Massachusetts. Öll verkin gerði listakonan áður en hún varð tvítug, en þá ákvað hún að helga sig ritlist- inni. Kathleen Connors, ritstjóri bók- arinnar, segir að þó að fáir muni deila á starfsval Plath þá sé vissu- lega synd að hún hafi hætt að teikna rétt þegar hún var farin að takast á við þau yrkisefni sem urðu henni hugleiknust í skáldskapnum. „Takmarkaðir möguleikar kvenna og sameining hernaðarmenningar og kapítalismans, svo eitthvað sé nefnt, kemur fram á heillandi hátt í síðustu myndum hennar.“ Fleira mun verða gert í haust í tilefni 75 ára ártíðarinnar, en Plath var aðeins þrítug að aldri þegar hún framdi sjálfsmorð árið 1963. Upplestur er fyrirhugaður á verk- um skáldkonunnar í Royal Festival Hall í London, en söngkonur eins Patti Smith og Alanis Morrisette og leikararnir Alan Rickman og Julia Stiles hafa öll verið orðuð við upp- lesturinn, en Stiles mun á næstunni leika aðalhutverkið í The Bell Jar eftir samnefndri sögu Platt, sem kom út á íslensku undir nafninu Glerhjálmur í þýðingu Fríðu Bjark- ar Ingvarsdóttur. List af háalofti Æskumynd listakonunnar Sylvia Plath 15.00 – 21.00 – Sálmafoss sálmaveisla í Hallgríms- kirkju Frumfluttir fjórir nýir ís- lenskir sálmar sérstaklega samdir fyrir Kirkjulistahátíð. Samfelld dagskrá þar sem fluttir verða sálmar frá ýmsum stíltímabilum af fjölbreyttum hópi tónlistarfólks KIRKJULISTAHÁTÍÐ 11. – 19. ÁGÚST 2007 Laugardagur 18. ágúst Allir viðburðir fara fram í Hallgrímskirkju nema annað sé tekið fram. Nánari upplýs- ingar á www.kirkjul- istahatid.is SÖGUSETRIÐ á Hvolsvelli hefur staðið fyrir Njáluer- indum á laugardögum í sumar, og fjölbreyttur hópur fyrirles- ara lagt leið sína í setrið. Í dag er komið að Matthíasi Johannessen, fyrrverandi rit- stjóra, að flytja erindið „Á Njálsbúð“. Hyggst Matthías fara yfir umhverfi Njálu og það sem skapast hefur í kringum söguna, að því er segir í til- kynningu. Erindið hefst klukkan 17, er öllum opið og því tilvalið fyrir þá sem ekki hafa lesið söguna nýlega að rifja hana upp með því að fara í gegnum Njálusýninguna áður en erindið byrjar. Bókmenntir Matthías Johann- essen um Njálu Matthías Johannessen DARRI Lorenzen myndlist- armaður sýnir leikfimisal Austurbæjarskóla í nýju ljósi, eða ljósleysi. Hann býr til inn- setningu í salnum til að villast um í á Menningarnótt. Verk hans, Mið, er opið öllum sem eiga leið hjá skólanum á milli 16 og 22.30 í dag. Gengið er inn í leikfimisalinn frá Bergþóru- götunni og út úr honum aftur í annarri vídd, ef að líkum lætur. Með hljóðum og ljósi gerir Darri rýmið sem er kunnuglegt en strokar um leið út kennileiti þess. Í fjarveru viðmiðanna, þegar leikfimisalurinn er að hverfa, er innra leikrými okkar ögrað. Myndlist Austurbæjarskóli í nýju ljósleysi Darri Lorenzen SÖNGSKÓLINN bíður söng- elska gesti Menningarnætur velkomna á sönghátíð þar sem gömul og vel þekkt lög verða sungin auk þess sem boðið verður upp á fjölbreyttan kór- söng. Fram koma Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garð- ars Cortes, Kammerkór Lang- holtskirkju, Skagfirska söng- sveitin, Samkór Kópavogs, Þrestir frá Hafnarfirði, Söng- flokkur Ingveldar Ýrar, Kórar úr Domus Vox og Havnarkornið frá Þórshöfn í Færeyjum undir stjórn Ólavs Hátún. Dagskráin stendur frá kl. 15 til 18 við Söngskólann á Snorrabraut 54. Tónlist Sönghátíð við Söngskólann Garðar Cortes Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is REYFI – menningargnægð er haldin í Norræna húsinu og í nýreistum glerskála fyrir framan húsið. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir í níu daga þar sem fram koma tónlistarmenn, rithöfundar, dansarar, arkitektar, myndlistarmenn, sirkusfólk og fleiri sem sýna gestum list sína. Myndbandagjörningar Á hátíðinni verður sýnd mynd- bandalist og gjörningar verða framd- ir á sama stað. „Útgangspunkturinn eru nokkur verk eftir Dieter Roth þar sem hann er að rispa filmuna og annað slíkt og er ekki að taka mynd með hefðbundnum hætti heldur að nota efnið,“ segir Harpa Björns- dóttir, myndlistarmaður og einn að- standenda hátíðarinnar. „Anna Hall- in sýnir okkur draumkenndan teiknimyndaheim og Arna Valsdóttir notar eigin líkama og umbreytir í gegnum vídeótæknina þannig að úr verður mjög skrýtið hreyfimunstur.“ Einnig eiga verk á sýningunni Ásta Ólafsdóttir, Magnús Pálsson, Rúrí, Chooc Ly Tan og Icelandic Love Cor- poration auk þeirra Söru Björns- dóttur og Hannesar Lárussonar sem einnig sýna gjörning líkt og Snorri Ásmundsson fyrrum frambjóðandi. En hvernig tengjast gjörningar vide- ólist? „Bæði eru lítið notuð listform en okkur í myndlistargeiranum finnst mjög spennandi þegar gjörningar eru fluttir en þetta er mjög erfitt listform, bæði fyrir þann sem flytur og þann sem horfir. Stundum er óskiljanlegt fyrir áhorfendur hvernig þetta geti kallast myndlist. En þetta snýst um það að líkami listamannsins er tekinn inn í verkið. Mörg fyrstu videóverkin voru skrásetningar á gjörningum og þau hafa síðan skipst í tvö horn, í hinu horninu er kvikmyndamiðillinn not- aður sem kvik mynd.“ Dimmalimm, nornir og skrímsli Elfar Logi Hannesson, leikari á Ísafirði, hefur einbeitt sér af ein- leikjum undanfarin ár. Klukkan 14 á morgun, sunnudag, sýnir hann ein- leik byggðan á ævintýri Muggs um Dimmalimm, enda Dimmalimm vest- firsk eins og leikarinn. „Muggur er frá Bíldudal og þar fæddist ég ein- mitt.“ Dimmalimm, Pétur og Svan- urinn eru brúður en svo fær nornin Bauja uppreisn æru. „Hún er bara rétt nefnd í bókinni en hér treður hún sér í aðalhlutverkið í sýningunni og hefur allveruleg áhrif á framgang sögunnar.“ Eftir Dimmalimm koma skrímslin. „Ég frumsýndi í vor verk sem heitir Skrímsli, sem fjallar um skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi og er samið í til- efni þess að það er verið að undirbúa opnun Skrímslaseturs í Bíldudal við Arnarfjörð. Skrímslafræðingar henn- ar hátignar segja að Arnarfjörðurinn sé mekka skrímslanna, þar finnast allar tegundir. Leikurinn verður á flakki um landið og svo verður hann sýndur á Skrímslasetrinu í Bíldudal sem verður vonandi opnað næsta sumar.“ Gnægð menningar Norræna listahátíðin Reyfi hefst í Norræna húsinu í dag Morgunblaðið/G.Rúnar Glerskálinn Vegna listahátíðarinnar Reyfis hefur stór glerskáli verið settur fyrir framan Norræna húsið. Á myndinni má sjá horn glerskálans framan við Norræna húsið en atburðir Reyfis fara fram á báðum stöðum. Í HNOTSKURN »Norræna húsið verður 40ára á næsta ári, þegar áætl- að er að breytingum verði lokið á húsinu sem Alvar Aalto teikn- aði á sínum tíma. »Meðal tónlistarmanna semfram koma á hátíðinni eru Megas, KK, Ólöf Arnalds, Elín Eyþórsdóttir, Hjaltalín, Nar- odna Musika og sænsk-suður- afríska djasssveitin Democracy of Jazz. »Alla dagskrána má sjá áreyfi.is. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is MÁLÞING um stöðu og gildi ís- lenskrar hönnunar fer fram á Kjar- valsstöðum á milli kl. 13 og 15 í dag. Fyrri hluti málþingsins fjallar um hugmyndaheim íslenskra hönn- uða, sérstöðu og hvaða brunn þeir sækja innblástur sinn í. En hver er þessi brunnur? „Núna er það sagnahefð og rómantík sem hentar vel því það er inni í dag og það hentar okkur ósköp vel til að gera íslenska hönnun,“ segir El- ísabet V. Ingvarsdóttir, hönn- unarsagnfræðingur og einn frum- mælenda. „Íslensk hönnun hefur verið að reyna að finna sér sérstöðu en það sem hefur staðið því fyrir þrifum er að við höfum ekki unnið að nein- um rannsóknum. Þá erum við alltaf að markaðssetja okkur fyrir aðra en okkur sjálf en þurfum að fara að snúa okkur að okkur sjálfum.“ Útlit skiptir sífellt meira máli Seinni hluti þingsins fjallar um gildi íslenskrar hönnunar fyrir ís- lenskan iðnað og stöðu á alþjóð- legum markaði auk þess sem fjallað verður um kosti og galla þess að starfa á litlum markaði. Einn mælenda þar er Guðbjörg Gissurardóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs. Hún segir að hérlendis hafi menn of mikið ein- beitt sér að hönnun sem útliti, óhagkvæmu skrauti, og margir gleyma hve mikinn efnahagslegan ávinning við getum haft af henni. „Fyrirtæki nýta sér hönnun í ímyndaruppbyggingu og í vöruþró- un og nýsköpun er hönnun gríð- arlega mikilvæg og getur gefið vöru tækifæri á markaði sem hún hefði ekki annars. Það sem er að gerast á heimsmarkaði í dag er að við getum varla keppt á lág- vörumarkaði lengur heldur erum við farin að keppa um sérstöðu og útlit skiptir sífellt meira máli.“ Sagnahefð og rómantík Magma/Kvika Málþingið er haldið í sambandi við Magma/Kvika sýn- inguna í Árbæjarsafni sem stendur til 28. ágúst. Málþing um íslenska hönnun á Kjarvalsstöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.