Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 21

Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 21 ÁRBORG Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Það er tekið mjög vel á móti nýliðum sem koma til starfa í skólanum og það er gott að byrja þar sem nýr starfsmaður. Maður finnur vel að starfsfólk skólans læt- ur sig varða um mann og ég held að það skipti miklu máli,“ sagði Anna Þóra Einarsdóttir, sérkennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, þar sem hún hefur starfað í fjögur ár en hún starfaði áður um árabil í grunnskólanum á Selfossi. Anna Þóra er formaður starfs- mannafélags skólans en starfsemi þess er þekkt fyrir fjölbreytni og mikla þátttöku starfsmanna og maka þeirra en innan skólans starf- ar einnig sérstakt kennarafélag sem fjallar meira um faglega þætti. Anna segir það ekki hafa komið á óvart þegar niðurstöður bárust í lok júní úr könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Henni finnst nið- urstaðan passa vel við sína upplifun á þeim tíma sem hún hefur starfað við skólann. Svarhlutfall í FSu var 70,7% í könnuninni en meðalsvar- hlutfall var 59,5%. Í niðurstöðum könnunarinnar segir meðal annars um lykilviðhorf starfsmanna FSu: „Niðurstöður fyrir FSu gefa til kynna að starfsánægja fyrir stofn- unina í heild er hærri en hjá öðrum sambærilegum stofnunum (fram- halds- og háskólum), framhalds- skólum og ríkistofnunum óháð við- fangsefni. Það sama er uppi á teningnum varðandi starfsanda og hollustu, FSu mælist hærri en allir viðmiðunarhópar. Niðurstöðurnar eru því mjög jákvæðar fyrir stofn- unina í heild og mikið styrk- leikamerki.“ „Mér finnst andrúmsloftið í skól- anum mjög vinsamlegt og jákvætt sem birtist í því að starfsmenn tala vel um skólann og starfið sem unn- ið er. Einnig finnur maður að starfsfólkið talar vel um stjórn- endur skólans og stjórnunina. Mað- ur finnur fljótt að starfsmenn eru hollir skólanum láta sig varða mál- efni hans og þeir standa með hon- um í því sem gert er. Þetta viðhorf er auðvitað mikill styrkur fyrir starfið og fyrir stjórnendur skólans. Það hefur líka sitt að hefur segja fyrir skólann að innan hans er þétt- ur hópur sem starfað hefur frá stofnun hans og haft mikil áhrif á mótun starfseminnar. Auðvitað eru skiptar skoðanir innanhúss og fund- ir þar eru engar halelújasamkomur. Fólk er gagnrýnið og ræðir málin en það er allt á jákvæðum nótum og skoðanir koma skýrt fram. Svo næst niðurstaða og fólk virðir hana,“ sagði Anna Þóra sem lætur vel af því hlutverki að hafa verið formaður starfsmannafélagsins í eitt ár. Sterkt starfsmannafélag „Það er einkennandi að það er ekkert vandamál að fá fólk til að starfa með stjórn félagsins. Þetta er sterkt félag sem hefur verið virkt nánast frá stofnun skólans. Við erum með ríkar hefðir sem haldið er í og ekki er unnt að hnika til enda tekur fólk þátt í því sem er á dagskrá og mætir vel, bæði starfsmenn og makar þeirra. Félag- ið er mjög makavænt sem hefur sitt að segja og breikkar félagslegar víddir og skapar meiri tengingar enda eru sterk vináttubönd innan þessa hóps,“ sagði Anna Þóra um einkennandi þætti félagsins en það er þekkt í samfélaginu á Selfossi fyrir mikla virkni. „Sem dæmi um fasta liði á dag- skrá eru haustganga og vorganga sem eru ómissandi og líka Alviðr- udagurinn. Auk þessa er sérstök nefnd, Abbalabbanefndin, sem sér um sumargönguna,“ sagði Anna Þóra sem sjálf er nýkomin úr gönguferð í Alpafjöllunum og kvaðst hafa skroppið upp á Hest- fjall fyrir tveimur dögum svona til að halda sér í þjálfun. „Einnig eru utanlandsferðir sem eru bæði fræðslu- og skemmtiferð- ir. Árshátíð starfsmannafélagsins er alltaf haldin í þessum ferðum sem farnar eru annað hvert ár og auðvitað eru makar velkomnir. Það hafa mætt í þessar ferðir allt að 100 manns og þetta þéttir líka hópinn. Árið sem ekki er formleg árshátíð gerum við okkur dagamun í vor- göngunni. Öll skemmtiatriði eru heimagerð og þá verða oft til stór- kostlegir skemmtiþættir. Svo er það líka einkennandi hér við skól- ann að stjórnendur hafa alltaf verið mjög jákvæðir og hvetjandi í öllu sem gert er í félagsstarfi skólans. Það skiptir allt starf miklu máli að yfirmenn sýni því áhuga sem gert er. Áhugi þeirra og metnaður smit- ar út frá sér og gefur aukinn kraft til allra að vera með og taka enn frekar á í starfi og leik. Gefandi starf Það er virkilega skemmtilegt starf að vera sérkennari í fram- haldsskóla, við erum að vinna með fólki á aldrinum 16 – 20 ára og þessu sinna sex kennarar auk tveggja stuðningsfulltrúa. Það eru 30 – 40 nemendur á starfsbrautinni þar sem við störfum og við teljum okkur sjá mikinn árangur af starf- inu. Þessa nemendahóps biði nán- ast ekkert ef þessi starfsbraut væri ekki til staðar. Allt nám er ein- staklingsmiðað, bæði bóklegt og verklegt, síðan fara krakkarnir á vinnustaði en fyrirtæki á Selfossi og nágrenni hafa tekið vel á móti krökkunum sem er gífurlega þýð- ingarmikið og jákvætt. Kennarastarfið er lifandi og frjótt og manni leiðist aldrei. Þetta er gefandi, ögrandi og ánægjulegt að finna þegar krakkarnir taka framförum. Ögrunin felst í því að takast á við aðstæður einstakling- anna og hjálpa þeim sem eiga erfitt með að ná tökum á ákveðnum þátt- um í lífinu. Þegar þetta gengur vel þá er gaman,“ sagði Anna Þóra Einarsdóttir, sérkennari í Fjöl- brautaskóla Suðurlands og formað- ur starfsmannafélags skólans. Ríkar hefðir og góður andi skapa starfsánægju í skólanum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Félagsmál Anna Þóra er formaður starfsmannafélags skólans en starf- semi þess er þekkt fyrir fjölbreytni og mikla þátttöku starfsmanna. Anna Þóra Einarsdóttir er formaður Starfsmannafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands FORNÁMSDEILD - 39 eininga heildstætt nám Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum á æðra skólastigi. Námið er skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Umsóknarfrestur til 30. ágúst. Myndlistaskólinn á Akureyri er fagmiðaður einkaskóli - www.myndak.is - Sími: 462 4958 MYNDLIST - HÖNNUN - ARKITEKTÚR Skóli með sterkan prófíl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.