Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 23

Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 23
neytendur MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 23 Djúpavogshreppur er eitt af þeim sjávarplássum sem þarf að takast á við 30% skerðingu á þorskkvóta á næstu vikum og mánuðum. Ætla má hinsvegar að það muni taka tölu- verðan tíma fyrir sveitarstjórn Djúpavogshrepps að meta hve mikil áhrifin munu verða vegna þessa, en ljóst þykir að hafnarsjóður muni m.a. verða fyrir verulegu tekjutapi.    Sumarið hefur verið íbúum Djúpa- vogs að mörgu leyti hliðhollt, m.a. hefur ferðaþjónustan blómstrað í sveitarfélaginu og hefur alls staðar mælst aukning milli ára meðal ferða- þjónustuaðila á svæðinu. Segja má að bærinn hafi verið iðandi af lifi í allt sumar. Þá komu þrjú skemmtiferðaskip til Djúpavogs í júlí og er nú verið að leggja drög að enn frekari markaðs- setningu í þeim efnum m.a. með til- liti til Vatnajökulsþjóðgarðs og hafa sveitarfélagið Hornafjörður og Djúpavogshreppur í því sambandi ákveðið að hefja undirbúning að samstarfi með það fyrir augum að fjölga komum á skemmtiferðaskip- um til Djúpavogs.    Samgöngumál hafa verið ofarlega á baugi í Djúpavogshreppi á síðustu vikum og mánuðum en mjög jákvæð- ar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu samgönguyfirvalda varðandi vegaframkvæmdir í sveitarfélaginu. Stærsta framkvæmdin sem ákveðin hefur verið að ráðast í er nýr og fullkomin vegur um Öxi, en framkvæmdum á að ljúka þar árið 2011. Það er ljóst að þessi mikla og löngu tímabæra samgöngubót mun ekki aðeins koma íbúum Djúpavogs vel heldur mun hinn almenni vegfar- andi einnig fagna þessari fram- kvæmd um Öxi sem að styttir hring- veginn um hvorki meira né minna en 61 km. Ljóst er að ákvörðun um nýjan og fullkomin veg um Öxi mun einnig styrkja samskipti og vinnu milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs- hrepps vegna sameiningaviðræðna.    Jarðhitaleit stendur nú yfir í næsta nágrenni Djúpavogs og hafa til- raunaboranir gefið góðar vísbend- ingar. Búið er að finna 44 gráðu heitt sjálfrennandi vatn á rúmlega 200 m dýpi sem að gefur fullt tilefni til bjartsýni um að finna megi mun heitara vatn á svæðinu sem hægt verði að virkja fyrir bæinn. DJÚPIVOGUR Andrés Skúlason fréttaritari Morgunblaðið/Andrés Skúlason það að henda drasli út um bílglugga sé ekki sjálfsagt mál, heldur til marks um að sá sem það gerir sé sóði, sem sýnir umhverfi sínu enga virðingu og getur þá ekki búizt við því að nokkur sýni þeim hin- um sama snefil af kurt- eisi? Er kannski nauðsyn- legt að taka upp þung- ar fjársektir til þess að venja ungt fólk af þess- um ósið? Þarf þetta framferði að kosta um- talsverða peninga til þess að þeir, sem þetta stunda, láti það á móti sér? Sennilega. Þjóðfélag, sem snýst ekki um annað en peninga, skilur lík- lega ekkert annað en kostnað, ef því er að skipta. Það er æskilegt að lögreglu- yfirvöld, umferðaryfirvöld, umhverf- isnefndir sveitarfélaga og aðrir sem málið varðar taki höndum saman um herferð til þess að stöðva þennan skrílshátt. Eða er hugsanlegt að eina aðferð- in sem dugi sé að birta bílnúmer þeirra, sem umgangast umhverfi sitt með þessum dónaskap? Víkverji stöðvaðibifreið sína á rauðu ljósi á Kárs- nesbraut í Kópavogi síðdegis í gær og varð litið út um hliðarspegil. Í bílnum fyrir aftan bifreið Víkverja var ungur snyrtilegur maður við stýri með dökk sólgleraugu og var að fá sér sígarettu, sem ekki er í frásögu færandi en að vísu ekki til fyrirmyndar. Svo renndi hann bílrúðunni niður og henti drasli út, sennilega tómum sígarettupakka, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Um þetta athæfi fólks hefur áður verið fjallað hér í þessum dálki. Það er nánast hægt að ganga að því sem vísu að þeir, sem haga sér á þennan veg, séu innan við þrítugt. Hvað á að gera við þetta fólk? Fyrir nokkrum áratugum tókst að venja þjóðina af þessum ósóma og um skeið sást framferði af þessu tagi nánast aldrei. Núna liggur við að sóðaskapur sem þessi sé daglegt brauð. Hvernig á að koma hinni upprenn- andi íslenzku æsku í skilning um, að  víkverji skrifar | vikverji@mbl.is NÚ FARA skólarnir bráð- um að byrja og munu þá börn og foreldrar flykkjast í verslanir til að kaupa nýjar skólatöskur handa unga fólkinu sem er að hefja skólagöngu sína og eins til þess að endurnýja úr sér gengnar skólatöskur eldri námshesta. Skólagangan getur hins vegar í versta falli orðið hinn versti þrældómur ef valið á nýju töskunni er ekki vand- að. Bakverkir og aumar herðar eru dæmigerðir fylgi- fiskar tösku sem ekki hentar barninu. Hin virta bandaríska rannsóknar- og sjúkrastofn- un Mayo Clinic hefur nokkur góð ráð til þess að ráða bót á þessum vanda. Spurning um almenna skynsemi Það færist í aukana að börn beri talsverðar byrðar á leiðinni í skólann, flestir vilja jú hafa pennaveski, skólabækurnar þurfa að vera til staðar, ýmis áhöld, tónhlöður og jafnvel nest- isbox. Það safnast þegar saman kemur og því eru ólarnar á bakpokunum eitt það fyrsta sem foreldrar ættu að skoða – eitthvað annað en bakpokar ætti helst ekki að koma til greina hvort eð er þar sem þá er líklegt að börnin fái slagsíðu á leiðinni í skól- ann.  Bakpokinn ætti þannig að hafa vel bólstraðar ólar sem sitja vel á herð- unum. Bólstrað bak er líka gott þar sem síður finnst fyrir innihaldi bak- pokans ef bólstrunin er góð.  Það er gott að hafa nokkur smærri hólf í bakpokanum í stað þess að hafa bara eitt stórt hólf. Þannig er hægt að jafna þyngdinni á pokann og hann situr betur – svo er auðvitað auðveldara að finna hvar allt er þegar það hefur vísan stað.  Ekki kaupa of stóran bakpoka. Þetta eru algeng mistök sem felast í þeirri tilhneigingu að vilja hafa nóg pláss. Bakpokinn má þó helst ekki vera breiðari en bak barnsins og hann ætti heldur ekki að ná meira en 10 cm niður fyrir mitti barnsins.  Efnið sem bakpokinn er gerður úr skiptir ekki síður miklu máli. Þannig er almennt betra að hafa bakpokann sem léttastan og því eru t.d. leð- urbakpokar heldur óhentugri þó þeir séu flottir því þeir eru oftast þungir miðað við nylon eða bakpoka úr gallaefni. Það er heldur ekki nóg að hafa valið réttan bakpoka. Þannig verður líka að sjá til þess að hann sé rétt notaður.  Ólarnar ættu að vera þann- ig stilltar að bakpokinn sitji þétt að baki barnsins.  Gætið þess að barnið gangi ávallt með báðar ólar bakpok- ans á herðunum í stað þess að sveifla honum einfaldlega yfir aðra öxlina.  Setjið það sem er þyngst í bakpokann fyrst og sem næst bakinu.  Ekki láta barnið burðast með óþarfa. Það ætti að setja það sem á að nota í bakpok- ann á hverjum degi og þannig má komast hjá því að burðast sé með bækur sem ekki eru notaðar.  Þyngd bakpokans með öllu sem í honum er ætti ekki að vera meiri en sem nemur 10- 20% af líkamsþyngd barnsins. Þannig ætti barn sem er 30 kíló að þyngd ekki að burðast með meira en þrjú til sex kíló í bakpokanum.  Það getur allt eins gerst að bakpokinn sé samt of þungur þótt áðurnefndum ráðstöf- unum sé fylgt. Það má þá nota höf- uðið og reyna að finna aðrar leiðir til að létta bakpokann. Þannig mætti til dæmis hafa tvö sett af skólabókum, eitt í skólanum og annað heima við og þar með sleppa við burðinn á bók- unum. Hluti sem eru mjög stórir eða þungir mætti svo jafnvel bera í hönd í stað þess að setja í bakpokann. Á vef Mayo Clinic kemur fram að meira en helmingur allra barna á aldrinum 9-20 ára þjáist af lang- vinnum bakverkjum sem rekja má til slæmra bakpoka. Það er því full ástæða að hafa þetta í huga þegar bakpoki er valinn og leita sér ráð- gjafar ef barn kvartar undan verkj- um í baki eða dofa í höndum. Rétt val á skólatösku get- ur skipt börnin miklu máli Morgunblaðið/Eyþór Rangt Of langt er í axlarólum. Barnið spennir sig á móti vogaraflinu sem togar í og verður þreytt í baki. Hún situr líka of neðarlega.            

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.