Morgunblaðið - 18.08.2007, Síða 25
Morgunblaðið/Sverrir
um. „Svo þarf maður bara að
muna hvernig bókin er á litinn
þegar leitað er,“ segir hún og
hlær.
Litrík málverk setja líka svip
sinn á íbúðina sem og dönsk hús-
gagnahönnun og gamlir munir,
m.a. klukka sem kemur úr ætt
húsbóndans og fornfálegt skrif-
borð.
„Ég gæti ekki hugsað mér þetta
öðru vísi en að blanda saman
gömlu og nýju,“ segir húsmóðirin
sem var með annan fótinn á
byggðasafni í æsku og viðurkennir
að hún hafi alltaf vissa tilhneigingu
til að falla fyrir gömlum munum.
„Hann er svo meira í naumhyggj-
unni,“ segir hún um húsbóndann
og bætir svo við, „en það þýðir
ekki að hafa innbúið of hlaðið. Við
viljum að íbúðin sé hrein og ein-
föld og þá gengur ekki að tapa sér
í skreytingunum, enda felst miklu
meiri hvíld í þessu.
annaei@mbl.is
Kúrt í sófanum Ljósir litir skapa róandi stemningu.
„Ég gæti ekki hugsað
mér þetta öðru vísi en
að blanda saman
gömlu og nýju,“
Ljóst og létt Með því að sleppa
gardínunum og láta eldhúsáhöldin
skyggja í þeirra stað á hluta
gluggans viðhelst skemmtileg birta
í eldhúsinu.
Opið Mahoníviður og þröng
hurðarop gerði eldhúsið áður
langt og mjótt. Með ljósri eld-
húsinnréttingu og víðari inn-
gangi stækkar það til muna.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 25
Hallmundur Kristinsson yrkirum ákveðna áráttu ráðherra:
Við höfum til stjórnunar harða jaxla,
sem hafa þó lent í brýnum.
Þeim finnst nú svo sem óþarft að axla
ábyrgð á gerðum sínum.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
út af Grímseyjarferjuklúðri:
Eyðsla, glópska, skandall, skömm,
skýrslur dusilmenna,
hæpin ráðgjöf, heimska og vömm
hinum var að kenna.
Þegar frétt birtist með fyrirsögn-
inni: „Sturla þvær hendur sínar í
Grímseyjarferjumálinu“ orti Davíð
Hjálmar:
Kurteisi ráðherrann kastar ei skít
þótt komi undir neglur hans rendurnar.
Standandi hissa og stikkfrían lít
Sturlu að þvo sér um hendurnar.
Hallmundur Kristinsson bætti við:
Sturla hefur hendur tvær.
Hreinar bráðum verða þær.
Hendur sínar þvær og þvær
og þvær og þvær og þvær og þvær.
Og Hjálmar Freysteinsson um
handaþvottaráráttu:
Áráttan þó á sér leyni
orðið getur þér að meini.
Nú er Sturla handahreini
með hendur þvegnar inn að beini.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af ferju til
Grímseyjar
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Heilsárshús á bökkum Brúarár
í Bláskógabyggð á ca. 0,8 ha
fallegu eignarlandi
Glæsilegt og afar vandað 140 fm nýtt
hús sem er með steyptum undirstöðum
og gólfplötu með hitakerfi í gólfi. Teiknað
af teiknistofu A. V. J. 120fm timburver-
önd. Rafmagn, hitaveita og kaltvatn
komið. Stutt í golf, sund og aðra þjón-
ustu. Afh. án innréttinga og gólfefna.
Áhvílandi lán um 17 millj. Verð 39,9 millj.
Sumarhús í landi Kárastaða, Blá-
skógabyggð - innan þjóðgarðs.
70fm eldri bústaður á fallegum stað við
Þingvallavatn. Stórkostlegt útsýni yfir
sjálft vatnið og fjöllin. Landið er 6.200 fm
kjarri vaxið. Miklir möguleikar. Á nær-
liggjandi lóðum hafa verið byggð allt
að 90 fm glæsileg heilsárshús. Verð
27,5 millj.
Sumarbústaður í Úthlíð - Góð kaup
Fallegur bústaður í fallegu umhverfi. Þrjú
svefnherbergi. Timburverönd með heit-
um potti. Hitaveita og rafmagn. Stutt í
vinsæla áningastaði, hvort heldur er
Geysir, Gullfoss, Reykholt, (Slakki með
börnin!),golfvöllur, Skálholt, Laugarvatn
o.fl. Góð kaup á sumarhúsi á einu vin-
sælasta svæði suðvesturhornsins. Verð
14,9 millj.
Sumarbústaður í
Vatnsendahlíð í Skorradal
52 fm sumarbústaður við Vatnsendahlíð í
Skorradal, rétt við golfvöll. 40 fm verönd,
að hluta yfirbyggð. Rúmgóð stofa með
arinofni og 3 herb. Frábært útsýni yfir
vatn og fjöll. Nýr leigusamningur til 20
ára. Verð 18,9 millj.
Sumarbústaðir við Svínavatn
Til sölu þrjú heilsárshús við Svínavatn í
Öldubyggð. Húsin afhendast fullbúin
með verönd, skjólveggjum og heitum
potti. Allur frágangur er mjög vandaður.
Eignarlóð. Möguleg skipti á íbúð. Verð
26 millj. Nánari uppl. á skrifstofu.
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 11-18Opið
Sumarútsala
Hágæða postulínvasar
og blómapottar
Feng-Shui
vörur í úrvali
Útsölulok
eingöngu
laugarda
g
og sunnu
dag
30-80%
afsláttur
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
• Gosbrunnar
o.m.fl.