Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 29

Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 29 vikum vantar enn upp á að verkaskipting á milli ríkis og sveitarfélaga sé skýr. Margt sé óljóst hvað snertir fjármál, ábyrgð og hvernig samvinnu er háttað. „Þetta stuðlar að skörun á þjónustunni,“ segir Helga. Hún nefnir einn- ig að í sumum sveitarfélögum sé almenningi jafnvel ekki ljóst hvert þeir eigi að leita til að fá bót meina sinna. Ennfremur kom bersýnilega í ljós á ráð- stefnunni að það er ólíkt unnið á milli lands- horna, hvort sem er á Suðurnesjum, Egils- stöðum eða Akureyri, svo nokkrir staðir séu nefndir. Staða Achenbach-prófsins rædd Á ráðstefnunni ræddu Thomas Achenbach prófessor við Vermont-háskóla og Leslie Res- corla prófessor við Bryn Mawr-háskóla um nýlegar niðurstöður úr svokölluðu Achen- bach-prófi. Það próf hefur verið notað sem mælitæki um áratugaskeið hér á landi og ann- ars staðar í heiminum. Fram kom að fagaðilar geti nýtt slík próf til að koma upplýsingum á milli stofnanna og skóla. Achenbach var jafnframt að kynna það hversu langt rannsóknir hans væru komnar, en nú er hægt að nota prófið sem hann hefur þróað sem verkfæri í vinnu með foreldrum úr ólíkum menningarheimum, eða fjölmenning- arsamfélögum. Ráðstefnugestir virtust á heildina litið ánægðir með hvernig til tókst og það upplýs- ingaflæði sem kom fram. Ekki liggur enn fyr- ir hvort slík ráðstefna verður endurtekin, en án efa er brýnt að menn hafi slíkan samráðs- vettvang ætli menn sér að auka samvinnu í framtíðinni. mtæka íhlutun og frumgreiningu, að Helgu. ð sem fékk hvað mesta athygli var það em unnið hefur verið í Reykjanesbæ,“ Helga. „Þar hefur mikil áhersla verið forvarnir innan forskólans, fyrir for- örn. Foreldrar á svæðinu fá mikinn og kan stuðning innan leikskólans. Á veg- æjarins eru tvö sérstök verkefni sem t Björkin og SOS – uppeldisfræðsla oreldra. Öllum foreldrum tveggja ára er boðið upp á slíkt námskeið. Þar á bæ menn verið útsjónarsamir og þar virðast r vindar blása.“ Helga nefnir einnig að á starfsstéttanna sem veiti geðheilbrigð- ustu í Reykjanesbæ séu engir eldvegg- áhersla lögð á samvinnu. Þetta minnki aust á milli starfsstéttanna. áðstefnunni kom fram að í sumum til- Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Stuðla, Gyða Haraldsdóttir, sviðsstjóri Miðstöðvar heilsuverndar barna, Pétur Pét- æknir BUGL. meiri samvinnu NOTSKURN 13 fyrirlesarar hvaðanæva að á landinu héldu erindi á ráðstefn- i, auk prófessoranna Achenbach og corla. áðstefnunni kom fram að enn á eftir brúa bil á milli ólíkra starfsstétta, enn vantar upp á meiri samvinnu i heilbrigðisstofnana. Ráðstefnan virkaði sem samráðs- vettvangur að sögn Helgu Hann- óttur sem skipulagði ráðstefnuna, enn er ekki útséð með hvort hún ði endurtekin að ári. Fyrir um tuttugu árum urðumikil tímamót í versl-unarsögu Íslendinga þeg-ar Pálmi Jónsson, jafnan kenndur við Hagkaup, opnaði versl- unarmiðstöðina Kringluna fyrir al- menningi. Opnun Kringlunnar markaði einnig tímamót fyrir Pálma sem hafði unnið sleitulaust frá 1959 að því að bæta verslunarhætti Ís- lendinga og setja þarfir og kröfur viðskiptavinarins í forgang. Þessi sjónarmið höfðu því miður ekki ver- ið höfð að leiðarljósi, þar sem vöru- úrval, verðlag og afgreiðslutími verslana var iðulega ekki við- skiptavinum í hag, heldur gróða- og einokunarsjónarmið margra kaup- manna, heildsala og samvinnuhreyf- ingarinnar. Drýgið lág laun! Kaupið góða vöru ódýrt! Pálmi stofnaði póstverslunina Hagkaup árið 1959 í litlu fjósi við Miklatorg og gafst landsmönnum kostur á því að panta ódýra vöru og fá hana senda heim. Ein fyrstu kjör- orð Hagkaups voru „Drýgið lág laun! – kaupið góða vöru ódýrt!“ og voru landsmenn þessu sammála því oft á tíðum var mikill handagangur í öskjunni – svo mikill að vörur kom- ust ekki í hús á tíðum vegna mikillar eftirspurnar. Aðrir kaupmenn kunnu illa við þessa stefnu Hag- kaups, sem leiddi til þess að hagn- aður þeirra minnkaði en Pálmi hélt ótrauður áfram þrátt fyrir þetta mótlæti. - - - Árið 1967 hóf Hagkaup innflutn- ing á matvörum eftir að Pálmi fann ódýrar appelsínur frá Flórída í Bandaríkjunum. Bauð hann kílóið til sölu á 17,5 krónur í verslun sinni þegar aðrir kaupmenn seldu þær á 30-35 krónur kílóið. Gekk þessi inn- flutningur svo vel að Pálmi ákvað að setja á fót matvörudeild í Hag- kaup þar sem hann seldi matvörur sem hann keypti ýmist frá heildsölum eða flutti sjálfur inn. Tóku lands- menn þessu fagnandi þar sem með- alvöruverð var töluvert lægra en í öðrum versl- unum. En keppinautar hans reyndu allt sem þeir gátu til að stöðva sam- keppnina og stuttu eftir opnun mat- vörudeildarinnar tilkynntu nokkrir heildsalar að þeir myndu hætta við- skiptum við Hagkaup, þar sem aðrir kaupmenn hefðu hótað að hætta við- skiptum við þá ef þeir héldu áfram að selja Hagkaup vörur. Varð þessi deila hávær og boðaði forsætisráð- herra kaupmenn á sinn fund til að ræða deiluna en með litlum árangri. Pálmi sagðist í viðtölum ekki ætla að gefa sig undan þrýstingi kaup- manna og heildsala og hélt rekstri sínum áfram með fullum stuðningi viðskiptavina sinna. Hann boðaði aukningu á eigin innflutningi og opnun vörumarkaðar. Skeifan og sykurinn Í september 1970 tók Pálmi á leigu vöruskemmu í Skeifunni 15 og opnaði þar fyrsta stórmarkað lands- ins þar sem aðaláherslan var lögð á ódýrar vörur. Þarna gafst Pálma tækifæri til að kaupa inn í miklu magni og selja ódýrt þar sem eng- inn milliliður lagði á vörurnar. Með- al tækifæra sem hann sá í magn- innkaupum var í sykurinnkaupum. Samvinnuhreyfingin hafði ásamt heildsölum gert mjög óhagstæð inn- kaup á sykri og selt landsmönnum á okurverði um árabil. 1974 var gott uppskeruár á sykurplantekrum er- lendis og lækkaði heimsverð á sykri töluvert en þessi lækkun skilaði sér ekki til landsmanna þar sem ofan- greindir aðilar áttu miklar birgðir af dýrum sykri. Pálmi tók sig því til í samstarfi við annan kaupmann og flutti inn mikið af sykri og flykktust húsmæður í Hagkaup til að kaupa þennan ódýra sykur. Sam- bandsmenn og heildsalar sátu því eftir með miklar og dýrar birgðir á lager – en dó ekki ráðalaust því ákveðið var að selja landsbyggð- arfólki, sem ekki komst í Hagkaup, sykurinn á okurverði í kaupfélög- unum um land allt. Almenningur mótmælti þessu hástöfum og eftir þetta var sykurverð í samræmi við heimsmarkaðsverð. Pálmi háði fleiri stríð við sam- vinnuhreyfinguna, heildsala og einka- söluhafa. Hagkaup hóf meðal annars sölu á lesgleraugum, sem áður hafði eingöngu verið í höndum sjón- tækjafræðinga, bók- um, sem bóksalar töldu að þeir hefðu einkaleyfi á, græn- meti sem keypt var beint inn frá bændum í stað þess að fara í gegnum miðstýrða grænmetisverslun ríkisins og jógúrt frá Húsavík, sem ekki var leyfilegt að selja í Reykjavík vegna fram- leiðslusvæða í mjólkuriðnaðinum. Allt voru þetta vörur sem seldar voru á mun lægra verði en annars staðar þekktist. Íslensk verslun færð í nútímann Örlögin reyndu að skerast í leik- inn í byrjun níunda áratugarins þeg- ar Pálmi fékk kransæðastíflu þar sem hann var í sumarfríi á Flórída ásamt fjölskyldu sinni. Mátti litlu muna að veikindin drægju Pálma til dauða en hann hafði betur og í kjöl- farið mæltu læknar hans eindregið með því að hann drægi úr vinnu sinni og reyndi að hvíla sig og minnka streitu. Þau ráð höfðu engin áhrif á Pálma því stuttu síðar hóf hann undirbúning að byggingu fyrstu verslunarmiðstöðvar Íslend- inga, sem rísa átti í Kringlumýrinni. Átti þessi miðstöð að vera að banda- rískri fyrirmynd þar sem Íslend- ingar áttu að geta gengið um yf- irbyggð stræti þar sem tugir verslana voru staðsettir og næg bílastæði að fá. Voru margir svartsýnir á að þessi framkvæmd myndi vera arðbær og m.a. samþykktu Kaupmanna- samtökin að senda tilmæli til borg- arstjóra Reykjavíkur þar sem farið var fram á það að fresta úthlutun lóðar í Kringlumýrinni og athuga hvort þörf væri á svo miklu versl- unarhúsnæði. Líkt og áður lét Pálmi allar hrakspár og mótlæti sem vind um eyru þjóta og hélt ótrauður áfram og tók fyrstu skóflustunguna árið 1984. Tæpum þremur árum síð- ar, hinn 13. ágúst 1987 klippti hann á borða á sama stað og hleypti fyrstu gestum Kringlunnar inn. Þá strax var það ljóst að Kringlan var komin til að vera og fyrstu árin voru gestir um 75 þúsund í viku hverri og hefur gestafjöldinn aukist ár frá ári ásamt því að húsnæðið hefur stækk- að og verslunum fjölgað, en þær eru orðnar 124 talsins, nánast tvöföld aukning frá 1987 þegar verslanir voru 64. Um 98 milljónir gesta hafa heim- sótt Kringluna frá upphafi. Einstaklingurinn í fyrirrúmi Pálmi var mikið góðmenni og mátti ekkert aumt sjá. Undirritaður eyddi mörgum stundum með Pálma við útkeyrslu á matvörum til þeirra sem þurftu og taldi Pálmi það vera skyldu sína að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Þrátt fyrir að hafa heiminn á herðum sér gaf hann sér ætíð tíma fyrir samverustundir með fjölskyldu sinni og sótti Pálmi und- irritaðan iðulega í skólann og leyfði honum að vera með sér þegar hann gekk um ganga Hagkaups og fylgd- ist með rekstrinum. Þrátt fyrir að hafa sigrast á öllu því mótlæti sem hann hafði mætt og komið sínum stærstu draumum í framkvæmd var Pálmi ekki ósigrandi. Bygging Kringlunnar hafði tekið mikinn toll af heilsu hans og um vorið 1991 fór heilsu hans að hraka fljótt. Hann var lagður inn á spítala með krans- æðastíflu og lést hinn 4. apríl eftir stutta sjúkralegu. Pálmi var ein- ungis 67 ára þegar hann lést. Engan hafði órað fyrir því hversu langt Pálmi myndi ná þegar hann var lítill drengur í Skagafirðinum en ævistarf hans er enn eitt dæmið um hvers einstaklingurinn er megn- ugur. Ævistarf hans snerist ekki eingöngu um að bjóða góðu vöru til sölu á lágu verði heldur einnig að brjóta niður höft og reglur sem skikkuðu almenning til að haga sér eftir þörfum þeirra sem réðu. Sá ár- angur sem hann náði í því hefur haft mikil áhrif í því að opna markaðs- kerfið á Íslandi og búa til frjóan jarðveg fyrir þann fjölda íslenskra athafnamanna og fyrirtækja sem blómstra ekki einungis á Íslandi heldur um allan heim. Pálmi Jónsson í Hagkaup Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson » Opnun Kringlunnarmarkaði tímamót fyrir Pálma sem hafði unnið sleitulaust frá 1959 að því að bæta verslunarhætti Íslend- inga og setja þarfir og kröfur viðskiptavin- arins í forgang. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson Höfundur er dóttursonur Pálma Jónssonar. Pálmi Jónsson var aldrei með skrifstofu þótt hann ræki eitt stærsta fyr- irtæki landsins. Hans vinnustaður var á göngum Hagkaups og er þessi mynd tekin af honum í Skeifunni þar sem hann virðir fyrir sér vörurnar. göngu átt við hlut Akureyrarbæjar og ekki tekinn með kostnaður Heilsugæslunnar og Barna- og unglingageðdeild- ar við ráðgjöf og handleiðslu. Kostnaður bæjarins við Hlíð- arskóla, án tillits til Skjaldar, er um 86 milljónir króna. Að sögn Gunnars er kostnaður vegna kennslu um helm- ingur þessarar fjárhæðar en hinn helmingurinn kemur til vegna meðferðar. Akureyrarbær ber þó kostnaðinn einn og óskiptan, þrátt fyrir umleitanir við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og menntamálaráðherra um aðkomu rík- isins að málinu, þar sem meðferð er að hluta til sinnt í starf- inu. Gunnar segir aðila á vegum ráðuneytanna sem hafa kynnt sér málið hafa lýst yfir ánægju með framtakið, en ekkert hafi þokast í átt til viðræðna um málið: „Á sama tíma er verið að samþykkja aukin útgjöld vegna þessara mála bæði af núverandi og fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, en ekkert af þessu fé hefur komið eða virðist eiga að koma norður. Er ástæðan sú að hér er verið að sinna þessum málum þokkalega og því ekki ástæða til frekari aðgerða? Má vera, en þá finnst mér sem það sé nokkuð ljóst að frumkvæði eins og það sem sýnt var hér er af einhverjum talið lítt þóknanlegt. En hvað má læra af vinnunni við að koma á þessu úrræði og rekstri þess? Jú, það er gerlegt að vinna þverfaglega og þvert á stofnanir og samþætta þá þjónustu sem á þarf að halda, óháð því hverjum sú þjónusta tilheyrir. Það sem til þarf er góður vilji og jákvætt viðhorf.“ kildi er háð þörfum ns og því getur skóla- . Hver nemandi fær narkennara sem og heldur utan um allan hátt. Myndað er manda sem einn úr jónarkennari kemur viðtöl sinna nemenda. tunar er hrós og fé- ð mjög markvisst er upp traust og vin- g nemenda. teinum skólastarfsins. náttúruskoðun og kólastarfsins.“ u foreldrasamstarfi skólans. að til hafa verið góða. ki hafi verulegar ildarinnar. óvart sem þetta les að s fjár. Samkvæmt upp- naður við Skjöld á króna, en þá er ein- eik börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.