Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 31

Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 31 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ er orðið hagsmunamál fyrir ís- lensku þjóðina að halda utanum bita- stæðustu ljóðskáldin sín. Annars veg- ar er það vegna þess að trúverðugleiki sjálfstæðra þjóða byggist á því að þær eigi sér ljóðskáld sem spegli þjóðlega eiginleika, og hins vegar vegna þess að sakir fá- mennis Íslendinga eigum við svo fá slík; og jafnvel virðist nú líklegast að breyttar menningarforsendur valdi því að nýliðun slíkra skálda sé nú þeg- ar fyrir bí; eða fyrir allt að einum eða tveimur áratugum síðan. Því þarf þjóðin nú að styrkja fortíð- arsýn sína á þessa þjóðararfleifð sína með því að koma sér upp með- færilegu safni af sýnishornum slíkra skálda. Almennt er viðurkennt að þau ljóð- skáld sem Íslendingar hafa átt sem skara fram úr annars konar listafólki í menningarverðmæti sínu, telja á bilinu einn til tvo tugi. Er þá einkum átt við ,,þjóðskáldin“ á nítjándu öld og arftaka þeirra á hinni tuttugustu. Hagkvæmt væri nú að finna leið til að skera þennan hóp niður í svosem sjö manns. Mín tillaga er sú að við veljum þá úr til sérstakrar umfjöllunar sem höfðu ekki einungis mikið listfengi, heldur sýndu með skrifum sínum að þeir höfðu einnig þá almennu mennt- un sem getur skírskotað til komandi kynslóða menntamanna. Þá verður mér fyrir að velja þá úr sem luku námi í háskólafögum sem voru almenns eðlis, frekar en í hag- nýtu embættistengdu námi. Þá reyn- ist listinn einmitt kominn niður í sjö manns; en það eru: Jónas Hall- grímsson, náttúrufræðingur; Bene- dikt S. Gröndal, norrænufræðingur; Grímur Thomsen, bókmenntafræð- ingur; Matthías Johannessen, ís- lenskufræðingur; Hannes Pétursson, íslenskufræðingur; Sigurður Pálsson, bókmennta- og leikhúsfræðingur; og undirritaður; mannfræðingur. Hefð er fyrir tölunni sjö í heimi lista. Þannig var til lykilhópur í ljóð- listarsögu Frakka, á sextándu öld, sem nefndi sig Sjöstjörnuna; La Pleiade; í anda forn-grísks skálda- hóps. En sá hópur dró aftur nafn sitt af Sjöstjörnunni, sem er stjörnuþyrp- ing á himnum í Nautsmerkinu. En til er heillandi goðsaga forn-Grikkja um sjö dísir sem fengu þar sinn eilífa hvíldarstað. Væri freistandi að rekja þessa sögu fyrir lesendum síðar. Mörgum mun þykja ótímabært af mér að sníða ljóðlistarsögunni svo þröngan stakk. En ég spái því að inn- an fárra ára muni úrræði sem þessi teljast til nauðsynlegra björgunar- aðgerða, í heimi íslenskrar barna- fræðslu sem og í fullorðinsfræðslu. TRYGGVI V. LÍNDAL þjóðfélagsfræðingur og skáld. Sjöstjarna skáldanna Frá Tryggva V. Líndal „SUÐURLANDSINS eina von,“ sjálfur Bjarni Harðarson geysist fram á ritvöllinn, nánar tiltekið hér í Morgunblaðinu þann 13. ágúst síðastliðinn, og spyr áleitinna spurninga. Bjarni vill fá að vita hvort að Björgvin G. Sigurðsson sé ráðherra bankanna eða neytenda. Hið rétta er auðvitað að Björgvin G. Sigurðsson er ráðherra banka- mála sem og ráðherra neytenda- mála. Ráðherra í ríkisstjórn Ís- lands gengur ekki erinda sérhagsmuna. Óbein ásökun Bjarna um að ráð- herra gangi erindi bankanna er auðvitað spaugileg. Sérstaklega í ljósi þess að ráðherrann hefur lagt áherslu á að taka ætti af allan vafa um að bankarnir hefðu ekki heimild til að refsa viðskiptavinum sínum. Hvaðan kemur FIT-ið? Við nánari skoðun kemur í ljós að ekki er fótur fyrir því að inn- heimta FIT-kostnaðar eigi sér stoð í skaðabótarétti. Því síður að fjár- málafyrirtæki framfylgi refsi- ákvæðum tékkalaga með inn- heimtu FIT-kostnaðar. Hið opinbera hefur eitt vald til þess að framfylgja refsiákvæðum laga. Gildandi lög takmarka almennt ekki vald fjármálafyrirtækja til að krefjast greiðslu kostnaðar vegna innistæðulausra tékka og debet- kortafærslna. Slík innheimta á sér grundvöll í almennum skilmálum sem viðskiptavinir undirgangast við stofnun reiknings og auglýstri gjaldskrá. Þar af leiðandi er fjár- málafyrirtækjum heimilt að inn- heimta svokallaðan FIT-kostnað, svo lengi sem hann er grundvall- aður á samningi á milli banka og viðskiptamanna. Hvað er þá málið? Engu að síður hafa fjármálafyr- irtæki lögbundna skyldu til að framfylgja góðum viðskiptaháttum og þeim ber að virða samkeppn- islög við innheimtu þjónustu- og lántökugjalda. Það er því full ástæða til að staldra við og skoða nánar hvaða viðskiptalegu for- sendur liggja að baki því að inn- heimtar eru að lágmarki 750 krón- ur og allt að 9.900 krónur fyrir hverja innistæðulausa færslu. Mál þetta er í eðlilegum farvegi þar sem talsmaður neytenda hefur stofnað til viðræðna við Samtök fjármálafyrirtækja um þetta mál. Reynist það álit talsmannsins, eftir þær viðræður, að ástæða sé til að endurskoða lagagrundvöll FIT- kostnaðar er víst að ekki mun standa á ráðherra bankamála og neytendamála að leggja til nauð- synlegar úrbætur við Alþingi. Jón Þór Sturluson Innistæðulaus umræða Höfundur er aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. dísilvélarnar frá Fiat eru afar skemmtilegar, hafa reyndar ratað í bíla fleiri framleiðenda. Fíat var vinsæll hérlendis á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar þar til Bifreiðaeinkasala ríksins skrúfaði fyrir innflutning á bílum … Aftur kom öflugur kafli um eða upp úr 1970, með Fiat 127, 128 og 132. Reyndar reyndust þeir bílar misjafnlega, einkum 128, auk þess sem ryð spillti fyrir orðspori Fíatbíla sem raunar margra fleiri á þeim árum. Á níunda áratugnum kom aftur góður kafli þegar Fiat Uno varð almenningsvagn á Íslandi. Eins og hjá öðrum framleiðendum bíla bar eitthvað á mislukkuðum eintökum og ekki var sparað að blása það upp, jafnvel þótt að hluta til gætu eigendur kennt sjálfum sér og sín- um slóðaskap í viðhaldi og eftirliti um. Það er bull að Ítalir kunni ekki að búa til bíla. Sumir kynnu að vilja taka Ferrari til marks um það. En Fiat stendur fyrir sínu og að kalla ítalska bíla einu nafni drasl er vanþekking. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og hefur engin tengsl við Fiat umboðið á Íslandi. Reglur og skil: ● Myndin þarf að þola prentun og stækkun í A4 eða stærra. ● Skila skal mynd á geisladiski auk útprentaðrar myndar. ● Myndir mega vera hvoru tveggja jpg. eða tif., en án layera eða maska. ● Gæði myndanna og frágangur hafa áhrif á mat dómnefndar ● Síðasti skiladagur er 14. September 2007. Myndin sendist til: Ljósmyndasamkeppni, Vísindavaka, Rannís, Laugavegi 13 – 101 Reykjavík. Merkja þarf diskinn og myndina með dulnefni. Umslag þarf að fylgja merkt dulnefni með upplýsingum um sendanda (nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer). Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina: Fujifilm Finepix Z5fd frá Ljósmyndavörum ehf, sem var valin (compact) vél ársins 2007 af TIPA. Frekari upplýsingar veitir Elísabet M. Andrésdóttir hjá alþjóðasviði Rannís, elisabet@rannis.is eða í síma 515 5813 Dómnefnd: Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, Gísli Gestsson, hjá Ljósmyndavörum ehf. og Rebekka Valsdóttir, sviðsstjóri hjá Rannís. 16 - 23 ára Í tilefni af Vísindavöku 28. sept. nk. efnir Rannís til ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 16-23 ára. Þema keppninnar er „Tilraun í þágu vísinda“ og er ætlast til að ljósmyndarar fangi vísindatilraun á hvaða sviði vísinda sem er. H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n LJÓSMYNDA SAMKEPPNI UNGA FÓLKSINS TILRAUN Í ÞÁGU VÍSINDA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.