Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 42
42 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Bílar Jeep árg. '06 ek. 36 þús. km. Glæsilegur Jeep Grand Cherokee
Limited með 5,7 Hemi vél til sölu.
Einn með öllu. Ásett verð 4250 þús.
fæst á 3950 þús stgr. Uppl. í síma
8990568
Ford Mustang, árg. ’98
Vél 4,6. V8. Ekinn 63.000 mílur. Auka-
felgur. Verð 850.000 þ. Upplýsingar í
síma 866 0532 og 567 1231.
VW Polo, árg. ‘99, til sölu
Volkswagen Polo 1400, árg. ’99, ek.
104 þ. Beinsk., sk. ‘08. Verð 380 þús.
Upplýsingar í síma 699 6952.
Toyota Yaris, árg. ‘99. Verð 550.
Toyota Yaris 1000.vvti, árg. ‘99, ek.
101 þús. 2 dyra í toppstandi. Verð
550 þús. Uppl. í síma 694 8448, Óli.
Toyota Avensis.
Reyklaus og fallegur. Beinskipting,
árg. ‘02. Ek. 90 þús. km. Nýyfirfarinn
af Toyota. Ný dekk fylgja. Verð 990
þús. Upplýsingar í síma 698 9808.
Til sölu Pajero Sport GLS diesel
árg. 2000, ek. 152 þús. km.
Breyttur f. 35" dekk, er á 33" nýlegum
dekkjum, dráttarkúla. Skoðaður ´08.
Verð 1.590 þús.
Uppl. í síma 694 8710.
Til sölu Dodge Durango, árg. ’05.
Góður bíll. Lán u.þ.b. 2,2. Verð 3,3.
Ath. skipti. Uppl. í síma 693 6274.
Skoda Felicia, árg ‘98, ek. 88 þ.,
sk. ‘08. Skoda Felicia, árg. ‘98,
ek. 88 þ., sk. ‘08. Vetrardekk fylgja.
Verð 190.000 þús.
Nánari upplýsingar í síma 893 5944
Skoda, árg. '03, ek. 73 þús. km.
Til sölu Skoda Octavia Ambiente
1600i. Góður bíll, sumardekk á
felgum, vetrardekk fylgja með. Ný
tímareim, vatnsdæla og vatnslás.
Eyðir litlu. Sími: 849 6047.
Range Rover, nýskr. 10/2003, ek.
95 þús. Glæsilegur dísel Range
Rover. Fluttur inn af B&L og full-
þjónustaður hjá þeim. Ekinn 95 þús.
Með öllu. Skráður: 10/2003. Verð-
tilboð. Upplýsingar í síma 694 4388.
Golf Gti, árg. '96.
Verð 230.000 kr. Stgr! Golf GTI, ´96,
2,0 L, ek.147 þ. Topplúga, leðurinnr.
Mjög fallegur bíll! Sími 864 9296.
Jeppar
Toppeintak á toppverði.
Terrano 2001, 2.4 L, ek. 107, ný
kúpling. 1.290 þús., gott lán.
Upplýsingar í síma 897 7705.
Nissan Navara ´06.
Navara SE, árg. 2006, ekinn 35 þús.,
skoðaður ´09, dísel, sjálfsk., 35"
breyttur af Artic Trucks. Verð 3.850
þús. Mjög fallegt eintak.
Upplýsingar í síma 865 0713.
Cherokee Ltd '92,
sjálfsk., í mjög góðu standi, ek. 194
þús. Aðeins 2 eigendur. Staðgreiðslu-
verð 200 þús.
Uppl. í s. 456 3107, e. kl. 19.
Ökukennsla
Ökukennsla
www.okuvis.is - Síminn 663 3456.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06.
696 0042/566 6442.
Kristófer Kristófersson
BMW.
861 3790.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
822 4166.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Mótorhjól
Yamaha DragStar 1100 Custom.
Til sölu glæsilegt DragStar 1100, árg.
'04, ekið 6.500 km. V&H púst, mikið
aukakróm, einn eigandi, innflutt af
Yamaha umboðinu. Verð 990.000.
Upplýsingar í síma 898 4334.
Til sölu Yamaha R-6 í toppstandi,
árg. '05, fæst gegn yfirtöku láns.
Uppl. í síma 692 6406.
Til sölu vegna mikillar fjölgunar
barna… Eitt fallegasta hjól landsins.
Hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi!
Árið 2003, Ducati 749S.
Einn eigandi frá upphafi.
Einn þjónustuaðili frá upphafi.
Ekið rúma 20.000 km.
Tárfellandi eigandi veitir nánari
upplýsingar í síma 660 1022.
Til sölu Suzuki GSX - R 600.
2002 árg. Ekið aðeins 11.000 þ. Í
toppstandi. Verð 600.000.
Upplýsingar í síma 669 1487.
Kawasaki Vulcan 2000.
Til sölu Kawasaki VN 2000, nýskráð
'06. Öflugt hjól á fínu verði. Aukahl.
Kawasaki vindhlíf og Roadhouse
púst. Gott lán getur fylgt hjólinu.
Upplýsingar í síma 898 4334.
Hjólhýsi
Til sölu hjólhýsi, mjög vel með farið
með vaski, ísskáp, gaseldavél,
klósetti og fortjaldi. Verð 450 þús.
Upplýsingar í síma 893 1183.
Húsbílar
Mercedes Benz, árg. 1982.
Ek. 218 þús. km. Benz 307D. Vaskur,
helluborð og svefnpláss fyrir 3-4. Ný
topplúga, rafgeymir, demparar, gjald-
laus, skoðaður o.fl. Verðhugmynd 400
þús. Nánari uppl. í síma 661 0222,
844 0741 eða 483 3909, Ármann.
Elliot 55 p.
Fiat 2.3 L, 130 hest. 6,7 m, 35 km,
árgerð 2007, 6 gíra. Gott verð:
5.990.000 kr ,upplýsingar í síma
517 9350
Dethleffs húsbíll (Fiat Ducato
18 2,8 JTDundirvagn) 7,0 m langur.
6 manna. Árg. ‘01. Ek. 54 þús., með
2x50 W sólarsellun, loftneti o.fl. Verð
3.500 þús. Uppl. í síma 893 1265 .
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
FRIÐRIK Ólafsson tapaði fyrir
Nonu Gaprinddhasvili í fyrstu um-
ferð Hvatningarmóts Max Euwe sem
hófst í gær í bænum Arnhem í Hol-
landi. Friðrik hefur ekki teflt kapp-
skák opinberlega síðan á minningar-
móti um Jóhann Þóri Jónsson haustið
árið 2001 og virkaði dálítið ryðgaður í
gær. Hann lenti í erfiðleikum í byrjun
tafls og mátti játa sig sigraðan í 25
leikjum. Friðrik teflir í lokuðum
flokki ásamt ýmsum þekktum skák-
stjörnum fyrri tíma auk yngri skák-
manna en mótshaldarinn, sem með-
fram mótinu stendur fyrir viðamikilli
sýningu á ýmsum listmunum tengd-
um skáklistinni, virðist hafa lagt
áherslu á bjóða keppendum frá öllum
heimshornum.
Max Euwe hefur löngum verið tal-
inn merkasti skákmaður Hollendinga
og var forseti FIDE frá 1970 til 1978.
Friðrik varð arftaki hans á þingi
FIDE í Buenos Aires 1978. Euwe
varð óvænt heimsmeistari árið 1935
er hann lagði Alexander Aljékín að
velli í 30 skáka einvígi sem fram fór á
13 stöðum í Hollandi,
15 ½ : 14 ½. Aljékín náði fram
hefndum tveim árum síðar með því að
vinna
15 ½ : 9 ½. Þó skáksagan skýri tap
Aljekíns með því að hann hafi farið
mjög halloka í baráttunni við Bakkus
konung, þá er sumir þeirrar skoðun-
ar að á þessum punkti árið 3́5 hafi
Euwe verið besti skákmaður heims.
Hann var alla tíð dáður og virtur í
heimalandi sínu og sýndur margvís-
legur sómi á langri ævi. Hann lést
1981.
Keppendur samkvæmt töfluröð
eru þessir:
1. Friðrik Ólafsson
2. Bianca Muhren (Holland)
3. Helgi Dam Ziska (Færeyjar)
4. Dibyendu Barua (Indland)
5. Puchen Wwang (Nýja Sjáland)
6. Amon Zimutowe (Zambía)
7. Wincent Rothuis (Holland)
8. Willy Hendriks (Holland)
9. Oscar Panno (Argentína)
10. Nona Gaprinshasvili (Georgía)
Athyglin beinist mjög að Friðriks,
Oscar Panno og Nonu Gaprindhas-
vili. Þau tilheyra öll gullöld skákar-
innar á seinni hluta 20. aldar.
Oscar Panno er jafnaldri Friðriks
Ólafssonar, fæddur 1935 og varð
heimsmeistari unglinga árið 1953 í
Kaupmannahöfn. Friðrik Ólafsson
var meðal þátttakenda og varð í
þriðja sætii. Aðalvettvangur Panno á
skáksviðinu voru mót í Suður-Amer-
íku jafnframt því sem hann tefldi fyr-
ir Argentínumenn á ólympíumótum
og millisvæðamótum. Hann tefldi síð-
ast við Friðrik á Piatigorsky-mótinu í
Los Angelses 1963. Panno tapaði fyr-
ir Jóhanni Hjartarsyni í viðureign Ís-
lendinga og Argentínu í Dubai 1986.
Fræg urðu viðskipti Panno og Bobby
Fischer á tveim mótum árið 1970.
Fischer tók Panno bakaríið í Buenos
Aires 1970 en á millisvæðamótinu í
Palma nokkrum mánuðum síðar taldi
Panno að Fischer nyti sérréttinda
fram yfir aðra keppendur og mætti
ekki við upphaf 23ju og síðustu um-
ferðar þegar hann átti að tefla við
Fischer sem þá var löngu búinn að
tryggja sér efsta sætið og hættur að
fylgjast með stöðunni á mótstöflunni.
Bobby lék enska leiknum, 1. c2-c4 en
ekkert bólaði á Panno. Þá stóð okkar
maður upp og sótti Argentínumann-
inn sem snaraðist í skáksalinn, stöðv-
aði skákklukkuna og gafst upp.
Nona Gaprindhasvili varð heims-
meistari kvenna tvítug að aldri er
hún sigraði stöllu sína Bykovu 9:2 ár-
ið 1962. Hún tefldi á fyrsta Reykja-
víkurmótinu í Lídó 1964. Allra augu
beindust þá að Mikhael Tal sem var
gríðarlega vinsæll hér á landi. Hann
vann mótið og missti aðeins jafntefli
gegn Guðmundi Pálmasyni. Gaprind-
hasvili hélt heimsmeistaratititlinum
til ársins 1978 þegar hún tapaði
óvænt fyrir hinni 17 ára gömlu Maju
Chiburdanidse, 6 ½ : 8 ½.
Gaman verður að fylgjast með
Friðrik á þessu móti en viðureign
hans við Nonu Gaprindhasvili fer hér
á eftir. Friðrik lendir í gildru í byrjun
tafls enda 0. Bg5 og 11. Dd2 ekki
nógu vandaðir leikir og tólfti leikur
svarts – Rb6 erfiður viðfangs. 14.
Rxe4 liggur beinast við en þá kemur
14. .. Bf5 t.d. 15. Rh4 Bxe4! 16. Bxe4
exd4 og vinnur mann. Friðrik kýs að
gefa mann en Nona spyrnir við fæti
með 21. .. Rxe5 og vinnur öruggan
sigur.
Arnhem; 1. umferð:
Friðrik Ólafsson – Nona Gaprind-
hasvili
Kóngsindversk vörn
1. Rf3 g6 2. g3 Bg7 3. d4 d6 4. Bg2
Rd7 5. c4 e5 6. Rc3 Rh6 7. O-O O-O 8.
e4 c6 9. Hb1 f5 10. Bg5 De8 11. Dd2
Rf7 12. Be3 Rb6 13. b3 fxe4 14. Rh4
d5 15. cxd5 cxd5 16. dxe5 g5
17. f4 gxh4 18. Bxb6 axb6 19.
Rxd5 Bf5 20. Hbd1 Hd8 21. De2
Rxe5 22. fxe5 Dxe5 23. Hxf5 Hxf5
24. Dxe4 Kh8 25. gxh4 Hxd5
- og Friðrik gafst upp. Eftir 26.
Hxd5 kemur 26. .. Da1+ og 26. dxd5
er svarað með 26. .. De3+ o. s.frv.
Friðrik aftur að tafli
Friðrik Ólafsson teflir við Boris Spasskí á málþingi í Landsbankanum í fyrra.
Skák
Hvatningarmót
Max Euwe í Arnhem
17. – 26. ágúst
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar