Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 46

Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 46
46 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Lykill að fortíðinni Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSU FINNST ÉG VERA FALLEGUR! EN HVAÐ FINNST BLINDRAHUNDINUM HENNAR? Í ÁR VIL ÉG HAFA MEIRI HRAÐA! ÉG GET ÞETTA EKKIVIÐ VERÐUM MEÐ LIÐ SEM HLEYPUR EINS OG VINDURINN! VIÐ MUNUM STELA HÖFNUM! HLAUPIÐ! VIÐ VERÐUM MESTA HLAUPALIÐ Í SÖGU HAFNABOLTA! ÉG Á EFTIR AÐ ÖSKRA, HLAUPTU! HLAUPTU! SKÓLABÍLLINN ER AÐ KOMA! ÚT MEÐ ÞIG! SPIFF HAFÐI VERIÐ KLÓFESTUR AF GEIMVERUM SEM ÆTLUÐU AÐ SENDA HANN BEINT Í ÞRÆLKUNARBÚÐIR EN Á RÉTTU AUGNABLIKI NÆR SPIFF AÐ STINGA AF. HANN NÝTIR SÉR LÍTIÐ ÞYNGDARAFL PLÁNETUNNAR TIL AÐ ÞJÓTA BURT! ÞARNA ER SKÓLABÍLLINN... EN HVAR ER KALVIN? Á FERÐALAGINU Í GEGNUM LÍFIÐ... VERÐUR MAÐUR AÐ HAFA AUGA MEÐ ÞEIM SEM MAÐUR HEFUR SNÚIÐ BAKI VIÐ Á LEIÐINNI Á TOPPINN ÞEIR GÆTU HALDIÐ Á BOGA OG ÖR VARÚÐ! VIÐ VERÐUM AÐ KOMA Í VEG FYRIR BREYTINGAR! ÞAÐ Á AÐ BYGGJA VERSLUNARMIÐSTÖÐ Á TORGINU! ÆTLAR LEIGUSALINN AÐ HÆKKA LEIGUNA! EN SÁ FANTUR! VIÐ FÁUM EKKI ÞAÐ SEM VIÐ BORGUM FYRIR EINS OG ER ÉG HEF VERIÐ AÐ HUGSA UM ÞAÐ HVORT VIÐ ÆTTUM EKKI BARA AÐ VINNA HEIMA HJÁ OKKUR VIÐ ÞYRFTUM EKKI AÐ BORGA LEIGU OG VÆRUM MEIRA MEÐ KRÖKKUNUM JÁ, ÞAÐ ER EITT- HVAÐ TIL AÐ HUGSA UM... ÞÚ MÁTT TAKA ÞESSA SKRIFSTOFU OG TROÐA HENNI! ÉG ER FARIN! LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HÚN SÉ FLJÓT AÐ HUGSA ÞÚ HEFUR RÉTT FYRIR ÞÉR. ÉG ER EKKI KÓNGULÓAR- MAÐURINN ÉG HEITI TED CHAMBERS ÉG VAR EINU SINNI SLÖKKVILIÐSMAÐUR... OG ÉG KANN ENNÞÁ ÝMISLEGT dagbók|velvakandi Löng leið eftir lyfinu LYFIÐ Tambocoor skal einungis ávísað af hjartalæknum. Til þess að komast til hjartalæknis án þess að greiða fyrir það fullu verði þarf tilvísun frá heimilislækni og greiða fyrst fyrir hana 700 krónur. Til þessa þurfti tvo tíma frí úr vinn- unni. Síðan var farið til hjarta- læknisins og fenginn lyfseðill og skoðun og greitt fyrir það 6.840 krónur. Þrátt fyrir tilvísunina þarf að greiða þar fullt verð. Þar fóru aðrir tveir tímar úr vinnunni. Þrátt fyrir að vera með tilvísun þarf að greiða fullt verð hjá hjartalækn- inum en fara svo þriðju ferðina niður í Tryggingastofnun með til- vísunina og reikninginn frá hjarta- lækninum til þess að fá endur- greitt að hluta kostnaðinn við að endurnýja lyfseðilinn. Enn fóru tveir tímar úr vinnunni en það tókst að fá lyfseðilinn fyrir lyfj- unum sem ekki má vanta hálfan dag þá gera óþægindi strax vart við sig. Er þetta boðleg þjónusta ? Ég segi nei og aftur nei. Þar að auki er sjúklingum gróf- lega mismunað með þjónustu þar sem ekki þarf tilvísun til annarra sérfræðinga. Dagrún Sigurðardóttir, Fífuseli 18. Kanadaferðir Í VELVAKANDA 14. ágúst sl. er bréf frá „Fyrrverandi ferðafélaga í Bændaferðum“ sem segir Agnar Guðmundsson landbúnaðarráðu- naut hafa verið upphafsmann Kanadaferða og hafið ferðirnar 1978 og finnst hans hafa verið að litlu getið fyrir það afrek. Sannleikurinn er sá að Þjóð- ræknisfélag Íslendinga undir for- ystu Gísla Guðmundssonar kenn- ara sem er eini Íslendingurinn, sem orðið „guide“ hefur fest við, enda frábær leiðsögumaður, hóf ferðir til Kanada 1975 í tilefni af 100 ára afmæli landnáms Íslend- inga vestanhafs. Ég hafði útskrif- ast úr Leiðsögumannaskóla Ís- lands veturinn áður og Gísli bauð mér starf aðstoðarleiðsögumanns í Kanadaferðunum. Ég man ekki hve margar ferðir við fórum þetta sumar, en þær voru allar skipu- lagðar og undirbúnar af Gísla og félögum í Þjóðræknisfélaginu og tókust svo vel. Allt gekk eins og smurt og að minnsta kosti 500 Ís- lendingar voru alsælir með þessar ferðir. Virðingarfyllst, Unnur Konráðs. Skemmtilegur geisladiskur ÉG ÆTLAÐI alltaf eftir sumarfrí okkar fjölskyldunnar í fyrra að senda inn þakkir fyrir ótrúlega skemmtilegan geisladisk sem var spilaður viðstöðulaust á ferð okkar um landið. Svo var einnig í sumar og hann var alveg jafn skemmti- legur. Það var alveg sama hvort það var sá sem var í fyrra 4 ára eða sá sem var 47 ára það mátti ekki í milli sjá hver söng hærra og hafði meira gaman af. Geisladisk- urinn heitir Villikettirnir og inni- heldur lög við vísur eftir Davíð Þór Jónsson. Takk Davíð Þór, þú ert snill- ingur. Söngelskur ferðalangur. Týnd vekjaraklukka Á FERÐALAGI mínu milli Hvera- gerðis og Hafnar í Hornafirði 10- 18. ágúst sl. týndi ég lítilli hvítri ferkantaðri vekjaraklukku. Finn- andi vinsamlegast hafi samband við Ólöfu í síma 568 3115. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust í Fossvogs- dal fyrir hálfum mánuði síðan. Upplýsingar í síma 867 1008. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is GUÐRÚN og Íris sem eru 9 ára leika sér í Nauthólsvíkinni í hitanum og góða veðrinu. Nú fer hver að verða síðastur að sóla sig þetta árið og því er um að gera að nýta hvert tækifæri sem gefst. Morgunblaðið/Ómar Í boltaleik á ströndinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.