Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 49
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Óstöðugir ærast og val-kvíðnir þjást sem aldreifyrr þegar litið er yfir fjöl-breytta dagskrá Menning-
arnætur. Flestir fagna þó trúlega
fjölbreytninni og setja sig í stellingar
til að geta innbyrt sem mest af menn-
ingarviðburðum á einum sólarhring.
Af nógu er allavega að taka og klisj-
an „allir finna eitthvað við sitt hæfi“
hefur sjaldan átt betur við. Til hægð-
arauka má benda fólki á að fólk getur
búið til sína eigin dagskrá og prentað
út á vef Menningarnætur.
Hér verður stiklað á stóru yfir
dagskrá hátíðarinnar í dag.
Formleg setning Menningarnætur
fer fram klukkan 13 í Norræna hús-
inu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri setur nóttina og þær Ei-
vör Pálsdóttir og Lay Low flytja
nokkur lög.
Hraustmenni og -konur hafa trú-
lega hitað upp fyrir Reykjavík-
urmaraþon Glitnis og í dag er komið
að stóru stundinni. Vilhjálmur borg-
arstjóri hleypir (eða hleypur?) af stað
skemmtiskokki frá Lækjargötu í há-
deginu.
Fyrir þá sem þyrstir í fróðleik um
Reykjavík og nágrenni má benda á
annars vegar siglingar til Viðeyjar
þar sem Viðeyingurinn Örlygur
Hálfdánarson segir frá því sem augu
ber. Hins vegar ætlar Guðjón Frið-
riksson að standa fyrir menningar-
sögugöngu að sjóminjasafninu Vík-
inni.
Bókmenntir teljast vissulega til
menningar, jafnvel þó þær séu óhefð-
bundnar. Landsamband æskulýðs-
félaga stendur fyrir lifandi bókasafni
á Austurvelli þar sem fólk getur
fengið að láni lifandi bækur og kynnt
sér í leið fjölbreytileika mannlífsins.
Um kvöldið fer svo fram opnun á
verki Elínar Hansdóttur í Borg-
arbókasafninu við Tryggvagötu.
Verkið samanstendur af 1.000 bók-
um með auðum síðum. Gestir geta
fengið bækurnar að láni, teiknað í
þær, skrifað eða límt og skilað þeim
svo aftur á bókasafnið fyrir næstu
notendur.
Þá verður hægt að gera góð kaup á
barnafatabasar á Laugavegi 67. All-
ur ágóði sölunnar rennur til Barna-
spítala Hringsins og BUGL.
Jólaöl og sprengingar
Heilsuverndarstöðin við Bar-
ónsstíg öðlast endurnýjun lífdaga á í
dag og kemur til með að hýsa æv-
intýraheim fyrir unga sem aldna. Þar
gefur að líta fjöldann allan af leik-
brúðum, meðan annars úr Latabæ og
frá Sjónvarpinu.
Tónlistarmyndbönd með Þóri,
Maus, Benna Hemm Hemm og fleir-
um verða til sýnis í Iðu-húsinu við
Lækjargötu og lífrænn útimarkaður
verður við verslun Yggdrasils á
Skólavörðustíg. Þar mæta bændur
með afurðir sínar til sölu.
Uppskera grænmetis er mjög í
takt við árstímann en þeim sem eru
þegar komnir í jólaskap skal bent á
að jólaöl og piparkökur verða í boði í
Jólahúsinu.
Sprengingar og ljósadýrð verða í
algleymingi á efnafræðisýningu í
húsakynnum Íslenskrar Erfðagrein-
ingar þar sem helstu sérfræðingar
landsins í efnafræðibrellum leika
lausum hala.
Ævintýraþyrstir geta svo fengið
far á Harley Davidson mótorhjóli
umhverfis Tjörnina gegn greiðslu en
greiðslan rennur óskipt til lang-
veikra barna á Íslandi.
Vöfflur í boði
Gestrisnir íbúar í Þingholtunum
ætla að sjá til þess að gestir og gang-
andi þurfi ekki að njóta dagskrár-
innar á fastandi maga en þau Sveinn
og Gréta, Ólöf Arngrímsdóttir, Þóra
Andrésdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir,
Guðbjörg Sigurðardóttir, Auður og
Ósk, Davíð og Elísabet, Guðmundur
og Jóna, Ingibjörg og Gunnar Anton
ætla að opna heimili sín vegfar-
endum og bjóða þeim upp á kaffi og
vöfflu.
Þeim með fortíðarþrá er gefinn
kostur á að bregða sér í gömul föt og
láta smella af sér mynd í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur og einnig
má líta gamla íslenska mynt og seðla
sem og erlenda gjaldmiðla frá fyrri
öldum í Seðlabaka Íslands.
Fjöldi manns eyddi ófáum klukku-
tímanum við að reyna að koma Super
Mario til baráttu við drekann óg-
urlega í tölvuleiknum Super Mario
Bros á tíunda áratugnum. Fingra-
fimum gefst kostur á að endurtaka
leikinn sem og aðra góða tölvuleiki í
tjaldi við Mjóstræti.
Fjöldasöngur hljómar frá Söng-
skólanum í Reykjavík um miðjan dag
þegar Sönghátíð verður sett við há-
tíðlega athöfn en öllu hljóðlegri
gjörningur fer fram í garði Lista-
safns Einars Jónssonar. Þar óska
systkinin Diljá og Einar eftir aðstoð
almennings við að setja heimsmet í
hvísluleik.
Innanhúss í Listasafni Einars
ætla þau Páll Óskar og Monika svo
að halda þrenna tónleika, hvorki
meira né minna.
Öllu drungalegri stemning verð-
ur í gamla Tukthúsinu við Póst-
hússtræti en þar verður vegfar-
endum boðið í leiðangur um
húsakynninn. Leiðsögumaður út-
listar í leiðinni þá hræðilegu atburði
sem hafa átt sér stað innan veggja
Tukthússins og leiðangurinn hentar
ekki viðkvæmum sálum.
Róttækir sameinist
Að öllum viðburðum Menning-
arhátíðar ólöstuðum er víst óhætt
að fullyrða fyrirfram að stór-
tónleikar á Miklatúni verða hvað
mest sótti atburður hátíðarinnar.
Tónleikarnir verða tvískiptir; milli
klukkan 16 og 18 leika Ljótu hálfvit-
arnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus
og Ampop. Milli klukkan 20 og
22.30 leika svo Sprengjuhöllin, Ei-
vör, Á móti sól, Megas og Senuþjóf-
arnir og Mannakorn ásamt Ellen
Kristjáns á Miklatúni. Á milli
klukkan 18 og 20 verður gert hlé á
tónleikunum.
Einar Már Guðmundsson ætlar
að lesa upp úr væntanlegri skáld-
sögu sinni á Sjávarbarnum og í
næsta húsi, í Sjóminjasafninu Vík-
inni, verður til sýnis fatnaður sjó-
mannskonunnar sem hönnuðurinn
Hildigunnur Sigurðardóttir á heið-
urinn að.
Róttækum er bent á að safnast
saman klukkan 16.30 við Iðnó en þar
verður rásmark Róttæklingarölts,
sem leggur leið sína um mótmæla-
slóðir í miðborg Reykjavíkur.
Sem dæmi um ólíka viðburði hátíð-
arinnar má nefna að á sama tíma er
hægt að horfa á nokkrar stuttmyndir
listamanna úti í glugga StartArt á
meðan hægt er að fylgjast með
Frank Ú. Michelsen við úrsmíðar í
glugga verslunar sinnar.
Þeir sem vilja skapa eitthvað sjálf-
ir geta mætt á Prikið þar sem tónlist-
armönnum er boðið að koma og leika
af fingrum fram og fá að launum ís-
lenska kjötsúpu.
Tveir leiklistarnemar standa fyrri
uppsetningu á leikritinu Bubba
kóngi eftir Alfred Jarry, en sýningin
markar jafnframt endalok artFart
sviðslistahátíðarinnar þetta árið.
Sýningin fer fram í Smiðjunni við
Sölvhólsgötu.
Fjölmenning verður í hávegum
höfð í Þjóðminjasafninu á laugardag-
inn þar sem meðal annars verður
hægt að fá leiðsögn um safnið á átta
tungumálum.
Allsherjardansiballi verður slegið
upp í Hafnarhúsinu þar sem gestir
eru hvattir til að mæta og dansa við
hressan undirleik tríós harmonikku-
leikarans Vadim Fedorovs.
Hér eru aðeins nefndir nokkrir af
þeim hundruðum viðburða sem
prýða dagskrá Menningarnætur en
einnig geta gestir farið á örfyr-
irlestra í Endurmenntun Háskóla Ís-
lands, kynnst menningu frá ýmsum
heimshornum á Lækjartorgi, tón-
leika í garði Dillons og fleira og
fleira. Dagskráin endar að vanda á
glæsilegri flugeldasýningu utan við
Sæbrautina klukkan 23.
Stórtónleikar og Super Mario
menningarnott.is
Morgunblaðið/Eyþór
Flott Dagskrá Menningarnætur endar jafnan á veglegri flugeldasýningu.
Morgunblaðið/Ómar
Namm Vöfflur verða á boðstólnum hjá nokkrum gestrisnum Reykvíkingum.
» Af nógu er allavegaað taka og klisjan
„allir finna eitthvað við
sitt hæfi“ hefur sjaldan
átt betur við.
» Þeim sem eru þegarkomnir í jólaskap
skal bent á að jólaöl og
piparkökur verða í boði í
Jólahúsinu.
Fjölbreytt
dagskrá
Menningarnætur
Tölvuleikur Áhugasamir geta rifj-
að upp kunnáttu í Super Mario Bros
á Menningarnótt.
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is
Miðapantanir í síma: 437-1600
Menningargnægð
Norræna húsið
18. – 26. ágúst 2007
Laugardagur 18. ágúst
Glerskáli
Norræna húsið
Listsýningar alla daga
á meðan á hátíðinni
stendur:
Hönnunarsýning frá
Álandseyjum
Ljósmyndasýning um
arkitektúr
Ljósmyndasýning
Rebekku Guðleifsdóttur
Global Village –
Heimsþorp
“Sköpun úr rusli” og
ljósmyndasýning
Vinnuskóla Reykjavíkur
Sýning á verkum
leikskólabarna
kl.12:00 og 17:15
Sirkus: Hand in hand.
Sirkussmiðja fyrir
börn. Óvæntar
uppákomur allan daginn
Kl. 13:00
Menningarnótt
Reykjavíkur og
REYFI Menningargnægð
formlega opnuð
Tónleikar:
Kl. 14:00 Lay Low
Kl. 15:00 Tepokinn
Kl. 16:15 María Winter
Kl. 18:00 Democracy of
jazz
Kl. 18:45 Eiríkur Orri
og gestir
Kl. 19:30 María Winter
Kl. 20:45 Democracy of
jazz
Kl. 21:45 Eiríkur Orri
og gestir
Kl. 22:30
Kl. 23:15
Djasskvartett Kára
Árnasonar
Kl. 13:00 – 18:00
Íslensk myndbandalist:
Dieter Roth, Magnús
Pálsson, Rúrí,
Ásta Ólafsdóttir,
The Icelandic Love
Corporation,
Hannes Lárusson,
Sara Björnsdóttir,
Anna Hallin,
Arna Valsdóttir og
Chooc Ly Tan
Kl. 15:00
Norræn matargerð
Kl. 16:00 Gjörningur:
Sara Björnsdóttir
ásamt listnemum úr LHÍ
Kl. 16:15 Gjörningur:
“Inni við beinið er hann
besta skinn”
Snorri Ásmundsson
Kl. 17:00 og 20:00
Dorthe Höjland group
Kl. 20:00 Gjörningur:
“Composition 2”
Hannes Lárusson
FLUGELDASÝNING
www.nordice.is - www.reyfi.is
LÍK Í ÓSKILUM
Lau 1/9 kl. 20 FRUMSÝNING upps.
Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20
LADDI 6-TUGUR
Fim 23/8 kl. 20 Fös 24/8 kl. 20
Lau 25/8 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Fös 31/8 kl. 20 Lau 1/9 kl. 20
Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20
BELGÍSKA KONGÓ
Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20
Mið 26/9 kl. 20
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Fim 30/8 kl. 20 upps. Lau 8/9 kl. 20
Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20
KILLER JOE
Í samstarfi við Skámána
Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20
DAGUR VONAR
Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20
Fös 21/9 kl. 20 Lau 29/9 kl. 20
Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is