Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 56

Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 56
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Rússar í háloftunum  Rússar hafa á nýlega tekið upp eftirlitsflug eins og st unduð voru á kaldastríðstímanum. Rússneskar flugvélar voru nærri Íslandi í gær án þess að tilkynna um komu sína. » 16 Kuml fannst í Arnarfirði  Kuml frá níundu eða tíundu öld fannst í uppgreftri í Hringsdal í Arn- arfirði í gær. » Forsíða Hlutabréf hækka  Verð á hlutabréfum hækkaði í Evrópu og Bandaríkjunum í kjölfar þess að Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði vexti til fjármálastofnana um 0,5%. » 14 Vegur eða lagnaframkvæmdir?  Varmársamtökin telja veg hafa verið lagðan að Helgafellslandi í Mosfellsbæ þó að það hafi ekki verið samþykkt með deiliskipulagi. Bæj- arráð segir veginn ekki vera veg, heldur lagnaframkvæmdir. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Er verklagið viðurkennt? Forystugreinar: Biðlistar á BUGL Rússar á flugi UMRÆÐAN» Kennslustund í kvikmyndahúsi Atvinnuleg endurhæfing Innistæðulaus umræða Sjöstjarna skáldanna Lesbók: Glymjandi einvera Úttekt á Harry Potter Börn: Hlauparadulmál Verðlaunaleikur vikunnar LESBÓK | BÖRN » 3 #(4 , '( 5   1   2  2 2 2  2 2   2 2 2 2 2 2 2  *6%/   2  2 2 2 2 2  2 7899:;< =>;9<?5 @A?7 6:?:7:7899:;< 7B? 66;C?: ?8; 66;C?: D? 66;C?: 0< ?1E;:?6< F:@:? 6=F>? 7; >0;: 5>?5< 0' <=:9: Heitast 15°C | Kaldast 8°C  Hægviðri og skýj- að með köflum en skúrir á Austurlandi. Hlýjast á Suðvest- urlandi. » 10 Menningarnótt brestur á í dag. Dag- skráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. » 49 MENNING» Fjölbreytt dagskrá FÓLK» Slater er skotinn í Winonu Ryder. » 51 Nýjasta plata Vil- helms Antons er ró- lyndisleg enda var hún tekin upp í svefnherberginu hans. » 48 TÓNLIST» Nýtt frá naglbítnum KVIKMYND» Líkamsbreytingar og kyn- ferðislegar tilraunir » 52 KVIKMYND» Goya’s Ghost ekki besta mynd Formans. » 50 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ostaskeri eyðilagði Íslandsför 2. Viktoría fær 350 milljóna … 3. Mikið brotin eftir bílveltu 4.Vill vínbúðina burt REYKJAVÍKURMARAÞON fer í dag fram í 24. sinn og aldrei hafa fleiri tekið þátt í hlaupinu. Þegar skráningu lauk klukkan níu í gær- kvöldi höfðu 11.408 manns skráð sig til þátttöku. 574 hlauparar ætla að spreyta sig á maraþoni. Þá ætla 1.628 að hlaupa hálfa þá vegalengd og 2.971 mun hlaupa tíu kílómetra. Skemmtiskokkarar verða 2.196 og 4.039 krakkar yngri en tíu ára taka þátt í Latabæjarhlaupinu. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmda- stjóri hlaupsins, segir að þátttak- endum hafi fjölgað um nálægt þús- und miðað við í fyrra. Fjöldi þeirra útlendinga sem kemur til þess að taka þátt í hlaupinu eykst stöðugt og í ár eru þeir hátt í þúsund talsins. Ól- ympíumeistarinn í maraþonhlaupi, Stefano Baldini, er einn þeirra. 250 lítrar af pastasósu Keppnisgögn voru afhent í Laug- ardalshöll í gær og var þátttak- endum boðið í pastaveislu við það til- efni, enda nauðsynlegt að birgja sig upp af orku fyrir langhlaupin í dag. Um 4.000 manns mættu til veisl- unnar og tóku hraustlega til matar síns. Allt matarkyns kláraðist og reikna aðstandendur hlaupsins með því að meira en hálfu tonni af pasta hafi verið gerð skil í höllinni í gær. 250 lítrar af pastasósu og 2.500 smá- brauð hurfu sömuleiðis ofan í hlaupafólkið. Skipuleggjendur hlaupsins voru í gærkvöld bjartsýnir á að hlaupið gengi vel fyrir sig, enda veðurspáin góð. Þar munar mestu að ekki er gert ráð fyrir neinum vindi að ráði, en það getur blásið hressilega á Sæ- brautinni þar sem leið hlauparanna liggur meðal annars. 11.408 hlaupa í dag  Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni  Keppendum fjölgar um þúsund milli ára ÞAÐ var handagangur í öskjunni í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar fjöldi manns var að skrá sig til þátt- töku í Reykjavíkurmaraþoninu. Guðmundur Hannesson og Bjartur sonur hans voru meðal þeirra sem fengu sér „kolvetnabombu“ hjá Guð- rúnu Ólafsdóttur. Guðmundur ætlar að taka þátt í skemmtiskokkinu en Bjartur ætlar að skella sér í Lata- bæjarskokkið ásamt fjölda annarra barna. Feðgar í pastaveislu Morgunblaðið/Kristinn „Á SAMA hátt og Bernhöftstorfuhúsin voru gerð upp, eftir að hafa verið vanrækt í meira en hálfa öld, er eins hægt að gera upp húsin Laugaveg 2 og 4 í samræmi við upphaflega gerð þessara húsa og koma þeim í góðan rekstur. Það væri hið eina skynsamlega í stöðunni,“ segir Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur. Guðjón varar við því að sömu mistök kunni að vera í uppsiglingu nú og þegar baráttan um Bernhöftstorfuhúsin stóð sem hæst í byrjun átt- unda áratugarins. Teikningar að nýju húsi hafa verið afgreiddar frá Skipulagsráði og bíða þess að bygginga- fulltrúi setji stimpilinn á þær. | Lesbók Skynsamlegast að gera upp Laugaveg 2 og 4 HLJÓMSVEITIN Jakobínarína hefur verið feng-in til að hita upp fyrir bresku rokksveitina Kaiser Chiefs á tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu í október og nóvember. Um er að ræða níu tónleika en áður en af því verður ætlar sveitin að halda fjórtán tónleika í Bretlandi til að kynna fyrstu breiðskífu sína, sem kemur út 24. september næstkomandi. Kaiser Chiefs léku hér á landi í fyrra á Iceland Airwaves. Þeir hafa gefið út tvær breiðskífur á undanförnum tveimur árum, Employment og Yo- urs Truly, Angry Mob. Íslendingum gefst kostur á að sjá piltana í Jak- obínurínu spila tvívegis á næstunni, fyrst sem upphitun fyrir Franz Ferdinand í Nasa 14. sept. og svo kemur Jakobínarína einnig fram á Air wav- es 19. október. | 48 Í tónleikaferð með Kaiser Chiefs Jakobínarína heldur fjórtán tónleika í Bretlandi Í útrás Hljómsveitin Jakobínarína í stuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.