Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 256. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Skemmtilegasta sýning allra tíma - hér! >> 40 Leikhúsin í landinu ÚTRÁSIN MIKLA Í́SLENSK FYRIRTÆKI GERA STRANDHÖGG MEÐAL FRÆNDA VORRA Á ÍRLANDI >> VIÐSKIPTI FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BÆNDUR á Suðurlandi eru farn- ir að heyja í rúllur beinlínis í þeim tilgangi að flytja heyið upp á Bisk- upstungnaafrétt til uppgræðslu. Þessi aðferð við uppgræðslu þykir hafa gefið afar góða raun og eru bændur farnir að nota sérstaka tæt- ara til að blása heyinu í rofabörð. Mörg hundruð rúllur eru notaðar í þessi verkefni á hverju ári. Á hverju ári skemmist talsvert af heyrúllum hjá bændum. Margeir Ingólfsson, stjórnarmaður í Land- græðslufélagi Biskupstungna, segir að þegar bændur hófu þessa upp- græðsluaðferð hafi þeir bæði hugsað þetta sem hreinsun og landgræðslu. Eftir að riðuveiki kom upp á svæð- inu hafi hins vegar verið bannað að nota rúllur til landgræðslu nema frá fjárlausum bæjum. Nú séu bændur í Biskupstungum farnir að heyja beinlínis til að nota heyið til land- græðslu. Styrkur frá pokasjóði Pokasjóður verslunarinnar hefur stutt þetta verkefni undanfarin ár og í ár fékk Landgræðslufélag Bisk- upstungna hæsta einstaka styrkinn eða 7,5 milljónir. Í ár fara fé- lagsmenn með um 300 rúllur upp á Biskupstungnaafrétt og á svæði inn af Hvítá. Landgræðslan hefur einnig stutt verkefnið með ráðum og dáð. Margeir segir að þessi upp- græðsluaðferð skili langbestum ár- angri þegar reynt er að stöðva fok úr rofabörðum. Ekki síst ef notaður sé áburður og fræ með. Dreifingu á áburði og fræi með flugvél hefur verið hætt en bændur hafa í auknum mæli tekið að sér áburðar- og frædreifingu með drátt- arvélum. Reynslan hefur kennt mönnum að oftast nær dugar ekki að dreifa fræi einu sinni. Nauðsynlegt er að bera oftar á. Heyrúllur þykja því vera góð viðbót við þær aðferðir sem notaðar hafa verið við að berjast gegn landeyðingu. Ljósmynd/Margeir Ingólfsson Uppgræðsla Tætari blæs heyinu í rofabörð og heftir uppblástur. Græða með rúllum Heyja í rúllur til uppgræðslu hann hefði verið að nota bátinn fyrir stuttu í Veiðivötnum og því hefði hann verið tilbúinn á kerru heima við og fljótlegt að grípa hann með sér. Hann sagði einnig að áin væri varasöm á þessum slóðum. Þannig hefði bróðir hans bjargað veiðimanni úr ánni á sama stað fyrir nokkrum árum og þá hefði einnig þessi sami bátur komið að góðum notum. Tilkynning um slysið barst lög- reglunni á Selfossi upp úr klukkan fimm í gærdag og voru þá þegar björgunarsveitir, lögregla og sjúkra- lið send á vettvang. Leit stóð í allt gærkvöld beggja vegna árinnar og voru bakkar hennar gengnir frá Þrastarlundi. Leitin hafði ekki borið árangur þegar síðast fréttist en halda átti áfram að leita eins og hægt var vegna myrkurs og hafa vakt á brúnni yfir Sogið. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is KARLMANNS á sextugsaldri er saknað eftir að hann féll í Sogið seinnipartinn í gær, en öðrum manni var naumlega bjargað um borð í bát sem settur var á flot í því skyni. 150 björgunarsveitarmenn frá björgun- arsveitum alls staðar að af Suður- landi og höfuðborgarsvæðinu leituðu mannsins í gærkvöldi og nutu til þess aðstoðar þyrlu, kafara og leit- arhunda, auk einkaflugvélar, en leit- in hafði ekki borið árangur um mið- nætti þegar Morgunblaðið fór í prentun. Mennirnir, sem eru feðgar, voru að veiðum í Soginu austanverðu í landi Ásgarðs, miðja vegu milli Úlf- ljótsvatns og Álftavatns, þegar slys- ið varð, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en þarna er fljótið nokkur hundruð metrar á breidd. Veiðimaður sem var að veiðum í landi Bíldsfells vestanvert við ána sá hvað verða vildi og sótti hjálp upp að bænum. Hann náði í Guðmund Þor- valdsson, bónda á Bíldsfelli, en svo vel vildi til að árabátur var tilbúinn heima við bæinn. Þeir höfðu snör handtök, fóru með bátinn niður á ár- bakkann, hrintu honum á flot og sóttu manninn sem var úti í ánni. Hann var þá orðinn þrekaður. „Það mátti engu muna,“ sagði Guðmund- ur í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. Hinn veiðimaðurinn var þá horfinn. Tilviljun að báturinn var tilbúinn Guðmundur sagði að vel hefði gengið að ná manninum um borð í bátinn og fara með hann í land. Sjúkrabíll var kominn á staðinn þeg- ar þeir komu að landi og hjálpar- sveitir skömmu síðar og var mað- urinn fluttur á sjúkrahús. Guðmundur sagði aðspurður að „Það mátti engu muna“ Morgunblaðið/Guðmundur Karl Við Sogið Leit að manninum hófst síðdegis og stóð enn um miðnættið. Gengið var meðfram bökkum árinnar og leitað á ánni sjálfri og einnig úr lofti.                                   Karlmanns saknað eftir að hann féll í Sogið síðdegis í gær og öðrum naumlega bjargað  Manni var bjargað úr ánni á sama stað fyrir nokkrum árum KÚABÆNDUR á Austurlandi munu leita ann- arra leiða til að vinna mjólk á Austurlandi, ef samþykktar verða tillögur stjórnenda Mjólkur- samsölunnar um að leggja niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum. Hefur meðal annars komið til tals í þeirra röðum að leita til keppinautar MS, Mjólku, um að koma að mjólkurvinnslu þar. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á stjórn MS og fulltrúa- ráð að endurskoða ákvörðunina. Tillögur um að leggja niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum mælast illa fyrir á Austurlandi, með- al annars meðal kúabænda. Gunnar Jónsson, for- maður Austurlandsdeildar MS, telur að ákvörðun um það yrði upphafið að endalokum mjólkur- framleiðslu á Austurlandi. Alvarlegar afleiðingar Áform MS eru hörmuð í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar Fljótsdals- héraðs í gær. Fram kemur að mjólkurframleiðsla er mikilvæg atvinnugrein í sveitarfélaginu og ákvörðun stjórnar MS muni hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir mjólkurframleiðslu og atvinnulíf til lengri tíma. Hún geti skapað óöryggi fyrir bændur og hætta á að mjólkurframleiðsla leggist af á svæðinu í framtíðinni. Gangi tillögurnar eftir verða níu til tíu af þeim fjórtán störfum sem nú eru við mjólkursamlagið lögð niður. Bæjarstjórn bendir á áhrif þess á fjöl- skyldur starfsmannanna og að fleiri verði fyrir óbeinum áhrifum. Vakin er athygli á því að fram- undan séu óvissutímar í atvinnumálum Fljótsdals- héraðs þar sem miklu framkvæmdatímabili vegna bygginga virkjunar og álvers sé að ljúka. Sveitarfé- lagið þurfi því nú sem aldrei fyrr á öllum störfum og íbúum að halda til að byggð í sveitarfélaginu geti áfram eflst og dafnað.  Breytingar verða | 12 Bændur og bæjarstjórn á Héraði harma áform um að leggja niður mjólkurvinnslu Íhuga að leita til Mjólku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.