Morgunblaðið - 20.09.2007, Side 4

Morgunblaðið - 20.09.2007, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SIGURÐUR Gylfi Magnússon sagnfræðingur er ósáttur við niðurstöður dómnefndar sagn- fræði- og fornleifafræðiskorar hugvísinda- deildar Háskólans en hún telur rannsókn- arverkefni hans ekki hæft til doktorsvarnar. Hefur Sigurður kært vinnubrögð Háskólans í málinu til Umboðsmanns Alþingis og gefið út bók, Akademíska helgisiðafræði, með und- irtitlinum Hugvísindi og háskólasamfélag, en þar birtir hann m.a. niðurstöður nefndarinnar. Sigurður hefur beitt rannsóknaraðferðum svonefndrar einsögu [e. microhistory] en hann lauk doktorsprófi við Carnegie Mellon- háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum 1993. Hann segist hafa viljað verja nýja doktors- ritgerð hér á landi til að koma af stað um- ræðum. Nýja bókin sé í raun fylgiskjal með kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. „Bókin fjallar um túlkun á núverandi van- hæfisreglum stjórnsýslulaganna,“ segir Sig- urður Gylfi. „Hingað til hefur verið álitið að fræðasamfélagið eigi að hafa rýmra svigrúm en al- menningur í sambandi við vanhæfisreglurnar. En þegar þetta er sagt er ljóst að einhvers staðar hljóta að vera mörk þótt fólk hafi meira svigrúm, það getur ekki verið endalaust. Sam- kvæmt túlkun laganna end- ar það við illvígar deilur, þá verða menn vanhæfir. Ég hafna þessari túlkun um rýmra svigrúm og þess vegna sendi ég kvörtun til Umboðs- manns Alþingis. Ég bendi á að forsendur þess- arar túlkunar eru brostnar, rökin voru raun- verulega fámennisrök. Háskólasamfélagið hér væri svo fámennt að menn þyrftu stundum að taka sæti í nefndum þó að þeir hefðu tjáð sig um þann sem væri að sækja um. Þetta á bara ekki við í dag, fjölgun menntamanna er stað- reynd út um allan heim, m.a. hér á Íslandi. Í þessu tilfelli hefði ekki þurft að tilnefna mann [Loft Guttormsson] sem hefur staðið í illvígum deilum við mig í 10 ár. Það hefði verið hægt að leita til tíu annarra fræðimanna sem eru með doktorspróf og hefðu vel getað tekið þetta að sér.“ Sigurður gaf í maí út ritið Sögustríð: Grein- ar og frásagnir um hugmyndafræði. Segir hann þar m.a. að öll fræðileg umfjöllun innan Háskólans sé mörkuð af tilvist dómnefnd- arálita með einum eða öðrum hætti. Oft séu dómarnir harkalegir og þeir sem „sitji í súp- unni“ hafi hvorki geð í sér né löngun til að hefja rökræður við þann sem áður hafi kveðið upp dóm um lífsstarf hans eða hennar. – Þú segir í nýju bókinni um akademíuna á Íslandi: Þar hefur skort á markvissar tilraunir til að hleypa inn ferskum vindum úr heimi vís- inda og fræða og oft beitt öllum tiltækum „ráð- um“ til að halda nýrri sýn frá íslensku háskóla- samfélagi. Er þetta ekki býsna harkalegur dómur hjá þér? „Í Sögustríði reifa ég mínar tilraunir til að eiga orðastað við fólk í Háskólanum sem stundum hafa tekist með ágætum og stundum ekki. Ég er bara að bera háskólasamfélagið saman við það sem ég þekki í Bandaríkjunum. Þar fannst mér Háskóli Íslands standa af- skaplega illa í samanburðinum að því leyti að það var mjög lítil opinber, fagleg umræða inn- an deildarinnar. Þegar ég kem hingað 1994 frá Bandaríkjunum er aldrei haldinn fundur í sagnfræðiskor Háskólans. Þarna eru 30-40 manns með doktorsnemum og öðrum en það eru aldrei ræddar niðurstöður eða mönnum eins og mér, sem var að ljúka við hálfs áratug- ar rannsóknarvinnu, boðið að flytja mitt mál. Þess vegna ákvað ég að stíga þetta sér- kennilega skref, þótt ég sé þegar með dokt- orspróf, að nýta mér það tækifæri sem Háskól- inn býður upp á, að fólk geti lagt hugverk sín fram og fá um þau málefnalega umfjöllun. Þetta er tilraun til að halda rökræðunni áfram. En Háskólinn bregst við með því að skipa sem formann nefndarinnar mann sem ég hef átt í hörðum, akademískum deilum við í tíu ár. Það er náttúrulega ekki leyfilegt samkvæmt stjórnsýslulögum en það er skákað í skjóli þessarar reglu um rúma túlkun á vanhæfinu,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur kærir vinnubrögð dómnefndar Háskóla Íslands Of rúm túlkun á vanhæfisreglum? Sigurður Gylfi Magnússon HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær karlmann og konu í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt. Fólkið faldi rúm 10 grömm af amfetamíni, tæp 3 grömm af hassi, 1 gramm af maríjúana og 4 skammta af LSD í kaffipakka og pakkaði inn ásamt harðfiski og sæl- gæti og sendu til Vestmannaeyja með flugvél frá Reykjavík. Pakkinn var stílaður á frænku konunnar í Eyjum en lögreglan lagði hald á pakkann þegar konan sótti hann. Þetta gerðist í apríl í vor. Ók undir áhrifum fíkniefna Maðurinn var einnig fundinn sek- ur um að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna daginn eftir að þetta gerð- ist. Bæði konan og maðurinn hafa áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot. Konan var raunar dæmd í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi í mars sl. fyrir slíkt brot. Hún var nú dæmd í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 80 þúsund króna sekt. Ástríður Grímsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Dæmd fyr- ir smygl á fíkniefnum Pökkuðu hassi og LSD með kaffi BORGARSTJÓRN Reykjavíkur fagnar þeirri niðurstöðu sem birtist í verðlaunatillögu hugmyndaleitar fyrir Kvosina og tekur undir það álit dómnefndar að tillaga Argos, Gull- insniðs og Studíós Granda sé „svo framúrskarandi, hvað varðar hug- myndir, framsetningu og skilning á viðfangsefninu, að hún geti staðið sem undirstaða komandi deiliskipu- lags fyrir svæðið“. Þetta kemur fram í bókun stjórnarinnar frá síðasta fundi. Að mati borgarstjórnar tekst til- lögunni með sannfærandi hætti að tengja saman virðingu fyrir sögunni og því sem fyrir var, samhliða því að skapa ný tækifæri til uppbyggingar og endurnýjunar á þessu mikilvæga miðborgarsvæði. Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar einnig þeirri sátt sem virðist geta náðst um tillög- una og leggur áherslu á að uppbygg- ing á svæðinu geti hafist sem fyrst á næsta ári. Fagnar sátt um tillöguna ♦♦♦ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÍSLENSK málnefnd vinnur nú að því að móta til- lögur að íslenskri málstefnu og er gert ráð fyrir því að hún skili menntamálaráðherra drögum á degi ís- lenskrar tungu árið 2008, 16. nóvember. Vinnuhóp- ar hafa verið skipaðir til að fjalla um málstefnuna út frá mismunandi sjónarhornum og halda á málþing í nóvember nk. þar sem undirbúningsvinnan verður kynnt. Engin sérstök opinber málstefna er við lýði í dag en Þórarinn Eldjárn, varaformaður málnefndar- innar, sagði að menn teldu nauðsynlegt að hafa slíka stefnu þar sem þjóðtungan væri mikill þáttur í menningu og þjóðarvitund Íslendinga. Þegar kæmi að þjóðtungunni gætu menn ekki einfaldlega látið reka á reiðanum og síðan skoðað eftir á hvenær eitthvað hefði farið úrskeiðis. „Þess vegna hefur það verið talið alveg sjálfsagt mál að hugsa um þetta og móta stefnu,“ sagði hann. Nágrannaþjóðir Íslendinga hefðu lagt áherslu á að kanna og skil- greina stöðu þjóðtungnanna í alþjóðlegu umhverfi. Mismunandi væri hversu langt vinna við málstefnu væri komin. Íslenskan einangrist ekki eða úrættist „En grundvallarsjónarmiðið er alls staðar að vinna að eflingu þessara tungna, varðveita þær og styrkja þær á þann hátt að þær haldist sem full- gildar en einangrist ekki eða úrættist einhvern veg- inn þannig að þau verði ekki nothæf nema heima í baðstofu og í einhverjum saumaklúbbum,“ sagði Þórarinn. Vinna við málstefnuna hvílir að verulegu leyti á 15 nefndarmönnum málnefndar en auk þess fékk nefndin 1½-2 milljónir til að greiða fyrir vinnu sem aðrir leggja fram. Ekkert í lögum segir að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og þótt flestir telji íslensku vera opinbert tungumál hér á landi er það ekki staðfest í stjórn- arskrá eða með óyggjandi hætti í lögum. Að áeggj- an Marðar Árnasonar samþykkti Alþingi í maí 2004 þingsályktunartillögu um að forsætisráðherra skipaði nefnd til að athuga réttarstöðu íslensku sem þjóðtungu og opinbers máls. Sú nefnd var aldrei skipuð en málið kom m.a. til umræðu í stjórn- arskrárnefnd en dagaði þar uppi, a.m.k. í bili. Þórarinn sagði að málnefndin væri því mjög fylgjandi að staða íslensku sem þjóðtungu væri lög- fest. Hingað til hafi það þótt svo sjálfsagt mál að ís- lenska væri opinbert mál og þjóðtunga að menn hafi því ekki talið þörf á að festa það í lög. Ef þetta væri ekki gert gætu menn skyndilega staðið frammi fyrir kröfu um annað, t.d. að enskumælandi maður sem tæki sæti á Alþingi gæti gert kröfu til þess að tala ensku þar. Staða íslenskunnar sem þjóðtungu verði lögfest fulltrúar 25 íslenskra fyrirtækja, þ.á m. fjármálafyrirtækja, fyr- irtækja í byggingastarfsemi, borg- arþróun og á sviði orkuþróunar. Actavis, Oddi og fleiri íslensk fyr- irtæki hafa haslað sér völl í Rúmeníu og forsetinn var viðstaddur vígslu stöðva fyrir tvo íslenska bygg- ingaverktaka í Búkarest auk stöðva „ÞAÐ er greinilegt að meiri kraftur er í efnahagslífinu hér en margir hafa haldið og stjórnvöld og þjóðfé- lagið allt er staðráðið í að einhenda sér í mikla uppbyggingu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, en opinber heimsókn forset- ans í Rúmeníu hófst í gær. „Rúmen- ar gera sér grein fyrir því að þeir þurfa ekki aðeins að afla meiri orku heldur verður það að vera í vaxandi mæli hrein orka vegna markmiða sem Evrópusambandið hefur sett sér um að draga úr koltvísýringi og berjast þannig gegn hættunni á loftslagsbreytingum.“ Ólafur segir að fram hafi komið skýr vilji rúmenskra ráðamanna til að eiga samstarf við Íslendinga á sviði orkumála. Landið ráði yfir verulegum jarðhita en ráðamenn hafi viðurkennt að Rúmena skorti þekkingu til að rannsaka og nýta þessa auðlind. Nefndur var sá mögu- leiki að orkumálaráðherra Rúmeníu kæmi í heimsókn til Íslands, einnig að þangað færi sendinefnd frá þinginu. „Þeir gera sér grein fyrir því að hér þarf að endurnýja húsnæði, taka upp nýja framleiðslustarfsemi, breyta skipulagi. Og, eins og forseti þeirra sagði, stökkva yfir öll þau millistig sem aðrar þjóðir Evrópu hafa farið í gegnum á undanförnum áratugum og taka upp nýjustu tækni og aðferðir í samræmi við það sem best þekkist í veröldinni.“ Í för með forseta Íslands voru Lýsis hf. Einnig opnaði forsetinn nýja íbúðarblokk en íslenskir verk- takar eru nú að reisa hús með alls 600 íbúðum fyrir almennan markað í borginni. „Það er gaman að sjá þennan þátt bætast við útrásina,“ segir Ólafur Ragnar. Forsetinn átti í gær fund með Traian Basescu Rúmeníuforseta í Búkarest. Síðan hélt hann á fund borgarstjórans í Búkarest, Adrieans Videanus, og undirritaði þar samn- ing um þátttöku borgarinnar í sam- vinnuverkefni 16 evrópskra borga um baráttu gegn fíkniefnum. Íslend- ingar áttu frumkvæði að verkefninu á sínum tíma og er Ólafur Ragnar verndari þess. Viðræður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með Traian Basescu (t.h.), forseta Rúmeníu, í gær. Vilja samstarf um orkunýtingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.