Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa
nam 46 milljörðum króna á fyrstu
sex mánuðum ársins 2007 samanbor-
ið við 40,4 milljarða á sama tímabili
2006. Aukningin nemur 5,6 milljörð-
um króna eða 14% milli ára. Afla-
verðmæti júnímánaðar nam 5,7
milljörðum en í júní í fyrra var verð-
mæti afla 6,4 milljarðar samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Íslands.
Aflaverðmæti botnfisks var í lok
júní orðið 34,1 milljarður miðað við
30,4 milljarða á sama tíma árið 2006
og er um 12,2% aukningu að ræða.
Verðmæti þorskafla var 18,3 millj-
arðar og jókst um 23,7%. Aflaverð-
mæti ýsu nam 6,6 milljörðum, sem er
15,7% aukning, og ufsaaflinn jókst að
verðmæti um 11,7%, var 2,1 milljarð-
ar króna.
Aukin verðmæti
í uppsjávarfiski
Verðmæti flatfiskafla dróst saman
um 17,9%, nam 2,6 milljörðum
króna. Aflaverðmæti uppsjávarafla
jókst um 42,7% og nam 8,8 milljörð-
um. Munar þar mestu um verðmæti
loðnu sem nam 4,2 milljörðum sam-
anborið við 2,2 milljarða í fyrra og
kolmunna að verðmæti 2,8 milljarðar
samanborið við 3,1 milljarða 2006.
Verðmæti afla sem seldur er í
beinni sölu útgerða til vinnslu innan-
lands var 21,2 milljarðar króna, sem
er aukning um 5,1 milljarð eða
31,3%. Verðmæti afla sem keyptur
er á markaði til vinnslu innanlands
jókst um 23,3%, var 7,9 milljarðar.
Aflaverðmæti sjófrystingar var 11,7
milljarðar og dróst saman um 7,4%
frá fyrra ári. Verðmæti afla sem
fluttur er út óunninn nam 4,3 millj-
örðum sem er 3,3% aukning.
Mest verðmæti á Suðurnesjum
Mest aflaverðmæti skiluðu sér á
land á Suðurnesjum fyrstu sex mán-
uði ársins, alls 9,5 milljarðar króna.
Það er 35,4% aukning frá árinu áð-
ur. Á höfuðborgarsvæðinu voru
verðmætin 7,7 milljarðar og dróg-
ust þau saman um 3,7%. Á Austur-
landi námu verðmæti landaðs afla
6,2 milljörðum króna sem er 23,1%
aukning. Aflaverðmæti á Norður-
landi eystra var 5,8 milljarðar
króna og jókst um 13,3%. Suður-
land kom næst með 4,6 milljarða og
þar var aukningin 11%. Á Vestur-
landi var aflaverðmæti 2,8 milljarð-
ar króna og þar er aukningin milli
ára langmest eða 52,2%. Á Norður-
landi vestra var verðmætið 2,8
milljarðar sem reyndist samdráttur
um 6% og loks var landað afla að
verðmæti 2,4 milljarðar króna á
Vestfjörðum. Þar var um 10,5%
aukningu að ræða.
Hækkandi fiskverð
Að meðaltali er verðmætaaukn-
ingin um 14%. Frávik frá meðaltal-
inu má skýra með ýmsum hætti en
fyrst og fremst er það tilfærsla á
löndunum miðað við sama tíma í
fyrra, sem ræður úrslitum. Aukin
verðmæti stafa ekki af auknum afla
nema að litlu leyti. Skýringin liggur
í verðhækkunum afurða á erlend-
um mörkuðum, sem leiða síðan til
hækkandi fiskverðs upp úr sjó hér á
landi.
Aflaverðmæti 46 milljarðar
! "
#
!
$
%
&
'((
) *+
,
-./!01
1--02
2.32/0-
-03
0
"
#
4
3-. 5 0"
.11501
/./10
1!-0/
201
#
"
-.2 503
-1 0-
/530
2202
0
!
3 .3/102
3.22!0!
!.2/10/
" "0
0!
Í HNOTSKURN
»Verðmæti þorskafla var18,3 milljarðar og jókst
um 23,7%. Aflaverðmæti ýsu
nam 6,6 milljörðum, sem er
15,7% aukning
»Mest aflaverðmæti skil-uðu sér á land á Suð-
urnesjum fyrstu sex mánuði
ársins, alls 9,5 milljarðar
króna. Það er 35,4% aukn-
ing frá árinu áður
»Á Vesturlandi var afla-verðmæti 2,8 milljarðar
króna og þar er aukningin
milli ára langmest eða
52,2%
Aukningin fyrstu
sex mánuðina 5,6
milljarðar króna
FRAMKVÆMDASTJÓRI aðal-
skrifstofu Evrópusambandsins á
sviði sjávarútvegsmála, hr. Fokion
Fotiatis hitti fulltrúa sjávarútvegs-
ráðuneytis og utanríkisráðuneytis á
fundi í Reykjavík í síðustu viku og
var þar rætt samstarf Evrópusam-
bandsins og Íslands á sviði sjáv-
arútvegsmála.
„Fulltrúar ESB vilja kynna sér
fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra
ríkja sem hafa náð góðum árangri í
stjórnun auðlindarinnar og sýndu
þeir íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfinu mikinn áhuga. Sér-
staka athygli vakti gott eftirlits-
kerfi á Íslandi, en eftirlit með
fiskveiðum hefur verið vandamál
hjá ýmsum Evrópuþjóðum,“ segir
meðal annars í frétt sjávarútvegs-
ráðuneytisins um fundinn. Menn
voru sammála um að góð samvinna
í baráttunni við sjóræningjaveiðar
hafi borið árangur og töldu rétt að
halda þeirri samvinnu áfram.
Þá var rætt um tvíhliða fiskveiði-
samning ESB við Ísland frá árinu
1993. ESB lýsti ánægju sinni með
samninginn, sem kveður á um
gagnkvæm skipti á aflaheimildum.
Ísland ræddi einnig tollamál og
þá grundvallarafstöðu Íslands að
afnema skuli alla tolla á fiski.
Loks var rætt um vinnu ESB að
stefnu þess í málefnum hafsins.
Fundað
með ESB
ÚR VERINU
STJÓRNENDUR Mjólkursamsöl-
unnar kynna tillögur um viðamiklar
breytingar á skipulagi mjólk-
urvinnslu í landinu á fundi full-
trúaráðs MS/Auðhumlu í næstu viku.
Í tillögunum felst að mjólkurvinnslu
verður hætt í mjólkursamlaginu á
Egilsstöðum og stöðinni breytt í
dreifingarstöð. Guðbrandur Sigurðs-
son, forstjóri MS, segir að einnig
verði breytingar á starfsemi samlag-
anna í Búðardal, á Blönduósi, Ak-
ureyri og Selfossi, auk Reykjavíkur,
en vill ekki segja nú hvað breytist á
þessum stöðum. Áður hafa verið
gerðar breytingar á Ísafirði.
Í mjólkursamlaginu á Egilsstöðum
eru starfsmenn í sem svarar til fjór-
tán stöðugilda. Tekið er við alls um
4,6 milljónum lítra af mjólk á ári og
unnið úr henni skyr og mozz-
arellaostur, auk mjólkur.
Forstjóri Mjólkursamsölunnar
kynnti tillögur um að hætta þessari
vinnslu í upphafi næsta árs á fundi
með fulltrúum bænda fyrir austan á
mánudag og síðan einnig fyrir starfs-
fólkinu. Níu til tíu starfsmönnum
verður sagt upp störfum.
Guðbrandur segir að samlagið sé
lítið, með aðeins tæp 4% af mjólk-
urframleiðslunni í landinu, og allar
þær vörur sem þar eru framleiddar
séu einnig framleiddar í öðrum
mjólkurbúum. Því sé verulegt hag-
ræði af því að fækka vinnslustöðvum.
Nefnir að breytingarnar fyrir austan
spari 60 til 80 milljónir kr. á ári.
Mjólkin verður lögð inn á Akureyri
en vörurnar sem framleiddar hafa
verið á Egilsstöðum verða fram-
leiddar á fleiri stöðum. Tilbúnar
mjólkurvörur verða fluttar til Egils-
staða og dreift þaðan. Segir Guð-
brandur að fyrirtækið muni kapp-
kosta að rækta markaðinn á
Austurlandi og þjóna innleggjendum
á svæðinu áfram vel.
Starfsfólkið slegið
„Þetta leggst illa í starfsfólkið, það
er almennt slegið yfir þessu,“ segir
Friðrik Gauti Kjartansson, bílstjóri
hjá mjólkursamlaginu á Egilsstöðum
og trúnaðarmaður ófaglærð starfs-
fólks. Hann segir að starfsfólkið sé al-
mennt með langan starfsaldur. Til
dæmis er Friðrik að vinna sitt 28. ár.
„Þótt ég reyni alltaf að vera bjart-
sýnn tel ég yfirgnæfandi líkur á að
þetta verði framkvæmt,“ segir Frið-
rik. Það gæti þýtt að starfsfólkið
fengið uppsagnarbréf sín um næstu
mánaðamót og missti vinnuna um
áramót, að hans sögn.
Hann segir að rekstur mjólk-
ursamlagsins hafi ekki gengið illa.
Hins vegar telji stjórnendur fyr-
irtækisins hægt að græða meira með
því að leggja niður vinnsluna. „Þetta
er farið að snúast eingöngu um
gróða,“ segir Friðrik.
Vegna stórframkvæmdanna hefur
verið mikil vinna á Austurlandi.
„Fólkið fær vonandi vinnu, eins og
staðan er núna,“ segir Friðrik en
bætir því við að ástandið sem verið
hafi á vinnumarkaðnum verði ekki til
frambúðar. Á næstu mánuðum dragi
verulega úr framkvæmdum og ekki
víst að svo mikil vinna verði á Fljóts-
dalshéraði í framhaldinu.
Leita annarra leiða
Fulltrúar bænda eru mótfallnir því
að vinnsla verði lögð niður á Egils-
stöðum og óttast afleiðingarnar fyrir
mjólkurframleiðslu á svæðinu. „Við
lítum svo á að þetta sé upphafið að
endalokum mjólkurframleiðslu hér á
Austurlandi. Við sitjum eftir á algeru
jaðarsvæði,“ segir Gunnar Jónsson,
bóndi á Egilsstaðabúinu og formaður
Austurlandsdeildar MS/Auðhumlu,
og spyr jafnframt til hvaða hagræð-
ingaraðgerða verði gripið næst:
„Verður þetta ekki talið óhagkvæmt
svæði? Ég er hræddur um að það
styttist í það og að ekki verði talið
borga sig að sækja mjólkina til okk-
ar,“ segir Gunnar.
Hann telur að þessi aðgerð geti
leitt til óöryggis meðal bænda. Þeir
verði ragir við að fara út í fram-
kvæmdir og kaupa kvóta. „Það er
kannski það sem einhverjir vilja,“
segir Gunnar og vísar til þess að
margir vilji fá til sín aukinn kvóta og
meiri mjólk til að vinna. Gunnar hefur
efasemdir um útreikninga á hagræði
MS af því að leggja niður vinnsluna,
telur til dæmis að það vanti upp á að
gert sé ráð fyrir öllum kostnaði við
flutninga á mjólkinni til Akureyrar og
aftur til baka.
Tillögur um hagræðingu í mjólk-
urvinnslunni verða kynntar á full-
trúaráðsfundi MS/Auðhumlu næst-
komandi fimmtudag. Stjórn
Mjólkursamsölunnar mun taka end-
anlega ákvörðun í kjölfarið.
Gunnar Jónsson telur að grund-
völlur sé fyrir rekstri stöðvarinnar á
Egilsstöðum. Ef MS ákveður að
hætta mjólkurvinnslu verði annarra
leiða leitað til að vinna mjólk á svæð-
inu. Nefnir í því sambandi að vel komi
til greina að leita til keppinautar MS,
Mjólku, til að athuga hvort það fyr-
irtæki geti komið að slíkum rekstri.
Breytingar í öllum stöðvum
Mjólkursamsölunnar
Áform eru uppi um að
hætta mjólkurvinnslu
á Egilsstöðum og
breyta starfsemi í öll-
um stöðvum MS. Helgi
Bjarnason kynnti
sér málið og ræddi
við hagsmunaaðila.
Morgunblaðið/Steinunn
Ostagerð Mozzarellaosturinn er stolt starfsfólks mjólkurstöðvarinnar á
Egilsstöðum. Guðgeir Björnsson handleikur oststykkið.
Í HNOTSKURN
»MS rekur sjö starfs-stöðvar, í Reykjavík, Búð-
ardal, á Ísafirði, Blönduósi,
Akureyri, Egilsstöðum og Sel-
fossi.
»Á Egilsstöðum er tekið við4,6 milljónum lítra af
mjólk á ári, frá kúabændum á
svæðinu frá Vopnafirði til
Djúpavogs.
»Starfsmenn MS á Egils-stöðum eru fjórtán, þar af
þrír mjólkurfræðingar.
FARÞEGI sem kom til landsins með
flugi klukkan 22.30 í fyrrakvöld var
svo aðframkominn að hann kastaði
af sér vatni í
landgangin-
um skömmu
eftir að hann
steig frá borði
við Flugstöð
Leifs Eiríks-
sonar.
Lögreglan
var umsvifa-
laust kölluð til
og á lögregluvefnum kemur fram að
farþeginn verður kærður fyrir at-
hæfið og má hann búast við peninga-
sekt.
Á vefnum kemur einnig fram að
lögreglan á Suðurnesjum hafi að
undanförnu leitað að krökkum sem
hafa stundað það á kvöldin að
sprengja skotelda í Grindavík. Mikið
hefur verið hringt í lögregluna vegna
þessa og eru foreldrar beðnir að at-
huga hvort börn þeirra hafi vitn-
eskju um þetta mál.
Kærður fyr-
ir að spræna
STJÓRN Faxaflóahafna hefur sam-
þykkt að fela hafnarstjóra að taka
upp viðræður við sveitarstjórn Hval-
fjarðarsveitar um gerð tilboðs í eign-
ir ríkisins í Hvalfirði, en um er að
ræða húseignir, tækjabúnað og
bryggju fyrrverandi olíubirgða-
stöðvar NATO. Þá er á svæðinu lóð
sem er um 18,6 hektarar að stærð.
Björn Ingi Hrafnsson, stjórnar-
formaður Faxaflóahafna, segir hafn-
irnar hafa áhuga á að skoða þetta
svæði og verði málið unnið í sam-
starfi við sveitarfélögin. „Þarna er
augljóslega hafnaraðstaða á starfs-
svæði Faxaflóahafna sem nær frá
Borgarnesi og upp til Reykjavíkur.
Þetta er inni á miðju því svæði og
þess vegna fullkomlega eðlilegt að
við sýnum þessu áhuga,“ segir hann.
Tilboðsfrestur vegna eignanna er
til 10. október. Hjá Ríkiskaupum
fengust þær upplýsingar að mikill
áhugi væri fyrir eignunum.
Íhuga tilboð
í eignir í
Hvalfirði
♦♦♦