Morgunblaðið - 20.09.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 17
MENNING
Styrkur Tónlistarsjóðs Rótarý
Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um styrk.
Tilgangur sjóðsins er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr
á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms.
Styrkurinn verður veittur í janúar 2008 og verður að upphæð kr. 500.000.
Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi
Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarýumdæmisins,
Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Netfang: rotary@simnet.is.
M
b
l 9
11
52
5
ÁSTA Ólafsdóttir er listakona sem
hefur sinnt myndlist jafnt og þétt
síðan um miðjan níunda áratug síð-
ustu aldar og lagt sitt af mörkum til
félagsmála myndlistarmanna en þó
aldrei siglt meginstraumsleiðina.
Þess heldur hefur listin fylgt henni í
persónulegri tilvistarlegri leit sem
m.a. felst í ferðalögum til framandi
landa eða um náttúru Íslands. Því er
ekki út úr korti að skoða gvass-
myndir sem Ásta sýnir í Lista-
mannahúsinu Startart sem ein-
hverskonar ferðasögu þar sem línur
verða ýmiskonar vegir eða leiðir og
form eru sem óhlutbundnir staðir,
oft með táknfræðilegu og eilítið as-
ísku yfirbragði.
Teikning leikur jafnan veigamikla
rullu í verkum Ástu og gegn um tíð-
ina hef ég einmitt heillast af því
hvernig hún notar teikningu í þrí-
víðum innsetningum. Og því fann
smá söknuð í þessa tvívíddar-
þrívíddar-teikni-túlkun þegar ég
stöð inni í sýningarrýminu. En
vissulega standa gvassmyndirnar
fyrir sínu, einar og sér, enda vinnu-
aðferðin ekki svo ólík innsetningum
listakonunnar, nema að hér er það
litríkur flöturinn sem verður að hug-
rænu rými. Er sýningin vel þess
virði að heimsækja vilji maður
hverfa inn í óhlutbundna heima þar
sem ferðin sjálf er áfangastaðurinn.
Þegar ferðalag verð-
ur áfangastaðurinn
MYNDLIST
Listamannahúsið Startart
Opið virka daga 10-17 og laugardaga 11-
16. Sýningu lýkur 28. sept. Aðgangur
ókeypis.
Ásta Ólafsdóttir
Jón B. K. Ransu
Gvassmyndir Línur verða vegir og
form verða staðir.
ÍSLENSKU sjónlistarverðlaunin
verða veitt í annað sinn þann 21.
september nk. á hátíðlegri sam-
komu á Akureyri í beinni útsend-
ingu Sjónvarpsins. Þann 25. ágúst
opnaði sýning í Listasafni Ak-
ureyrar á verkum þeirra lista-
manna og hönnuða sem tilnefndir
eru til verðlaunanna í ár: Birgir
Andrésson, Hekla Dögg Jóns-
dóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Ni-
kita, Studio Granda og Össur hf.
Mjög margir aðilar koma að
verkefninu í heild sinni en Lista-
safn Akureyrar með Hannes Sig-
urðsson safnstjóra í fararbroddi sá
um uppsetningu sýningarinnar í
samvinnu við listamennina. Það er
ekki einfalt verkefni að stilla sam-
an áhugaverðri sýningarheild með
ólíkum verkum aðila innan mynd-
listar og hönnunar sem eiga
kannski lítið sameiginlegt annað
en að vera valdir úr sem þeir
áhugaverðustu eða bestu á hverj-
um tíma. Þess vegna kemur sýn-
ingin skemmtilega á óvart fyrir þá
alúð sem lögð hefur verið í fram-
setninguna. Hannes hefur tekið
þann kostinn að para saman verk
listamanns og hönnuða á sjón-
rænum og hugmyndafræðilegum
forsendum þannig að sú staðhæf-
ing samtímans um að skil milli
myndlistar og hönnunar sé yf-
irstigin verður hér einstaklega
sannfærandi.
Hin leikandi léttu fant-
asíukenndu fossa- og flugeldaverk
Heklu Daggar sem gerð eru úr
hljóðnæmum bakskautsljósum og
öðru tæknidóti fara ævintýralega
vel í sama rými og ekki síður fant-
asíukenndur gervifótur Össurar
Proprio food. Þótt augljóst sé að
samanlögð vinna, hugvit og fjár-
magn sem eytt hefur verið við
gerð gervifótarins sé gífurlegt þá
eru það frekar framsæknar hug-
myndir um fagurfræðilega þætti í
hönnun hans sem verða áhuga-
verðastar í þessu samhengi.
Samspil verka Hrafnkels Sig-
urðar og Nikita-hönnuðanna er
einnig áhugavert. Jafnvel þótt
verkin séu sýnd í aðskildum rým-
um myndast skemmtileg samræða
milli verkanna. Hinar blóðrauðu
lífrænu ljósmyndir Hrafnkels sem
sýna brotakennd yfirborð af sjó-
stakkaklæddum sjómönnum ná að
tjá dulúðugt eðli og innri veruleika
veiðimennsku. Innsetning hans á
grafísku líkamlegu og olíukenndu
þrykki beint á veggina ásamt olíu-
tunnum af athafnasvæði nálgast
enn fremur tjáningu sjálfsmyndar
ákveðinnar stéttar sem áður
tengdist sjálfsmynd þjóðarinnar
meira en nú. Nikita-hönnuðirnir
eru á sömu slóðum í verulega
skemmtilegri og metnaðarfullri
fatalínu sem er ætluð snjó-
brettakonum í leik og starfi. Þótt
verkin séu hvort á sínum for-
sendum þá er það hugmynda-
fræðin að baki þeirra sem nær að
draga fram ákveðinn sýnilegan
samhljóm um leið og að draga
fram nýja sýn í umræðunni um
eðli og eiginleika hins karllega og
hins kvenlega.
Studio Granda er tilnefnt til
Sjónlistarorðunnar í annað sinn,
nú fyrir hönnun á viðbyggingu við
Vogaskóla og einbýlishúsið að Hofi
á Höfðaströnd. Myndir og líkön af
verkunum sannfæra áhorfandann
um að sá heiður sé verðskuldaður.
Ljósmyndirnar af hönnun íbúðar-
húsnæðisins sýna nýstárlegan
samruna gamla og nýja tímans þar
sem nýting á og sköpun rýmis er
samþætt ekki bara náttúrunni
heldur einnig draummyndum í
þjóðarsálinni. Það kemur ekki á
óvart hversu vel myndlistarverk
Birgis Andréssonar njóta sín vel í
þessu samhengi en hann hefur
haft íslenska þjóðarsál sem við-
fangsefni á margvíslegan hátt um
árabil. Íslensku fánarnir í sauðalit-
unum sem rötuðu á Feneyjatvíær-
inginn á sínum tíma undirstrika
mikilvægi þess sem við köllum
huglægt rými. Skrift og lestur
táknuð sem eyður í fyrirframgerðu
rými, pappakassar sem hafa verið
skorin göt í sýna fram á hve marg-
slungin eða samslungin skynjun
okkar af veröldinni er og hvernig
við lesum hana í tengslum við eig-
in reynslu.
Sýningin er sú besta sem ég hef
séð á árinu og það kemur ekki
bara til af því að hér eru á ferðinni
framúrskarandi myndlistarmenn
og hönnuðir sem hafa verið valdir
af dómnefnd sem verðugir heldur
ekki síður af velheppnaðri heild-
armynd. Sýningarstjórinn Hannes
Sigurðsson sem einnig á heiðurinn
af tilurð Sjónlistarverðlaunanna
sýnir hér og sannar hve miklu
máli skiptir uppsetning verka og
samhengi. En fleira þarf til en frá-
bæra listamenn og góðan sýning-
arstjóra til að stórviðburður sem
þessi verði vel heppnaður enda
kemur að verkefninu fjöldi aðila:
Máttarstólpar verkefnisins Sjón-
list eru Akureyrarbær, mennta-
málaráðuneyti og iðnaðar- og við-
skiptaráðuneyti.
Aðalstyrktaraðilar eru Flugfélag
Íslands og Glitnir en einnig
styrkja Ásprent, Flugsafn Íslands
og Landsvirkjun verkefnið. Sam-
starfsaðilar eru Listasafnið á Ak-
ureyri, SÍM, Form Ísland, Sjón-
varpið, Listaháskóli Íslands, CIA
og Hönnunarvettvangur. Inn fjár-
festing veitir verðlaunafé fyrir
vinningshafann í myndlist að upp-
hæð 2 milljónir króna og Montana
sömu upphæð fyrir vinningshafa í
hönnun. Nánari upplýsingar um
myndlistamennina, dómnefnd og
fyrirkomulag Sjónlistar 2007 má
finna á heimasíðu Listasafnsins á
Akureyri og í væntanlegri sýning-
arskrá sem var því miður ekki
komin út þegar undirrituð heim-
sótti sýninguna.
Verðlaunasýningin Sjónlist 2007
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flugeldar Hluti innsetningar Heklu Daggar í Listasafninu á Akureyri.
MYNDLIST / HÖNNUN
Listasafnið á Akureyri
Sýningin stendur til 14. október. Opið
alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
Tilnefningar til Íslensku sjónlistaverð-
launanna 2007
Þóra Þórisdóttir
DAGINN er andlátsfregn Zawinuls
barst um heimsbyggðina lék Booga-
blú-kvartettinn djassfönk eins og það
gerðist best áður en Miles Davis,
Zawinul og félagar byltu öllum hug-
myndum manna um fönkdjass, djass-
rokk og rafdjass. Hér hljómaði klass-
ískasti gamalfönkslagari allra tíma
„Watermelon Man“ eftir Herbie
Hancock ásamt týpísku djassfönki
eftir trompetleikarana Lee Morgan
og Blue Mitchell og saxófónsnilling-
inn Eddie Harris. Tónleikarnir hófust
á verki annars saxófónleikara, sem
blásið hefur á Íslandi eins og Eddie,
Jimmy Heath. „Doing The Right
Thing“ hét ópusinn og blés Eyjólfur
Þorleifsson hann flott í tenórinn og
dálítill Red Garland læddist inn í pí-
anósóló Sunnu Gunnlaugs. Að vísu
var hún fórnarlamb tækninnar fram
að hléi því þjónustufólk hafði slökkt á
mögnurum og drukknaði leikur henn-
ar að mestu í sterku spili þeirra hryn-
bræðra Þorgríms Jónssonar og
Scotts McLemours. Þó mátti vel
heyra firnafínan sóló hennar í
svíngandi „Opus De Funk“ eftir Hor-
ace Silver. Eftir hlé gat kvartettinn
farið að gera hið rétta, því nú heyrðist
vel í píanóinu og þar var ekki allt af
djassfönkættinni því bæði hljómaði
„Caravan“ Ellingtons og Tizols og
„But Not For Me“ Gershwins. Sunna
lék fína sólóa í báðum þessum döns-
um og gaman hversu vel hún er
heima í hinum ýmsu stílbrigðum
djassins. Sunna er ekki bara Sunna
að spila Sunnu. Þetta er fín stuð-
dagskrá og hefðu fleiri mátt mæta, en
kannski hafa menn ekki áttað sig á
því að Múlatónleikarnir eru á mið-
vikudagskvöldum á DOMO í vetur,
en ekki fimmtudagskvöldum eins og
áður – svo mætti kynda kjallarann
betur þótt tónlistin sé heit.
Djassfönk
af gömlu
gerðinni
TÓNLIST
Tónleikar
Boogablú.
Miðvikudagskvöldið 12. september
2007.
Múlinn á DOMO
Vernharður Linnet
AFMÆLISSÝNING Jónasar Hall-
grímssonar, Skyldi ég vera þetta
sjálfur, í Ketilshúsinu á Akureyri
inniheldur verk eftir tuttugu og einn
listamann sem sýningarstjórinn
Þórarinn Blöndal valdi með tilliti til
listaskáldsins góða. Listamennirnir
nálgast arfleifð Jónasar á mismun-
andi hátt en eins og titill sýning-
arinnar ber með sér þá er áherslan á
sjálfsmyndina áberandi. Þar má
nefna þemu þar sem sjálfsmynd
listamannsins blandast við sjálfs-
mynd þjóðarinnar eða sjálfsmynd
listamannsins.
Verkin á sýningunni eru fjöl-
breytileg og skemmtilegt að sjá
hvernig einstakir listamenn vinna
inn í hið gefna samhengi sýning-
arinnar sem hverfist um þjóðskáldið.
Margir þeirra nota eða vísa í texta
og ljóð Jónasar meðan aðrir leggja
áherslu á táknrænt myndmál hans.
Nokkuð ber á góðlátlegri kaldhæðni
ef þannig má að orði komast, ekki
síst í garð rómantísku stefnunnar og
þjóðernisupphafningar hennar.
Þjóðernisrómantík Íslendinga teng-
ist hinni þýsku mjög og hefur á
seinni árum verið nokkur umræða
um neikvæðar hliðar hennar.
Verk Jónu Hlífar Halldórsdóttur
Enginn étur sjálfan sig dregur einna
best fram kjarna sýningarinnar þar
sem gullin stytta af skáldinu, í senn
verðlaunagripur og minnismerki,
sýnir táknmynd rómantíska snill-
ingsins. Verkið kallast skemmtilega
á við orð Matthíasar Þórðarsonar
sem Þórarinn Blöndal vísar til í sýn-
ingarskrá: „Slíkum höfuðsnillingum
meðal bestu sona sinna er þjóð vorri
vandgert að reisa hæfilegan minn-
isvarða úr málmi eða marmara.“
Einnig orð Sigrúnar Bjarkar Jak-
obsdóttur, bæjarstjóra Akureyrar,
um Jónas í opnunarávarpi sínu í
sömu skrá: „Hann er óendanlegur
brunnur hugmynda og snilli. Ferli
sköpunarinnar á rómantíska tím-
anum var gjarnan líkt við tímgun,
(karl)listamaðurinn gat af sér, lét
frjóvgast og fæddi af sér lifandi
verk.“ Þessi myndhverfing lifir enn
góðu lífi í orðræðu listarinnar og
hefur orðið mörgum listakonum til-
efni til nánari skoðunar.
Sýningin er metnaðarfull og varp-
ar fram mörgum áhugaverðum
punktum sem gæti orðið efni í
áframhaldandi pælingar um arfleifð
Jónasar og sjálfsmynd þjóðarinnar
og óhætt að mæla með því að fólk
leggi leið sína í Ketilhúsið á Ak-
ureyri.
Höfuðsnillingur
MYNDLIST
Ketilhúsið Akureyri
Sýningin stendur til 23. september. Opið
alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Aðgangur ókeypis.
Samsýning 21 listamanns í tilefni 200 ára
afmælis Jónasar Hallgrímssonar
Þóra Þórisdóttir