Morgunblaðið - 20.09.2007, Síða 20
|fimmtudagur|20. 9. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Selvatn var ágætis veiðivatnþegar ég bjó hér á sumrinsem barn. Foreldrar míniráttu þessa níu hektara af
landi sem þau kölluðu Selmörk og
byrjuðu trjárækt hér árið 1943. Það
voru herbúðir hér um alla heiði og
það voru hermenn sem lagfærðu slóð-
ann sem liggur hingað og Axel faðir
minn gerði upphaflega. Foreldrar
mínir reistu hér bústað sem við flutt-
um í á hverju vori og við bjuggum hér
fram á haust. Þá var ég látin ganga
alla leið héðan niður að Lögbergi til
að komast í strætó í skólann,“ segir
Erla Axelsdóttir myndlistarkona, en
hún og maður hennar, Guðfinnur R.
Kjartansson, byggðu nýlega allsér-
stakt Listasel á þessum sama stað.
„Þetta hús er eins og sólskríkjan
sem skiptir um nafn þegar við á.
Listasel breytist í Skáksel þegar ég
held skákmót hérna,“ segir Guð-
finnur sem hefur ólæknandi áhuga á
skákíþróttinni sem hann kynntist
fyrst sem drengur heima á Ísafirði
þar sem hann er fæddur og uppalinn.
Hann hefur þegar haldið fjögur skák-
mót í Skákselinu og á döfinni er
maraþonskákmót. „Myndlist og skák
fara vel saman, hvort tveggja út-
heimtir mikla hugsun og spekúla-
sjón.“
Tekur á móti gestum
Rétt neðan við Listaselið stendur
sumarbústaður Erlu og Guðfinns
sem þau reistu árið 1973 og heitir
Traðarsel en er stundum kallaður Í
neðra og þar búa þau ævinlega yfir
sumarið. Hugmyndin að byggingu
Listasels kviknaði vegna þess að Erlu
langaði til að reisa almennilega vinnu-
stofu á svæðinu. „Ég hef alltaf yfir-
gefið vinnustofuna mína í bænum þar
sem við búum yfir veturinn og unnið
að minni list í gróðurhúsi hér niðurfrá
á sumrin, en það var orðið lélegt.
Þetta var því spurning um að byggja
og við ákváðum að reisa fjölnota hús.
Sverrir Norðfjörð teiknaði húsið í
samvinnu við okkur og hér er gott að
sýna, tefla og syngja. Ég vinn mjög
vel hér uppfrá því hér er ró og friður
og ef ég er þreytt eða andlega dauð
þá fer ég út að ganga eða í heita pott-
inn og endurhleð mig,“ segir Erla
sem nýtir vinnustofuna líka sem gall-
erí, hún tekur á móti hópum og hefur
opna vinnustofu þegar henni hentar.
„Ég sýni fólki oft og tíðum vinnslu-
aðferðir mínar, en ég fann upp nýja
aðferð sem byggist á blandaðri tækni
og grafík þar sem ég nota tjöru, gull
og olíu. Mótífin í myndunum eru nær-
myndir úr náttúrunni og inní fléttast
hugmyndin um gömlu lóðin sem ég
fann úti í París þar sem ég sýndi ný-
lega, en þessi lóð finnst mér vera eins
og manneskjur og þau minna mig líka
á þegar ég sat fyrir hjá pabba mínum
sem lítil stelpa þegar hann var að
gera stytturnar sínar.“
Þar liggur hundurinn grafinn
Bílskúrinn hefur Guðfinnur alveg
út af fyrir sig og þar ígrundar hann
hinar ýmsu skákir. „Hér er ég í faðmi
fjalla blárra eins og stendur í vest-
firska ljóðinu sem er letrað hér á einn
gluggann, en hér er ljóð í hverjum
glugga. Ég kalla bílskúrinn Biskups-
stofu en þetta er líka prestssetur því
hér er hægt að hengja af sér föt. Hér
má líka reykja og þá heitir þetta
Reykholt en þegar við skálum í góðu
víni þá kallast það Skálholt.“
Erla og Guðfinnur tóku við trjá-
rækt foreldra hennar fyrir all-
mörgum árum og nú er afrakstur
fjörutíu ára þrotlausrar vinnu orðinn
að miklum skógi. Skógurinn er heim-
ur út af fyrir sig þar sem haganlega
gerðir göngustígar liggja um allt.
Styttur eftir Axel föður Erlu prýða
skóginn og víða leynast skákmenn
eins og Hrókur alls fagnaðar og Eitr-
aða peðið. Margir og vel merktir
lundir eru í þessum sælureit og hefur
hver og einn sína sögu. Til dæmis er
Guttormslundur þar sem hundurinn
liggur grafinn. „Þetta var vitur og
skemmtilegur hundur sem var jarð-
aður með viðhöfn. Við bárum hann
hér á reitarbörum og sungum Öxar
við ána yfir honum.“
Vísitöluvigt og Biðlundur
Grínið í skóginum er þó nokkuð,
þar er til dæmis Staupasteinn til að
staupa sig á og Biðlundur þar sem
hægt er að leggja sig í hengirúmi. Þar
má líka finna Lykla af velgengni og
Úrkomu í grennd sem safnast í gamla
berjafötu frá móður Guðfinns. Þar er
Vísitöluvigt sem er beintengd við
Seðlabankann, franskt svæði með úti-
tafli og dómarasæti. Og svo er það
Forsetalundur þar sem Guðfinnur
hefur plantað einu tré fyrir hvern ís-
lenskan forseta og nokkrum fyrir al-
múgann sem nuddar sér utan í fyrir-
fólkið. „En tréð sem ég gróðursetti
fyrir Vigdísi, það lifði ekki. Hér verð-
ur ekki plantað nýju tré fyrir hana
nema hún geri það sjálf.“
Listakona í listaseli Erla kann vel við sig í sælureitnum við Selvatn þar sem ríkir friður og ró í nálægð við náttúruna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grínið í skóginum Guðfinnur bjó til þennan stól á steini til að geta sest í helgan stein.
Hrókur alls fagnaðar Taflmenn leynast víða í skóginum á Selbrekku.
Mála og tefla
við Selvatn
Sæla Göngustígar liggja um skóginn græna sem þau hafa ræktað í 40 ár.
Að koma til Flateyjar á Breiða-
firði getur verið eins og að
ferðast 50–60 ár aftur í tím-
ann. »24
ferðalög
Kvittanirnar fyrir raftækjunum
þurfa nú orðið að fara með úr
landi aftur vilji menn forðast að
þau verði gerð upptæk. »22
neytendur