Morgunblaðið - 20.09.2007, Side 21
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 21
Stemmningin á Akureyrarvelli hef-
ur líklega aldrei verið betri í sumar
en á þriðjudagskvöldið og áhorf-
endur aldrei fleiri. Hátt í 700 manns
mættu á úrslitaleik bikarkeppni KSÍ
í 2. aldursflokki, þar sem Þór og KA
áttust við – og sú tala er engar ýkj-
ur; ég myndaði áhorfendastæðin og
taldi fólkið! Akureyrskir stuðnings-
menn sýndu sem sagt að þeir hafa
engu gleymt, þó lítið hafi á þeim
borið í sumar. Sungið var af miklum
móð nær allan tímann.
KA-menn voru líflegri á áhorfenda-
stæðunum og greinilega vel undir-
búnir en Þórsarar höfðu betur innan
vallar, léku betur og sigruðu sann-
gjarnt, 1:0. Markalaust var eftir 90
mínútur en Einar Sigþórsson gerði
eina markið í framlengingu. Einar
meiddist fyrir skömmu en harkaði
af sér og var ekki skipt út af fyrr en
seint í framlengingunni.
Einn Þórsarinn, Jóhann Hannesson,
kinnbeinsbrotnaði í leik með meist-
araflokki nýverið en lét sig líka hafa
það að spila gegn KA. Menn sleppa
líklega ekki leik við erkifjendurna
nema fótbrotnir! „Ég get skallað, en
ég má ekki tyggja í þrjár vikur,“ var
haft eftir honum í upphafi vikunnar.
Vettvangur draumanna er nafn á
níu laga diski sem Háskólabandið
gaf út á dögunum í tilefni 20 ára af-
mælis Háskólans á Akureyri. Sveit-
ina skipa fimm starfsmenn skólans.
Meðal laga á plötu Háskólabandsins
er Þjóðsöngurinn er víst skemmti-
legur, lag og texti eftir Birgi Guð-
mundsson lektor við félagsvísinda-
og lagadeild, kassagítarleikara og
söngvara bandsins.
Fyrsta erindið er svona:
Við skulum syngja með gleðiróm
því eitt var ég að fatta
að lífsins mikla leyndardóm
um lítið íslenskt sumarblóm
má finna í sálmi hjá Maaaatta.
Í bæklingi með disknum segir að
eftir einhverja af fjölmörgum um-
ræðum í fjölmiðlum um að þjóðsöng-
urinn okkar væri ósöngvænn, erf-
iður og óbrúkanlegur á íþrótta-
keppleikjum taldi Birgir Guðmunds-
son ástæðu til að grípa til varna
fyrir þjóðsönginn og niðurstaðan
hafi orðið þetta lag í Evróvision stíl.
Auk Birgis eru í hljómsveitinni
bræðurnir Stefán rafgítarleikari og
Árni bassaleikari Jóhannssynir, Sol-
veig Hrafnsdóttir söngkona og
Matthías Henriksen trommari.
Á diski Háskólabandsins er að finna
lög eftir hljómsveitarmeðlimi, svo og
lög sem sveitin hefur gert að sínum.
„Hugsanlega má kenna tónlistina á
diskinum við þjóðlagarokk en auk
frumsaminna laga og texta má
benda á að hér er í fyrsta sinn hægt
að heyra sungna söguna um Jón
Bygg sem Róbert Burns gerði
fræga í kvæði við enskt þjóðlag.
Ljóð Róberts Burns var á sínum
tíma þýtt/endursamið snilldarlega
yfir á íslensku af Jóni Helgasyni
prófessor en sú þýðing hefur ekki
áður verið sungin inn á hljómdisk
svo vitað sé. Einnig er á diskinum
ný útsetning á lagi Jóns Ásgeirs-
sonar, Hjá lygnri móðu, við ljóð
Halldórs Kiljan Laxness og sömu-
leiðis nokkuð nýstárleg útsetning á
Vísum Vatnsenda Rósu,“ segir einn-
ig í bæklingnum.
Jón Ólafsson sem m.a. samdi tónlist
fyrir Óvita sem Leikfélag Akureyr-
ar frumsýndi á dögunum, verður
áfram áberanndi hjá LA. Jón heldur
tónleika í leikhúsinu næst miðviku-
dag, 26. september, þar sem hann
flytur blandað efni frá ferli sínum,
bæði sólóplötum og öðru.
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Glaðbeittir Markaskorarinn Einar
Sigþórsson, t.v., og fyrirliðinn Þor-
steinn Ingason eftir sigurinn á KA.
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
7
-1
2
0
1
EVRÓPSK
SAMGÖNGU-
VIKA Reykjavíkurborg
SAMGÖNGUVIKAN 2007
Vitundarvakning um nauðsyn þess að draga úr mengun af völdum
umferðar og hvatning til breyttra og betri samgönguhátta.
1.300 borgir í Evrópu taka þátt í Samgönguviku 2007.
Stræti fyrir alla
Leið 1 Kira Kira kl. 7.20 frá Firði að HÍ
Leið 3 Mr. Silla kl. 7.21 frá Gerðubergi að MR
Leið 6 Svavar Knútur og Jón Geir kl. 7.20 frá Spönginni að Hlemmi
Leið 13 Ólöf Arnalds kl. 7.38 frá Öldugranda að Verzló
Leið 14 Magga Stína kl. 7.23 frá Lækjartorgi að Grensás
Tónleikar með hljómsveitinni Retro Stefson á Hlemmi kl. 16.30.
Fimmtudagur 20. september
Kl. 20.00 „Stræti fyrir alla?“
Málþing í Hafnarborg
Samgöngumannvirki eru um helmingur borgarlandsins.
Er það nauðsynlegt? Hvað viljum við?
Kvöldfundur um borgarskipulag og samgöngumál í samvinnu Reykjavíkurborgar
og Hafnarfjarðarbæjar.
Mælendur eru Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs
Reykjavíkurborgar, Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir og Ragnhildur Vigfúsdóttir,
áhugasamur borgari.
Föstudagur 21. september
Kl. 7.20 „Víst er gaman í strætó!“
Tónlistarmenn skemmta farþegum kl. 7.20–8.00.
Lifandi vegvísar á Hlemmi og í Mjódd veita ráðgjöf um leiðakerfi Strætó.