Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 22
neytendur 22 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 20. sept. - 23. sept. verð nú verð áður mælie. verð Ks ferskt lambalæri .............................. 975 1.169 975 kr. kg KS ferskur lambahryggur ...................... 1.189 1.258 1.189 kr. kg KS ferskt lambafillet m/fitu................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg Ks ferskur lambabógur ......................... 629 699 629 kr. kg Kraft ísl. kjúklingabringur frosnar ........... 1.298 1.998 1.298 kr. kg Holta fersk hálfúrb.kjúklingalæri ............ 600 899 600 kr. kg Holta ferskir kjúklingaleggir ................... 363 485 363 kr. kg Bónus kornbrauð 1 kg .......................... 98 129 98 kr. kg Bónus spelt pitsadeig 400 g ................. 181 259 452 kr. kg KF folaldakubbasteik ........................... 398 499 398 kr. kg Hagkaup Gildir 20. sept. - 23. sept. verð nú verð áður mælie. verð Nauta piparsteik .................................. 1.899 2.905 1.899 kr. kg Nauta Porterhouse steik ....................... 2.598 2.595 2.598 kr. kg Nauta T-bone steik............................... 2.498 3.050 2.498 kr. kg Nauta Ribeye....................................... 2.798 3.143 2.798 kr. kg BBQ kjúklingaleggir .............................. 493 759 493 kr. kg Heill frosinn kalkúnn ............................ 699 872 699 kr. kg Chicaco town örbylgjupitsur .................. 349 497 349 kr. pk. Kjúklingabringur .................................. 1.632 2.511 1.632 kr. kg Boston skinka ( bayonneskinka)............ 898 1.498 898 kr. kg Holta kjúklinganuggets ......................... 1.084 1.356 1.084 kr. kg Krónan Gildir 20. sept. - 23. sept. verð nú verð áður mælie. verð Ungnauta piparsteik............................. 2.167 3.095 2.167 kr. kg Móa kjúklingabringur............................ 1.398 2.515 1.398 kr. kg Goða svið frosin af nýslátruðu ............... 401 598 401 kr. kg Fiskibollur smáar/osta/pítsu ................ 898 1.298 898 kr. kg Bautabúrs bayonneskinka .................... 795 1.198 795 kr. kg Krónubrauð stórt og gróft 770 g ............ 99 129 129 kr. kg Coke/coke light/coke zero kippa 4x2 ltr. 429 596 54 kr. ltr Charmin salernispappír 16 rúllur ........... 599 799 599 kr. pk. Góu dúndurtvenna ............................... 399 449 399 kr. pk. Ariel regular/color 2,85kg .................... 998 1.199 350 kr. kg Nóatún Gildir 20. sept. - 23. sept. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri af nýslátruðu ....................... 898 1.598 898 kr. kg Lamba framhryggjarsneiðar .................. 1.298 1.689 1.298 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu.................. 1.298 1.798 1.298 kr. kg Lamba súpukjöt af nýslátruðu ............... 399 779 399 kr. kg Ítalskar nautahakkbollur tómat ............. 1.198 1.594 1.198 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð .......................... 899 1.498 899 kr. kg Nóatúns villisveppasósa....................... 350 389 350 kr. stk. Móðir náttúra brokkólí/chilibuff............. 449 598 449 kr. pk. Fresch. spongebob pitsa sticks/mini ..... 349 479 349 kr. pk. Sprite & sprite zero 2 ltr........................ 99 182 49 kr. ltr Samkaup/Úrval Gildir 20. sept. - 23. sept. verð nú verð áður mælie. verð Kjötborð lambakótilettur ....................... 1.339 1.788 1.339 kr. kg Goði ofnsteik með ítölskum blæ ............ 1.239 1.777 1.239 kr. kg Borgarnes grísk lambalæristeik ............. 1.899 2.539 1.899 kr. kg Matfugl kjúklingabringur magnkaup....... 1.509 2.515 1.509 kr. kg Myllu rúlluterta brún............................. 449 506 449 kr. stk. Kexsmiðjan skúffukökur 400 g .............. 299 399 747 kr. kg Freyju mix 400 g.................................. 399 429 997 kr. kg Freschetta brick oven italiano 2pack...... 399 499 399 kr. stk. Epli gul ............................................... 99 179 99 kr. kg maís forsoðinn 2 stk ............................ 109 199 109 kr. stk. Þín Verslun Gildir 20. sept. - 27. sept. verð nú verð áður mælie. verð Borgarnes Franskt Paté ........................ 345 432 1.725 kr. kg Borgarnes Eðal hangikjötssalat 200 g.... 208 260 1.040 kr. kg Chocolate Cookies 225 g ..................... 189 249 840 kr. kg Canderel Strásæta 90 g ....................... 379 520 4.211 kr. kg Gevalia Rauður 500 g .......................... 349 389 698 kr. kg Tilda Tikka Masala sósa 350 g.............. 279 385 797 kr. kg Ísfugl úrb. bringur án skinns.................. 1.583 2.261 1.583 kr. kg Kristall plús 0,5 ltr................................ 89 112 178 kr. ltr Ota Solgryn haframjöl 500 g ................. 129 169 258 kr. kg Weetabix 430 g ................................... 249 319 579 kr. kg helgartilboðin Kjúklingur, pitsur og nautakjöt Það er í mörgum tilvikum far-ið að neita fólki, sem er áleið úr landi með dýra hluti,að skrá þá sérstaklega hér við brott- för geti viðkomandi ekki sýnt fram á það með kvittun að varan hafi verið keypt á Íslandi,“ segir Björg Valtýsdóttir, deildarstjóri hjá Tollstjóraembættinu á Keflavíkurflugvelli. Íslendingur, sem brá sér í nokkurra daga ferð vestur um haf til Bandaríkjanna í sept- emberbyrjun, sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum við tollayfirvöld á Keflavíkur- flugvelli eftir að hafa staðið uppi myndavéla- laus við heimkomu þrátt fyrir að hafa farið fram á skráningu vélar sinnar við brottför. Tekin í tollinum við heimkomu „Á útleiðinni byrjaði ég á því að vekja at- hygli manna í brottförinni á því hvort ekki væri rétt að fá skráð framleiðslunúmer myndavélarinnar minnar til að lenda ekki í veseni á leiðinni heim. Vélina, sem er af gerð- inni Canon 350D, hafði ég keypt á Íslandi og er mér sérstaklega annt um hana. Mér var tjáð að skráning væri algjör óþarfi. Ég fór því með vélina óskráða út, en við heimkomu var hún tekin af mér í tollinum þar sem ég gat ekki sýnt fram á það með kvittun að hún hafi verið keypt á Íslandi. Ég vissi þó að ég ætti kvittunina heima, en datt ekki í hug að þurfa að ferðast með kvittunina fyrir myndavélinni með mér alla leið til Bandaríkjanna,“ segir umræddur ferðalangur í samtali við Daglegt líf. Skráningin er í reynd óþörf „Við einfaldlega bendum fólki á að verð- mætir hlutir eru ekki skráðir úr landi nema viðkomandi farþegi geti sýnt fram á það með kvittun að varan hafi sannarlega verið keypt á Íslandi. Og þó svo að myndavélin hafi fengist skráð úr landi við brottför, þá fríar það viðkomandi ekki frá því að þurfa að gera grein fyrir vél- inni við heimkomu. Það má því segja að skrán- ing verðmætra hluta á borð við myndavélar, fartölvur, myndbandsupptökuvélar og hljóð- færi, svo dæmi séu nefnd, sé með öllu óþörf hafi viðkomandi ferðamenn kvittanir upp á að varan hafi verið keypt á Íslandi eða af henni hafi verið greiddur virðisaukaskattur og toll- ur, hafi varan verið keypt erlendis,“ segir Björg og bætir við að hér á landi sé við lýði fimm ára fyrningarregla, sem þýði að íslensk tollayfirvöld hafi allt að fimm ár til að inn- heimta gjöld og tolla af hlutum. Því séu menn, sem einu sinni hafa komist í gegnum „græna“ hliðið með til dæmis dýra myndavél, keypta í útlöndum, ekkert endilega öruggir með að komast í gegn á ný innan fimm ára fyrning- artímabilsins. Hafi menn á hinn bóginn keypt verðmætan hlut í útlöndum og farið í gegnum „rauða“ hliðið til að borga af honum skatta og skyldur, merkja tollgæslumenn á Keflavíkurflugvelli hlutinn með rauðum miða, sem sýnir að varan hafi verið tollafgreidd, að sögn Bjargar. Viðmiðið er 46 þúsund krónur Hverjum og einum ferðamanni er heimilt að koma með varning til landsins að andvirði 46 þúsund kr, þar af má einn einstakur hlutur ekki kosta meira en 23 þúsund kr. Geti menn hvorki sýnt fram á að hluturinn, sem sé sann- arlega yfir verðviðmiðunarmörkum, hafi verið tollafgreiddur né lagt fram kvittun um að var- an hafi verið keypt á Íslandi er hluturinn ein- faldlega haldlagður og sendur í kærumeðferð til lögfræðinga tollstjóraembættisins, að sögn Bjargar. Myndavél viðmælanda Daglegs lífs var haldlögð og íslenska kvittunin er fundin í bók- haldi eigandans. „En nú sé ég fram á það að þurfa að gera mér ferð upp á Keflavíkur- flugvöll til að tryggja það að fá vélina heila í mínar hendur þar sem mér var neitað um að vélin yrði send mér í ábyrgðarpósti, eins og ég fór fram á enda átti ég sjálfur að greiða fyrir flutninginn,“ segir myndavélareigandinn. „Til þeirra, sem búa á höfuðborgarsvæðinu, höfum við verið að senda hlutina með rútum Kynnisferða og þá hlýtur sá flutningsaðili að bera ábyrgð á vörunum þegar þær eru komn- ar í hans hendur,“ segir Björg. Alltaf hefur skort reglurnar Að sögn Bjargar er ekkert í tollalögum sem skyldar tollafgreiðslumenn í Leifsstöð að skrá verðmæta hluti úr landi þó það hafi verið gert í tugi ára, að sögn Bjargar. „Við höfum því verið að biðja um skýrar reglur til að vinna eftir, meðal annars með bréfaskriftum til fjármálaráðuneytisins, og því hafa þessi mál verið í svolítið lausu lofti upp á síðkastið. Því miður er það svo að heiðarlegt fólk líður gjarnan fyrir misnotkun annarra og því má segja að upp sé komin hálfgerð togstreita um hvort í reynd sé eðlilegt að skrá verðmæta hluti úr landi við brottför hafi menn ekki hald- bærar kvittanir því dæmi eru um að menn séu að láta skrá verðmæti hjá okkur til að geta fengið staðfestingu fyrir tryggingafélögin ef til kæmi að dýri hluturinn „týndist“ eða „glat- aðist“ í ferðalaginu,“ segir Björg og bætir við að tollafgreiðslumenn starfi ekki í umboði tryggingafélaga. „Og þegar öllu er á botninn hvolft ber hver einstaklingur ávallt ábyrgðina á sínum farangri.“ join@mbl.is Kvittanirnar með í farangurinn Þegar Íslendingur brá sér til Bandaríkjanna um daginn var honum mein- að að skrá myndavélina sína við brottför, en lenti svo í því að vélin var tekin af honum við heimkomu þar sem hann gat ekki sýnt fram á það með kvittun að vélin hafði ver- ið keypt á Íslandi. Jó- hanna Ingvarsdóttir reyndi að fá botn í málin og komst að því að „öruggast“ er að hafa all- ar íslenskar kvittanir fyr- ir verðmætum meðferðis vilji menn komast hjá „veseni“ í tollinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.