Morgunblaðið - 20.09.2007, Page 23
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 23
SÚKKULAÐI, ummm. Orðið
sjálft vekur unað, svo ekki sé tal-
að um ilm eða smakk. Ást mann-
fólksins á súkkulaði er óumdeil-
anleg og oft mjög hömlulaus. Við
hugsum um það, okkur dreymir
um það og stundum borðum við
allt of mikið af því. Sumir virðast
meira að segja vera haldnir fíkn í
þetta gómsæti.
En hvað er það sem vekur
þessa miklu löngun í súkkulaði?
Sumir halda því fram að súkkulaði
innihaldi efni sem hefur mikil
áhrif á heilann og þar af leiðandi á
hugsun og geðslagið. Sumum hitn-
ar af einum einasta súkkulaðibita
og þeir hinir sömu finna fyrir
sterkum tilfinningum og æpandi
þörf á að fá meira. En á fréttavef
BBC segir frá vísindamanninum
Peter Rogers sem heldur því fram
að þetta sé alls ekki rétt og vitnar
þar í rannsóknir sínar. Hann gaf
fólki bragðlausar pillur og sumar
þeirra innihéldu hið margum-
rædda skapbætandi kakóduft en
aðrar ekki. Þegar líðan fólks var
athuguð eftir að það hafði gleypt
kakópillurnar, kom í ljós að þeim
leið aðeins betur en ekki var um
neina alsælu að ræða.
Tengt dekri
og því að verðlauna sig
Sagði Rogers kakómagn í venju-
legu mjólkursúkkulaði yfirleitt
ekki svo mikið að það ætti að hafa
teljandi áhrif á skap eða líðan. Því
miður verður oft lítið eftir af þess-
um efnum við súkkulaðigerð en
þeim mun meira af sykri og fitu.
Auk þess benti hann á að margs-
konar fæða hefði þessi örvandi
áhrif á fólk, þó svo að hún inni-
héldi ekki kakó. Rogers segir það
fyrst og fremst jákvæða hug-
arfarið gagnvart súkkulaði sem
kemur fólki til að líða betur. Það
er jú oft að verðlauna sig eða
dekra við sig með því að fá sér
súkkulaði. Þar sem mjólkur-
súkkulaði er hins vegar miður
hollt ætti hins vegar að draga úr
neyslu þess og mælir Rogers þá
með að í hvert sinn sem súkku-
laðilöngun hellist yfir, skuli hugsa
um ávexti eða aðra hollustu og
reyna þannig að snúa á heilann og
færa löngunina yfir á eitthvað
annað. Einni má reyna að njóta
þess þegar súkkulaði er borðað í
stað þess að vera með nett sam-
viskubit og rjúfa þannig vítahring-
inn og spennuna sem felst í því að
tengja súkkulaði við eitthvað
„syndsamlegt en gott“.
Hugarfarið hefur
sín áhrif varðandi
súkkulaðifíknina
Morgunblaðið/Arnaldur
Hvað veldur lönguninni í súkkulaði? Að mati vísindamannsins Peter
Rogers er það jákvæða hugarfarið sem fólk hefur gagnvart fæðunni.