Morgunblaðið - 20.09.2007, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÖNNUR ATLAGA
HILLARY CLINTON
Hillary Clinton hyggst nú geraaðra atlögu að því að koma áumbótum í bandarísku heil-
brigðiskerfi. Clinton sækist eftir út-
nefningu demókrata til framboðs í
forsetakosningunum á næsta ári og í
upphafi vikunnar greindi hún frá
áætlun sinni um að tryggja öllum
Bandaríkjamönnum heilsugæslu og
sjúkratryggingu. Kostnaður við
breytingarnar er áætlaður 110 millj-
arðar dollara (um sjö billjónir króna)
á ári og hyggst Clinton fjármagna
hann með því að draga til baka
skattalækkanir, sem stjórn George
Bush hefur veitt þeim sem hafa yfir
250 þúsund dollara (15 milljónir
króna) í tekjur á ári. Talið er að 47
milljónir Bandaríkjamanna séu ekki
með sjúkratryggingu, eða um einn
Bandaríkjamaður af hverjum sex.
Slíkt hefur ekki verið reynt frá því að
hún fékk það hlutverk í stjórn manns
síns, Bills Clintons, 1993 til 1994.
Tilraun Hillary Clinton misheppn-
aðist hrapallega og var það rakið til
ýmissa þátta, meðal annars persónu
hennar og vinnubragða, auk þess
sem ýmsum þótti ekki við hæfi að
forsetinn skyldi fela eiginkonu sinni
þetta mikilvæga verkefni. En mestu
skipti hins vegar að öflugir hags-
munahópar í heilbrigðiskerfinu, með
tryggingafélög fremst í flokki, lögð-
ust af alefli gegn tillögum hennar.
Það var gert með auglýsingum, sem
ætlað var að hræða Bandaríkjamenn,
sem voru með tryggingar, og ríku-
legum framlögum til stjórnmála-
manna.
Clinton segir að hún hafi lært af
fyrri mistökum. Í hinum nýju hug-
myndum hennar er farin allt önnur
leið, en fara átti fyrir 13 árum. Nú á
að byggja á því kerfi, sem fyrir er og
grundvallast á því að tryggingar fara
í gegnum vinnuveitendur. Þess er
vandlega gætt að hin nýja áætlun
muni ekki hafa áhrif á neytendur til
að velja sjálfir hvers konar trygg-
ingu þeir vilji fá, en óttinn við að
fyrri áætlun myndi takmarka val-
frelsi bandarískrar millistéttar
reyndist banabiti fyrri áætlunarinn-
ar. Nú eru engar tillögur um banda-
rískt heilbrigðisráð með víðtækt vald
til að setja ramma utan um heilbrigð-
iskerfið. Sérfræðingar segja að nýja
hugmyndin sé gerólík þeirri fyrri og í
raun sé ekki sanngjarnt að líkja þeim
saman.
Keppinautar Clinton meðal demó-
krata hafa tekið hugmyndum Clinton
fálega, sem kemur ef til vill ekki á
óvart, tveir þeirra, Barak Obama og
John Edwards, hafa lagt fram sínar
eigin hugmyndir um að endurbæta
kerfið. Repúblikanar voru fljótir að
gagnrýna hana og segja að hún ætl-
aði að innleiða evrópskt skrifræði í
Bandaríkjunum.
Hugmyndin um heilbrigðiskerfi
fyrir alla hefur aldrei náð flugi í
Bandaríkjunum. Á dögum kalda
stríðsins var viðkvæðið að yrði slíkri
vinstri villu veitt brautargengi yrði
stutt í sovéskt alræði í Bandaríkj-
unum.
Hér skal ekki sagt um það hvort
hugmyndir Hillary Clinton séu sú
allra meina bót, sem bandarískt heil-
brigðiskerfi þarf á að halda, en það
fer ekki á milli mála að rækilegra
umbóta er þörf. Þessu gera flestir
bandarískir stjórnmálamenn sér
grein fyrir, hvar í flokki sem þeir
standa. En það virtist líka vera
stuðningur fyrir umbótum á heil-
brigðiskerfinu fyrir einum og hálfum
áratug og samt fór sem fór. Banda-
rískt heilbrigðiskerfi er að mörgu
leyti með því besta sem gerist, en
það hefur líka skuggahliðar og með
ólíkindum að það skuli látið viðgang-
ast að svo stór hluti þjóðarinnar eigi
ekki kost á heilbrigðisþjónustu. Nú
stefnir allt í það að heilbrigðismálin
verði sett á oddinn í næstu forseta-
kosningum í Bandaríkjunum. Það
verður athyglisvert að fylgjast með
hvernig þeirri baráttu reiðir af og til
hvaða ráða þau rótgrónu öfl, sem
eiga hag í að viðhalda núverandi
kerfi, munu grípa.
FÉ TIL GÓÐRA VERKA
Viðbygging húss MS-félags Ís-lands er langt komin og verður
væntanlega tekin í notkun 1. desem-
ber. Við það mun hlutur MS-sjúk-
linga batna verulega. Í viðtali við
Morgunblaðið á mánudag sagði Sig-
urbjörg Ármannsdóttir, formaður fé-
lagsins, að aðstaða til dagvistunar,
sjúkra- og iðjuþjálfunar og umönn-
unar myndi batna mikið.
Að sögn Sigurbjargar hefur pláss-
leysi valdið verulegum vandræðum í
starfseminni. 40 manns njóta nú
þjónustu í húsinu á hverjum degi og
koma þangað um 70 einstaklingar á
aldrinum 28 til 67 ára á viku.
MS-félagið hefur þurft að leita
stuðnings víða til að geta reist við-
bygginguna og munaði þar mest um
framlag úr Minningarsjóði Mar-
grétar Björgólfsdóttur, sem nam
tuttugu milljónum króna eða þriðj-
ungi byggingarkostnaðar, en einnig
safnaði MS-félagið 10 milljónum
króna og stjórnarnefnd um málefni
fatlaðra lagði fram 10 milljónir.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2005 í
minningu Margrétar Björgólfsdótt-
ur, sem lést af slysförum árið 1989
aðeins 33 ára gömul. Að sjóðnum
standa foreldrar Margrétar, Þóra
Hallgrímsson og Björgólfur Guð-
mundsson, og var stofnfé hans 500
milljónir króna.
Sjóðurinn hefur styrkt einstak-
linga og margvísleg verkefni. Styrk-
urinn til MS-félagsins var veittur í
byrjun mars á þessu ári og var fyrsta
skóflustungan tekin þá. Ánægjulegt
er að sjá hve hratt hefur gengið að
reisa viðbygginguna og hvað fé úr
Minningarsjóði Margrétar Hall-
grímsdóttur nýtist vel til góðra
verka.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
„Getur þú ekki fundið fyrir mig góða refa-
skyttu?“ Sæmundur föðurbróðir minn lá
afturábak í rúmi sínu á dvalarheimilinu
fyrir fáeinum mánuðum þar sem hann
hafði að eigin sögn verið bundinn við
polla. Hann lýsti lífi sínu stuttlega: ,,Ég
hef verið til sjós, á togurum og stórum
skipum úti í heimi, siglt um öll heimsins
höf og komið á hvern einasta stað í heim-
inum sem ég kæri mig um. Ég hef verið í
bisness og gengið vel, eignast frábæra
konu og börn og barnabörn. Hvað get ég
beðið um meira, er þetta ekki bara orðið
gott, frændi?“ Það var hægt að tala við
Simma frænda um öll atvik úr fortíðinni
en skammtímaminnið var horfið. Hann
spurði mig hvað ég væri að gera og ég
sagði honum sem var að ég væri hjá
Tryggingamiðstöðinni. ,,Og hvað gerir þú
þar?“ spurði frændi og hló svo ánægju-
lega þegar ég sagði honum að ég væri for-
stjóri. Gleymdi því svo strax og spurði:
,,Eru heildagsmaður hjá Herði Fel og
Gunna?“ Hann notaði orðið einmitt þann-
ig, heildagsmaður, hvaðan svo sem það
var komið. Í annarri heimsókn kom ég inn
þar sem hann lá í rúminu og sagði höst-
Hann var stoltu
að hann hefði ve
færslu. Mér ski
heldur til trafal
Svo einn góða
mundur af land
landi í ein fimm
hann stýrimann
stýrimaður á st
frökturum og o
urinn var undir
stýrimaður á ri
margir gullborð
Akureyri.
Ungur horfði
minn sem ég ha
til Íslands með
þýsk og fimmtá
Hann leigði kyt
held að hafi aða
aði þar heildver
verða hinn hluti
Magnús frá Me
fyrsta víxilinn o
mund. Það var h
að flytja inn og
sem honum dat
uglega við hann: ,,Hvaða aumingjaskapur
er þetta, liggur þú í bælinu um miðjan
dag?“ Það stóð ekki á svarinu: ,, Hvern
andsk. ætti ég annars að gera?“ Því var
vandsvarað við mann á níræðisaldri á elli-
heimili.
Þessi stuttu orðaskipti sýna glöggt
skapgerð og framkomu frænda míns.
Hann fór ævinlega beint framan að hlut-
unum og hlífði þá síst sjálfum sér. Fyrir
vikið var návist við hann stundum úfin en
jafnan logn og blíða undir niðri. Aldrei
undiralda, allt hreint og beint; blátt
áfram.
Ungur maður á Akureyri stundaði
hann sjóinn. Simmi í Esju, lágvaxinn tog-
aramaður, harður nagli og kunnur slark-
ari í landi. Þurfti stundum að slá aur en
alltaf var það fyrsta verk að fara hringinn
og gera upp næst þegar borgað var út.
Svo fór hann stundum annan hring og sló
upp á nýtt. Og annan síðar til að borga.
Hann var skilamaður með eindæmum: ,,Í
okkar fjölskyldu hefur aldrei fallið víxill,
mundu það, frændi.“ Á þessum brokk-
gengu árum fór Sæmundur engu að síður
í Verslunarskólann og tók verslunarpróf.
Sæmundur Óskarsson
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Fasteignafélagið Samson Properties, semer í eigu Björgólfsfeðga, kynnti hug-myndir um uppbyggingu nýs miðborg-arkjarna á svonefndum Barónsreit við
ofanverðan Laugaveg á fundi í Listasafni Íslands í
gær undir yfirskriftinni „Lifandi miðborg“.
Í máli Kims Nielsens arkitekts, aðaleiganda
3xN arkitekta í Danmörku og höfundar tillög-
unnar, kom fram að hann sér uppbyggingu svæð-
isins fyrir sér sem jökul sem mótaður sé inn í
borgarlandslagið og látinn flæða yfir reitinn með
það að markmiði að skapa heildstæða götumynd.
„Við horfum á þennan kjarna sem framleng-
ingu á Laugaveginum. Á Laugaveginum í dag er
mjög skemmtileg flóra af sérverslunum og veit-
ingastöðum. Þarna er að finna flesta þá þætti sem
þarf til að skapa líf í hjarta borgarinnar. Það vant-
ar hins vegar eitthvað. Það vantar pumpu í hjart-
að. Við teljum að svona kjarni geti orðið til að
pumpa lífi í miðborgina, en leggjum áherslu á að
hann er einungis liður í heildarmyndinni,“ segir
Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Samson
Properties, í samtali við Morgunblaðið. Stefnt er
að opnun miðborgarkjarnans í lok árs 2010.
Að sögn Sveins er markmiðið með hugmynd-
inni að blása lífi í efri hluta Laugavegar og efla
miðborg Reykjavíkur sem miðstöð mannlífs og
verslunar á höfuðborgarsvæðinu, en hún hafi átt
undir högg að sækja í samkeppni við úthverfin og
nærliggjandi sveitarfélög. „Við teljum að með því
að skoða svæðið heildstætt og horfa á heilar götu-
myndir í stað einstakra húsa skapist auknir
möguleikar til uppbyggingar og aukið svigrúm.“
Virða sögu og sérstöðu miðborgarinnar
Fram kom í máli Sveins að þær tvær lykilspurn-
ingar sem hafðar hefðu verið til hliðsjónar við út-
færslu hugmyndarinnar væru annars vegar
hvernig árangursríkast væri að skapa lifandi mið-
borg og hins vegar hvernig skapa mætti sátt um
sjónarmið verndunar og uppbyggingar í miðbæ
Reykjavíkur. Sagði hann ríka áherslu verða lagða
á að öll uppbygging yrði í sátt við verndunarsjón-
armið þannig að nýjar byggingar yrðu í samhengi
við það sem fyrir er. Þannig skapaðist mannleg,
söguleg og menningarleg umgjörð um nýjan mið-
borgarkjarna. „Við erum þarna að tala um svæði í
miðborginni sem hefur mikla sögu og sérstöðu
sem ber að virða. Sökum þessa verða nýbygg-
ingar í miðborginni að vera í samhengi við það
sem fyrir er. Þær þurfa að kallast á við umhverfi
sitt og mega alls ekki kæfa það,“ segir Sveinn.
Bendir hann á að hæð nýbygginganna á reitnum
muni þannig taka mið af hæð þeirra húsa sem fyr-
ir eru frá Laugavegi og norður fyrir Hverfisgötu,
sem þýði að skuggavarp nýbygginganna verði
ekki meira en nú er.
Fram kom í máli Björns Gunnlaugssonar,
framkvæmdastjóra Fasteignaþróunar ehf., að
hugmyndir um miðborgarkjarna á Barónsreit
hefðu verið lengi í vinnslu og að ætlunin væri að
skapa þar aðlaðandi umhverfi fyrir verslanir, af-
þreyingu og íbúðir. Sagði hann gert ráð fyrir um
25 þúsund fermetra rými undir verslanir og þjón-
Kjarninn verði
Barónsreitur Reiturinn afmarkast af Laugavegi, V
Inngangur að kjarnanum Samkvæmt tillögunni er
verði látin víkja fyrir inngangi að miðborgarkjarna
Hugmynd að nýjum miðborgarkjarna á Barónsreit k
opna nýjan miðborgarkjarna í lok árs 2010 Um er að