Morgunblaðið - 20.09.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 29
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
HVERFISGATA – GLÆSIEIGN
Í sölu þetta reisulega hús við Hverfis-
götu. Húsið er skráð alls 436,4 fm og
skiptist í kjallara, tvær hæðir og
(geymsluloft.) Miklir möguleikar fyrir
fjárfesta, bæði með tillilti til útleigu í
núverandi mynd og einnig með fram-
tíðarskipulag. Í dag er rekið gistiheim-
ili í húsinu og í húsi við hliðina sem
getur fengist með í kaupum. Óskað er
eftir tilboði í eignir.
VÆTTABORGIR – PARHÚS
Snyrtilegt og vel staðsett parhús á 2 hæðum með innb. bílskúr alls 165,1 fm.
Suður-svalir, glæsilegt útsýni. Eignin er: forstofa, þvottaherb., 2 baðherb., 3
svefnherb, stofa/borðstofa, eldhús, þvottaherb., geymsluloft og innb. bílskúr.
Vönduð eign á frábærum stað. Verð 49,8 millj.
LITLIKRIKI – EINBÝLI MEÐ 2 ÍBÚÐUM
Vorum að fá í sölu stórglæsilegt og vel staðsett 342 fm tveggja íbúða einbýlis-
hús á frábærum stað í Krikahverfi sem er nýjasta íb.hverfi Mosfellsb. Stærri
íbúð er 247 fm á 2 hæðum auk 35 fm bílsk. alls 281 fm. Minni íbúðin er 60 fm
með sérinngangi. Möguleiki á 2 íbúðarlánum á eign. Verð 54,8 millj.
MIÐBRAUT – SELTJARNARNESI
Erum með snyrtilega og rúmgóða 4ra herb. íbúð á góðum stað á nesinu. Íbúð
er á jarðhæð í 3ja íbúða húsi alls 109 fm og skiptist í sérinngang, forstofu,
hol/herbergjagang, eldhús, baðherb., stofu/borðstofu, þrjú svefnherb.,
geymslu og þvottahús. Rúmgóður afgirtur sólpallur í garði. Vinsæl staðsetn-
ing. Verð 30,9 millj.
GOÐHEIMAR – JARÐHÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI
Í einkasölu björt, rúmgóð og vel skipulögð 3ja herb. 99,3 fm íbúð á jarðhæð á
skemmtilegum stað sem býður uppá möguleika. Sérinngangur er í íbúð og lítil
sem engin sameign. Íbúð er: Forstofa, sjónvarpshol, stofa/borðstofa, eldhús,
herb.gangur, tvö svefnherb., baðherb., geymsla og þvottaherb. innan íbúðar.
Sérverönd við hús. Frábær staðsetning. Verð 26,8 millj.
GRENIMELUR – LAUS VIÐ KAUPSAMNING
Snyrtileg 3ja herb. 97,4 fm íbúð á þessum eftirsótta stað í Vesturbænum.
Skipting: Sam. inngangur og anddyri m/íbúð á hæð. Forstofa/hol, eldhús,
baðherb., hjónaherb., stofa/borðstofa og herb. með útgengi á suðursvalir.
Sérgeymsla í kjallara og sameiginlegt þvottahús. Verð 30 millj.
ESKIVELLIR – 3JA HERB. MEÐ ÚTSÝNI
Í sölu snyrtileg og vel skipulögð 3ja herb. íbúð á 3. hæð í nýju lyftuhúsi á Völl-
unum í Hafnarfirði. Íbúð er 92,9 fm og skiptist í: Forstofu, herb.gang, tvö
svefnherb., baðherbergi, eldhús, stofu/borðstofu, geymslu innan íbúðar,
þvottahús & sérgeymslu í kjallara. Rúmgóðar suð-vestursvalir með fallegu út-
sýni. Laus við kaupsamning. Verð 24 millj.
TILEFNI þessara orða er stutt
frétt í Morgunblaðinu í dag um að
Veita hf. hafi ákveðið að fella nið-
ur seðilgjöld. Mjög góð ákvörðun
og til fyrirmyndar.
Það sama hafa reynd-
ar nokkur önnur fyr-
irtæki gert á und-
anförnum mánuðum
og er það jafnframt
til fyrirmyndar.
Notkun greiðslu-
seðla er skilvirk leið
til að einfalda við-
skiptavinum fyr-
irtækja, sem á annað
borð bjóða upp á
reikningsviðskipti, að
greiða fyrir viðskipti
liðins tímabils.
Talið er að greiðsluseðlar spari
fyrirtækjum innheimtukostnað og
notkun þeirra sé jafnframt fljótleg
og einföld leið fyrir viðskiptavin-
inn að greiða fyrir viðskiptin.
Afar eigingjörn er hins vegar sú
ákvörðun of margra fyrirtækja að
nota sér greiðsluseðla til eins kon-
ar aukaálagningar á annars skil-
vísa viðskiptavini með því að
rukka jafnvel nokkur hundruð
krónur í seðilgjöld fyrir það eitt
að fá að borga reikning á gjald-
daga.
Rétt er að gera glöggan grein-
armun á því, að greiða á réttum
tíma, og hins vegar að rukkaðir
séu vextir og ef til vill aukakostn-
aður, ef viðskiptavinir greiða ekki
á umsömdum greiðsludegi.
Ég hef á undanförnum mán-
uðum sent nokkrum birgjum
mínum erindi þess efnis að mér
finnist sanngjarnt að ég fái að
borga skuldir mínar á réttum
gjalddaga án aukagjalds. Við-
brögðin hafa verið ÖLL á þann
veg, að viðkomandi
telja það meira en
sjálfsagt, en segja
jafnframt, að þetta
sé orðin eins konar
viðtekin venja, að
rukka fólk og fyr-
irtæki sérstaklega
fyrir skilvísi sína.
Nokkur ágæt fyr-
irtæki, sem ég á við-
skipti við, hafa riðið
á vaðið og ákveðið
að innheimta ekki
seðilgjöld hjá skil-
vísum viðskiptavin-
um sínum. Þau hafa gert það í
kyrrþey og það er vel. Fréttin
um stórfyrirtæki eins og Veitu
hf. vekur hins vegar opinbera at-
hygli og það er afar mikilvægt.
Ég tel mjög skynsamlegt fyrir
þau fyrirtæki, sem ennþá inn-
heimta seðilgjöld, að láta nú þeg-
ar af þeim ósið og gefa skilvísum
greiðendum kost á að greiða um-
samdar úttektir sínar á réttum
tíma án gjalds fyrir greiðslu.
Skárra væri það nú.
Greiðendur, sem fá í hendur
greiðsluseðla með seðilgjaldi,
hafa gott tímakaup við að hafa
samband við viðkomandi fyr-
irtæki og óska eftir því að fá að
greiða þeim beint, án seðilgjalds.
Reynsla mín er sú, að nánast öll
fyrirtæki gefa upp bankanúmer og
leyfa greiðslu beint. Ég tel ótví-
rætt að þeim beri að verða við
þeirri beiðni eða fella niður seð-
ilgjaldið ella.
Hins vegar er eðlilegt og skyn-
samlegt að við sameinumst um að
nota greiðsluseðla án seðilgjalds,
enda er sá greiðslumáti seljand-
anum sérstaklega til hagsbóta og
þægilegur fyrir viðskiptavininn.
Seljandinn greiðir þá bankanum
fyrir þann kostnað, sem af inn-
heimtunni hlýst, enda er hann að
spara sér á móti annan inn-
heimtukostnað. Greiðslu-
seðlakostnaður bankanna er
reyndar ekki mjög hár og ekki í
samræmi við svokölluð seðilgjöld
margra fyrirtækja.
PS: Til gamans hef ég velt því
fyrir mér, hvernig viðskiptavinum
mínum sem tékka sig út af hóteli
yrði við, ef ég bætti við svona 250
króna gjaldi fyrir að lofa honum
að greiða reikning sinn við brott-
för.
Til hamingju Veita hf. og
önnur fyrirmyndarfyrirtæki
Friðrik Pálsson skrifar
um seðilgjöld » Afar eigingjörn erhins vegar sú
ákvörðun of margra fyr-
irtækja að nota sér
greiðsluseðla til eins
konar aukaálagningar á
annars skilvísa við-
skiptavini …
Friðrik Pálsson
Höfundur er hótelhaldari.