Morgunblaðið - 20.09.2007, Side 30

Morgunblaðið - 20.09.2007, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Henrý Már Ás-grímsson fædd- ist á Þórshöfn, 23. apríl 1955. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að- faranótt 14. sept- ember síðastliðins. Foreldrar hans voru Ásgrímur Hólm Kristjánsson f. 25. mars 1913, d. 6. júlí 1987 og Helga Haralds- dóttir f. 26. júní 1926, d. 28. júní 2002. Systkini Henrýs eru: a) Auður, f. 15. jan. 1946, gift Ang- antý Einarssyni. Börn þeirra eru Halla, Hlynur, Ásgrímur og Ein- ar, d. 1979. b) Hreinn, f. 30. maí 1947, d. 7. maí 1986, kvæntur Huldu Kristinsdóttur. Dætur þeirra eru Helga Margrét og Kristín Mikaelína. c) Guðrún Kristbjörg, f. 18. mars 1949, í sambúð með Jóni Óla Jónssyni. Sonur hennar er Grétar Hólm Gíslason. d) Kristján, f. 14.okt. 1952, í sambúð með Öglu Björk Einarsdóttur. Kristján var eru: Hákon, f. 1949, Hrafnhildur, f. 1951 og Jóhanna, f. 1961. Börn Henrýs og Guðrúnar eru: 1) Helga Guðrún, f. 1. sept. 1978, í sambúð með Hlyni Inga Grét- arssyni, sonur þeirra er Henrý Jarl, f. 8. apríl 2006. 2) Hörður Már, f. 3. febr. 1981, unnusta Auður Lorenzo. 3) Hildur Ása, f. 29. apr. 1987, unnusti Drengur Óla Þorsteinsson. Henrý lauk grunnskólanámi á Þórshöfn og var síðan í gagn- fræðaskóla í Vestmannaeyjum. Hann var einn vetur í Kennara- skóla Íslands en sneri sér síðan að iðnámi og lauk réttindanámi í rafvirkjun. Frá námslokum var hann starfsmaður RARIK til 1990 en síðan um eins árs skeið hjá rafverkstæði á Þórshöfn. 1991 varð hann rafvirki hjá Hrað- frystistöð Þórshafnar og var jafnframt öðru hverju á Júpíter til ársins 1998 þegar hann varð verkstjóri hjá Þórshafnarhreppi og gegndi því starfi til dauða- dags. Henrý var um árabil í sveit- arstjórn og oddviti hennar um tíma. Hann sat í ýmsum ráðum og nefndum fyrir sveitarfélagið, Hann var stofnandi Rauðakross- deildar Þórshafnar og starfaði mikið í Björgunarsveitinni Haf- liða og Lionsklúbbi Þórshafnar. Útför Henrýs verður gerð frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kvæntur Ingunni Árnadóttur. Börn þeirra eru Árni, Brynja, Soffía og Klara. e) Sverrir, f. 20. júlí 1957, kvænt- ur Cathy Josephson. Börn Sverris og Borghildar K. Stef- ánsdóttur eru Henrý Trúmann og Máney Mjöll. f) Erla, f. 8. júlí 1959, gift Gísla Má Marinóssyni. Börn þeirra eru Þór- halla, Karl Hólm, Hrafnhildur, Helgi Már og Hildi- gunnur. g) Margrét Linda, f. 14. júlí 1963, gift Rúnari Ágústi Jónssyni. Synir þeirra eru Ás- grímur og Jón Tómas. h) Kári, f. 6. maí 1968, í sambúð með Helgu Rut Guðnadóttur. Dætur þeirra eru Margrét Tinna og Berglind. Henrý kvæntist 16. desember 1978 Guðrúnu Helgadóttur, f. í Reykjavík 9. okt. 1957. Foreldrar hennar eru Helgi Thorvaldsson, f. 2. ág. 1929 og Helga Guðrún Pétursdóttir, f. 17. nóv. 1925, d. 11. júní 1998. Systkin Guðrúnar Fréttin um að Henrý bróðir væri dáinn var mikið reiðarslag. Andlát hans bar brátt að og kom öllum í opna skjöldu. Vissulega liggur fyrir okkur öllum að deyja en okkur finnst Henrý hafa verið hrifinn allt of snemma á brott. Hann er annar úr okkar stóra systkinahópi sem er látinn; Hreinn bróðir okkar lést líka langt um aldur fram. Margar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum um Henrý. Eitt er það sem einkennir þær allar og það er fallega, hlýja brosið hans sem hann var óspar á. Henrý var einstaklega hlýr og traustur maður og var alltaf boðinn og búinn að gera það sem í hans valdi stóð ef einhver leitaði til hans. Henrý hafði mikinn áhuga á mönn- um og málefnum og vildi hag allra sem bestan. Hann hafði alltaf tíma fyrir alla og fór ekki í manngrein- arálit. Það er okkur systkinunum ómet- anlegt að hafa öll hist og átt góða daga heima á Þórshöfn, hjá Henrý og Gunnu, núna í sumar. Það er ekki oft sem allur systkinahópurinn hitt- ist. Margt var skrafað og rifjað upp og mikið hlegið. Meginverkefni okk- ar þessa daga var að setja legstein á leiði mömmu og pabba í kirkjugarð- inum á Sauðanesi. Ekki óraði okkur fyrir því þá að næsta koma okkar þangað yrði til að kveðja þig, kæri bróðir. Við minnumst Henrýs með ástúð, þakklæti og virðingu. Elsku Gunna, Helga Guðrún, Hörður Már, Hildur Ása, tengdabörn og litli Henrý Jarl. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Systkinin. Meira: mbl.is/minningar Fallinn er frá góður drengur. Þau válegu tíðindi bárust mér snemma morguns 14. september síðastliðinn að Henrý bróðir væri allur. Sökn- uðurinn og minningarnar helltust yfir mig. Við bræður vorum mjög nánir enda aðeins 2½ ár á milli okk- ar. Eins og önnur börn lékum við okkur mikið saman og brölluðum margt. Við fengum „Nóa,“ trilluna hans pabba, og veiddum stundum nokkra titti og sigldum með dollara- merki í augunum í land. Spiluðum fótbolta og einstaka sinnum gerðum við smá at í nágrönnunum. Eftir að ég flutti suður varð okkar samband lítið minna, töluðum oft og þá lengi saman í síma. Henrý var einstaklega geðgóður og hugljúfi allra. Hans hjálparhönd var ætíð til reiðu ætti einhver í vandræðum. Hann var kraftmikill og mikill atorkumaður, sífellt að gera eitt- hvað. Vann við sveitarstjórnarmál, var í björgunarsveitinni og svo hafði hann yndi af því að róa á trillunni sinni. Henrý lærði rafvirkjun á unga aldri og vann við þá iðn í mörg ár, lengst hjá Rarik. Síðustu árin var hann verkstjóri hjá Þórshafnar- hreppi. Einnig sá hann um flugum- sjón á flugvellinum þegar til féll. Henrý kynntist henni Gunnu sinni þegar hann nam rafiðn í Reykjavík og var hún honum mikill happafeng- ur. Snemma flytja þau til Þórshafn- ar, þar sem hugur hans ætíð var, og hafa þau búið þar síðan. Þau eign- uðust 3 myndarbörn, og eitt barna- barn, sem eiga nú um sárt að binda. Elsku Gunna, Helga Guðrún, Hörður Már, Hildur Ása, tengda- börn og barnabarn, missir ykkar er mikill og megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kæri bróðir, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Hvíl í friði. Þinn bróðir Kristján. Henrý frændi dáinn. Mamma hringdi að morgni 14. september, við systkinin trúðum því ekki að hann væri dáinn. Minningarnar streyma fram í hugum okkar um þennan yndislega góða móðurbróður sem hann var. Henrý var alltaf til staðar og vildi allt fyrir mann gera. Fyrstu viðbrögð okkar voru að safna saman öllum ljósmyndum af Henrý og setja í albúm, kveikja á kerti og minnast hans. Það var svo gott að koma inn á heimili þeirra hjóna, alltaf svo vel- komin. Hlýjan, gleðin og umhyggjan alveg ómetanleg. Við varðveitum minningu hans í hjörtum okkar alla tíð. Elsku Gunna, Helga Guðrún, Hörður, Hildur Ása, Henrý Jarl og aðstandendur, við hugsum til ykkar og vitum hvað sorgin er óendanlega mikil. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, Halla, Hlynur og afkomendur. Henrý frændi er látinn langt fyrir aldur fram og erum við engan veg- inn búnar að meðtaka þá köldu stað- reynd frekar en aðrir í fjölskyld- unni. Það fyrsta sem kemur fram í hugann þegar við minnumst Henrýs er fallega brosið hans og útbreiddur faðmurinn í hvert skipti sem leiðir lágu saman. Henrý hafði einstaklega góða nærveru og minnti margt í fari hans okkur á pabba heitinn, stóra bróður hans. Henrý fékk að upplifa það að verða afi og var greinilegt hvað það gaf honum mikið, það leyndi sér ekki stoltið og ástin sem hann bar til litla nafna síns hans Henrýs Jarls. Við systurnar vorum mun oftar í kring- um Henrý og fjölskyldu þegar við vorum yngri í heimsókn hjá ömmu og afa á Þórshöfn og var þá alltaf notalegt að heimsækja Gunnu og Henrý, hlýjar móttökur og gestrisn- in í hávegum höfð. Við fórum norður á sumrin meðan pabbi heitinn var á lífi en svo fór nú skiptunum fækk- andi eftir það, því miður, en minn- ingin lifir ljúf og góð. Til allrar ham- ingju ákvað fjölskyldan að byrja á þeim skemmtilega sið að halda ætt- armót fyrir nokkrum árum síðan. Við hittumst öll hress og kát síðast að Reykjum í Hrútafirði og þar áður að Laugum í Sælingsdal, við þökk- um Guði fyrir þær samverustundir í dag. Elsku Gunna, Helga Guðrún, Hörður, Hildur Ása og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur og styðja á þessari erfiðu stundu. Innilegar samúðarkveðjur Helga Margrét og Kristín Mikaelína Hreinsdætur. Það er erfitt að trúa þeirri stað- reynd að Henrý vinur okkar sé allt í einu farinn frá okkur fyrirvaralaust, svo alltof fljótt. Minningarnar flæða þá fram og smáatriðin, sem voru svo sjálfsagður hluti af daglegu hvers- dagslífi, eru allt í einu ekki smáat- riði heldur mynda þau eina heild og þessi heild er lífið sem við lifum og hrærumst í. Vinátta og samgangur við Henrý og fjölskyldu hans var eitt af því sem var fallegur hluti af okkar heildarlífi. Gunna og Henrý voru samhent hjón sem alltaf var gott að koma til og betri nágrannar eru vandfundn- ir. Ein af dýrmætu minningunum var afmælisveislan sameiginlega fyrir tveimur árum, fimmtugsaf- mæli fermingarbræðranna Henrýs og Þórðar. Þessi minning er nú ein af perlunum í minningarsjóðnum ásamt ótal mörgum fleirum; nota- legt kaffibollaspjall í eldhúsinu eða á sólpöllunum okkar, útilegan á ung- lingatjaldstæðinu á Akureyri með unglingana okkar um verslunar- mannahelgi, þar sem við fjögur vor- um virðulegir aldursforsetar, en skemmtum okkur samt ágætlega með unglingunum. Og svo margt fleira. Öll hefðum við viljað hafa Henrý lengur hér á meðal okkar. Hlýja brosið hans, glaðlyndið og velvilji til allra einkenndi allt hans fas. Starf hans var erilssamt og því fylgdi ef- laust mikið álag, en alltaf brást hann við með ljúfmennsku þegar til hans var leitað. Skyndilegt fráfall Henrýs ýtir óþægilega við öllum. Við áttum eftir að gera svo margt en það átti alltaf að bíða betri tíma. Tíma, sem nú er ekki lengur til staðar, en eftir situr djúpur söknuður eftir góðum og gagnheiðarlegum manni sem bar alltaf með sér birtu og hlýju. Elsku Gunna, Hörður, Helga og Hildur Ása, við vottum ykkur dýpstu samúð, sem og öðrum ætt- ingjum og vinum. Líney, Þórður og börn. Þau eru þung sporin sem verða stigin í dag þegar gæðadrengnum Henrý Má Ásgrímssyni verður fylgt til grafar. Með Henrý Má hverfur af vettvangi sá einstaklingur sem allir íbúar Þórshafnar og nágrennis hafa ástæðu til að bera hlýhug til. Það er sárt að þurfa að viðurkenna fyrir sjálfum sér að eiga ekki eftir að hitta hann oftar á förnum vegi, taka á móti hlýlegri kveðjunni og mæta glettnislegu brosinu. Sagt er að maður komi í manns stað en það skarð sem Henrý skilur eftir verður ekki fyllt. Frá okkur hefur verið numinn einstakur maður í blóma lífsins. Maður sem gerði allt sem í hans valdi stóð til að leysa hvers manns vanda, hvenær sem var, hvar sem var og átti ekki til styggðaryrði í garð nokkurs manns. Þessir eig- inleikar eru það fáséðir í fari fólks að réttlætanlegt er að halda því fram að það skarð sem vinur okkar Henrý skilur eftir sig verði ekki fyllt. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi, ásamt börnum okkar, að kynnast Henrý Má þegar við flutt- um hingað til Þórshafnar fyrir tæp- um átta árum. Ekki var annað hægt en að hrífast af þeirri hlýju nærveru er Henrý bar með sér og það að hafa átt hann sem vin, nágranna og sam- starfsmann er okkur báðum ómet- anlegt. Það er því með sárum trega sem við kveðjum góðan vin og félaga. Guðrúnu og fjölskyldu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Björn og Sigrún. Minning um löngu liðna daga lifir í huga mér. Þótt heimurinn væri helmingi stærri, skyldi hugur minn fylgja þér. Ég finn þegar okkar fundum lýkur verða fátækleg orðin mín. Fólgin í nokkrum fallandi tárum verður fegursta kveðjan til þín. Segir í kvæðinu Laugamaður kvaddur eftir Þorbjörn Kristinsson. Gangur lífsins er að fæðast og deyja, tíminn milli þessara tveggja stunda er lífið okkar, lífið sem við fáum aðeins einu sinni. Öllum okkur finnst sjálfsagt að þessi tími sé lang- ur, eða heil mannsævi. En við ráðum því ekki sjálf hvað þessi tími verður langur og höfum ekki neina trygg- ingu fyrir morgundeginum. Móðir mín hringdi í mig að morgni föstu- dagsins 14. september og sagði mér að Henrý okkar væri látinn, hefði orðið bráðkvaddur að heimili sínu þá um morguninn. Ég var allan daginn að reyna átta mig á þessu að Henrý væri farinn og þessi vinur minn verður mér ekki lengur samferða í lífinu. Ég er búinn að þekkja Henrý lengi og kynntist honum best þegar við vorum samtíma á loðnuskipinu Júpiter. Skipsrúm er afar þröngt samfélag og reynir oft á samskipti manna þegar úthaldið er langt án hvíldar. Við þannig aðstæður kynn- ist maður öðrum vel. Henrý var góð- ur og ljúfur skipsfélagi, duglegur, ósérhlífinn og vildi alltaf vera fremstur og taka mest á . Ég var bú- inn að vera eina vertíð þegar Henrý byrjaði og ég man það svo vel hvað hann var fljótur að læra handtökin og komast inn í hlutina. Hann var manna prúðastur en mjög stutt í glensið og grínið, skemtilegur sögu- maður og oft var mikið hlegið í kringum Henrý. Henrý var mjög greiðvikinn maður og ef hann sá sér möguleika að greiða götu manns þá gerði hann það, alltaf án skilyrða og krafðist einskis á móti. Það var líka mjög ljúft að gera honum greiða ef maður gat, hann var mikill hug- sjónamaður þannig og vinagóður maður. Nú þegar leiðir skiljast verð- ur maður þögull og hugsar til baka. Ég flutti frá Þórshöfn árið 2001 og fer norður nokkrum sinnum á ári, eins og í sumar ætlaði ég að heim- sækja þau Henrý og Gunnu. Þau voru ekki heima svo ég hugsaði, ég heimsæki þau næst þegar ég kem. Ekki grunaði mig frekar en nokkurn annan að þetta næst, yrði of seint að heimsækja Henrý. Manni finnst það eitthvað svo eðlilegt þegar fólk sem hefur náð hárri elli fær hvíldina, en er aftur á móti svo ósáttur og sorg- mæddur þegar fólk fer á miðjum aldri. Henrý var í blóma lífsins, rúm- lega fimmtugur, og verður hans sárt saknað af öllum sem hann þekktu. Samfélagið við Þistilfjörð og Langa- nes hefur nú misst góðan mann sem sinnti félagsmálum og allskyns sam- félagsmálum af alúð ogdrengskap. Sveitarstjórnarmál voru honum hugleikin og marga tímana sinnti hann sveitarfélaginu sínu. Henrý átti oftast trillu og reri til grásleppu- veiða á vorin og til fiskjar á sumrin, það var hans hobbí og aukavinna. Elsku Gunna, Helga, Hörður og Hildur Ása, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og megi faðmur Guðs ná utanum ykkur öll. Að lokum lang- ar mig að gera loforð Guðs að mínu, í sorginni með fráfall Henrýs Ás- grímssonar. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson.) Jóhann Lárusson. Henrý Már Ásgrímsson Elsku Henrý. Með fáeinum orðum langar mig til að þakka tengdapabba mínum fyrir yndisleg kynni og hlýju. Það voru forréttindi að fá að kynnast Henrý og mun ég varðveita þá minningu alla tíð. Elsku Gunna og fjöl- skylda ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Saknaðarkveðja, Auður Lorenzo. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær systir okkar og frænka, ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR, Hörðaland 20, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 15. september. Jarðaförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 24. september kl. 13.00. Garðar Ólafsson, Jón Ólafsson, Ingigerður Eggertsdóttir, Magnús Garðarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Þormóður Jónsson, Ólafur H. Garðarsson, Sigrún Óladóttir, Garðar Garðarsson, Anna M. Garðarsdóttir, Jón Axel Tómasson, Einar Garðarsson, Karen Ó. Óskarsdóttir, Lára G. Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Skúlason, Ásta S. Jónsdóttir, Pétur M. Jónsson og börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.