Morgunblaðið - 20.09.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 20.09.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 43 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir styrki úr forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar til forvarnarverkefna. Markmiðið með styrkjunum er að styrkja samstarfsverkefni á sviði forvarna til samræmis við forvarnastefnu Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is Meðferð umsókna fylgir almennum reglum um styrkjaúthlutanir Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is Allar umsóknir verða lagðar fyrir samráðshóp um forvarnir í Reykjavík til umsagnar og fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar til samþykktar. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Velferðarsviðs, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, fyrir 10. október nk. Styrkir til forvarnarverkefna í Reykjavík M b l 9 11 30 4 Velferðarsvið Þinghólsbraut 41 - sérhæð Opið hús í dag milli kl. 18 og19 Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Mikið endurnýjuð og frábærlega staðsett ca 140 fm neðri hæð með sér inngangi. Eignin er með glæsilegu eldhúsi sem er hannað af Rut Káradóttur arkitekt. Þá eru stofur bjartar og fallegar. Frá borðstofu er útgangur út á svalir til suðurs með fallegu útsýni. Fjögur herbergi, geymsla og baðherbergi inn af herbergisgang. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár og má þar nefna eldhús, bað, þakjárn, ofnar og ofnalagnir. Verð 34,8 millj. Arnar og Kristjana taka vel á móti gestum milli kl. 18 og 19 i dag. Teikningar á staðnum Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „MÉR var bara bent á þetta. Ég veit ekkert hver stendur á bak við síðuna og maður getur ekki haft samband við neinn. Maður getur hreinlega ekki hönd fyrir höfuð sér borið,“ segir Stefán Hilmarsson söngvari sem uppgötvaði nýverið að einhver hefur sett á laggirnar MySpace-síðu á Netinu í hans nafni, en þó án alls samráðs við hann. Við fyrstu sýn mætti halda að Stefán stæði sjálfur á bak við síðuna, enda ýmsar upplýsingar um söngv- arann þar að finna. „Venjulegt fólk sem rambar þarna inn veit sjálfsagt ekki betur en að ég eða einhver tengdur mér standi á bak við þetta,“ segir Stefán. „En þarna er eitt og annað sem ég myndi aldrei láta út úr mér eins og t.d. „here for dating“, sem er vitaskuld út í hött og frekar smekklaust, sé mið tekið af hjúskap- arstöðu minni.“ Saklaust en vafasamt Ýmsar upplýsingar sem finna má á síðunni eru réttar, svo sem aldur Stefáns, sveitir sem hann hefur sungið með og meira að segja eft- irlætis knattspyrnulið hans. Þar má þó einnig finna nokkrar rang- færslur, til dæmis þær að Stefán hafi sérstakan áhuga á garðrækt eða að kennilegt og skrýtin tilfinning að geta ekki haft neitt um þetta að segja,“ segir Stefán sem grunar að síðan hafi verið uppi um nokkurt skeið. Þess má loks geta að víða erlendis halda hljómsveitir og söngvarar úti opinberum heimasíðum sínum á sama tíma og aðdáendur halda úti síðum tileinkuðum sömu aðilum. Í þeim tilfellum fer þó sjaldnast á milli mála hver hin opinbera síða er, og hver síða aðdáandans er. Hver er orginal? Vefsvæðið www.myspace.com/stefanhilmars er ekki á vegum Stefáns Hilmarssonar, ólíkt því sem halda mætti Enginn garðyrkjumaður Stefán segist ekki hafa mjög græna fingur. Umrædd síða er á slóðinni www.myspace.com/stefanhilmars hann sé smásagnahöfundur. „Ég get nú tæplega kvittað undir það því ég hef ekki mjög græna fingur og hef ekki samið eina einustu smásögu,“ segir Stefán og hlær. Stefán segir að vissulega sé þessi síða fremur sakleysisleg, en telur hana þó vekja ákveðnar spurningar. „Þótt viðkomandi hafi sjálfsagt bara gert sér þetta til gamans og líklega vegna áhuga á mér eða minni tónlist, þá fer maður ósjálfrátt að hugsa hver sé staða þeirra sem lenda í svona. Fljótt á litið virðist hún vera frekar léleg,“ segir hann. „Það er auðvitað enginn stórskaði að þessu, en óneitanlega er þetta svolítið ein- MySpace Eins og sjá má er mynd af Stebba og Eyfa á síðunni. Ljósmynd/Ha Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VERKIN á sýningunni eru öll unnin með olíu á striga og ég nota sterka óblandaða liti. Myndefnið er fólk, eða fígúratíft abstrakt. Það má sjá konur að snertast, menn að snertast og konur og menn að snertast,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi naglbítur, um myndlistarsýningu sem hann opnar í Deiglunni á Ak- ureyri á laugardaginn kemur. Sér liti í lögunum Þetta er fjórða einkasýning Vil- helms og á henni má eingöngu sjá nýjar myndir sem málaðar voru nú í ár. „Þessi verk eru svipuð þeim sem ég hef gert áður, myndirnar eru reyndar ekki jafn grófar og fyrri verk og ég skrifa ekki lengur inn á þær,“ segir Vilhelm sem er hvorki lærður í myndlist né tónlist heldur með BA gráðu í heimspeki. „Ég er haldinn meðfæddri sköp- unarþörf, frá því ég var lítill hef ég alltaf verið að mála og teikna og ég ætlaði alltaf að mennta mig í myndlist en hef ekki gert það ennþá.“ Vilhelm sendi nýverið frá sér plötuna The Midnight Circus. Spurður hvernig gangi að lifa af listinni segir hann það ganga ágætlega. „Ég hef a.m.k ekki þurft að vinna við annað en myndlist og tónlist seinustu þrjú árin. Það er alltaf eitthvað af verkum sem selst, annars er það algjör draumur að geta lifað af þessu.“ Að sögn Vilhelms fer það vel saman að mála, semja tónlist og skrifa. „Ég hugsa tónlistina mjög mikið í myndum eins og á nýjustu plötu minni, ég sé liti í lögunum. Þeir sem hafa hlustað á The Mid- night Circus og fara á myndlist- arsýninguna geta örugglega séð eitthvað sameiginlegt með mynd- unum og lögunum. Það er einhver losti yfir þessu hjá mér.“ Vilhelm er með tvær myndlist- arsýningar bókaðar á næsta ári, eina í Reykjavík og aðra á Ak- ureyri. „Það er svo gaman að sýna fyrir norðan, þar er svo margt um að vera í listaheiminum og mikil gróska í öllu.“ Sýning Vilhelms verður opnuð kl. 14 í Deiglunni laugardaginn 22. september. Losti yfir listinni Listamaður Vilhelm hugsi með eitt verka sinna í baksýn. Morgunblaðið/Frikki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.