Morgunblaðið - 20.09.2007, Síða 51

Morgunblaðið - 20.09.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 51 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 -1 0 7 3 NÝ ÍSLENSK DAGSKRÁRGERÐ Í SJÓNVARPINU – Á HVERJUM DEGI Í VETUR 07/08 BÍÓ LEIKHÚS Allt um kvikmynda- og leikhúslífið. Fjörlegur þáttur með alvarlegum undirtóni. Ritstjóri er Þorsteinn Joð. Aðrir umsjónarmenn eru Andrea Róbertsdóttir, Ásgrímur Sverrisson og Elsa María Jakobsdóttir. KL. 20.55 Í KVÖLD NOTENDUR einkamálasíðu Yahoo! kjósa reglulega eftirsóknarverð- ustu einhleypingana í Hollywood og hafa Jessica Alba og George Clooney hlotið titilinn „Eft- irsóknaverðasta fræga fólkið sem er á lausu“. Notendur síðunnar voru spurðir hvern þeir myndu helst hitta á stefnumóti. Susan Mernit hjá Yahoo! telur að fyrir utan að vera fallegt fólk þá eigi þau það sameig- inlegt að hafa lifað lífinu fyrir framan myndavélarnar með óflekk- að mannorð. Í síðasta mánuði var Clooney kjörinn eftirsóknarverðasti ein- hleypi karlmaðurinn í Los Angeles af Forbes.com og tvö ár í röð hefur hann hlotið titilinn „kynþokka- fyllsti maðurinn á jörðinni“ af People Magazine og FHM tímaritið kaus Alba „kynþokkafyllstu konu heims“ fyrr á þessu ári. Spurning hvort þau tvö ættu ekki bara að rugla saman sínum fögru reytum. En hér eru listar yfir það fólk sem notendur einkamálasíðunnar vildu helst eiga stefnumót við: Karlar: 1. George Clooney 2. Matthew McConaughey 3. Kanye West 4. Andy Roddick 5. Ricky Martin Konur: 1. Jessica Alba 2. Jennifer Aniston 3. Queen Latifah 4. Jessica Simpson 5. Maria Sharapova Reuters George Clooney Reuters Jessica Alba Alba og Clooney eftirsókn- arverðust ÞÁ ER um að gera að dusta rykið af gaddaólunum því Sex Pistols ætla koma saman á nýjan leik. Tilefnið er að 30 ár eru liðin frá því að platan Never Mind the Bol- locks kom út og ætla fjómenning- arnir John Lyndon (Johnny Rot- ten), Steve Jones, Paul Cook og Glen Matlock að troða upp í Brixton Academy í London þann 8. nóv- ember næstkomandi. Platan góða innihélt meðal ann- ars smellinn Good Save the Queen, sem var í fyrstu bannaður á öllum stöðvum BBC. Sex Pistols saman á ný Pönkarar Sex Pistols ætla að spila saman á ný.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.