Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAÐ er í raun varla hægt að tala um dýptarmæli þegar rætt er um WASSP-mælinn frá ENL á Nýja- Sjálandi þar sem hann er miklu meira en hefðbundinn dýptarmælir. Í honum eru sameinaðir eiginleikar og kostir fjölgeisla dýptarmælis, sónars, þrívíddarplotters, botn- hörkumælis og fiskgreiningartæk- is,“ segir Vilhjálmur Árnason, fram- kvæmdastjóri Sónars hf. Þetta fæst með því að nota fjöl- geislabotnstykki sem sendir frá sér 112 geisla sem hver um sig er aðeins 1,07 gráður og ná þannig saman- lagðri geislabreidd upp á 120 gráður þvert á bátinn. Þetta þýðir að sé dýpið 100 metrar þá sér mælirinn yfir 200 metra breiða rönd af botn- inum og getur skráð hana nákvæm- lega inn í minni og byggt upp þrí- víddarmynd af botninum á broti af þeim tíma sem það tekur hefðbund- inn dýptarmæli og plotter að byggja þessar upplýsingar upp. Upplýsingar sýndar á mismunandi vegu Auk hefðbundinnar dýptarmælis- myndar, með eða án botnstækkunar, er hægt að sýna upplýsingar á mæl- inum á marga mismunandi vegu: Þversniðsmynd sem sýnir 120° þversnið af botni undir bátnum í rauntíma. Fisklóðningar koma greinilega fram til hliðar við hann hvort sem þær eru við botn eða uppi í sjó. Þrívíddarmynd af botninum sem sýnir greinilega landslagið undir bátnum og hvernig klettar, flök og aðrir hlutir eru staðsettir. Þriggja geisla dýptarmælir sem sýnir hvað er beint undir bátnum og allt að 40 gráður í bak og stjór. Hægt að vera með botnlæsingu sem sýnir greinilega fisklóðningar jafn- vel þótt þær séu talsvert til hliðar við bátinn. Mynd af botni séð ofan frá í tví- vídd, þar sem mismunandi dýpi er sýnt með litabreytingum. Einnig er hægt að sýna þessa mynd sem botn- hörkumynd sem sýnir botnhörku með mismunandi litum. Hægt er að- greina fisklóðningar við botninn og sýna þær sem litaða flekki ofan á svarthvítri botnhörkumynd. Allar skjámyndirnar byggjast á upplýs- ingum sem WASSP-þrívíddarmælir- inn safnar saman og eru leiðréttar fyrir veltu og sjávarföllum og síðan meðhöndlaðar með nýjustu staf- rænni tækni til þess að byggja upp eigin gagnabanka um botnlag og hörku fyrir notendurna. Allar valmyndir á íslenzku „Þessar upplýsingar eru settar fram á skýran hátt og notkun mælis- ins er mjög einföld og algerlega stjórnað með tölvumús. Allar val- myndir mælisins eru á íslenzku eins og vera ber. WASSP-þrívíddarmælirinn er frábært verkfæri við allar fiskveið- ar, ekki sízt þar sem nauðsyn er á góðum botnupplýsingum eins og til dæmis á snurvoð, humartrolli, línu og netaveiðum. Mælirinn hefur einn- ig verið settur í 70 metra tog- og nótaskip sem veiðir makríl og aðrar uppsjávartegundir við Skotland og hefur mælirinn reynst mjög vel við þær veiðar,“ segir Vilhjálmur. Hann er sannfærður um að WASSP WMB160 mun án efa verða bylting fyrir íslenzka sjómenn. „Sem dæmi um hvernig tækið getur nýtzt mönnum til tímasparnaðar má nefna að þegar farið er á ný svæði sem menn þekkja ekki vel er hægt að fara yfir þau á stuttum tíma og sjá hvernig botninn er, hvar eru hólar og harðir blettir og einnig hvar fisk er að finna á svæðinu. Þetta tekur brot af þeim tíma sem það tæki með hefðbundnum dýptarmælum vegna þess hve breitt svæði mælirinn tek- ur í hverri yfirferð og hve há upp- lausnin af botninum er og því upp- lýsingarnar nákvæmar. Skipstjórnendur geta því byggt upp góðan gagnagrunn á tiltölulega stuttum tíma af svæðunum sem þeir fiska á,“ segir Vilhjálmur. Mælir í Ragnari SF Þegar hefur verið settur upp WASSP-þrívíddarmælir í Ragnar SF 550 frá Hornafirði og hefur hann gert meira en að standa undir vænt- ingum þeim sem Arnar Ragnarsson, skipstjóri og útgerðarmaður bátsins, hafði til hans. Arnar hefur róið frá Seyðisfirði í sumar og hefur mæl- irinn flýtt mikið fyrir honum við að kynnast nýjum veiðisvæðum og kortleggja þau. Sem dæmi um hve nákvæmlega má greina hluti á sjáv- arbotninum sigldi Arnar yfir flak El Grillo í Seyðisfirði og sýnir með- fylgjandi mynd hvernig það kemur fram á skjá WASSP-þrívíddarmæl- isins eftir að hafa siglt einu sinni yfir það. Arnar er með nýjan bát í smíð- um hjá Samtaki í Hafnarfirði sem reiknað er með að verði afhentur í nóvember og hefur þegar gengið frá kaupum á WASSP-þrívíddarmæli í þann bát. „Mælirinn er frábært tæki við allar fiskveiðar“ Fiskileitartæki Flakið af skipinu El Grillo sést mjög vel á botni Seyðis- fjarðar í nýja mælinum. Myndin er bæði skýr og í þrívídd. ÚR VERINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VÍMUEFNAVANDI barna og ung- linga leggst þungt á fjölskyldur þeirra, bæði foreldra og systkini og getur valdið sárum sem aldrei gróa. Mjög reynir á hæfni foreldra sem uppalendur í slíkum tilfellum og er nauðsynlegt að þeir leiti eftir og fái stuðning svo þeir bugist ekki. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi samstarfshópsins Náum áttum í gærmorgun. Um- ræðuefnið var foreldrahæfni og hvaða stuðningur við hana væri til staðar í samfélaginu. Vímuefni skaða ekki eingöngu þá sem þau nota, því þau eitra út frá sér og neyslan og þau vandamál sem af henni hljótast geta m.a. stórskaðað systkini þeirra sem eru í neyslu. Um þetta fjallaði framsaga Díönu Óskar Óskarsdóttur, ráðgjafa hjá Vímulausri æsku. Hún sagði alltof algengt að foreldrar leituðu sér ekki aðstoðar fyrr en í óefni væri komið og það væri algengt viðkvæði hjá þeim sem kæmu í viðtal hjá samtök- unum að þau óskuðu þess að hafa komið miklu fyrr. Í viðtölum hefðu foreldrar unglinga í vímuefnaneyslu lýst því hvernig áhyggjur og um- stang vegna vímuefnanotkunar eins barna þeirra hefði sett fjölskyldulífið úr skorðum, dregið úr þeim alla orku og valdið því að önnur börn hefðu setið á hakanum. Í skugga fíkilsins Díana sagði að börnin sem verði með þessu móti útundan lifðu í raun í skugga fíkilsins og fíknarinnar á al- veg sama hátt og líf og líðan maka áfengissjúklings væri mótað af sjúk- dómnum. Algengt væri að þessi börn hefðu sig lítt í frammi heimavið til að taka ekki orku frá foreldrunum en þess í stað kæmu erfiðleikar þeirra fram í skólanum. Við þetta bættist að unglingurinn sem væri í neyslu væri slæm fyrirmynd og kenndi foreldr- um sínum gjarnan um hvernig fyrir honum væri komið – að það væri þeim að kenna hvernig hann hegðaði sér. Þetta skapaði erfiða togstreitu á heimilum. Þreyta, vonleysi og ör- vænting foreldranna gerði það að verkum að þeir gætu illa sinnt for- eldrahlutverkinu sem skyldi. Díana sagði gríðarlega mikilvægt að foreldrar sinntu líka systkinum fíkilsins. Til þess þyrftu þeir hins vegar aðstoð og hjálp, úrræðin væru fyrir hendi en bæði yrðu foreldrar að leita eftir henni og meðferðaraðilar yrðu að vísa þeim veginn að þeim. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, fjallaði í sínu erindi um börn skjólstæðinga SÁÁ og um hvernig uppalendur áfengissjúklingar væru. Þórarinn sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir því að áfengissjúk- lingar þyrftu ekki að vera verri for- eldrar en aðrir. Þeir væru hæfir for- eldrar þar til annað sannaðist. Það væri hins vegar alveg ljóst að börn fíkla ættu á hættu að verða fíklar, það sýndu rannsóknir SÁÁ svart á hvítu. „Það fer ekki á milli mála að áfengissýki býr í ættum,“ sagði hann. Þórarinn sagði að SÁÁ myndi í lok þessa mánaðar bjóða upp á nýtt úrræði fyrir börn sjúklinga sem væru í meðferð hjá SÁÁ. Þetta væru börn sem hingað til hefðu ekki komið í viðtal þar sem þau væru of ung til að fara á fjölskyldunámskeið og væru ekki í neyslu. Foreldrarnir hefðu hins vegar miklar áhyggjur af þeim, bæði af heilsufari þeirra og hvernig foreldrunum tækist að ala þau upp meðan þeir væru í meðferð. Auk Díönu og Þórarins fjallaði Sólveig Bergmann, félagsráðgjafi Barnaverndarstofu, um fjölskyldu- hæfni og Gunnlaug Thorlacíus, fé- lagsráðgjafi geðsviðs Landspítalans, um fjölskyldustuðning á vímuefna- deildum spítalans. AÐ loknum erindum á morgunverðarfundinum tóku við umræður. Komu þar m.a. fram áhyggjur af aðgengi ungmenna að fíkniefnum og áfengisneyslu þeirra. Ung kona, sem sagðist hafa tilkynnt um mögulegt of- beldi gegn ungum dreng, gerði athugasemd við það vinnulag barnaverndaryfirvalda að hún hefði, frá því hún sendi inn tilkynninguna, ekkert fengið að vita hvað eða hvort eitthvað hefði verið gert í málinu. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi Barnaverndarstofu, svaraði því til að það væri meginregla að tilkynnandi fái ekki að vita til hvaða ráðstafana sé gripið. Engin gleði á fylliríi Bjarni Þórarinsson hjá ÓB ráðgjöf var ómyrkur í máli þegar hann talaði um áhrif „alkóhólmafíunnar“ sem stöðugt héldi því að unglingum að þeir ættu að drekka bjór. Varla mætti opna dagblöð eða kveikja á sjónvarpinu án þess að þar gæfi að líta bjórauglýs- ingar. Markvisst væri höfðað til unglinganna og tók hann dæmi af Tuborg-auglýsingu sem sýndi stúlku ryðja öllum húsgögnum út úr íbúð til að geta haldið veislu og síðan væru sýndir ofboðslega glaðir ungling- ar á fyllirí. Allir sem til þekktu vissu á hinn bóginn að unglingafylliríi fylgdi engin hamingja. „Foreldrar úti um allan bæ eru að tapa fyrir þessum áróðri,“ sagði hann. Ekki mætti gleyma því að bjór væri vímugjafi. Í starfi sínu með unglingum hefði hann komist að því að bjór væri yfirleitt fyrsti vímugjafinn og opnaði leiðina að öðrum vímugjöfum. Tími væri kominn til að sporna við þessari öfugþróun. Tapa fyrir áróðri „alkóhólmafíunnar“ Systkini fíkla sitja á hakanum Morgunblaðið/Frikki Foreldrar Áfengissjúklingar þurfa ekki að vera verri foreldrar en aðrir, sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir. Á FUNDINUM í gær nefndi Díana Ósk Óskarsdóttir, ráðgjafi hjá Vímulausri æsku, eftirfar- andi dæmi um áhrif fíkniefna- neyslu eldra systkinis á hið yngra: Fyrir um tveimur árum hóf Vímulaus æska að aðstoða 17 ára gamla stúlku sem hafði verið í neyslu í nokkur ár og fjölskyldu hennar. Þegar aðstoðin hófst hafði stúlkan ítrekað látið sig hverfa en komið heim í fylgd lög- reglu. Á meðan hún var heima var hún skapvond og hafði enga þolinmæði gagnvart bróður sín- um sem var þá sjö ára. Bróðirinn hafði, líkt og foreldrarnir, mikl- ar áhyggjur af systur sinni þegar hún var týnd og hann var orðinn hræddur við hana því hún var alltaf reið. Á meðan foreldrarnir þurftu að þeysast út um allan bæ í leit að systurinni eða heimsækja hana á sjúkrahús var drengnum komið fyrir í pössun hér og þar. Hann var óöruggur því mamma hans var alltaf að gráta og pabbi hans var hættur að vera glaður. Hann forðaðist að bjóða félögun- um heim. Þessi lífsglaði drengur var farinn að stama og átti erfitt uppdráttar í félagahópnum í skólanum. Að sögn Díönu er stúlkan sem um ræðir nýhætt neyslu en bæði hún og fjölskyldan hafi fengið góðan stuðning. Drengurinn sé allur að braggast. Hræddur við systur í neyslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.