Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 25
vítt og breitt
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 25
Danmerkurferðir
á aðventunni
Ferðaskrifstofan Fylkir býður
upp á tvær ferðir til Kaupmanna-
hafnar á aðventunni. Fyrri ferðin er
farin 30. nóvember og stendur til 2.
eða 3. desember og hin ferðin hefst
7. desember og komið verður heim 9.
eða 10. desember.
Farið verður í stærsta jólaland
Evrópu (Nisseland ) og Tívolí, og
svo verður snæddur „julefrokost“ á
Lindenborg Kro, þar sem í boði
verður matur, söngur, dans og
skemmtun. Nægur tími gefst að auki
fyrir þá sem vilja kíkja í búðir eða
fara í skoðunarferðir á eigin vegum.
Fyrirkomulag er þannig að fólk
pantar sjálft flugið og eiga þeir sem
panta ferðina snemma því að geta
fengið hana á hagstæðu verði. Ferð-
in úti og fararstjórn er svo pöntuð
sérstaklega hjá Fylki.
Gist er á Hótel Ansgar og Hótel
Absalon. Fararstjórn í fyrri ferðinni
er í höndum Fylkis Ágústssonar en í
þeirri síðari sér Jóna Símonía
Bjarnadóttir um fararstjórn.
Borgarferðir til Madrid
Flugleiðir bjóða upp á borgar-
ferðir til Madrid á Spáni dagana 11.,
15., 18. og 22. október.
Madrid er borg menningar og
lista, fótbolta, tapas og skemmt-
analífs sem stendur fram á rauða
nótt.
Madrid er ein fjörugasta kvöld- og
næturlífsborg í Evrópu og mannlífið
er fjölskrúðugt þar jafnt nótt sem
dag. Flamenkó-staðirnir í Madrid
teljast með þeim bestu á Spáni og
ekki fer síður gott orð af matnum –
nautasteikum, fiskmeti og svo að
sjálfsögðu tapas-réttunum.
www.icelandair.is
www.fylkir.is
Kaffistjóri er Davíð Þór Jónsson, þýðandi Allir velk
omnir!
Glæpon eða góðmenni
– hvaða áhrif hafa samfélagslegar aðstæður á tíðni afbrota í þjóðfélaginu?
Dr. Jón Gunnar Bernburg hjá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
og Jón Óttar Ólafsson hjá ríkislögreglustjóra ræða málið.
Fjórða Vísindakaffið í KVÖLD 27.sept.
- vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli
Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30
FÁÐU ÞÉR KYNNINGARÁSKRIFT AÐ MORGUNBLAÐINU
Nú gefst þér kjörið tækifæri til að kynnast þeim þægindum sem fylgja áskrift að
Morgunblaðinu. Þú getur skráð þig með einum smelli ámbl.is og fengið ókeypis
áskrift í einn mánuð.
Áskrifendur Morgunblaðsins hafa aðgang að margvíslegri þjónustu og fríðindum.
Kíktu ámbl.is og kynntu þér hvað er í boði:
MYNDASAFN
3 myndir með 50% afslætti á 30 daga fresti
BLAÐ DAGSINS
Áskrifendur hafa ókeypis aðgang að blaði dagsins á PDF
GAGNASAFN
5 ókeypis greinar á 30 daga fresti
SMÁAUGLÝSINGAVEFUR
10 ókeypis smáauglýsingar á vefnum á 30 daga fresti
– meira fyrir áskrifendur
Kynningaráskrift/
Áskrifendaþjónusta
EINN SMELLUR ER
ALLT SEM ÞARF
Fáðu þér áskrift og njóttu ávinningsins!