Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 21
|fimmtudagur|27. 9. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Með auknum valmöguleikum
sem nú orðið bjóðast í flugi þurfa
ferðalangar aukna fræðslu og
betri undirbúning. » 22
neytendur
Íslendingar opnuðu nýlega veit-
ingastað í London sem hlaut
góðar viðtökur hjá gagnrýn-
anda Evening Standard. » 26
veitingastaðir
Knattspyrnudeild Þórs á Ak-
ureyri var um helgina valin fyr-
irmyndardeild innan Íþrótta-
sambands Íslands. » 26
bæjarlífið
Það var eftir svakalega malaríu
í Kongó sem hugmyndin kvikn-
aði hjá Borgari Þorsteinssyni
að stofna safarí-fyrirtæki. » 24
ferðalög
Mikið ber á kjötmeti alls konar í
helgartilboðunum sem mat-
vöruverslanir senda frá sér að
þessu sinni. » 24
helgartilboðin
Afi minn spurði mig hvort ég væri ekkiaðeins of ung til að ganga með stafiþegar ég sagði honum að ég væri aðfara til Noregs til að læra staf-
göngu,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðs-
stjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, en hún ætl-
ar á laugardaginn ásamt fjölmörgum öðrum
stafgöngukennurum að kynna landanum staf-
göngu. „Afi minn er ekki einn um að halda að
stafganga sé aðeins fyrir gamalt fólk, sumir
þeirra sem hafa verið á námskeiði hjá mér tala
um það í byrjun að þeir séu svolítið feimnir við
að láta sjá sig á stafgöngu í hverfinu heima hjá
sér. Þeim finnst það svolítið hallærislegt. En
svo hverfur þessi spéhræðsla alveg og eftir því
sem stafganga hefur breiðst út, því minna er
um fordóma. Þetta er íþrótt fyrir fólk á öllum
aldri og meira að segja líka fyrir börn. Stóri
kosturinn við stafgöngu er að hún þjálfar allan
líkamann, ólíkt því sem gerist til dæmis á
göngu með enga stafi. Vöðvar efri hluta lík-
amans eru notaðir og blóðflæði eykst til axla-
svæðis og háls, sem gerir það að verkum að
þetta svínvirkar á vöðvabólgu kyrrsetufólks
sem vinnur við tölvur.“
Jóna segir að áríðandi sé að beita stöfunum
rétt, því ef fólk geri það ekki sé hætta á að það
stífni upp í höndum og öxlum. „Fólk þarf að
halla sér aðeins fram á stafina og láta þá halla
aftur og þeir mega alls ekki vera lóðréttir.
Taka á stærri skref en venjulega og rúlla sér
vel upp á tærnar til að nýta vöðvana í fótunum
vel. Eins er gott að vinda upp á búkinn og fá
snúning sem þjálfar mittisvöðvana og grind-
arbotninn. Við þetta verður göngulagið ekki
svo ólíkt því sem John Travolta stundaði í
kvikmyndinni Saturday Night Fever. En það
er ekkert nema skemmtilegt að ganga eins og
hann.“ Jóna segir að það sé líka hægt að
hlaupa með stafina, nota þá í styrktaræfingum,
teygjuæfingum og fleira. „Þá er líka hægt að
nota í fjallgöngum, sérstaklega ef fólk er með
þungan poka á baki. Þá er hægt að dreifa
þunganum og í stað þess að setja allt álagið á
fæturna þá er hægt að setja það líka á hendur
og fólk verður í raun eins og ferfætlingar.“
Jóna hefur stundað stafgöngu í fjögur ár eða
frá því hún fór til Noregs til að kynna sér
þessa heilsubót. „Síðan tók ég leiðbeinenda-
próf hjá finnskum þjálfurum sem komu hingað
til lands, en þetta er upprunnið þar í landi, því
þar notuðu gönguskíðagarpar þetta til að
halda efri búk sínum í þjálfun á sumrin.“ Jóna
hefur í þessi fjögur á verið með námskeið í
stafgöngu í Laugardalnum, bæði fyrir byrj-
endur og lengra komna en hún segir það taka
nokkur skipti að ná tökum á tækninni. „Allir
geta komið á sínum forsendum og enginn þarf
að halda takti við einhverja tónlist heldur get-
ur hver og einn gengið á sínum takti. Staf-
ganga er mjög góð fyrir eldra fólk sem er
kannski orðið hokið, því þá réttir það betur úr
sér og öndunin verður greiðari og því finnst
góður stuðningur í stöfunum.“
Stafgöngudagur ÍSÍ þetta árið er í sam-
vinnu við Beinvernd, en hreyfing er ein mik-
ilvægasta forvörn gegn beinþynningu.
Morgunblaðið/Golli
Hressandi Jóna segist endurnýjast við stafgöngu í lok vinnudags og útiveran frískandi.
Stafganga með
Travoltastíl
Ef rétt er með farið er hægt að þjálfa líkamann heilmikið með staf-
göngu. Auk þess má hafa mikla skemmtan af því að stæla göngulag
töffarans Travolta í Saturday Night Fever. Kristín Heiða Krist-
insdóttir hitti stafgöngukonu í Laugardalnum og fékk að prófa.
Upp á tá Halla á líkamanum örlítið
fram á við og færa þannig þunga
hans yfir á stafina. Stinga staf í jörð
á móts við gagnstæðan hæl.
Stór skref Axlir skulu vera afslapp-
aðar og armsveifla eðlileg. Stafir
sveiflist óhindrað. Stika skal stórum
þegar stafganga er stunduð.
Opna lófann Áður en framsveifla
hefst skal opna lófann. Sérhann-
aðar ólar verða til að stafur
fylgir sveiflu arma.
Virkjar og styrkir efri hluta líkamans.
Eykur hreyfigetu í axlarliðum.
Styrkir vöðva í kviði, rassi, lærum, kálf-
um, öxlum, brjósti, upphandleggjum og baki.
Eykur blóðflæðið og losar um spennu í
hálsi, herðum og baki.
Með hjálp stafanna virkjast efri hluti lík-
amans og þar með dregur úr álagi á mjaðmir,
hné og ökkla. Liðirnir þjálfast í að þola álag
án þess að of mikið sé á þá lagt.
Brennslan er 20% meiri en í venjulegri
göngu án stafa.
Hjartsláttur verður að meðaltali um 16%
hraðari eða sem nemur um 5-20 slögum á
mínútu.
40% meiri styrktaraukning verður í efri
hluta líkamans miðað við venjulega göngu.
Súrefnisupptaka eykst um allt að 46%.
Áhrif stafgöngu:
Vika á Spáni
13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar.
Huyndai Getz eða sambærilegur
522 44 00 • www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
frá
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
3
69
19
0
9/
07