Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Shoot’em Up kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Shoot’em Up kl. 4 - 6 - 8 - 10 LÚXUS
Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 4 - 6
Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30
Vacancy kl. 10:30 B.i. 14 ára
Veðramót kl. 5:40 B.i. 14 ára
Knocked Up kl. 8 - 10:40 B.i. 14 ára
Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4
The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45
Chuck and Larry kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 6
Hairspray kl. 8
Knocked Up kl. 10:10 SÍÐASTA SÝNING B.i. 14 ára
– Sími 564 0000 –Sími 462 3500
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Sími 551 9000
Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
eeee
- A.M.G., SÉÐ OG HEYRT
eeee
- H.J., MBL
eeee
- Ó.H.T., RÁS 2
SAGAN SEM MÁTTI EKKI SEGJA
eeee
- E.E., DV
eeee
- S.V., MBL
eeee
- S.G., Rás 2
eeee
- R.H., FBL
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Hversu langt myndiru
ganga fyrir besta
vin þinn?
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
eeee
- R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd með
íslensku tali
Verð aðeins600 kr.
Stórskemmtilegt ævintýri í
undirdjúpunum fyrir alla fjölskylduna.
ENGIN
FORTÍÐ,
ENGU
AÐ TAPA
Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda
Ef þeim tekst ekki að sleppa þá verða
þau fórnarlömb í „snuff“ mynd.
Óhuggnalegasti spennutryllir ársins
eee
- L.I.B., Topp5.is
55.000
G
ESTIR
eee
„Stórskemmtileg og snarbrjáluð hasarmynd
þar sem aldrei er langt í húmorinn.“
T.V. Kvikmyndir.is
Dagskrá og miðasala á
WWW.RIFF.IS
MENNINGARHEIMAR nálgast
hvor annan í faglega gerðri fléttu um
undarleg örlög nokkurra Tyrkja og
Þjóðverja. Það kemur í ljós að það er
hvorki trúin né ólíkt þjóðerni sem
ráða þeim, öllu frekar innrætið og
mannlegt eðli.
Dramatísk, falleg og bjartsýn
þrátt fyrir grimma atburðarás, hefst
Himinbrú á ferð roskins Tyrkja á
fund vændiskonu í Bremen. Hvers-
dagslegt atvik sem setur í gang at-
burðarás sem snertir ekki aðeins
konuna, sem reynist vera af tyrk-
neskum ættum, og gamla Tyrkjans,
nema að litlu leyti, heldur afkom-
endur þeirra og breytist í raunalega
sögu sem gerist í báðum löndunum.
Smám saman greiðist úr flóknum
vefnum, á jákvæðan hátt.
Margslungin mynd sem tekur af
skynsemi og þekkingu á viðkvæmu
efni. Himinbrúin fæst ekki aðeins
við árekstra tveggja trúarhópa og
siðmenningarheima heldur bilið á
milli menntamanna og annarra
borgara. Kynslóðabil, fjölskyldu-
bönd, ást, forsmán og fyrirgefningu.
Akin veltir upp margvíslegum
flötum í einni athyglisverðustu
mynd hátíðarinnar, við sögu kemur
sundurleitur hópur með misjafnan
bakgrunn, kynhneigð og afstöðu til
alþjóðamála. Handritið er athygl-
isvert og ríkt af skynsemi og tilfinn-
ingum, hvort sem það er á persónu-
legum nótum, tekur á pólitískum
ágreiningsmálum eða trúarlegum
efnum. Niðurstaðan er mikilvæg því
hún er gagnrýnin á trúarkreddur
eins og kvenfyrirlitningu sem að
óbreyttu verður eilíft ásteytingsefni
og þrándur í götu eðlilegra sam-
skipta þjóða. Leikurinn er yfir höfuð
góður og einkar ánægjulegt að sjá
Schygullu, drottnandi líkt og á tím-
um Fassbinders.
Nokkrir fletir teningsins
Himinbrú „Dramatísk, falleg og bjartsýn þrátt fyrir grimma atburðarás.“
Auf der anderen
Seite – Himinbrúin
RIFF: 2007: Tjarnarbíó Há-
skólabíó, Regnboginn.
Leikstjóri: Fatih Akin. Aðalleikarar: Baki
Davrak, Tunçel Kurtiz, Nursel Köse,
Hanna Schygulla. 88 mín. Þýskaland/
Tyrkland. 2007.
Sýnd í Regnboganum 27.9, 3.10 og
7.10.
Sæbjörn Valdimarsson
Kvikmyndahátíð í Reykjavík
KVIKMYNDIN Útlegð hefst á fal-
legri mynd af tré og dramatískum
bíltúr í rigningunni. Það sem á eft-
ir kemur nær ekki að uppfylla
væntingarnar sem upphafið vekur.
Alex (Lavronenko)og Vera
(Bonnevie) ákveða að dvelja í viku-
tíma með börn sín í húsi sem Alex
ólst upp í. Þrátt fyrir kyrrð og
fegurð sveitarinnar er ekki allt
með felldu og fljótt verður harm-
urinn þungur. Zvyagintsev er
greinilega umhugað um að skapa
táknræna stemningu og stráir í
kringum sig trúartáknum. Við
fáum meira að segja vísun í Evu
og eplið! Honum tekst samt ekki
að byggja upp kraftmikil áhrif af
því að sambandið milli hjónanna
virkar ekki. Frásögnin er líflaus
og fangar ekki athyglina þrátt fyr-
ir sæmilega frammistöðu leik-
aranna. Þegar baksaga Veru er
síðan hengd aftan í fellur sagan
endanlega saman.
Það sem heldur manni við Út-
legð er útlit myndarinnar. Zvyag-
intsev rammar sveitasenurnar inn
með næmu auga. Því miður nær
hann einfaldlega ekki að gefa hug-
hrifunum sem hann skapar nægi-
legt vægi né dýpt.
Útlegð – Izgnanie
Leikstjóri: Andrey Zvyagintsev. Aðalleik-
arar: Konstantin Lavronenko, Maria
Bonnevie, Alexander Baluev, Maxim
Shibaev, Katya Kulkina. 150 mín. Rúss-
land. 2007.
Sýnd í Háskólabíói 27.9, 29.9 og
30.9.
Anna Sveinbjarnardóttir
FAGMANNLEGA gert bandarískt
suðurríkjadrama um fjölskylduátök
hálfbræðra sem brjótast út þegar
faðir þeirra deyr. Myndin er kvik-
mynduð og framsett af miklu ör-
yggi. Útliti og leikmynd er jafn-
framt sýnd nákvæm natni og
vandvirkni. Tekst t.d. að sýna skort
fátækari bræðranna á tilgerð-
arlausan hátt. Leikarahópurinn er
einnig ljómandi góður og er þá
einkum Michael Shannon sem Son í
aðalhlutverkinu kraftmikill á hljóð-
látan hátt, án þess að drukkna í
staðaltýpu.
Leikstjórinn, Jeff Nichols, gefur
sér tíma til að sýna tempó bæj-
arlífsins og hvar bræðurnir eiga
heima, eða réttara satt ekki heima.
Karl, faðirinn, var fyllibytta sem
átti fyrst þrjá syni með einni konu.
Sá svo ljósið og gerði sér lítið fyrir
og hafnaði fyrstu fjölskyldunni,
kvæntist aftur, gerðist stöndugur
bóndi og eignaðist fjóra syni. Þann-
ig að það er nóg af bældum, reiðum
og sárum, tilfinningum og bitrum
minningum fyrir elstu synina sem
fengu ekki neitt. Þeir eru hálf-
utanveltu. Einna helst Son sem hef-
ur náð að koma undir sig fótunum
og stofna sína eigin fjölskyldu.
Ef eitthvað vantar upp á hand-
ritið þá er það að persónur bónda-
bræðranna hefðu mátt vera aðeins
fyllri til að skapa betra mótvægi. Á
móti kemur að Nichols klippir á of-
beldið á milli hálfbræðranna og fer
yfir í svart. Hann vill ekki velta sér
upp úr blóðinu, þó að hann geti
sýnt aðdragandann, heldur finna
aðrar lausnir.
Bræður munu berjast –
Shotgun Stories
Leikstjóri: Jeff Nichols. Aðalleikarar:
Michael Shannon, Douglas Ligon, Barlow
Jacobs, Michael Abbott Jr. 90 mín.
Bandaríkin. 2007.
Sýnd í Tjarnarbíói 27.9, 28.9 og
2.10.
Anna Sveinbjarnardóttir