Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 27
Vörður er í eigu Byrs-sparisjóðs, Landsbankans
og SP-Fjármögnunar.
Það rifjaðist upp vísa fyrir HálfdaniÁrmanni Björnssyni um Ludwig
David-kaffibæti:
Kaffisopinn indæll er,
eykur fjör og skapið bætir.
Langbest jafnan líkar mér
Ludwig David-kaffibætir.
Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segist
hafa rekist á auglýsingu með vísunni í gömlu
blaði. Og að meðan hann hafi verið búðarloka
á sjötta áratugnum hafi mikið verið selt af
svonefndum „kaffibæti“, sem auðvitað hafi alls
ekki bætt kaffið, heldur drýgt það. Hreiðar
Karlsson rifjar upp aðra kaffibætisauglýsingu:
Bollann minn höndum tek ég tveim,
tunguna gómsætt kaffið vætir.
Einn sopinn býður öðrum heim
ef í því er Freyju kaffibætir.
Hálfdan Ármann heldur svo áfram
upprifjuninni: „Þessi kaffibætir eða export,
sem sumir kölluðu, var í kringlóttum plötum,
sem pakkað var saman í sívala ströngla í
rauðum pappír. Aðalgeir á Mánárbakka mun
eiga einn eða part á safni sínu. Á þessum árum
voru hlutirnir svona:
Undruðust dömur oft á böllum,
að einstaka herra í klasanum
ávallt mætti á öllum skröllum
með exportpakka í vasanum!
VÍSNAHORNIÐ
Af kaffibæti
og böllum
pebl@mbl.is
þátt í þessari sýningu og leggja fram eina eða
tvær myndir af mér, sumir kunna að hafa tekið
myndir eða teiknað á ýmsum tímum en aðrir
gætu hugsanlega viljað taka ljósmyndir, teikna,
mála eða gera af mér höggmynd að þessu til-
efni. Gott væri að fá sem fyrst upplýsingar um
þátttöku svo ég geti gert ráðstafanir og pantað
viðeigandi salarkynni fyrir sýninguna.“
Nú er bara að gramsa í filmusafninu og finna
eina frá þeim tíma þegar köflótta íslenskukenn-
araskyrtan og víkingaskeggið voru og hétu...
Ökumaður brenndist lítillega í andliti þegar
kviknaði í bíl hans við Kristnes um síðustu helgi,
eins og fram hefur komið í blaðinu. Þegar reyk-
ur gaus upp úr vélarrúminu stöðvaði maðurinn
bifreiðina og flúði úr honum. Fljótlega tókst að
slökkva eldinn en bíllinn er talinn vera gjörónýt-
ur. Um var að ræða Corvettu sportbíl en mikið
er af plastefnum í yfirbyggingu slíkra bíla til að
gera þá léttari, segir á vef Slökkviliðsins á Ak-
ureyri.
Norðlenskur matur verður í öndvegi á sýning-
unni MATUR-INN 2007, sem verður í Verk-
menntaskólanum á Akureyri 13. til 14. október
nk. Sýningin er nú haldin í þriðja skipti og verð-
ur stærri en nokkru sinni. Hún er haldin undir
merkjum félagsins Matur úr héraði – Local fo-
od, en félagið er afrakstur af samstarfi innan
matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar.
Innan þess starfa bæði framleiðendur, veitinga-
hús, smásöluaðilar og þeir sem leggja vilja
áherslu á svæðisbundna matarmenningu.
Vonandi verður hægt að fá að smakka!
Hver skyldi vera „besti“ matreiðslumaður
landsins? Þeirri spurningu verður svarað á áð-
urnefndri sýningu þegar keppt verður um titil-
inn matreiðslumaður ársins en fimm hafa unnið
sér þátttökurétt í úrslitunum. Athygli vekur að
þrír þeirra eru frá Grillinu á Hótel Sögu, einn
frá Iðjusölum og einn frá Múlakaffi.
Súpufundir sem Íþróttafélagið Þór hélt í Hamri
í fyrravetur í samstarfi við veitingahúsið Greif-
ann og Vífilfell tókust afskaplega vel og ánægju-
legt er að heyra að fundaröðin verður á sínum
stað í vetur.
Aðsókn að fundunum var góð, þangað komu
ýmsir góðir frummælendur og rætt var um allt
milli himins og jarðar varðandi íþróttir almennt.
Átt þú, lesandi minn, góða ljósmynd sem tekin
er á Akureyri? Ef svo er, geturðu unnið til verð-
launa, en bara ef þú átt lögheimili hér í bænum
ef ég skil rétt.
Ljósmyndahátíð verður haldin í Murmansk í
Rússlandi frá 1. október til 19. desember og af
því tilefni er efnt til ljósmyndasamkeppni sem
Akureyringum er boðin þátttaka í, enda Ak-
ureyri vinabær Murmansk.
Þema keppninnar er „Bærinn minn“ en und-
irflokkar þess eru þrír; Fjölbreytileiki í bænum
mínum; Það óvenjulega í hinu venjulega; Nátt-
úran.
Veitt eru peningaverðlaun í öllum flokkum
fyrir fyrstu þrjú sætin. Besta mynd keppninnar
verður valin og einnig mun almenningur velja
sína uppáhaldsmynd. Upplýsingar um keppnina
eru á http://kootzworld.com á Netinu.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fyrirmyndardeild Valdimar Pálsson formaður unglingaráðs , Sigfús Ólafur Helgason formað-
ur Þórs, Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrmudeildar og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ.
matseðlar. Íslenskt lambakjöt er á
boðstólum eins og áður kom fram en
líka grísakjöt „sukling pig,“ dúfur og
kjúklingar „black leg chicken“ svo
og íslenskur þorskur svo dæmi séu
tekin. Verið er að skoða þessa dag-
ana hvort grundvöllur er fyrir ís-
lenskan humar og jafnvel skyr.“
Til marks um hversu vel allt var
undirbúið á Texture voru allir rétt
irnir á matseðlinum prufukeyrðir
daglega í þrjár vikur áður en opnað
var formlega.
Yfir 90 tegundir af kampavíni
Þess má geta að staðurinn státar
af mesta kampavínsúrvali í London
en á boðstólum eru yfir 90 tegundir.
Sömuleiðis er meira úrval af rauð-
víni og hvítvíni en almennt tíðkast og
á vínlistanum eru allt í allt yfir 300
tegundir af víni. Kampavín er að
sögn Óskars mjög vinsæll drykkur í
Englandi núna og reyndar í heim-
inum og með yfir 90 tegundir á seðl-
inum ætti staðurinn að geta sinnt
þörfum sinna viðskiptavina.
Óskar bendir að lokum á að Xav-
ier sem er sérfræðingur í þjónustu
og víni vilji ekki að fólk þurfi að
klæða sig á sérstakan hátt.
„Fólk í dag vill klæðast þægileg-
um fötum og ekki endilega alltaf
jakkafötum. Við ætlum að hafa það í
huga.“
Staðurinn er engu að síður í mjög
virðulegu húsnæði, það er hátt til
lofts og öll umgjörð klassísk en af
slappað umhverfi. Þórhildur Rafns-
dóttir, hönnuður, unnusta Agnars,
hannaði staðinn og ber öllum saman
um það að henni hafi tekist mjög vel
til.
– Hvernig tókst annars að koma
upp veitingahúsi í London?
„Þetta gekk en er afskaplega ólíkt
því sem við þekkjum á Íslandi þar
sem allir þekkja alla í litlu landi. Allt
er miklu þyngra í vöfum og svifa-
seinna. Það er ekki hægt að hringja
og láta redda hlutunum þegar röng
borðplata kemur eða pöntun á gler-
plötum klikkar.
Þá fer fólk aftast í röðina og bíður
í nokkrar vikur eftir leiðréttingu.
Þetta hefur oft reynt á þolrif okk-
ar Íslendinganna en allt hafist.“
Óskar segir að móttökurnar séu
vonum framar. Frá því staðurinn
var opnaður formlega 6. september
hefur verið fullbókað öll kvöld og svo
til fullt í hádeginu. Agnar stendur
vaktina frá morgni til kvölds og
gengur úr skugga um að fram í veit-
ingasal fari enginn matardiskur
nema hann sé fullkominn.
– Hvað kostar svo þriggja rétta
máltíð á Texture?
Um 45 pund eða sem samsvarar
um 5.800 krónum og sjö rétta sæl-
keraseðill er á 59 pund sem eru um
7.600 kr.“ Í hádeginu bjóðum við svo
upp á seðil með smáréttum þar sem
hver réttur kostar 8,5 pund eða um
þúsund krónur.
Draumur okkar í mörg ár
– En hvað kemur til að Óskar sem
áður rak Argentínu steikhús er
fluttur búferlum til Englands?
„Árið 1989 vorum við á leið til
Lúxemborgar, okkur langaði að
prófa að búa í öðru landi. Svo byrj-
uðum við með Argentínu ásamt nú-
verandi eigendum staðarins, Krist-
jáni Þór Sigfússyni og Ágústu
Magnúsdóttur og þá lá þessi
draumur niðri um skeið. Hann varð
hinsvegar sífellt háværari og eitt
kvöldið þegar við María, konan
mín, vorum að horfa á sjónvarpið
tókum við ákvörðun um að selja
Argentínu steikhús, selja húsið og
flytja til Guildford, sem er klukku-
tíma suður af London. Það var
mátulega langt frá Íslandi og enska
tungumálið sem við vildum læra
vel.
Okkur hefur liðið frábærlega í
þessi ár sem við höfum búið hérna,
börnin blómstra og ég er að vasast í
ýmsu bæði hér úti og heima á Ís-
landi sem þýðir að við skreppum oft
til Íslands.“
– Eitthvað spennandi á Íslandi
sem þú ert með í kortunum?
„Já, það má segja það. Ég kem
að Turninum ásamt Sigurði Gísla-
syni, landsliðskokki og fleiri matar-
áhugamönnum í Kópavogi þar sem
við stefnum í desember á að opna
flottasta veislusal á Íslandi sem
rúmar allt að 280 manns í sæti og
verður með ótrúlega mögnuðu út-
sýni af 20. hæð.“
Áfangi Þeir Ragnar, Magnús Ármann, Óskar, Elvar og Sveinn Helgason
héldu upp á það þegar Texture-staðurinn var opnaður í byrjun september.
Búið er að vera upppantað öll kvöld frá því að staðurinn var opnaður.
Öðruvísi Matur er ekki bara matur
á Texture. Gestir upplifa matinn
þess í stað eins og leikhús.
Veitingahúsið Texture
34 Portman Square,
W1 H 7BYLondon
Sími 0044 020 7224 0028
Veffang: www.texture-restaur-
ant.co.uk