Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 47
Prjónakaffihús og sýningin
Handverkshefð í hönnun
í kjallara
Norræna hússins
22.9. - 7.10. 2007
Opnunartímar:
þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga kl. 12 – 23
föstudaga, laugardaga, sunnudaga kl. 12 – 17
Lokað á mánudögum
Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, sími 551 7030, www.nordice.is
Ég tel mig afar lánsaman aðhafa fengið að nema lista-sögu hjá Birni Th. Björns-
syni við Háskóla Íslands. Þetta voru
síðustu vetur níunda áratugarins.
Ég var skráður í almenna bók-
menntafræði en minntist svart-
hvítra sjónvarpsþátta Björns um
listfræði og merk listaverk, og
hafði lesið af miklum áhuga bækur
hans um þessa sömu heima, þar
sem hann fjallaði meðal annars um
myndbyggingu og eðli þess að
horfa, og ákvað því að taka nám-
skeið hans sem valkúrsa. Þetta
voru ógleymanlegir fyrirlestrar.
Fyrsta veturinn tók Björn fyrir
eldri liststefnur, þann næsta sigldi
hann inn í erlendan samtíma; loks
kom einn vetur helgaður íslenskri
listasögu.
Björn Th. var einstakur fyrirles-
ari. Þegar þarna var komið sögu á
ferli hans var Björn um árabil bú-
inn að messa yfir kynslóðum vænt-
anlegra listamanna í Handíðaskól-
anum og síðan tók við kennslan við
sagnfræðideild Háskólans, þar sem
hann byggði samtímis upp þetta
fína listasafn skólans. Hann gjör-
þekkti efnið, en miðlaði því rétt
eins og hann væri sjálfur að koma
að því í fyrsta sinn; þetta var fersk
saga, umfjöllun um mikilvæg lista-
verk og mikla listamenn. Og hann
kunni öðrum mönnum betur að
vekja áhuga á því fólki sem um var
fjallað. Með því að krydda listfræð-
ina með smáskömmtum af upplýs-
ingum um líf og einkamál lista-
mannanna, jafnvel sögum af
kvennamálum og öðru sem í raun
kom sköpuninni ekki svo mikið við
– með því að slúðra stundum svolít-
ið auðnaðist honum að kveikja líf í
umfjöllunarefninu; sá fræjum
áhuga í þá sem sátu og hlýddu á,
fræjum sem mig grunar að hafi síð-
an haldið áfram að vaxa og
blómstra í lifandi áhuga á myndlist.
Þannig eiga kennarar að vera. Sér-
staklega var gaman að hlýða á
hann fjalla um listamenn af annarri
og þriðju kynslóð íslenskra mynd-
listarmanna, fólk sem hann hafði
kynnst persónulega; þar var Björn
eins og brú milli heims okkar og
þeirra.
Aldrei hef ég tekið jafnmikið afglósum hjá nokkrum kennara,
og ég hreinskrifaði þær vandlega
upp á eftir; þetta eru þykkar möpp-
ur sem hefur á stundum komið sér
vel að leita í – þótt myndirnar sem
varpað var á tjald af skyggnum og
upplýsingarnar um þær virðist sitja
nokkuð vel í minninu. Annars voru
þetta óvenjuleg námskeið fyrir
margra hluta sakir, ekki síst sam-
setningu nemenda, vegna þess að
við vorum þarna tiltölulega fá sem
vorum fastir nemendur í Háskól-
anum; flestir voru á miðjum aldri
eða eldri borgarar, einkum konur,
og skráðu sig eingöngu í þessi nám-
skeið Björns Th., ár eftir ár, sömu
námskeiðin, og vildu ekki missa af
einu orði. Ekki frekar en ég.
Ég kynntist Birni ágætlega áþessum tíma og stundum sat
ég hjá honum í listaverkageymsl-
unni og við ræddum málin. Eitt sinn
sýndi hann mér skissubækur Þor-
valdar Skúlasonar, með myndunum
sem hann rissaði við Ölfusá, og
hann sagði á svo lifandi hátt frá
Þorvaldi að það var eins og hann
sæti þar hjá okkur. Og eftirminni-
leg er lýsing hans á Ísleifi Konráðs-
syni, einfaranum sem tók að mála
myndir eftir minningum sínum,
kominn á fullorðinsár, myndir sem
Björn hreifst af ekki síður en verk-
unum á veggjum Cortauld Institute
í Lundúnum þar sem hann var við
nám. Þegar Ísleifur lést flaug Björn
með líkið – og eflaust voru fleiri
með í för – vestur á firði; þar var
gamli málarinn jarðsettur í heim-
inum sem hann málaði aftur og aft-
ur á flekum sínum, þar sem allir
fuglar voru jafnréttháir.
Björn var afburðasögumaður og
mikill uppfræðari í eðli sínu; sá eig-
inleiki nýtur sín frábærlega í bók-
unum sem eftir hann liggja, eins og
stórvirkjunum Íslensk myndlist I og
II. Bækur hans um Kaupmanna-
höfn og Þingvelli hafa verið í far-
teskinu á báðum stöðum, frábærir
ferðafélagar, upplýsandi og bráð-
skemmtilegar. Í skáldsögunum
fléttar hann síðan saman marga
þætti, úr sögu, mannfræði og þjóð-
fræði.
Síðast hitti ég Björn Th. fyrirnokkrum árum, þegar ég kom
heim til hans í Karfavoginn að taka
kynningarmyndir fyrir nýja bók
hans. Eiginkona hans, veflista-
konan Ásgerður Búadóttir, tók á
móti mér og fylgdi mér upp á efri
hæðina – framhjá einu af fínustu
málverkum Ísleifs Konráðssonar,
inn á skrifstofu rithöfundarins. Þar
sat Björn og reykti einn af sínum
stóru einkennisvindlum; á borðinu
fyrir framan hann var gamla, þýska
ritvélin sem hann sló allar sínar
bækur inn á. Hann sagðist hafði
orðið fyrir áfalli, þannig að hann
var ekki eins hreyfanlegur og fyrr-
um og gat einungis notað aðra
höndina við vélritunina þegar
þarna var komið við sögu. Í raun
hamraði hann bækurnar inn með
einum fingri. En andinn var fersk-
ur og þarna sat ég um stund, tók
nokkrar myndir af sagnaþulnum og
naut þess í síðasta sinn að hlýða á
Björn Th. skapa með orðum lifandi
heim úr löngu liðnum tíma.
Eins og brú milli heima
AF LISTUM
Eftir Einar Fal Ingólfsson
»Með því að slúðrastundum svolítið
auðnaðist honum að
kveikja líf í umfjöllunar-
efninu; sá fræjum áhuga
í þá sem hlýddu á.
Morgunblaðið/Einar Falur
Uppfræðarinn Björn Th. Björnsson við skrifborðið heima, við gömlu ritvélina sem hann sló bækur sínar inn á.
BANDARÍSKI grínistinn Pablo
Francisco verður með uppistand í
Háskólabíói annað kvöld. Þetta mun
ekki vera í fyrsta skipti sem Franc-
isco stendur fyrir slíkum uppá-
komum hér á landi því hann var með
uppistand á Hótel Nordica árið 2004
og í Háskólabíói árið 2003.
Francisco hefur verið á ferðalagi
um Evrópu undanfarinn mánuð og
ætlar hann að ljúka því með uppi-
standinu í Háskólabíói. Hann er einn
frægasti uppistandari Bandaríkj-
anna og er hvað þekktastur fyrir eft-
irhermur sínar, og þá sérstaklega
fyrir að bregða sér í hlutverk manna
á borð við Arnold Schwarzenegger,
Keanu Reeves, Jerry Springer,
William Hung og síðast en ekki síst
Don LaFontaine, sem er hvað
þekktastur fyrir að tala inn á sýn-
ishorn úr bíómyndum með sinni
djúpu rödd.
Eftir-
herma
og uppi-
standari
Pablo Francisco í Háskólabíói
föstudagskvöldið 28. september
kl. 23. Miðaverð er 3.000 og
5.000 krónur og miðasala fer
fram á midi.is. Húmoristi Francisco bregður sér í
ýmissa kvikinda líki.