Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 31
Í STJÓRNARSÁTTMÁLA
Samfylkingar og Sjálfstæð-
isflokks er kveðið á um að skipuð
verði samráðsnefnd stjórn-
málaflokka á Alþingi í Evrópu-
málum og er sú nefnd í burð-
arliðnum. Mikil þörf er á
opinskárri umræðu um Evr-
ópumál hvort heldur
innan eða utan Al-
þingis. Seinustu miss-
eri hefur lífleg um-
ræða átt sér stað í
málaflokknum og því
ber að fagna. Staða
krónunnar hefur mik-
ið verið í umræðunni
en sífellt fleiri eru
fylgjandi upptöku
evrunnar. Ýmsir sér-
fræðingar og áhrifa-
miklir aðilar í at-
vinnulífinu og
stjórnmálum ásamt
meirihluta þjóð-
arinnar eru fylgjandi nánari sam-
starfi við nágrannaþjóðir okkar í
Evrópu. Samkvæmt nýjustu
könnunum eru 53% landsmanna
hlynntir því að taka upp evru og
48% vilja ganga í Evrópusam-
bandið.
Hálf milljón á ári
Óstöðugleiki og smæð krón-
unnar sem gjaldmiðils veldur
heimilunum, almenningi í landinu
og fyrirtækjum miklum óþörfum
kostnaði. Samtök iðnaðarins telja
að miðað við núverandi skuldir
megi gera ráð fyrir að hver ís-
lensk fjölskylda greiði rúmlega
hálfri milljón krónum meira í
vexti á ári hverju heldur en það
sem hún myndi gera ef notast
væri við evru. Það eru miklir pen-
ingar.
Ýmsir hafa velt upp mögu-
leikanum á upptöku evrunnar án
aðildar að ESB. Ungir jafn-
aðarmenn, ungliða-
hreyfing Samfylking-
arinnar, telja það
ekki vera fýsilegan
kost. Þátttöku í hinu
sameiginlega mynt-
bandalagi verður að
fylgja full þátttaka í
innri markaði Evr-
ópusambandsins með
öllum þeim kostum
sem því fylgja. Með
fullri þátttöku og
upptöku evrunnar
lækkar ekki einungis
matvælaverð og
vaxtakostnaður held-
ur einnig mun langþráður stöð-
ugleiki myndast sem bæði at-
vinnulíf og heimili munu hagnast
á. Viðskiptakostnaður myndi
lækka og erlendar fjárfestingar
ykjust en það er vert að muna að
ESB er stærsta viðskiptablokk í
heimi. Þetta hefði í för með sér
tugmilljarða króna ávinning.
Hafna einangrunarhyggju
Frá stofnun fyrir sjö árum hafa
Ungir jafnaðarmenn viljað að
stjórnvöld beiti sér að fullum
þunga fyrir inngöngu Íslands í
ESB. Hreyfingin telur að Evrópu-
sambandsaðild geti fært þjóðinni
efnahagslegan stöðugleika sem
einstaklingar og fyrirtæki hafa
kallað eftir. Af þeim sökum hafnar
ungliðahreyfingin þeirri einangr-
unarhyggju sem birtist í stefnu
annarra stjórnmálaflokka og vilja
að Ísland hefji aðildarviðræður við
ESB hið fyrsta og að aðildarsamn-
ingurinn verði að lokum borinn
undir þjóðaratkvæðagreiðslu þar
sem íslenska þjóðin mun eiga síð-
asta orðið.
Að lokum er vert að benda á að
samkvæmt könnununum eru 50%
kjósenda Sjálfstæðisflokksins
fylgjandi viðræðum um inngöngu
Íslands í Evrópusambandið en
einungis þriðjungur andvígur.
Óskandi væri að hinn þögli meiri-
hluti Sjálfstæðismanna stigi fram
og léti skoðun sína í ljós. Frelsið
er ætíð af hinu góðu. Líka mál-
frelsi.
Evrópumál á dagskrá
Magnús Már Guðmundsson
skrifar um upptöku evru og
Evrópumál
» Óskandi væri að hinnþögli meirihluti
Sjálfstæðismanna stigi
fram og léti skoðun sína
í ljós. Frelsið er ætíð af
hinu góðu. Líka mál-
frelsi.
Magnús Már
Guðmundsson
Höfundur er fráfarandi formaður
Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyf-
ingar Samfylkingarinnar.
Fáðu úrslitin send í símann þinn
BMW 3 línan
www.bmw.is
Sheer
Driving Pleasure
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is - www.bmw.is
Með bílinn handa þér
Velgengni í mismunandi myndum.
Þitt er valið.
BMW 318 Advantage kr. 3.810.000
BMW 320 Exclusive kr. 4.290.000
BMW 325xi xDrive Prestige Edition kr. 5.900.000
Advantage, Exclusive og Prestige edition eru aukahlutapakkar sem gerir glæsilega
BMW 3 línu enn glæsilegri. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum í síma 575 1210.
Ertu að leita þér að sportlegum lúxusbíl fyrir þig og vinnuna? Viltu færast nær sólinni, veginum og frelsinu - með blæjuna niðri og vindinn einan að förunaut.
Vantar þig meira rými svo að áhugamálin komist fyrir í bílnum. Eða langar þig til að upplifa ósvikna akstursánægju eins og hún gerist best. BMW 3 línan stendur
undir væntingum í ótal myndum og rúmlega það. Komdu í reynsluakstur og upplifðu alla kosti BMW 3 línunnar af eigin raun.
Fullbúið og glæsilegt 293 fm einbýli í hinu
nýja Akrahverfi. Húsið er vel staðsett fyrir
neðan götu innarlega í botnlanga. Um er
að ræða staðsteypt „Funkis“ hús með mik-
illi lofthæð teiknað af Úti-Inni arkitektum.
Húsið skiptist þannig: Miðpallur, anddyri,
sjónvarpsstofa, stofa, eldhús og borðstofa.
Á efripalli eru fjögur svefnherbergi, fataher-
bergi og baðherbergi. Á neðri palli eru hol,
herbergi, baðherbergi, þvottahús og bíl-
skúr.
Skipulag hússins er gott og frágangur allur
hinn vandaðasti, innréttingar eru frá JKE -
design, gólfhiti og innfelld lýsing - hönnuð
af Lúmex. Eldhústæki eru vönduð og öll
blöndunartæki eru af gerðinni Vola.
Verð 120 millj. 6977
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
HJÁLMAKUR - GARÐABÆ