Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján Ebene-zersson fæddist í Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði 20. maí 1924. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð 16. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ebenezer Jónsson, bóndi í Tungu, f. 12. júní 1882, d. 1. apríl 1948, og Jóna Guð- finna Vigfúsdóttir, f. 4. október 1882, d. 3. mars 1966. Kristján var yngstur sjö systkina, sem öll eru nú látin. 1963, maki Haukur Bergmann tölvunarfræðingur, f. 1959. Börn þeirra: Kristján Haukur, f. 1992 (andvana fæddur), Halldóra Rún, f. 1993, Þóra Lilja, f. 1995, Hekla Lind, f. 1999. Kristján lauk prófi frá Héraðs- kólanum á Núpi 1941. Eftir það fór hann á sjó. Hann tók meira mót- orvélstjórapróf í Reykjavík 1947 og var um tíma vélstjóri á togar- anum Jóni Þorlákssyni. Hann hætti á sjónum 1956. Þá fór hann í land og hóf nám í húsasmíði. Hann tók sveinspróf árið 1960 og hlaut meistararéttindi árið 1966. Hann starfaði við trésmíðar frá því að hann hætti á sjónum, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Kristjáns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þau eru Vigdís Krist- ín, f. 1915, d. 1999; Kristjana, f. 1916, d. 1985; Guðrún, f. 1917, d. 1972; Jó- hanna, f. 1919, d. 1997; Vigfús Jóhann, f. 1920, d. 2001; Birg- itta Ólöf, f. 1922, d. 2006, og Kristján sem hér er minnst. 3. desember 1954 kvæntist Kristján Halldóru Gísladóttur frá Hofsstöðum í Garðahreppi, f. 31. mars 1926. Dóttir þeirra er Að- alheiður grunnskólakennari, f. Elsku pabbi minn! Ég sit við gluggann og minning- arnar skína inn í huga minn eins og stjörnur á himni. Það var ótrúleg þrautseigja og æðruleysi sem fang- aði anda þinn í gegnum öll þín veik- indi og oftast var mjög stutt í kóm- ískar stundir hjá þér. Eins og þegar ég spurði þig á Sunnuhlíð: hvernig hefur þú það, pabbi minn? „Ég hef það fínt, það eru svo marg- ar skvísur að hugsa um mig, sumar skil ég en aðrar ekki.“ Þú elskaðir fjölskylduna, landið og fróðleikinn. Og miðlaðir visku til okkar allra. Margir minnast þín með bók í hendi. Stelpurnar okkar spurðu hvað er afi alltaf að lesa? Þegar þú svæfðir mig á kvöldin lastu ekki barnabækur. Nei, það voru Íslendingasögur, Grimmsævintýri og ljóð. Kannski sofnaði ég alltaf svona fljótt vegna þess. Þú byggðir þér yndislegt ból með mömmu minni og var það nefnt Ása- ból. Margir höfðu þar skjól og eiga góðar minningar þaðan úr trjárækt- inni og heita pottinum. Þú trúðir á æðri heima og varst viss um að til væri líf eftir þetta líf. Þegar fyrsta barnabarnið þitt fæddist andvana samdir þú þessa vísu. Kristján Haukur sefur sætt og rótt sólarlagið varð hér allt of fljótt. Hans unga sál í æðri heima fer að öðlast visku sem ei lærist hér. Nú veit ég að ástkærir niðjar ást þig sveipa, því nú ertu kominn til æðri heima. Elsku pabbi minn, ég kyssi vanga þinn. Góða nótt. Aðalheiður. Mig langar að minnast móður- bróður míns Kristjáns Ebenezers- sonar frá Tungu í Valþjófsdal, Ön- undarfirði, í fáum orðum. Hann var fæddur 20. maí 1924 og lést 16. sept- ember síðastliðinn. Hann var sonur Jónu Vigfúsdóttur og Ebenezers Jónssonar. Stjáni eins og hann var alltaf kallaður er látinn eftir veikindi í mörg ár, aldrei heyrði maður hann kvarta þótt oft væri hann þreyttur á að liggja meira og minna í rúminu síðasta ár. Hann var yngstur af sjö systkinum sem öll eru látin. Þau voru Vigdís, Kristjana, Guðrún móðir mín, Jóhanna, Vigfús, Birgitta og Kristján yngstur. Við systkinin og mamma bjuggum lengi í sama húsi og Stjáni og Halldóra eða Dóra eins og hún er alltaf kölluð. Það var og er alltaf gott að koma til þeirra og þar var athvarf bæði þegar mamma var að vinna og í annan tíma. Stjáni var mikill mann- vinur, oft hef ég í seinni tíð spjallað við hann um alla heima og geima aldrei komið að tómum kofunum þar. Ég man eftir mörgum ferðum sem ég fór með þeim hjónum í Hofsstaði og Hoftún í Hveragerði þegar ég var barn. Dóra og Stjáni voru barnlaus í mörg ár og því voru viss forréttindi hjá mér að fara með þeim í hin ýmsu ferðalög sem manni fannst löng í þá daga. En svo fæddist Aðalheiður dóttir þeirra eða Heiða eins og hún er alltaf kölluð 12. febrúar 1963 og svo barnabörnin, sólargeislarnir. Ég vil þakka Stjána frænda fyrir að fá að þekkja hann og umgangast, ég á eftir að sakna hans mikið. þakklæti er einnig frá syni mínum, Arnari Snæ, og eiginmanni, Sigurjóni, sem kveðja góðan vin. Við fjölskyldan vottum elsku Halldóru, Heiðu, Hauki, afas- telpunum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, frændi minn. Kristín Jóhannesdóttir. Ég kynntist Kristjáni móðurbróð- ur mínum, eða Stjána eins og hann var alltaf kallaður, fyrst upp úr 1960 þegar hann vann við smíðar vestur á Reykhólum. Hann var á margan hátt mjög sér- stakur maður. Hann var mjög víðles- inn. Í rauninni held ég að hann hafi verið mesti lestrarhestur sem ég hef hitt á ævinni. Hann las óhemju hratt og var sílesandi og hann las nánast allt sem hann náði í; Íslendingasög- urnar, fagurbókmenntir og léttmeti. Mér er það minnisstætt frá unglings- árunum að karl faðir minn taldi það allsendis ómögulegt að á þessum hraða væri hægt að lesa bækur að nokkru gagni. Hann ákvað því, eftir að Stjáni hafði lokið við Gerplu Hall- dórs Laxness á ótrúlega skömmum tíma, að spyrja hann út úr sögunni. Niðurstaðan var sú að Stjáni hafði ekki bara blaðað í gegnum bókina. Hann hafði lesið hana og gat gert grein fyrir innihaldinu. Á ferðalögum með honum um landið kom þekking hans á Íslendingasögunum vel í ljós. Hann þekkti örnefni og bæjarnöfn og gat rakið hvað gerst hafði á hverjum stað. Þegar ég á menntaskólaárum mín- um fór að vinna fyrir sunnan á sumr- in varð heimili þeirra Dóru á Borg- arholtsbrautinni mitt annað heimili og þau nánast eins og foreldrar mín- ir. Við vorum samt ekki mjög fé- lagslyndir þegar við lögðumst í lestr- arkeppni um helgar. Þá lágum við inni í stofu og lásum íslenska, norska og danska reyfara. Keppnin fólst í því að lesa sem flestar bækur. Á með- an á lestrinum stóð var tilgangslaust að yrða á okkur því eyrun voru ein- faldlega ekki í sambandi. Úrslit þess- arar keppni voru ávallt á einn veg. Stjáni las mun fleiri bækur en ég. Þegar við hjónin hófum búskap fengum við lánuð húsgögn og heim- ilistæki sem þau Dóra voru hætt að nota eða gátu verið án. Þyrfti eitt- hvað að smíða var það alltaf Stjáni sem hljóp undir bagga og aldrei fékkst hann til að taka krónu fyrir. Svarið var ætíð hið sama, þú borgar mér þetta þegar ég verð gamall. En eins og ég vissi þá og Stjáni hefði átt að geta séð verð ég aldrei borgunar- maður fyrir öllu sem hann hefur gert fyrir mig. Auðvitað vissum við báðir að hann ætlaðist alls ekki til nokkurs endurgjalds. Sambandið á milli mín og þeirra Stjána og Dóru var í raun svo náið að börnin mín áttu erfitt með að átta sig á skyldleikanum. Í þeirra augum var Stjáni miklu frekar afi en frændi. Með Stjána hef ég átt margar af mínum ánægjulegustu stundum í líf- inu. Hann var sá fyrsti sem frétti af því þegar við hjónin settum upp hringana og ekki má gleyma nóttinni eftir að við komum með pottinn aust- ur í Ásaból. Það sem okkar flaut á milli í pottinum þá nótt líður mér aldrei úr minni. Ég veit að Stjáni var sáttur við að yfirgefa þennan heim enda heilsa og þróttur mjög farinn að dvína. Hann hafði líka skilað ævi- starfi sem margir gætu verið stoltir af, aldrei reyndi hann að hagnast á annarra kostnað og aldrei lá honum illt orð til annarra. Það væri þjóð- félagi okkar til mikilla bóta að hans líkar væru miklu fleiri en þeir eru. Innilegar samúðarkveðjur til allra ástvina frá okkur Ástu og börnum. Eiríkur Jensson. Dóra var eign okkar, litla fólksins á Hofsstöðum, en allt í einu var hún komin með einhvern karl upp á arm- inn. Þetta þurfti að skoða nánar og mjög vandlega því það gat ekki hver sem var komið og tekið hana Dóru, rétt si svona. Dóra sem átti bíl og gat keyrt út um allt og bjó í Reykjavík og átti íbúð sem hægt var að koma í og fá að gista og gæða sér á kleinunum hennar sem hún var svo stolt af að hafa búið til. Það hlýtur að vera sérstakur mað- ur sem getur komið inn í svona sam- félag og hlotið náð fyrir augum okkar litla fólksins, „eigenda“ Dóru. Við voru reyndar líka „eigendur“ Sillu systur Dóru. Þær voru móðursystur okkar og til einkaafnota fyrir okkur börnin að atast í. Og það var gaman. Stjáni hennar Dóru hefði svo sem getað kollvarpað allri þessari tilveru okkar og eignað sér Dóru alveg fyrir sig, annað eins hefur gerst með unga kærasta. En ekki Stjáni, hann var klár gæi, hann vissi upp á hár að hann yrði að öðlast samþykki okkar grislinganna ef hann ætti að eiga möguleika í þessari fjölskyldu. Og hann yrði líka að öðlast samþykki Sillu systur, og það var áreiðanlega ekki fyrir hvern sem var. Í stuttu máli; Stjáni var samþykkt- ur af okkur öllum og hann varð okkar besti vinur úr hópi fullorðna fólksins. Hann hafði þann eiginleika að hafa áhuga á öllu mannlegu, stóru og smáu, og hann hafði áhuga á því sem við litla fólkið höfðum að segja og hann nennti að keyra okkur þegar á þurfti að halda og meira að segja að bíða eftir því að við kláruðum úr kók- flöskunni gegnum lítið naglagat til þess að treina okkur guðaveigarnar. Stjáni sagði bara að ekkert lægi á þó að Dóra væri farin að tvístíga. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera ein af smáfólkinu á Hofsstöð- um og kynnast Stjána og njóta leið- sagnar hans sem barn og áfram fram á fullorðinsaldur og ég þakka fyrir mig. Kristín Sveinbjarnardóttir. Kristján Ebenezersson Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Helgi Jensson og fjölskylda. Þá ertu farinn frá okkur Stjáni minn. Þú, sem í mínu lífi, hefur verið fremstur manna, helsta fyrirmynd og vinur. Þú kenndir mér að umgangast allar manneskjur með virðingu og vinsemd, að keyra bíl og spila póker. Ég kveð þig með söknuði. Gísli Ólafsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Elsku litla dóttir okkar, systir, barnabarn, barna barnabarn og frænka, VÉDÍS EDDA PÉTURSDÓTTIR til heimilis að Öldubakka 29, Hvolsvelli, lést á Barnaspítala Hringsins 20. september. Jarðsett verður frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 29. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Pétur Halldórsson, Birna Sigurðardóttir, Sigurður Anton Pétursson, Agnes Hlín Pétursdóttir, Halldór Óskarsson, Edda Guðlaug Antonsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Kristín Elínborg Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, og langalangamma, GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR sjúkraliði, sem lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, föstudaginn 14. september, verður jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2 Reykjavík föstudaginn 28. september kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á ABC barnahjálp í síma 414 0990. Daníel Jónasson, Ase Johanne Jónasson, Dóra Mirjam Jónasdóttir, Ernst Olsson, Guðjón Jónasson, Þóra Jenný Hendriksdóttir, Ríkarður Bergstað Jónasson, María Árnadóttir, Rebekka Jónasdóttir, Yngvi Guðnason, Guðný Ragnhildur Jónasdóttir, Hinrik Þorsteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR frá Setbergi, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 29. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hollvina- samtök sjúkrahússins á Egilsstöðum. Bragi Gunnlaugsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA UNNUR SVEINSDÓTTIR frá Ólafsvík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 18. september, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 28. september kl. 13.00. Jarðsett verður í Ólafsvíkurkirkjugarði laugardaginn 29. september kl. 12.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina Sumargjöf í Ólafsvík. Aðalsteinn Guðbrandsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ole Dangvard Jensen, Sjöfn Aðalsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Ævar Guðmundsson, Þórheiður Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, AÐALSTEINN ÞÓRÓLFSSON, Melateig 33, Akureyri, lést á heimili sínu að morgni þriðjudagsins 25. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Þorvaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.