Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 49 Hamskiptin Frumsýning í kvöld á Stóra sviðinu eftir Franz Kafka Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Leikgerð og leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson og David Farr Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er fínt, það voru 42 myndir að berjast um sigurinn og það er gott að vera meðal þriggja efstu. En það munaði víst rosalega litlu, sem er auðvitað svekkjandi líka,“ segir Grímur Hákonarson kvikmynda- gerðarmaður, en mynd hans Bræðrabylta var valin ein af þremur bestu stuttmyndunum á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Pano- rama í fyrrakvöld. Það var sænska stuttmyndin Love and War sem bar sigur úr býtum en Bræðrabylta og sænska myndin Situation Frank fengu það sem kallað er „honorary mention“ sem þýðir í raun að þær höfnuðu í öðru til þriðja sæti. Bræðrabylta fjallar um tvo sam- kynhneigða glímumenn sem fá útrás fyrir ástina í gegnum glímuna. Í um- sögn dómnefndar um myndina, sem heitir Wrestling á ensku, segir með- al annars: „Íslensk útgáfa af Broke- back Mountain sem endar vel, hríf- andi en stuttorð ástarsaga.“ Að sögn Gríms er þetta ekki í fyrsta skipti sem myndinni er líkt við Brokeback Mountain, og líklega ekki það síð- asta. Frumsýnd á RIFF Aðspurður segir Grímur að mynd- in verði sýnd víða á næstunni. „Dreifing gengur mjög vel og ég er búinn að missa töluna á því hversu margar hátíðir hafa tekið hana inn. Þannig að þetta er bara enn ein rós- in í hnappagatið,“ segir hann um við- urkenninguna. „Á þeim fjórum há- tíðum sem hún hefur nú þegar verið sýnd á hefur hún alltaf fengið ein- hvers konar viðurkenningu. Svo verður hún í dreifingu næstu tvö ár- in, þannig að það er bara bjart fram- undan,“ segir Grímur, en Bræðra- bylta verður meðal annars sýnd á Sodoma in Hollywood-hátíðinni í Tórínó á Ítalíu. Myndin verður hins vegar frum- sýnd hér á landi klukkan 18 á laug- ardaginn kemur, en hún verður sýnd á RIFF-hátíðinni. Þar verður hún sýnd ásamt sex öðrum nýjum ís- lenskum stuttmyndum, en mynd- irnar verða sýndar í Regnboganum bæði á laugardag og sunnudag. „Við verðum þarna á laugardaginn og það verður boðið upp á spjall við leik- stjórann á eftir,“ segir Grímur sem er nýkominn heim frá Sarajevo þar sem hann var að skrifa kvikmynda- handrit, en hann stefnir að því að gera mynd í fullri lengd á næsta ári. Rós í hnappa- gatið Stígið! Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson í hlutverkum sínum sem samkynhneigðir glímumenn. Bræðrabylta ein besta stuttmyndin á Nordisk Pano- rama hátíðinni Stórhuga Grímur stefnir að því að gera mynd í fullri lengd á næsta ári. www.riff.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.