Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 55 INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í PROMENS HF. Þann 12. nóvember 2007 kl. 9:00, verða hluta- bréf í Promens hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Promens hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignar- skráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Promens hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofan- greindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Promens hf. að staðreyna skráning- una með fyrirspurn til hlutaskrár Promens hf., Hlíðasmára 1, 200 Kópavogi eða í netfangið johannae@promens.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð, ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verð- bréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Promens hf. HLJÓMSVEITIRNAR Benny Crespo’s Gang og Royal Fortune halda tónleika á Organ í kvöld. Benny Crespo’s Gang er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu, sem er væntanleg í verslanir 19. október, sem er einmitt sami dagur og sveitin kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni. Sveitin hefur ekki komið fram á tónleikum síðan í maí og meðlimir hennar eru því orðnir óþreyjufullir að komast aftur á svið, segir í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Aðdáendur tónlistarkonunnar Lay Low bíða með mikilli eftirvænt- ingu eftir breiðskífu Benny Crespo’s Gang, en hún leikur á gítar og hljóm- borð með sveitinni ásamt því að syngja. Það er óhætt að segja að hún fer allt aðrar leiðir með sveitinni heldur en á breiðskífu sinni, Please Don’t Hate Me. Royal Fortune er ólík blanda fimm einstaklinga en bandið hefur verið iðið við að semja melódískar melankólíuballöður undanfarna mánuði. Royal Fortune leikur einnig á Iceland Airwaves-hátíðinni í októ- ber. Húsið opnar kl. 21 og má búast við því að hljómsveitirnar stigi á svið kl. 22. Aðgangur er ókeypis. Organ er að Hafnarstræti 1-3. Morgunblaðið/Golli Benny Crespo’s Gang Vinnur að fyrstu plötu sinni. Royal Fortune Ólík blanda fimm einstaklinga. Benny Crespo’s Gang og Royal Fortune SJÓNVARPSSTJARNAN og sam- kvæmisljósið Paris Hilton hefur lýst því yfir að hún ætli til Afríku- ríkisins Rúanda innan skamms til að vekja athygli á neyð fólks á svæðinu. „Ég mun fara í nóvember eftir að upptökum á myndinni minni lýk- ur,“ segir hún í viðtali við E! On- line: „Það er svo mikil neyð á svæð- inu og mér finnst að með því að fara þangað geti ég vakið athygli á því hvað hægt er að gera til aðstoðar. Mig langar til að fara til fleiri landa þar sem fátækt og aðstæður barna eru vandamál. Ég veit að ég get komið góðu til leiðar með því einu að taka þátt og vekja athygli á þess- um málum.“ Reuters Hilton Vill vekja athygli á fátækt. Paris til Rúanda KVIKMYNDALEIKKONAN Jes- sica Biel mun líklega fara með hlut- verk Wonder Woman í kvikmynd sem á að fara að gera um ofurhetjuna kynþokkafullu bráðlega. Hún stend- ur nú í viðræðum við framleiðendur myndarinnar um að leika Wonder Woman sem hefur verið í teikni- myndaformi hing- að til. „Það er of snemmt að segja til um hvort úr samningum verð- ur,“ sagði talsmaður leikkonunnar nýlega. Hann vildi heldur ekkert segja um það hvort Biel færi með hlutverk í mynd sem er byggð á teiknimyndasögu þar sem Batman, Superman og Wonder Women koma öll saman. Biel er ein af mörgum stjörnum sem koma til greina í hlut- verk Wonder Women. The O.C stjarnan Rachel Bilson hefur verið orðuð við hlutverkið sem og Cather- ine Zeta-Jones og Cameron Diaz. Kate Beckinsale hefur þegar hafnað því. Biel er nú við upptökur á myndinni Powder Blue með óskarsverðlauna- hafanum Forest Whitaker og Ray Liotta. Hægt er að sjá Biel nú á hvíta tjaldinu í myndinni I Now Pronounce You Chuck and Larry. Margar vilja vera Wonder Woman Jessica Biel Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.