Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GAGNSÆI Á LANDSPÍTALA Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram-kvæmdastjóri fjárreiðna ogupplýsinga á Landspítala, skrifaði grein hér í Morgunblaðið sl. sunnudag, þar sem hún skýrði frá því, að innleiðingu svonefnds DRG-kerfis væri að mestu lokið á spítalanum en þar er um að ræða kerfi kostnaðar- greiningar, sem gerir spítalanum kleift að leggja fram upplýsingar um kostnað við hverja aðgerð sem fram- kvæmd er á spítalanum eða hverja meðferð sem sjúklingur fær þar. Það liggur í augum uppi að slík kostnaðargreining eykur til stórra muna gagnsæi í starfsemi spítalans. Hún þýðir, að nú er hægt að leggja fram mjög nákvæmar upplýsingar um það í hvað nánast hver króna fer af þeim fjármunum, sem renna til spítalans úr ríkissjóði. Nú liggja fyrir upplýsingar um að hver kransæðahjáveita kostar um 2,2 milljónir króna, að liðskiptaaðgerð kostar rétt innan við milljón krónur, að keisaraskurður kostar um hálfa milljón króna o.s.frv. Þetta er auðvitað bylting í starf- semi spítalans og engan þarf að undra að það hefur tekið nokkurn tíma að koma þessu kerfi á en und- irbúningur að því hófst á árinu 2001. DRG-kerfið styrkir augljóslega stöðu spítalans í samskiptum hans við fjárveitingavaldið um leið og fjárveit- ingavaldið hefur betri yfirsýn yfir það í hvað peningarnir fara. Næsta skref hlýtur að vera endur- skoðun á því, hvernig ákvarðanir eru teknar um fjárveitingar til reksturs spítalans. Sú endurskoðun þarf að vera vandlega undirbúin en væntan- lega á þetta kerfi að geta leitt til þess, að vandræðagangurinn í rekstri Landspítalans heyri sögunni til. Þá er annars vegar átt við það fyrir- komulag að reka spítalann seinni hluta ársins á kostnað birgja spítal- ans, þ.e. með því að greiða ekki reikn- inga frá þeim fyrr en seint og um síð- ir, en ekki síður að væntanlega mun DRG-kerfið greiða fyrir því, að hægt verði að þurrka biðlistana út. Fjár- veitingavaldið veit þá í hvað pening- arnir fara í stað þess að þingmenn- irnir hafa augljóslega haft það á tilfinningunni að þeir séu að ausa peningum í botnlausa hít. Það er ástæða til að óska forráða- mönnum Landspítalans til hamingju með þennan áfanga. Tilvera þeirra ætti að verða bærilegra héðan í frá en hingað til. Allt fer þetta þó eftir því, hvernig að framkvæmd málsins verður staðið, en miðað við þá miklu hreyfingu, sem er að komast á breytingar í heilbrigð- iskerfinu, er ekki ástæða til að ætla annað en vel verði að þeirri fram- kvæmd staðið. Það hafa mörg spjót staðið á Magn- úsi Péturssyni, forstjóra Landspít- ala, og samstarfsmönnum hans, m.a. héðan frá Morgunblaðinu. En þetta framtak er óumdeilanlega rós í hnappagat þeirra. Að baki þessum áfanga liggur augljóslega gífurleg vinna. TJÁNINGARFRELSIÐ Það þurfa að vera sterk rök fyrirþví að hefta tjáningarfrelsi fólks. Þau geta m.a. snúizt um það að takmörk eru fyrir öllu. Það er ekki sjálfsagt að viðhafa ærumeið- andi ummæli um annað fólk á op- inberum vettvangi enda sérstök lög bæði hér og annars staðar til þess að koma í veg fyrir það. Í Bandaríkjunum fóru hins vegar fram fyrir nokkrum dögum undar- legar umræður, sem snerust um tjáningarfrelsið. Til New York er kominn forseti Írans, Ahmadinejad að nafni. Honum hafði verið boðið að halda fyrirlestur á vegum Kól- umbía-háskóla. Þá brá svo við, að háskólinn fékk á sig þunga gagnrýni fyrir að leyfa forseta Írans að tala. Hvers vegna? Hvers vegna skyldi Íransforseti ekki mega tjá sig innan veggja þessa merka háskóla? Eru Bandaríkin ekki að eigin mati út- vörður tjáningarfrelsis og skoðana- frelsis? Um hvað snerist kalda stríð- ið? Snerist það ekki m.a. um rétt þjóða og einstaklinga til þess að hafa skoðanir og tjá þær? Þessar umræður eru auðvitað frá- leitar. Það er þvert á móti gagnlegt fyrir bæði Bandaríkjamenn og aðra að eiga slík skoðanaskipti við for- seta Írans og marga aðra pólitíska forystumenn, sem sjá veröldina frá öðru sjónarhorni en Vesturlandabú- ar gera. Frá Íran berast þær fréttir að landsmenn forsetans séu ánægðir með frammistöðu hans í umræðum í New York. Frá sjónarhóli okkar Vesturlandabúa verður málflutning- ur hans að teljast veikur svo ekki sé meira sagt. En aðalatriðið er þó að skoðanaskiptin fari fram og að þeir sem telja sig helztu málsvara tján- ingarfrelsis og skoðanafrelsis í heiminum nú um stundir geri sig ekki seka um að hefta málfrelsi er- lends þjóðhöfðingja, þótt þeir kunni ekki að meta skoðanir hans. Í raun og veru má segja, að það sé mikill skortur á slíkum skoðana- skiptum. Viðleitni ýmissa blaða- manna og teiknara á Vesturlöndum til þess að ganga fram af fólki í öðr- um heimshlutum og sem er annarrar trúar en við felur ekki í sér neina til- raun til skoðanaskipta. Sennilega er tímabært að efna skipulega til gagnkvæmra heim- sókna fólks frá ólíkum menningar- heimum til þess að auka þekkingu og skilning, efna til samræðna og skoðanaskipta á reglulegum grund- velli. Heimsókn Íransforseta til New York og deilur um það, hvort hann skyldi njóta málfrelsis þar, ættu að verða upphafið að slíkum gagn- kvæmum samskiptum, sem gætu orðið til þess að auka líkur á friði í þeim heimshluta. Íransforseti segir að það sé ekk- ert stríð í uppsiglingu. Stríð hefjast m.a. vegna tortryggni um áform mótaðilans. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Arvo-Jürgen Alas fyrrverandi sendiherra fæddist 20. mars 1943 í Tallinn. Hann lést í Kaupmannahöfn 18. sept- ember síðastliðinn. Á námsárum mínum í Leningrad (nú Sankti- Pétursborg) fyrir nær aldarþriðjungi kenndi ég nor- rænunemum nútímaíslensku sem valfag. Meðal þeirra var fólk sem átti eftir að geta sér góðan orðstír á sviði málvísinda. En einn nemendanna skar sig úr frá fyrstu stund með nær lýtalausum framburði og málhreimi. Það var ungur Eistlendingur frá Tallinn, borginni þar sem goðsagan segir Dannebrog hafa svifið af himnum. Hann lagði þá stund á nám í norsku við Leningrad-háskóla hjá þeim kunnu Íslandsvinum og fræðaþulum próf. Mikhail Iv- anovitsj Steblin-Kamenskij og Valerij Pavlovitsj Berkov. Þegar á námsárum sínum tók hann að þýða norræn bókmenntaverk á móðurmál sitt og skrifa greinar um Ís- land og Færeyjar í æskulýðstímaritið Noorus, og að loknu námi gerðist hann menningaritstjóri þess (1971- 1981). Síðar vann hann sem ráðgjafi Eistne sambandsins og norskukennari í Tallinn. Árið 1990 varð hann sendifulltrúi Eistlan ingaskrifstofu Eystrasaltsríkja í Kaupman eftir sendiherra hins nýfrjálsa Eistlands á og Danmörku með aðsetri í Höfn. Því emb til ársins 1996 en var áfram „varaliðsmaðu anríkisþjónustunnar. Þótt sendiherrastarfið væri erilsamt, sló við þýðingar og aðra menningarstarfsemi. eini erlendi sendiherrann sem hefur haldið lensku um bókmenntir þjóðar sinnar. Frá dauðadags helgaði hann sig menningarmið bók Steblin-Kamenskijs um íslenska menn nesku. Hann þýddi verk danskra, norskra höfunda, svo sem Holbergs, Heinesens, Sc J.-Fr. Jacobsens, Ibsens, Björnsons, Hoels Noorus-forlagið, sem áður er á minnst, g út ritröð nútímasmásagnasafna frá ýmsum Arvo Alas Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í Washington bab@mbl.is Ímáli sínu fyrir nefndinni ígær greindi Ólafur RagnarGrímsson, forseti Íslands,frá reynslu Íslendinga af nýtingu jarðvarma og færði rök fyrir fjölþættum ávinningi þess að Bandaríkjamenn nýttu jarðvarma sem orkugjafa í auknum mæli. Hann lagði auk þess til að Íslend- ingar og Bandaríkjamenn efldu samvinnu sín á milli á þessu sviði en þar lægju mikil tækifæri bæði fyrir vísinda- og rannsóknarstofn- anir í löndunum tveimur sem og orkufyrirtæki og fjárfesta. Ólafur Ragnar lagði fram skriflega grein- argerð, sem unnin var í samstarfi við íslenska sérfræðinga, þeirra á meðal Þorkel Helgason orku- málastjóra sem mætti fyrir nefnd- ina ásamt forsetanum. Litið til Íslands sem fyrir- myndar í jarðvarmanýtingu Af athugasemdum og spurningum nefndarmanna að dæma við vitna- leiðslurnar í gær er ljóst að litið er til Íslands sem fyrirmyndar í nýt- ingu jarðvarma og annarra end- urnýjanlegra orkugjafa og að væntingar eru gerðar til samstarfs við Íslendinga í þessum efnum. Formaður nefndarinnar, Jeff Bingaman, öldungadeildarþing- maður demókrata fyrir New Mexíkó, sagði við upphaf fundarins að Ísland væri í fararbroddi í heim- inum í nýtingu jarðvarma og að Bandaríkin gætu orðið það líka ef viljinn væri fyrir hendi. Lisa Murk- owski, öldungadeildarþingmaður repúblikana fyrir Alaska, sagðist vonast til þess að metnaðarfullt markmið frumvarpsins sem liggur fyrir öldungadeildinni um að hækka hlutfall jarðvarma í orku- nýtingu landsins upp í 20% yrði að veruleika og að þær rannsóknir, tækninýjungar og aðferðir sem notaðar hafa verið til að breyta orkunotkun á Íslandi gæfu tilefni til bjartsýni um að það yrði hægt. Þungamiðja röksemdafærslu Ólafs Ragnars fyrir nefndinni var efnahagsleg og greindi hann frá þeim viðskiptatækifærum sem fæl- ust í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og sívaxandi áhuga stórra fjárfesta á þessu sviði. Nefndarmenn lögðu líka áherslu á þennan þátt og Ólafur Ragnar svaraði spurningum þeirra meðal annars á þann veg að þó að op- inberra fjárfestinga og styrkja hefði verið þörf í upphafi á Íslandi væru orkufyrirtækin orðin arðbær fyrirtæki. Grænt ljós á þátttöku Íslendinga í jarðhitanýtingu Að vitnaleiðslunum loknum sagði Ólafur Ragnar, í samtali við Morg- unblaðið, að sér þætti mikil við- horfsbreyting hafa átt sér stað í Bandaríkjunum hvað varðar nýt- ingu endurnýjanlegra orkugjafa og að umræðurnar fyrir nefndinni fælu í sér mikla viðurkenningu fyr- ir Ísland. „Þetta er staðfesting á því sem gert hefur verið á Íslandi á und- anfarinni hálfri öld eða svo. Fjöldi vísindamanna, sveitarfélaga, orku- fyrirtækja og annarra, hefur smátt og smátt skapað landinu algjöra forystustöðu á þessu sviði viðvera og málflutningur h er í raun þakkargjörð til þe mikla fjölda sem hefur lagt plóginn við að skapa þessa Spurningar þingmannanna flutningur og viðbrögð þeir fannst mér síðan sýna að in öldungadeildarinnar er kom sterkur hópur af þingmönn báðum flokkum og frá ólíku um sem ætlar sér greinileg koma því í kring að Bandar taki til hendinni varðandi n jarðhita. Og þeir eru reiðu leita eftir samstarfi við Ísle – vísindamenn, rannsóknar anir, orkufyrirtæki, fjárfes þeim efnum. Þannig tel ég höfum hér í dag fengið eins ljós á þátttöku Íslendinga þ kemur að jarðhitanýtingu ríkjunum og hægt er að hu ,“segir Ólafur Ragnar. Stórkostleg tækifæri fyrir vísindasamfélagið – Í lok framsögu þinnar fyr nefndinni lagðirðu fram íta tillögu um aukið samstarf m lands og Bandaríkjanna á s orkumála. Áttu von á því a þessu samstarfi verði nú í f haldinu? „Já, ég er sannfærður um Áður en vitnaleiðslurnar fó átti ég fund með formanni arinnar og það er mikill áh Viðræður Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við þingmenn sem sæti ríkjaþings, þau Lisu Murkowski, þingmann rebúblikana í Alaska Hawaii, í þinghúsinu áður en Ólafur Ragnar gaf vitnisburð fyrir Mikil eftirspurn e Íslendinga á sviði Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, flutti í gær vitnisburð fyrir orkumálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í vitnaleiðslum nefnd- arinnar vegna frum- varps sem lagt hefur verið fyrir þingið um stóreflda nýtingu jarð- varma sem orkugjafa í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.