Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g held að Íslendingar séu almennt mun betri í ensku en þeir gera sér grein fyrir. Þess vegna væri al- veg áreiðanlega grundvöllur fyrir því að íslensk fyrirtæki, sem hafa mikil samskipti við önnur lönd og eru með starfsstöðvar erlendis, færu að nota ensku sem vinnumál. Það myndi ennfremur gefa starfs- fólkinu tækifæri til að læra ensk- una enn betur. Það er fastur liður í tvítyng- isumræðunni sem reglulega skýtur upp kollinum að vitnað er í máls- metandi íslenskumenn sem hafa fullyrt að Íslendingar séu alls ekki eins góðir í ensku og þeir haldi. Þessar fullyrðingar hinna máls- metandi manna eru hafðar sem rök – jafnvel hin hinstu – fyrir því að allt tal um tvítyngi sé rugl og þvaður. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt meira en þessar fullyrð- ingar. Hinir málsmetandi hafa ekki það ég man fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Samt eru þær teknar góðar og gildar, eins og um endanlegan sannleika sér að ræða. Líklega er það vegna þess ósiðar sem er útbreiddur í ís- lenskri umræðuhefð að skírskotun til yfirvalds sé fullgild sönnun. Talið er vega þyngra hver mað- urinn er, eða hvaða stöðu hann gegnir, en hvaða rök hann hefur fyrir máli sínu. Þetta er eins og þegar trúardeila er afgreidd með tilvísun í heilagt rit, Biblíuna eða Kóraninn. En hvað hef ég þá fyrir mér í þeirri fullyrðingu að Íslendingar séu almennt betri í ensku en þeir geri sér grein fyrir? Ég verð víst að viðurkenna að ég hef ekki mörg rök fyrir þeirri fullyrðingu. En þar með er hún eiginlega jafngild og gagnstæð fullyrðing hinna málsmetandi, að minnsta kosti þar til þeir færa ein- hver rök fyrir sinni. Á meðan þeir gera það ekki standa orð þeirra gegn mínum, og segja má að báðar fullyrðingarnar séu jafn raka- lausar. Með öðrum orðum, fullyrð- ing mín í upphafi þessa pistils er jafngild fullyrðingum hinna máls- metandi. Nema náttúrlega að bent sé á að þeir séu málsmetandi en ég ekki. En eins og ég sagði, það dugar ekki. „Skírskotun yfirvalds“ er rökvilla. En setjum nú sem svo, að hinir málsmetandi hafi rétt fyrir sér en ég rangt, og að Íslendingar séu í raun og sannleika ekki eins góðir í íslensku og þeir haldi sig vera. Hvaða ályktanir mætti draga af því? Þýðir það að enginn mögu- leiki sé á tvítyngi á Íslandi, og tómt mál að tala um það? Eða þýðir það að Íslendingar þurfi að læra ensku betur og æfa sig í henni ef þeir ætli sér tvítyngi? Ég hallast frekar að síðari kost- inum. Ef Íslendingar fara fyrr að læra ensku – jafnvel strax í fyrsta bekk – og þurfa að tala hana og skrifa í daglegri rútínu, til dæmis í vinnunni, eru allar líkur á að enskukunnátta þeirra verði al- mennt mun betri en hinir máls- metandi telja hana nú vera. Þá vaknar auðvitað sú spurning hvort það sé æskilegt að Íslend- ingar verði tvítyngdir. Það virðist sem margir þátttakendur í hinni reglubundnu tvítyngisumræðu telji slíkt óæskilegt vegna þess að það muni draga úr íslenskukunnáttu Íslendinga. En er það líklegt? Eru mann- inum ásköpuð einhver takmörk fyrir því hvað hann getur lært mikið mál, þannig að ef hann lærir svo og svo mikið af einu máli minnki „kvótinn“ sem hann á eftir fyrir annað mál? Nei, ég held að við höfum engan svona fyrirfram gefinn kvóta. Þess vegna er ekkert sem segir að auk- in enskukunnátta þurfi endilega að draga úr íslenskukunnáttu. Enda er það líklega ekki þetta sem hinir málsmetandi óttast, heldur hitt, að því meira sem Íslendingar æfa sig í ensku því minna æfi þeir sig í ís- lensku, og það leiði til þess að þeir verði ekki eins góðir í íslensku og ella. Setjum nú sem svo að þetta sé rétt. Ef maður notar jöfnum hönd- um íslensku og ensku verður mað- ur í hvorugu málinu jafn góður og maður yrði í máli sem maður not- aði eingöngu. Fyrir vikið myndi staða íslenskunnar veikjast eftir því sem staða enskunnar myndi styrkjast, líkt og tungurnar séu á vogarskálum og einungis úr tak- mörkuðu magni lóða að spila. En þarna kemur aftur í ljós veikleiki í röksemdafærslunni. Það er alls ekki gefið að úr takmörk- uðu magni lóða sé að spila. Eins og að framan sagði, það er enginn fyrirfram gefinn kvóti á tungu- málum. Hvers vegna skyldi ís- lenskunni ekki geta vaxið enn ás- megin um leið og enskukunnátta Íslendinga eykst? Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að enskukunnátta okk- ar er almennt meiri núna en hún var fyrir til dæmis 25 árum. Eru einhver merki um að staða íslensk- unnar sé að sama skapi veikari? Enn eru skrifaðar og gefnar út bækur á góðri íslensku, ekki satt? Og jafnvel fleiri en voru gefnar út fyrir aldarfjórðungi. Enn eru til fjölmiðlar á íslensku, og jafnvel fleiri og fjölbreyttari en voru þá. Nú eru til íslenskar kvikmyndir, sem voru engar fyrir 25 árum (að minnsta kosti ekki með tali). Al- mennt eru íslenskir pennar síst latari nú en á árum áður. Að þessu sögðu er freistandi að slá því fram, að staða íslenskunnar hafi beinlínis styrkst um leið og enskukunnátta hefur vaxið. En þess þarf ekki. Að segja margt benda til að íslenskan sé jafn sterk nú og áður dugar fyrir þeirri nið- urstöðu að Íslendingar hafi ekki tapað neinu á því að læra meiri ensku. Þvert á móti hafa þeir grætt verulega (og þá á ég ekki við peningagróða) með því að bæta við þekkingu sína og hugsun. Reynslan er áreiðanlegri vegvís- ir en staðhæfingar manna – jafn- vel þótt þeir séu málsmetandi. Og reynslan virðist benda til að ís- lenskunni sé ekki hætta búin þótt Íslendingar læri og noti ensku. Gott mál » Íslendingar eru almennt mun betri í ensku enþeir gera sér grein fyrir. Þess vegna væri al- veg áreiðanlega grundvöllur fyrir því að íslensk fyrirtæki, sem hafa mikil samskipti við önnur lönd og eru með starfsstöðvar erlendis, færu að nota ensku sem vinnumál. kga@mbl.is VIÐHORF Eftir Kristján Arngrímsson Í Morgunblaðinu á höfuðdaginn 29/8 sl. birti Kristinn Bergsveinsson skoðun sína á hvar vegur um Gufu- dalssveit eigi að liggja og tengja Vestfjarðakjálkann við aðrar byggðir landsins. Ég hefi lengst af verið þegj- andi neytandi í umræðu um vegamál. Grein Kristins stjakar við mér, að segja mína skoðun líka. Ég þakka Kristni greinina. Umræða er góð og þörf. Hún verð- ur til þegar vandi er á höndum og víst er hann hér, annars væri betri vegur um umrætt svæði löngu kominn. Mín meining: Við vegalagningu ber að hafa að leið- arljósi virðingu fyrir náttúru lands, minjum jarðsögu og byggðar. Hagnýti. Aðgengi nytja og verndar. Stofnbrautir allar þurfa að vera svo stuttar og rakleiðar, sem kostur er. Út frá þeim séu svo sveitavegir eftir þörfum byggðar, eða annarra nytja. Vegur um Gufudalssveit á að vera frá Kinnarstöðum um þveran Þorskafjörð, gegnum Hjallaháls, eft- ir melunum á vestanverðu Hall- steinsnesinu, þvert um Djúpafjörð og Gufufjörð, gegnum Skálanesfjall eða Gufudalsháls, þvert um Kollafjarð- arvaðal, gegnum Bæjarnesfjall í Kvígindisfjörð og þá erum við í Múla- sveit. Hálsinn milli Kvígindis- og Skálmarfjarða er lágur og þá eini fjallvegurinn á leiðinni áfram. Síðan um Skálmardal og í göngum til Gjörvadals. Um þessa leið í Gufudalssveit, sem hér er nefnd er mér full alvara og skal nú rökstyðja. Jarðgöng eru vistvæn. Þau eru fal- in náma fyrir annan veg. Þegar þau eru sprengd er efnið gott. Ef þau eru gerð með bor þekki ég hinsvegar ekki efnið. Vaðla og firði er hægt að þvera án þess að mikið truflist náttúra þeirra. Dæmi: Kolgrafafjörður. Þá er einnig hægt að stífla að mestu. Dæmi: Gils- fjörður. Við stífluna þar mynduðust nýjar fjörur, sem ekki voru til áður og koma að einhverju leyti í stað þeirra, sem töpuðust og mun fást talsverður fróðleikur við að fylgjast með þróun þeirra og lónsins. Íslenskt berg kann að vera víða slæmt til gangagerðar og víðast mun þurfa að fóðra göngin. Ég hef nýlega ferðast um Noreg þar sér maður, að það er ýmist gert eða ekki. Nú mun í augsýn samkomulag Vegagerð- arinnar og Skálanes- manna um vegarleið gegnum hraunið, byggt á vilja hinna síð- arnefndu, sem hafa hið sama leiðarljós og ég fyrr nefndi. Þarna var búinn að vera ágrein- ingur út af fyrirætl- unum Vegagerð- arinnar. En meining mín er: Það á að láta Skálaneshraunið í friði. Það er jarðsögulegt náttúruvætti og hefur þegar fyrir löngu verið skemmt nóg. Betra er að fara gegnum fjallið innar s.s. áður er nefnt. Tæknin og möguleikarnir til, að svo megi verða sýnist mér á næsta leiti. Fá ár eru síðan góður vegur var lagður yfir Klettsháls og um Kolla- fjarðarbotn. Mér blöskrar allt það rask, sem fór í hann. Eyrum var turnað, tún eyðilögð, fjarlægja þurfti mýrarjarðveg úr votri hlíð og drullan úr henni hljóp niður í fjörðinn. Fjöru- vegur var lagður um bugana við Fjarðarhorn. Þar var áður besti sil- ungsveiðistaður fólksins í Fjarð- arhorni. Það er að vísu ekki lengur til staðar, en þetta er dæmi um lífið í bugunum og slíkt er víst það, sem náttúruverndarmenn vilja standa vörð um. Ég hef ekki heyrt um mót- mæli. Hinsvegar spurði ég hvers- vegna vegurinn væri ekki lagður þvert um vaðalinn utar, mér sýndist það henta fyrirhugaðri vegarlínu og minnka raskið í fjarðarbotninum. Svörin voru þau að vegagerðarmenn nenntu ekki að stofna til alls þess þjarks við náttúruverndarhug- sjónamenn, sem það myndi kosta. Mér virðast þeir síðarnefndu ekki alltaf vera til varnar á réttum stöð- um. Stærsti ókosturinn við grjótgarða í fjöru sýnist mér hve mikið vé þeir eru minknum, er það jafnt hvort veg- ur liggur með löndum eða yfir vaðla. Þessi ágæti akvegur, sem kominn er um Klettsháls tekur ekki af mann- skæða veðravítið í austanverðum hálsinum, enda þarf þar stöðuga gæslu að vetrinum. Hún kostar líka peninga. Þessar hugmyndir, sem ég hefi hér reifað eru frá fleirum en mér. Ég held, að þær verði að veruleika. En verði þær virtar, valda þær vissulega töfum. Fari svo verð ég skammaður. Það er vel, allar góðar ráðagerðir þola skammir. Ég lít á veginn um Klettsháls sem bráðabirgðaráð og legg hann sem slíkan að jöfnu við veginn um Ódrjúgsháls, sem lagður var til bráðabirgða en dugar enn eftir 50 ár vegna þess hve fátt er um ráð til úr- bóta. Hann var á sínum tíma lagður af ráðgóðum, djörfum ýtumanni, sem hunsaði fárvitlausa fyrirmælingu yf- irboðara sinna. Munur þessara tveggja fjallvega liggur í tíma og tækni. Ég nefndi áður göng gegnum Bæj- arnesfjall. Aðrir hafa nefnt göng úr Frakkadal í Skálmardal. Það er líka kostur á sömu leið. Vegagerð er oft svo mikið hitamál að stóryrði og brigsl falla. Til sam- anburðar verður mér hugsað til dóms, sem gildur bóndi eitt sinn felldi um grannkonu sína: ,,Hún er svo voðalega vitlaus að hún hefur ekki einusinni verksvit, en þó er hún skást á því sviði. Sitthvað fleira hefði ég viljað minnast á, en plássið leyfir ekki. Hvar á vegur að liggja? Jóhannes Geir Gíslason skrifar um samgöngur » Þessar hugmyndir,sem ég hefi hér reif- að eru frá fleirum en mér. Ég held, að þær verði að veruleika. Jóhannes Geir Gíslason Höfundur er bóndi í Skáleyjum Breiðafirði. YFIR 30% fólks á vinnumarkaði hafa ekki lokið formlegu námi í fram- haldsskóla. Ástæða brottfalls úr skól- um er margvísleg en ein þeirra er lestrarerfiðleikar. Hátt í 200 manns með lestrarerfiðleika hafa sótt nám- skeið hjá Mími-símenntun sem heitir Aftur í nám. Þessi námsleið eru 95 kst. og við útskrift segja nemendur iðulega: „Þetta nám breytti lífi mínu.“ Fólk sem ekki gat lesið dag- blöðin eða aðstoðað börnin sín í námi hefur nú öðlast forsendur til að lesa. Fullorðið fólk sem kemur á nám- skeiðið er oft fullt af vantrú á sjálft sig og fullvisst um að það sé illa gefið og geti ekki lært. Raunin er allt önnur, lesblint fólk er upp til hópa ákaflega vel gefið og vel gert fólk. Það gefur okkur sem störfum í fullorðinsfræðslunni mikið að horfa á eftir nemendum okkar í lok nám- skeiðs, stoltum og fullum áhuga á að halda áfram námi. Við sem störfum í fullorðins- fræðslunni hittum á hverjum degi fjölda einstaklinga sem hafa hætt í skóla án þess að ljúka námi. Sumir hættu í grunnskóla en aðrir í fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Þar sem skólakerfinu sleppir tekur fullorð- insfræðslan við. Markmið Mímis- símenntunar er að vera brú milli at- vinnulífs og náms fyrir þá sem hafa stystu formlegu skólagönguna. Nú í Viku símenntunar viljum við benda á það fjölbreytta starf sem er í gangi í fullorðinsfræðslu og jafnframt hvetja fólk til dáða. Frumkvæði atvinnulífsins Aðilar vinnumarkaðarins hafa sýnt jákvætt frumkvæði við að efla full- orðinsfræðslu. Með tilkomu aukins fjármagns frá ríkinu í kjölfar samn- inga Samtaka atvinnu- lífsins og Alþýðu- sambands Íslands haustið 2005, hefur tækifærum fullorðinna til náms fjölgað. Nú þurfa nemendur ein- ungis að greiða lítinn hluta af kostnaði náms- ins. Ríkið greiðir stóran hluta og fræðslusjóðir atvinnulífsins styðja einnig dyggilega við sitt fólk. Nám fyrir full- orðna þarf að taka mið af þörfum atvinnulífsins og því er mikilvægt að fullorðins- fræðsluaðilar starfi í nánu samstarfi við atvinnulífið. Margir hafa í því sambandi unnið gott starf, sér- staklega má nefna Eflingu- stéttarfélag sem hefur verið í far- arbroddi þegar kemur að endur- og símenntun sinna félagsmanna. Í sam- starfi margra aðila hefur verið fund- inn farvegur fyrir starfsfólk í leik- skólum og í umönnun aldraðra og fatlaðra til náms- og starfsþróunar. Einstaklingar á þessum starfsvett- vangi geta í samráði við sína yf- irmenn gert áætlun um nám til 4-6 ára. Í þessu ferli er mikið lagt upp úr því að fólk lendi ekki í blindgötu í náminu heldur stefni markvisst að ákveðnum áfanga. Fleiri aðilar vinnumarkaðarins eru í samstarfi við Mími og fleiri fræðsluaðila og vinna að námsleiðum fyrir sína starfsmenn. Má í því sambandi t.d. nefna ferða- þjónustuna. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind allra fyrirtækja. Það veitir starfsmanni aukið öryggi og starfs- ánægju að efla sig á vinnumarkaði og í lífinu almennt með námi við hæfi. Tilboðin og tækifærin hafa aldrei ver- ið fleiri. Náms- og starfsráðgjafar starfa hjá Mími og á öllum símennt- unarmiðstöðum á landinu og bjóða þeir upp á ókeypis náms- og starfs- ráðgjöf fyrir þá sem hafa stutta form- lega skólagöngu. Nú er bara að skrá sig í viðtal og fá aðstoð við að finna nám við hæfi. Á heimasíðu Mímis www.mimir.is má finna ítarlegri upplýsingar. Nám sem breytti lífinu 30% fólks á vinnumarkaði hafa ekki lokið námi í framhalds- skóla, segir Hulda Ólafsdóttir » Fullorðið fólk semkemur á námskeiðið er oft fullt af vantrú á sjálft sig og fullvisst um að það sé illa gefið og geti ekki lært. Raunin er allt önnur. Hulda Ólafsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.