Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 35
✝ Guðbjartur Guð-mundsson fædd-
ist á Stokkseyri 22.
september 1926.
Hann lést á líkn-
ardeild Landakots-
spítala 18. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Ingj-
aldsson f. 18.6.
1891, d. 1974,
verkamaður á
Stokkseyri, og
Steinunn Þorsteins-
dóttir, f. 13.11.1890,
d. 1969. Systkini Guðbjarts eru:
Ragnheiður, f. 29.8. 1918, d. 1991;
Bergvin, f. 23.3. 1920, d. 1994;
Steindór, f. 29.9. 1922, d. 1993; og
Engilbert, f. 8.8. 1924, d. 2003.
Guðbjartur kvæntist 20.12. 1947
Elínu Ólafsdóttur, f. 21.4. 1927, d.
Hjaltadóttur, börn þeirra eru Elín
Hanna, Hjalti Geir og Jónína
Klara; 4) Jónína bankastarfs-
maður, f. 21. 4. 1962, gift Kolbeini
Ágústssyni rekstrarstjóra, börn
þeirra eru Elínborg og Kristófer.
Guðbjartur ólst upp á Stokkseyri
og var til sjós fyrstu starfsár sín
en flutti til Reykjavíkur 1947 og
hóf þar leigubílaakstur. Þá hefur
Guðbjartur sinnt ýmsum öðrum
störfum samhliða akstrinum.
Guðbjartur sat í stjórn Sam-
vinnufélagsins Hreyfils, og einnig
í stjórn Taflfélags Hreyfils í u.þ.b.
þrjátíu ár og var lengst af formað-
ur þess þann tíma. Hann sat í
stjórn Skáksambands Íslands með
hléum á árunum 1968-90, öðlaðist
réttindi alþjóðlegs skákdómara
1979 og var oft dómari og farar-
stjóri á vegum skákhreyfingar-
innar. Þá sat hann í stjórn NSU,
Skáksambands norræna öku-
mannasambandsins, og í stjórn
Stokkseyringafélagsins í Reykja-
vík.
Guðbjartur verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
23 5. 1990. Hún var
dóttir Ólafs Jóns-
sonar, sjómanns í
Vestmannaeyjum, og
Jónínu Pétursdóttur.
Börn Guðbjarts og
Elínar eru: 1) Linda
bankastarfsmaður, f.
6. 6. 1947, gift Magn-
úsi Ársælssyni stein-
smið, börn þeirra eru
Ársæll og Björk
Inga; 2) Steinunn, f.
29.11. 1949, gift
Erlendi Magnússyni
rafvirkja, dætur
þeirra eru Unnur og Elín; Stein-
unn var áður gift Stefáni Jónssyni,
börn þeirra eru Guðbjartur og
Laufey; 3) Pétur löggiltur endur-
skoðandi, f. 22. 11. 1957, kvæntur
Birnu Margréti Guðjónsdóttur,
Pétur var áður kvæntur Svanfríði
Takk pabbi, fyrir að vera minn
besti pabbi og flottasti afi í heimi
eins og dætur okkar segja.
Uppeldi okkar systkinanna ein-
kenndist af ást, umhyggju og miklu
öryggi hjá ykkur mömmu. Við ól-
umst upp hjá ykkur að mestu leyti í
Akurgerðinu. Á þeim tíma sem ver-
ið var að koma upp húsnæði þar
voru ekki var alltof mikil auraráð,
en aldrei skorti okkur neitt en okk-
ur var kennt að nýta og fara vel með
það sem maður hafði og því búum
við vel að. Þá var nú gaman að vera
krakki og þá voru drekkutímar og
ósjaldan komst þú heim með eitt-
hvað gott úr bakaríinu.
Þú varst alltaf mikil félagsvera og
tókst á við margt á því sviði, bæði á
vinnustað og í skákinni. Margar
góðar stundir áttum við börnin og
barnabörnin með ykkur mömmu í
sumarbústaðnum á Stokkseyri og
ógleymanlegar verða okkur öllum
jólaveislurnar sem þú stóðst fyrir á
aðventunni, þegar þú vildir fá alla
þína niðja til að borða aðventumáltíð
saman, það eru einmitt svona stund-
ir sem þjappa fjölskyldum mikið
saman.
Eins þóttu okkur Edda ómetan-
legar stundirnar þegar þú komst
alltaf í kaffisopa á laugardags-
morgnum, það var alltaf svo gaman
að spjalla við þig, þú varst svo fróð-
ur og vel inni í öllu sem varðaði
land, menn og málefni.
Pabbi, þú áttir gott líf, við þökk-
um fyrir það, þótt mamma hafi farið
allt of snemma hélst þú áfram, þú
áttir þess kost að ferðast talsvert,
það þótti þér svo gaman, og, pabbi,
svo áttir þú hana Önnu, þína kæru
vinkonu og ferðafélaga núna síðustu
árin, og við þökkum fyrir það, hún
vék varla frá þér eftir að þú veiktist
og gast verið heima, var mætt
snemma á morgnanna að elda handa
þér hafragrautinn og gekk frá þér í
rúmið á kvöldin og kyssti þig góða
nótt.
Nótt, nú er komin síðasta nóttin
þín hérna með okkur, pabbi minn,
takk fyrir allt og guð geymi þig að
eilífu.
Þín dóttir,
Steinunn.
Það er margs að minnast eftir
langt ferðalag með föður mínum og
ómögulegt að koma því öllu að í
nokkrum línum. Uppvaxtarárunum
í Smáíbúðahverfinu fylgir einhver
ævintýraljómi; hverfinu sem gár-
ungar kölluðu Casablanca sem
stríðni við bágan efnahag frum-
kvöðlanna, en gat alveg eins átt
skírskotun í fræga bíómynd með
allri sinni dulúð og rómantík. Pabbi
ók leigubifreið af miklum móð og
mamma var heima að hugsa um
börnin fjögur, sem siður var að
mæður gerðu í þá daga; vopnaðar
uppskriftum úr húsmæðraskólan-
um, frómasi, brúntertu, eggjamjólk
og öðru því góðgæti sem er að
hverfa með þessari kynslóð. Sam-
skipti fjölskyldumeðlima þróuðust
öðruvísi á þessum tíma þegar tölvur
og framan af sjónvarp töldust ekki
meðal almennra heimilistækja.
Gafst þá friður til annarra hluta og
eitt af því sem pabbi kenndi mér
fljótlega var skákin. Mikil gróska
var á þessum tíma í skáklífi þeirra
Hreyfilsmanna og Taflfélag Hreyf-
ils meðal fjölmennustu skákfélaga
landsins.
Fljótlega fékk strákurinn að fara
með á skákæfingar og þar kynntist
maður frábærum félögum sem sum-
ir hverjir sitja með mér enn að tafli.
Þó að pabbi væri hinn ágætasti
skákmaður fóru hins ýmsu fé-
lagsstörf í kringum skáklífið að taka
mestan hans frítíma. Stjórnarstörf
hjá Taflfélagi Hreyfils og Skáksam-
bandi Íslands auk fararstjórnar
hinna ýmsu hópa á skákmót erlend-
is og dómarastörf á skákmótum.
Það að skapa afreksfólk í hvaða
íþróttagrein sem er kallar alltaf á
óeigingjarnt starf fjölda sjálfboða-
liða.
Fjölda staða í heiminum heim-
sótti pabbi á vegum skákarinnar en
ætli ferðin á ólympíuskákmótið á
Kúbu 1966 hafi ekki að mörgu leyti
staðið upp úr. Íslenska liðið með
Friðrik Ólafsson á hátindi ferils síns
náði góðum árangri, en ekki
skemmdi fyrir að fá að hitta bylting-
arleiðtogana litríku Castro og Che
Guevara.
Það voru mikil forréttindi að fá að
eiga föður sinn einnig sem félaga.
Áhugamálin að mestu þau sömu og
ófáar ferðirnar fórum við með
Hreyfilsmönnum á skákmót NSU til
helstu borga Norðurlandanna. Eftir
áratuga samskipti eigum við fjölda
sameiginlegra vina þar í útlöndum.
Ef lýsa ætti pabba í örstuttu máli þá
var hann fyrst og fremst félagsvera.
Hann naut samverunnar með vinum
og fjölskyldu og fannst alveg ótækt
ef einhver ætlaði ekki að halda upp
á afmælið sitt. Og jólaveislan hans
var fastur punktur í tilverunni. Eftir
fráfall mömmu fyrir 17 árum yfirgaf
pabbi Akurgerðið og flutti í Árskóga
6 í Mjóddinni þar sem stór hópur
eldri borgara unir hag sínum vel
saman. Það átti við hann að vera
innan um allt þetta ágæta fólk. Og
ekki síst hana Önnu sína. Saman
áttu þau nokkur frábær ár; ferð-
uðust saman til útlanda og voru
hvort öðru ómetanlegur félagsskap-
ur. Aldrei brá skugga á samband
þeirra. Missir hennar er því mikill.
Þegar við félagarnir sátum saman
á sjúkrastofu hans fyrir 2 vikum og
horfðum spenntir á landsleik Ís-
lands og Norður-Írlands í fótbolta
vissum við að samverustundirnar
yrðu ekki mikið fleiri á þessu
tilvistarstigi.
Sjáumst seinna, pabbi.
Pétur.
Elskulegur og kær vinur minn,
Guðbjartur, er látinn.
Við vorum einlægir og góðir vinir,
sem nutum samvista við hvort ann-
að.
Við ferðuðumst mikið bæði utan
og innanlands. Þessar ferðir voru
yndislegar og okkur ógleymanlegar.
Ferðir okkar til Stokkseyrar í húsið
hans að Ólafsvelli, sem var honum
mjög hjartfólgið voru mjög yndis-
legar. Þar nutum við þess að sitja
úti á palli í góðu veðri og rabba sam-
an um lífíð og tilveruna.
Guðbjartur var einkar ljúfur mað-
ur. Hann var fróður, glettinn og
sagði skemmtilega frá. Hann hafði
mikið yndi af að hlusta á fallega tón-
list.
Við vorum mjög náin og áttum vel
saman.
Ég sakna þess að fá hann ekki
lengur í mat og kaffi og að sitja
saman og spjalla eða hlusta á tónlist
sem við gerðum oft.
Ég þakka honum fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman,
Guð blessi minninguna um yndisleg-
an vin og einstakan mann.
Ég votta öllum aðstandendum
hans mína innilegustu samúð.
Að lifa er að elska,
allt hitt er dauði,
og allt sem lifir er fætt af ástinni,
því veröldin er sköpun hennar.
Það er hún sem vakti aflið,
sem stjórnar viti og vilja mannsins
og vefur örlagaþræði lífsins.
Það er hún sem gerir veröldina fagra,
því að hún er brosið á rúbínvörum kvöldsins
og ljós hinnar ódauðlegu gleði í augum
morgunsins.
Að lifa er að elska,
og sá sem einhver elskar getur aldrei dáið.
(Gunnar Dal.)
Anna Linnet.
Elsku afi Lilli.
Ég sit hérna með mynd fyrir
framan mig. Þessi mynd er af þér
og pabba og er tekin uppi í sumar-
bústað á afmælisdaginn hans. Mér
finnst alveg ótrúlegt að það er ná-
kvæmlega ár síðan þessi mynd var
tekin og aldrei hefði mig grunað að
við ættum aðeins eftir að hafa þig
hjá okkur í eitt ár í viðbót. Þú lítur
svo vel út á þessari mynd. Svo frísk-
legur og útitekinn.
Þessi mynd er líka í svo miklu
uppáhaldi hjá mér af því að hún vek-
ur upp svo margar góðar og hlægi-
legar minningar.
Þetta var einn besti dagur sem ég
hef átt með þér. Þú komst með
henni Önnu þinni og þið voruð svo
hress og kát eins og alltaf. Ég man
að mamma og Linda voru að dást að
peysunni minni og þú sagðir „En
mikið eru stígvélin ljót“. Síðan þeg-
ar Linda sagði að peysan væri flott
á svona ungri og fallegri stelpu
sagðir þú „Hún er ung en ekki svo
falleg“ og svo hlóstu. Svona varstu
afi, alltaf svo hress og fyndinn.
Ég man alltaf þegar ég hitti hana
Önnu þína í fyrsta sinn. Mér fannst
hálffyndið hvað þið voruð lík. Bæði
svo hress og ung í anda og bæði svo
útitekin og flott í framan. Þið alveg
smulluð saman og það er alveg frá-
bært hvað þið áttuð góð ár saman.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar. Takk fyrir alla laugar-
dagsmorgnana sem þú komst til
okkar með sykursnúða og takk fyrir
árlegu jólaveislurnar.
Þín er sárt saknað en ég veit að
þið amma Ella eruð alltaf hjá okkur
að fylgjast með okkur og passa okk-
ur. Mér finnst gott að vita af því.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Góða nótt, afi minn.
Elín Erlendsdóttir.
Elsku afi minn.
Í gegnum tárin mín brosi ég þeg-
ar ég hugsa til þess hve mikill grín-
kall þú gast verið, þú varst svo mikil
félagsvera og vildir allt fyrir barna-
börnin þín gera og alveg til síðasta
dags vildir þú endilega að ég fengi
ísskápinn þinn í nýju íbúðina mína,
takk afi, það var fallega hugsað.
Ég gleymi því aldrei þegar ég var
lítil stelpa í pössun hjá ykkur ömmu
og þú komst alltaf heim um kaffi-
leytið með sykursnúða og svo fékk
ég að sprikla í fanginu á þér og fara
í hárgreiðsluleik. Eftir að amma fór
frá okkur fluttir þú í Árskógana en
komst alltaf í morgunkaffi til okkar
um helgar. Þá ræddum við um dag-
lega lífið og allar ferðirnar sem þú
og Anna vinkona þín voruð að fara.
Elsku afi, ég mun ávallt sakna þín
en það er svo gott að vita að núna
ertu komin til ömmu og þið vakið yf-
ir okkur.
Guð geymi ykkur bæði.
Unnur Erlendsdóttir.
Elsku afi minn. Þetta gerðist allt
svo hratt, bara nokkrar vikur, en nú
ertu kominn á góðan stað til ömmu
Ellu. Ég veit að þið munuð líta eftir
okkur. Það var alltaf svo gott að
koma til þín, líka þegar þú varst
uppi á spítala, elsku afi. Það var svo
gott þegar þú sagðir að þú elskaðir
okkur allar og þér liði vel.
Þú sagðir alltaf við mig hvað þú
værir heppinn að eiga okkur og þú
sagðir okkur fólkið þitt vera þitt
ríkidæmi. Þegar ég var lítil stelpa
hjá þér í Akó þá léstu mig dansa á
hendinni þinni og söngst Dansi,
dansi dúkkan mín. Þú leyfðir okkur
Björk Ingu líka að klippa þig al-
veg upp að eyrum, síðan fórstu í
vinnuna voða stoltur af stelpunum
þínum. Elsku afi minn, ég á svo
margar góðar minningar um okkur
á Stokkseyri, öll saman komin og þú
að segja okkur sögur af þér þegar
þú varst ungur.
Afi var mikil félagsvera og var
svo heppin að kynnast henni Önnu
sinni. Þau áttu góð ár saman. Hon-
um Degi mínum fannst voða flott að
eiga langafa sem átti svona flotta
kærustu. Þau voru svo dugleg að
koma í veislur og ferðast saman og
njóta lífsins.
Elsku besti afi minn. Missir okkar
er mikill og söknuður. Þú varst fal-
legur maður og einkar glæsilegur.
Ég sakna þín en góðar minningar
hugga mig. Hvíldu í friði, afi minn.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Laufey Stefánsdóttir.
Við söknum afa mikið og það er
sárt að missa hann. Við hefðum ekki
getað átt betri afa og við áttum
margar góðar stundir með honum.
Þegar við vorum yngri munum við
eftir því þegar afi kom með ástar-
punga og snúða með sykri úr bak-
aríinu, en hann var alltaf duglegur
að heimsækja okkur í Akurgerði.
Oft spiluðum við ólsen, ólsen og
tefldum líka skák við afa. Hann afi
var góður í skák og erfitt að vinna
hann. Við áttum líka ógleymanlegar
stundir með afa á Stokkseyri en þar
ólst hann upp og þar er sumarbú-
staðurinn okkar núna. Við vöknuð-
um oft á Stokkseyri við fréttir og
veðurfréttir sem afi mátti nú ekki
missa af, en við vildum nú sofa að-
eins lengur. Afi var oft stríðinn en
það var það sem gerði hann sér-
stakan og skemmtilegan karakter.
Afi var alltaf hjá okkur á jólunum og
áttum við margar góðar stundir
saman. Við eigum eftir að sakna
hans mikið.
Guð geymi þig, elsku afi.
Þú gafst okkur gleði, hamingju og
hlýju í örmum þér.
Ást okkar til þín er ólýsanleg.
Við geymum þessar minningar í
hjörtum okkar og munum aldrei
gleyma þér.
Elínborg og Kristófer.
Í dag kveð ég vin minn og félaga
til margra ára. Við Guðbjartur
kynntumst fyrir rúmum þrjátíu ár-
um þegar ég kom inn í stjórn Skák-
sambands Íslands. Ég var þá ný-
græðingur í skákhreyfingunni en
hann gamalreyndur og öllum hnút-
um kunnugur. Hann tók mér afar
vel og tókst með okkur mikill og
góður vinskapur.
Guðbjartur var kvikur í hreyfing-
um, kraftmikill og duglegur til
verka. Hann var glaðvær og
skemmtilegur í góðra vina hópi en
fastur fyrir og ákveðinn þegar tek-
ist var á um mikilvæg mál.
Við unnum saman í skákhreyfing-
unni að fjölmörgum verkefnum. Þar
má helst nefna hin fjölmörgu skák-
mót sem hér voru haldin, innlend og
alþjóðleg. Okkar hlutverk var öðru
fremur undirbúningur, skipulag og
dómgæsla. Við Guðbjartur vorum
ásamt Jóhanni Þóri Jónssyni heitn-
um útnefndir alþjóðlegir skákdóm-
arar FIDE árið 1979 og höfðum
mikið að gera á uppgangs- og
blómatíma hinnar íslensku skák-
hreyfingar.
Í mörg ár undirbjuggum við og
skipulögðum samskipti íslenskra
unglingahópa við nemendur hins
virta skákkennara John W. Collins í
New York. Þetta var mikið og gef-
andi starf og fjölmargir íslenskir
unglingar fóru í skákferðir vestur
um haf og tóku síðan á móti banda-
rískum jafnöldrum sínum hér heima
á Íslandi.
Guðbjartur var öflugur í öllu sam-
starfi, boðinn og búinn til verka,
tilbúinn að þeytast á milli staða og
bjarga málum á ögurstundu.
Góður vinur er genginn en eftir
standa margar ánægjulegar minn-
ingar.
Ég sendi börnum og öðrum nán-
um ættingjum og vinum innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Guðbjarts Guðmundssonar.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Í dag kveðjum við í Taflfélagi
Hreyfils góðan félaga.
Allt frá stofnun TFH (1954) hefur
Guðbjartur tekið þátt í starfi þess
og var seinna meir formaður til
margra ára.
TFH hefur lengi verið aðildar-
félag að NSU (Sporvejen chakclub)
þar sem teflt er árlega við frændur
vora.
Í þessum ferðum naut Guðbjartur
sín vel, enda hitti hann þarna marga
góða vini og stjórnaði sínum mönn-
um með harðri hendi og hollum ráð-
um. Guðbjartur gat oft glaðst yfir
góðum sigrum, þar sem við hömp-
uðum meistaratitli NSU, m.a. varð
Pétur sonur hans sá yngsti sem
þennan titil hefur hlotið. Guðbjartur
var hörku skákmaður. Þegar hann
var upp á sitt besta fengum við fé-
lagar hans oft fyrirlestra um skák-
brögð og teoríur og var þá Búda-
pestarafbrigðið í sérstöku uppáhaldi
hjá honum.
Guðbjartur starfaði einnig og sat í
stjórn Skáksambands Íslands og
þótti þar ráðhollur og framsýnn.
Hann var farstjóri í mörgum ferðum
þess erlendis, og jafnframt var hann
skákdómari í mótum hér heima og
erlendis. Hann fékk réttindi sem Al-
þjóðadómari í skák árið 1979.
Guðbjartur tók einnig virkan þátt
í félagsstarfi Samvinnufélagsins
Hreyfils og sat m.a. í stjórn þess
1967-1972.
Nú er við kveðjumst að leiðarlok-
um vill stjórn Hreyfils og félagar í
TFH þakka Guðbjarti samstarfið,
drenglyndi hans og vináttu.
Fjölskyldu Guðbjarts sendum við
hugheilar samúðarkveðjur.
F.h. Taflfélags Hreyfils,
Baldur Ísberg og
Svavar Guðmundsson.
Guðbjartur
Guðmundsson