Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 37 ✝ Arvo-JürgenAlas, fyrrver- andi sendiherra, fæddist í Tallinn, höfuðborg Eist- lands, 20. mars 1943. Hann lést í Kaup- mannahöfn 18. sept- ember síðastliðinn. Eftirlifandi kona Arvos er Senta Alas blaðakona. Hann á tvo syni af fyrra hjónabandi. Arvo lauk námi í norsku og öðrum norrænum málum við háskólann í Leningrad 1970 og hlaut styrk til frekara náms frá skólanum 1971- 1973. Hann var menningarrrit- stjóri eistneska mánaðarritsins Noorus 1971-1981, ráðgjafi eist- neska rithöfundasambandsins 1981-1984, árin 1984-1988 vann hann eingöngu að þýðingum, og 1988-1989 kenndi hann norsku við Ferðaskrifstofu Tallinn-borgar. Árið 1990 varð hann fulltrúi Eistlands í Upplýsingamiðstöð Eystrasaltslanda í Kaupmanna- höfn, og 1991-1996 var hann sendi- herra Eistlands í Danmörku, Nor- egi og á Íslandi með aðsetur í Kaupmannahöfn. Þar bjó hann síð- an til æviloka. Frá árinu 1996 helgaði hann sig algjörlega þýðingum og öðrum fræðistörfum. Arvo Alas var afkastamik- ill þýðandi og bók- menntarýnandi. Hann þýddi mörg helstu verk norskra, danskra, íslenskra og færeyskra bók- mennta á eistnesku. Auk þess gaf hann út árið 2006 bókina „Pibefinderen“ („en posefuld pibefortællinger for fuld- voksne barnlige sjæle“ segir í kynningu Woland-forlags) með að- faraorðum eftir Uffe Ellemann- Jensen, fyrrverandi utanríkisráð- herra Dana. Bókmenntarýnir „Politiken“ líkir efnistökum Arvos við H.C. Andersen! (Sjá einnig http: //www.williamdam.dk/diverse/ pibefinderen_1469535_da.html). Arvo Alas eignaðist marga vini á Norðurlöndum, ekki síst á Íslandi. Hann hlaut margar viðurkenn- ingar fyrir störf sín, bæði heima fyrir og erlendis. Arvo Alas verður jarðsettur í heiðursgrafreit Eistlendinga í Tall- inn. Sánkti Pétursborg eða Leníngrad hefur löngum verið setur mikilla mál- vísindamanna. Þar var Mikjáll Jóns- son Steblin-Kamenskij, sem hélt því fram að norrænunemendur þyrftu eigi síður að leggja stund á íslensku nútímans en fornmálið. Þá myndu norska, sænska og danska opnast nemendum auðveldlega, en auk þess fengju þeir í kaupbæti lifandi mál merkrar menningar. En erfitt reynd- ist oft að fá kennara til þess að kenna nútímaíslensku, svo að fylgja mætti þessari stefnu eftir. Þegar Helgi Haraldsson var í Pétursborg, síðar prófessor í Osló, og vann að doktors- ritgerð sinni um beygingakerfi rúss- neskra nafnorða á 13. og 14. öld, kenndi hann nemendum í norrænum málum nútímaíslensku. Einn af nemendum þeirra Helga og Mikjáls hét Arvo Alas og var ætt- aður frá Eistlandi og lagði hann stund á norræn mál. Fundum okkar Arvos bar saman veturinn 1968-69, þegar ég var við nám í Pétursborg. Hann var hægur maður og ljúfur. Töluðum við jafnan saman íslensku, enda var íslenskan hans alltaf betri en rússneskan mín. Hann hafði brennandi áhuga á íslenskum mál- efnum, sérstaklega bókmenntum. Enda fór það svo, að hann þýddi á móðurmál sitt, eistnesku, Njálu, Grettis sögu, margar smásögur eftir öndvegishöfunda og leikrit eftir Árna Ibsen, Guðmund Steinsson og Ólaf Hauk Símonarson. Þegar hann lést í Kaupmannahöfn fyrir fáum dögum, aðeins sextíu og fjögurra ára að aldri, var hann hálfnaður með þýðingu á Íslandsklukku Halldórs Laxness. Þegar Sovétið hrundi 1991 tóku Eistar sér sjálfstæði og örlögin hög- uðu því svo að Arvo Alas varð fyrsti sendiherra þjóðar sinnar á Íslandi. Ég hitti hann aðeins einu sinni í því hlutverki, þegar ég þurfti að koma gögnum til hans frá gömlum kennara okkar beggja, Helga Haraldssyni. Sama ljúfmennskan og hlýleikinn var þar enn, sem ég hafði kynnst í Pétursborg. Með honum er genginn öflugur liðsmaður Íslendinga á erlendri grundu. Missir Eista er þó meiri. Mest hafa þó fjölskylda hans og vinir misst og votta ég þeim mína hlut- tekningu. Huggun er þó að hann mun lifa í verkum sínum. Guðmundur Ólafsson. Arvo Alas hafði slíka nærveru að það var ætíð tilhlökkunarefni hjá fjölskyldu minni að geta boðið honum heim til málsverðar. Rólyndi og hlý kímni einkenndi framgöngu hans. Á þessum síðustu árum leið honum greinilega vel og hann var í essinu sínu sem miðlari og sannur sendi- herra íslenskrar menningar gagn- vart Eistum. Kynni okkar hófust með sambýli á stúdentagarði í Sankti Pétursborg – eða Leníngrad eins og borgin nefnd- ist þá – fyrir nærri fjörutíu árum. Arvo var þá að ljúka námi sínu í nor- rænum málum, einkum norsku og ís- lensku, hjá þeim miklu fræðaþulum prófessor M.I. Steblín-Kamenskíj og dr. Valeríj Berkov og þótti ekki verra að geta æft sig í íslensku heima við. Á þeim stað og tíma voru aðstæður í mörgu erfiðar og samskipti manna báru merki þess að sovéskt vald ríkti enn, þótt þrotið væri að kröftum. Það byggðist því fremur á persónuleika og tóntegund en djúpstæðum rök- ræðum, að með okkur tókst góður kunningsskapur. Allnokkru síðar og að aflokinni námsdvöl minni erlendis kom það nokkrum sinnum fyrir að Arvo hafði samband, og hafði þá verið sendur til Íslands sem túlkur fyrir sendinefnd- ir. Á þeim árum fannst mér á lát- bragði hans að honum liði ekki ætíð jafn vel. En að því kom að Arvo Alas átti sinn vitjunartíma þegar Eistar náðu sjálfstæði að nýju og honum var falin mikil ábyrgð í byrjun þeirrar veg- ferðar. Þá byggði hann upp frá grunni utanríkisþjónustu Eista á Norðurlöndum með óþreytandi elju og útsjónarsemi, en við lítil efni, fyrst hjá sendiskrifstofunni í Kaupmanna- höfn og síðan sem fyrsti sendiherra lands síns í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Þá kom það fyrir að þráð- urinn frá Sankti Pétursborg væri tekinn upp hjá okkur að nýju, með yfirlestri fyrir Arvo á íslenskum texta. Nokkrum árum síðar var utanrík- isþjónustan komin vel á rekspöl og þá gat Arvo snúið sér að sinni uppá- haldsiðju, ritstörfum og þýðingum. Þá kom hann nokkrum sinnum til dvalar í húsi Rithöfundasambands Íslands í Reykjavík, Gunnarshúsi, og vann þar hluta af stórvirkjum eins og þýðingu Njálu. En nú var honum of naumur tími skammtaður, enda er hans sárt saknað af mörgum. Fjölskyldu Arvo Alas sendi ég samúðarkveðjur, um leið og ég minn- ist síðasta fundar okkar á heimili hans í Kaupmannahöfn á liðnu ári. Þar áttum við indæla samveru og er dýrmætt að eiga síðustu minningar um Arvo brosandi og sælan í sinni litlu íbúð með þýðingar á mörgum stórvirkjum íslenskra bókmennta yf- ir á eistnesku framundan. Sú vegferð varð þó okkur öllum of stutt. Kristinn Einarsson. Arvo Alas Mér brá nokkuð að morgni mánudagsins 10. september þegar Baldvin bróðir minn hringdi með þær fréttir að Jón á Fiskilæk hefði dáið þá um nóttina. Daginn áður hafði hann verið í Núpa- rétt og átt þar mjög ánægjulegan dag. Veðrið var gott á réttardaginn en þegar þannig háttar til gefur fólk sér góðan tíma til að spjalla saman og var langt síðan Jón hafði hitt jafn marga gamla félaga og síðasta daginn í lífi hans. Ég kynntist Jóni fyrst árið 1974 þegar ég fór að vera í sveit á Fiskilæk, en Jón bjó þar ásamt Sigurði bróður sínum, Höllu systur sinni og Haraldi manni hennar. Talsvert flakk var á Jóni á þessum árum og fór hann flesta daga eitthvað af bæ, ýmist á manna- mót eða í heimsóknir á aðra bæi. Jón Eyjólfsson ✝ Jón Eyjólfssonfæddist á Fiski- læk 28. janúar 1929. Hann lést á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi 10. sept- ember síðastliðinn Útför Jóns var gerð frá Hallgríms- kirkju í Saurbæ 18. sept. sl. Leiddi af þessu að hann þekkti nánast hvern mann í sveitinni og í næstu sveitum. Jón var góður íþróttamaður á sínum yngri árum og keppti mest í kúluvarpi, kringlukasti og lang- hlaupum. Geta hans í kastgreinunum kemur ekki á óvart þar sem hann var mjög krafta- lega vaxinn, en í því ljósi er þátttaka hans í langhlaupum nokkuð merkileg. Er líklegt að fjöldi eftirleita í Hafnarfjallið hafi átt sinn þátt í að hann var frambærilegur langhlaupari. Grenjaleitir hjálpuðu líka til, en á yngri árum stundaði Jón þær talsvert og árið 1957 birtu bæði Morgunblaðið og Spegillinn frétt af því þegar hann skaut þrífættan ref. Sem bóndi var Jón alla tíð með frekar margt fé. Skipulagðar kynbætur voru ekki miklar því á hverjum degi gekk féð allt saman utan dyra, þannig að kindurnar völdu sér sjálfar hrúta til undaneldis. Kynbæt- ur fólust helst í því að sett var á undan þeim rollum sem komu seinast af fjalli og voru flestar gimbrar sem komu af fjalli eftir miðjan nóvember settar á. Ræktaði Jón þannig smám saman stofn af gráu fjallafé sem hvarf til fjalls snemma á vorin og náðist ekki fyrr en seint á haustin. Ég hef á til- finningunni að Jón hafi oft eytt hálfu haustinu í einhvers konar eftirleitir. Jón var mjög fjárglöggur, þekkti allar sínar kindur og sennilega þekkti hann kindur sumra nágranna sinna betur en þeir sjálfir. Sást þessi hæfi- leiki Jóns best á vorin þegar smalað var til rúnings og hann var í því að finna mæður lamba sem höfðu týnt mæðrum sínum. Ekki auðveldaði það verkefnið að jafnan var hluti týndu lambanna ómarkaður. Jón átti alltaf talsvert marga hunda og fylgdi ræktunin svipaðri forskrift og með féð, þ.e hundarnir sáu sjálfir um skipulagið. Var mörgum brugðið þegar þeir komu í hlað á Fiskilæk og hundahópurinn kom geltandi á móti þeim. Að flestum þessum hundum var auðvitað ekkert gagn en inn á milli átti Jón mjög góða hunda. Sá besti, Kolli, var allt í senn minkahundur, fjárhundur og ágætis gæludýr. Jón var ágætur sögumaður og sagði oft skemmtisögur af nágrönn- um sínum, ekki síst Arnóri á Narfa- stöðum og Pétri í Höfn. Sumar þessar sögur voru samdar eða færðar í stíl- inn af Jóni sjálfum en margar sagði hann lítið breyttar eftir ýmsum heim- ildamönnum. Ég vil að endingu þakka Jóni fyrir margar góðar samverustundir. Höskuldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLL INGI JÓNSSON, Útskálum 3, Hellu, andaðist á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtu- daginn 20. september 2007. Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 29. september kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Lund. Þórný Guðbjörg Oddsdóttir, Oddrún María Pálsdóttir, Magnús Kristjánsson, Ingþór, Gísli Svan, Almar, Jóna Björg Pálsdóttir, Steina Guðbjörg, Baldvin Páll, Þórný Björg. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR ERLU JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu í Hafnarfirði. Þökkum sérstaklega starfsfólki á deild 2B á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir alúð og góða umönnun. Árni Arnarson, Borghildur Vigfúsdóttir, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir, Aldís Arnardóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN KARITAS SÖLVADÓTTIR frá Sléttu í Sléttuhreppi, lést að heimili sínu að Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 20. september. Jarðaförin fer fram frá Áskirkju 28. september kl.13.00. Sigríður G. Sigurjónsdóttir, Gunnar Kristinsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Sólveig K. Gunnarsdóttir, Sigurður K. Gunnarsson og barnabarnabörn ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN NJÁLSSON frá Þingeyri, sem lést þriðjudaginn 18. september á öldrunardeild Heilbrigðistofnunar Ísafjarðarbæjar, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 29. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar eða Þingeyrarkirkju. Guðrún Markúsdóttir, Gunnar Ólafur Skarphéðinsson, Sigríður Margrét Skarphéðinsdóttir, Skarphéðinn Ólafsson, Njáll Arnar Skarphéðinsson, Pálína Baldvinsdóttir, Guðbjörg Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Hilmar Pálsson, Bjarki Rúnar Skarphéðinsson, Sigrún Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR B. ÓLAFSSONAR, Lálandi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldrunarlækningadeildar Landakots og hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun. Hrefna Ásgeirsdóttir, Hlynur Geir Guðmundsson, Sigrún Eysteinsdóttir, Hrefna Rós, Hildur Edda, Karólína Björk Guðmundsdóttir, Joakim Johnson, Áróra Sóley, Markús Sindri, Júlía Birta, Ólafur Reynir Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.