Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UM LEIÐ og ég þakka Morg- unblaðinu fyrir samfylgdina í 40 ár þá ætla ég að lýsa furðu minni á sí- feldum árásum á íslenska frið- argæsluliða og störf þeirra. Einn maður hefur orðið sér til skammar og allir vita hver hann er. Þið hafið hins vegar atað auri allt liðið undir alls konar formerkjum, svo sem með jeppagengisgreininni frægu og leiðarahöfundar sömuleið- is. Steininn tók þó úr með leiðara dags. 31. ágúst síðastliðinn. Ég er faðir eins úr „jeppageng- inu“ og marga nóttina máttum við móðir hans vaka af einskærri hræðslu um líf hans og limi. Hann varð næstæðsti stjórnandi lög- regluliðs Kosovo, sem var á annan tug þúsunda manna, og fékk lof yf- irmanna sinna fyrir færni og var þjóð sinni til sóma í hvívetna. Hann var líka á vettvangi þegar teppa- kaupin áttu sér stað og átti mestan þátt í að koma öllum á lífi til búða. Hann var þar samkvæmt skipun æðsta yfirmanns friðargæsluliðsins, þess sem á að skammast sín, en ekki að eigin þörfum eða ósk. Þetta er maðurinn sem þið gerið að aðalverki ykkar að níða skóinn af. Ég bið að heilsa Rauðavatnsgeng- inu með þeirri frómu ósk að það finni sér eitthvað þarfara að gera en það hefur gert við íslenska frið- argæsluliða sem ekkert hafa til saka unnið nema það að hafa verið landi og þjóð til sóma. Ég sting upp á því að greina- og leiðarahöfundar verði skipaðir í grátkór Ingibjargar Sól- rúnar til þess að fá fleiri norska og danska hermenn til að gera það sem við þorum ekki að gera sjálf. Að lokum: Ekki senda Morg- unblaðið á Mánagötu 1 frá og með þessum degi. ÁSGEIR ÞORMÓÐSSON verslunarmaður, Mánagötu 1, Reykjavík. Takk fyrir samfylgdina Frá Ásgeiri Þormóðssyni Í ÞESSARI grein minni ætla ég að fjalla aðeins um Skaftárvirkjun. Lítið hefur verið fjallað um þennan virkj- unarmöguleika, þrátt fyrir að hann sé mjög fýsilegur kostur og geti haft í för með sér mikinn ávinning. Frum- athuganir hafa leitt í ljós að hér sé um góðan virkjunarkost að ræða, þegar tekið er tillit til umhverfissjón- armiða, sjálfbærrar þróunar og arð- semi framkvæmda. Ljóst er að þessi virkjun yrði gíf- urleg lyftistöng fyrir Skaftfellinga. Skaftfellingar hafa hingað til borið skarðan hlut frá borði þegar kemur að uppbyggingu og sköpun atvinnu- tækifæra og er eins og það sé á stefnuskrá að leggja þennan fallega landshluta í eyði. Tillaga þess efnis að flytja Skaftá úr héraði og virkja annars staðar er af sama meiði. Ljóst er því að breyting á farvegi Skaftár yfir í Langasjó og þaðan yfir í Tungnaá má aldrei verða að veru- leika. Því er nauðsynlegt að Skaft- fellingar brýni strax raust sína og sópi þessari tillögu út í hafsauga í eitt skipti fyrir öll. Skaftá veldur í dag miklum um- hverfisspjöllum á afrétti Skaft- ártungumanna og á Síðuafrétti. Margir hektarar af grónu landi með- fram Skaftá fara á hverju ári undir aur og leðju vegna ágangs Skaft- árhlaupa. Þessi leir þornar síðan upp og blæs yfir nærliggjandi gróður og veldur þannig gífurlegri gróðureyð- ingu og uppblæstri. Heimamenn hafa iðulega bent á þessi gróðurspjöll og talað um algjört ófremdarástand, en fyrir daufum eyrum. Öruggt má líka telja að umhverfisverndarsinnar, sem þeysa um óbyggðir landsins á eyðslufrekum jeppum, kæri sig koll- ótta um umhverfisvá, sem orsakast af náttúrulegum uppruna. Vatnsaflsvirkjanir eru í eðli sínu umhverfisvænar og sjálfbærar, enda byggja þær afkomu sína á vistvænni og endurnýtanlegri orku. Rafmagnið er líka hreint orkuform og er því beislun fallvatnsins mikilvægt fram- lag Íslands til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Það er því erfitt að réttlæta það til lengdar að þessi mikla fallorka sem Skaftá ber til sjávar skuli um aldur ævi vera ónotuð, engum til gagns. Sérstaklega í ljósi þess að umhverfisáhrif af virkj- uninni eru ásættanleg og með til- heyrandi mótvægisaðgerðum má samnýta þessa virkjun til gróð- urverndar og uppgræðslu á afrétti sveitarinnar landinu til hagsbóta. Það er alveg ljóst að í framtíðinni verður Skaftá virkjuð. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær. Því verða Skaftfellingar að tryggja það að orkan frá Skaftá verði beisluð heima í héraði og helst nýtt þar líka við uppbyggingu hátæknistarfa eins og til dæmis fyrir hýsingu netþjóna fyrir öflug og framsýn fyrirtæki. Skaftfellingar, látum ekki tæki- færið renna okkur úr greipum. ÁGÚST THORSTENSEN Fornastekk, Reykjavík. Virkjum Skaftá heima í héraði Frá Ágústi Thorstensen: LÍTIÐ opið bréf Ögmundar Jón- assonar til formanna ríkisstjórn- arflokkanna, sem birtist í Morg- unblaðinu á þriðjudag, tendrar kveikjuþráðinn í leið- arahöfundi blaðsins. Það er eftirfarandi klausa í bréfi Ögmund- ar sem Morgunblaðið vitnar sérstaklega til: „Ætlið þið að láta óátal- ið að þjóðin verði svipt orkulindunum? Eða ætlið þið að bregðast við með lagasetningu, sem tryggir eignarhald þjóðarinnar á auðlind- unum og að grunnþjón- usta verði ekki færð einkafyrirtækjum í ein- okunaraðstöðu? Ábyrgð ykkar er mikil.“ Hvað er það í þessu sem leið- arahöfundur Morgunblaðsins lætur fara í taugarnar á sér? Jú, það er aug- ljóst. Morgunblaðið vill og boðar nú einkavæðingu orkuauðlinda og vísar meðal annars til þróunar í sjávar- útvegi. Um þetta munu hin pólitísku átök snúast. Vill þjóðin eiga auðlind- irnar sínar sjálf og ákveða ráðstöfun þeirra og nýtingu eða vill hún að einkaaðilar, sem tímabundið fá nýt- ingarrétt á auðlindunum, geti eignast þær og svipt þannig þjóðina einni mikilvæg- ustu sameign sinni? Morgunblaðið hefur skipað sér í sveit með frjálshyggjustefnunni og Sjálfstæðisflokkn- um. Það er ekki nýtt. En félagshyggjuöflin hljóta að berjast fyrir sameign þjóðarinnar á auðlindunum og gegn því að arðránið í sjávar- útvegi verði endurtekið í orkuauðlindunum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun að minnsta kosti standa vörð um þau gildi hvað sem líður frýjunarorðum Morgunblaðsins. Og það kemur ekki í veg fyrir að ís- lensk fyrirtæki taki þátt í verkefnum erlendis á sviði orkumála og er alger- lega óskylt eignarhaldi á íslenskum orkuauðlindum. Viðhorf Vinstri grænna eru ekki gömul og úrelt eins og skrifað stend- ur í leiðara Morgunblaðsins. Þvert á móti. Arðránsstefnan, sem blaðið ásamt Sjálfstæðisflokknum boðar, átti sitt blómaskeið á 19. öld og væri nær að kalla hana úrelta, ef menn á annað borð telja það hlutverk sitt að setja slíka merkimiða á sjónarmið annarra. Í lýðræðissamfélagi eru nefnilega öll viðhorf nútímaleg í sjálfu sér og réttmæt. Og Morgunblaðið mun ekki ráða því hvaða stjórn- málaflokkar sitja í ríkisstjórn hverju sinni, eins og dæmin sanna, og verður að hætta að ergja sig á því. Morgunblaðið boðar einkavæðingu auðlinda Árni Þór Sigurðsson gerir at- hugasemdir við leiðara Morg- unblaðsins » Arðránsstefnan, semblaðið ásamt Sjálf- stæðisflokknum boðar, átti sitt blómaskeið á 19. öld og væri nær að kalla hana úrelta … Árni Þór Sigurðsson Höfundur er alþingismaður DÓMSTÓLUM er vantreyst vegna ólöglegra vinnubragða af hálfu dómara og geðþóttaákvarðana þeirra. Til að rökstyðja þessi ummæli er aftur vitnað í mál M-51/ 2001 og úrskurð dóm- ara frá 11. janúar 2002. Í niðurstöðuorðum dómara stendur. Fallist er á það með matsbeiðendum að matsmaður hafi ekki metið það sem honum bar að meta samkvæmt dómskvaðningu og ber því, sbr. ákvæði 66. gr. laga nr. 91/-1992, að leggja fyrir dóm- kvaddan matsmann, Steinþór Einarsson, skrúðgarðyrkjumeistara, að fram- kvæma umbeðið kostnaðarmat svo fljótt sem verða má. Þetta var niðurstaða dómarans í máli M-51/2001 þrátt fyrir skriflega kröfu matsbeiðenda samkvæmt ákvæði 6. gr. laga nr. 91/1992, liður 6, en þar stendur: „Ef matsmaður deyr, forfallast, reynist óhæfur til starfans eða van- rækir það kveður dómari annan í hans stað að kröfu matsbeiðenda.“ Skrifleg krafa um skipun annars manns var sett fram eftir að lögmað- ur matsbeiðenda hafði sent mats- manni erindi um að í matinu fælist ekki það sem farið var fram á í mats- beiðninni. Matsmaður sendi skrif- lega það sem hér fer á eftir. „Ég skil vel að ykkur hugnaðist ekki matið en það veit ég manna best að ég er góður, vandvirkur, athugull og virtur garð- yrkjumaður. Hvort þú og þínir viðskiptavinir hafið annað álit á mér skiptir mig litlu og breytir í engu þeirri niðurstöðu sem ég komst að.“ Verður afstaða dóm- arans geðþótta- ákvörðun í að skipa manninn aftur þar sem máli M-51/2001 lauk þann dag sem mats- gerðin er dagsett, sam- kvæmt því sem fram kemur í bréfi dómstjóra Héraðs- dóms Reykjavíkur. Auk þess sem matsmaður varð vanhæfur til af- skipta af málinu með því að láta skriflega frá sér það sem hér er ritað að ofan og haft er úr bréfi mats- mannsins. Framhald þessa máls varð á þann veg, samkvæmt dómi í máli E-13455/ 2002 vegna seinni matsgerða téðs skrúðgarðyrkjumeistara, en þar stendur: „Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. janúar 2002 var matsmanni veitt alvarleg viðvörun um að hann hefði ekki framkvæmt matið í samræmi við matsbeiðni. Sérstök ástæða var því fyrir hann að vanda það kostnaðarmat sem óskað var eftir að hann framkvæmdi og gera rækilega grein fyrir sjón- armiðum að baki endanlegum nið- urstöðum sínum. Þrátt fyrir þetta ritaði matsmaður kostnaðarmat sem var með öllu órökstutt og ósundurl- iðað. Með vísan til framangreinds þykir stefnandi ekki geta krafið stefndu um endurgjald samkvæmt framangreindum reikningi, fyrir um- rædda matsgerð sem telja verður að hafi verið í ólögmætu horfi og því gagnslaus sem sönnunargagn í um- ræddu dómsmáli. Ekki er unnt að taka kröfuna til greina að hluta enda reikningsfjárhæðin ósundurliðuð. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá skipaðan matsmann til að meta það sem meta þurfti og kröfu um að dómstóllinn úrskurðaði um þóknun fyrir matsgjörðina hefur Héraðs- dómur Reykjavíkur eða ráðamenn þar ekki séð sóma sinn í að ljúka því máli allt til ársins 2007 í ágúst. Virð- ist sem ráðandi menn þar skammist sín svo fyrir fyrri frammistöðu að þeir velji það að stinga hausnum ofan í poka og láti sem þeir sjái ekki þær matsbeiðnir sem lagðar hafa verið fyrir dómstólinn. Hafa þeir ekki séð sóma sinn í að svara bréfum. Er framkoma af hálfu dómstólsins réttarfari í landinu til skammar og sýnir svo ekki verði um villst að lögin eru ekki fyrir dómara til að fara eftir heldur ræður geðslag þeirra á hverj- um tíma og geðþóttaákvarðanir ríkjandi. Sá skrípaleikur sem viðgengst af hálfu sumra þeirra sem klæðast blá- svörtum skikkjum við störf sín í dómsölum er í anda sögunnar um Nýju fötin keisarans. Hin andlega niðurstaða sem frá þeim kemur er klæðlaus eins og keisarinn. Hvers vegna er dómstólum vantreyst? Kristján Guðmundsson skrifar um dómsmál » Afgreiðsla dómstólaer með þeim hætti að ekki er samræmi í gjörðum þeirra þar sem geðþóttinn ræður. Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.