Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 263. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
LAMBIÐ Í LONDON
SKAGFIRSKA LAMBAKJÖTIÐ DÁSAMAÐ Á ÍS-
LENSKA VEITINGASTAÐNUM TEXTURE >> 26
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
9
7
7
4
af sérmerk
tum umbú
›um
Förum í ferðalag
saman >> 48
Leikhúsin í landinu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
TIL að fjölga hjúkrunarfræðingum og leik-
skólakennurum þarf að bæta kjör fag-
lærðra. Umhugsunarefni þykir að í sam-
anburði á því hverju síðustu kjara-
samningar skiluðu BHM-stéttunum sem
sömdu síðast saman kemur í ljós að þær
stéttir sem vinna á stofnunum heilbrigð-
isráðuneytisins hafa hækkað minna en aðrir
háskólamenntaðir hjá hinu opinbera.
„Þannig að það er ekki bara kynbundinn
launamunur heldur líka munur á milli ráðu-
neyta,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, for-
maður Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga.
Frá árinu 2000 til 2007 hefur umsækj-
endum um leikskólakennaranám í Kenn-
araháskóla Íslands fjölgað mikið eða um
143%. Árin 2005 og 2006 voru kröfur um
menntun auknar og fækkaði þá þeim sem
fengu skólavist. Árið 2007 fjölgaði hins veg-
ar þeim sem boðin var skólavist þar sem
fleiri umsækjendur uppfylltu hinar auknu
kröfur. Þrátt fyrir það er sú fjölgun „aðeins
dropi í hafið“, þar sem skorturinn á fagfólki
er svo gríðarlegur að því er Hrönn Pálma-
dóttir, lektor í leikskólafræðum í KHÍ, seg-
ir. Í inntökuskýrslu KHÍ fyrir árið 2006
sést að í nám á leikskólabraut voru 109 um-
sóknir samþykktar í fjarnám og staðnám,
en 89 var hafnað. Í námi á leikskólabraut
KHÍ eru gerðar sambærilegar kröfur og í
öðru háskólanámi, þ.e. stúdentspróf eða
sambærilegt próf.
Í nýlegri mannekluskýrslu Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að
árleg þörf fyrir vöxt stéttarinnar er metin
47,6 stöðugildi og fyrirsjáanlegt sé að
skortur á hjúkrunarfræðingum muni
aukast til ársins 2015 um 12,8 stöðugildi ár-
lega. Það ár muni að óbreyttu vanta 749
hjúkrunarfræðinga til starfa í alls 543
stöðugildi.
Samkvæmt Hagstofu Íslands er hlutfall
leikskólakennara (útskrifaðra 2000–2005) í
starfi með því hæsta sem gerist meðal
kennarastétta, eða um 80%. Á móti kemur
að starfsaldur leikskólakennara er ekki
langur, um 8,5% þeirra eru enn í starfi að 15
árum liðnum. „Mitt mat er að launakjörin
skipti þar miklu máli,“ segir Björg Bjarna-
dóttir, formaður Félags leikskólakennara.
Launamálin
hanga alltaf
á spýtunni
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
TILBOÐ sem Framkvæmdasýsla ríkisins hefur
fengið að undanförnu hafa flest verið yfir kostn-
aðaráætlun, oft langt yfir áætlun. Fá tilboð ber-
ast þegar útboð eru auglýst og dæmi er um að
ekkert tilboð hafi borist. Þetta ástand endur-
speglar mikla þenslu á byggingamarkaði. Óskar
Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslunn-
ar, segist ekki sjá nein merki um að þetta sé að
breytast.
Framkvæmdasýslan bauð í sumar út fram-
kvæmdir við Háskólann á Akureyri og bárust
tvö tilboð, það lægra var 40% yfir kostnaðar-
áætlun. Báðum tilboðum var hafnað og efnt til
nýs útboðs. Þá bárust fjögur tilboð og var það
lægsta 17% yfir áætlun. Ef því verður tekið mun
„Staðan er þannig að ef við erum svo heppnir
að fá tilboð þá eru þau há, oft langt yfir kostn-
aðaráætlun. Það virðist ekki skipta máli hvar á
landinu verið er að bjóða út. Þetta útboð við Há-
skólann á Akureyri sýnir það. Við sjáum engin
merki um að þetta sé að breytast,“ segir Óskar.
Miklar framkvæmdir eru framundan. Aust-
urhöfn er að byggja tónlistarhús, ráðstefnumið-
stöð og hótel í miðborg Reykjavíkur fyrir 40–45
milljarða. Landsbankinn ætlar á næsta ári að
hefja framkvæmdir við höfuðstöðvar. Glitnir er
að undirbúa stórbyggingar á Kirkjusandi. Há-
skólinn í Reykjavík er að hefja byggingar við
Öskjuhlíð. Þá er verið að byggja mikið af versl-
unar- og skrifstofuhúsnæði víða á höfuðborg-
arsvæðinu.
kostnaður við framkvæmdir hækka um 100
milljónir.
Ekkert tilboð barst þegar Framkvæmdasýsl-
an bauð út viðbyggingu við Fjöliðjuna á Akra-
nesi. Dæmi er um að aðeins eitt tilboð hafi borist
og algengt að tvö tilboð berist. Tvö tilboð bárust
t.d. í viðgerð á Eirbergi. Annað var 60% yfir
kostnaðaráætlun en hitt var 102% yfir áætlun.
Tilboð langt yfir áætlun
Mikil þensla er í byggingariðnaði og tilboð sem Framkvæmdasýslan fær
eru bæði fá og yfirleitt yfir kostnaðaráætlun Engin merki um breytingar
Í HNOTSKURN
»Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að32 milljörðum verði varið til sam-
göngumála á næsta ári.
»Framkvæmdir við tónlistarhús ográðstefnumiðstöð eiga að ná hámarki
seinni hluta næsta árs.
Engin merki | 6
ANDARNEFJU rak á fjöru í Kóp-
unni í Innri-Njarðvík á mánudag-
inn var. Þeim Unu Maríu, Benedikt
Jens, Jóni Páli og Ísaki John, sem
eru á myndinni, þótti forvitnilegt
að skoða hvalrekann.
Gísli Víkingsson, hvalasérfræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun,
sagði að um sjö metra langan tarf
hefði verið að ræða. Hann var ekki
fullvaxinn, andarnefjutarfar geta
orðið allt að níu metra langir.
„Þetta er kannski sú hvalateg-
und sem oftast finnst rekin hér við
land,“ sagði Gísli. „Heimkynni
andarnefja eru í djúpsævinu og
það er eins og þær lendi oft í vand-
ræðum þegar þær koma upp á
grynningar og endi á þurru.“
Andarnefja er tannhvalur og
kafar dýpst allra hvala ásamt búr-
hval og getur haldið í sér andanum
í meira en klukkustund. And-
arnefjur finnast allt í kringum Ís-
land, en síst fyrir norðan land.
Andarnefjutarfur fannst rekinn í Kópunni í Innri-Njarðvík
Djúpkafari
á þurru
Ljósmynd/Jóna Guðrún Jónsdóttir
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
„VIÐ reyndum að halda í skynsem-
ina og vera róleg. Veðrið skelfdi
okkur svolítið, en við vorum vel
klædd og þrátt fyrir að hafa ekki
mikinn mat vissum við að Kreppa
var nærri og gátum náð okkur í
vatn þar, þótt ekki væri það nota-
legt eða bragðgott í ísköldum bíln-
um. Vatn og svefn myndi fleyta
okkur áfram uns veðrið batnaði og
við gætum gengið í Herðubreið-
arlindir og fundið þar fjarskipta-
tæki til að láta vita af okkur.“
Þetta segir tékkneska parið sem
bjargað var af hálendinu austan
Dyngjufjalla og Öskju í gærdag.
Þau sátu að snæðingi hjá húsráð-
endum í Möðrudal um kvöldmat-
arleytið í gær og virtust vel á sig
komin þrátt fyrir þreytu og spennu-
fall eftir fimm sólarhringa í bíl sín-
um í heldur slæmu veðri.
Í gærmorgun batnaði veðrið og
gekk fólkið þá af stað í Herðubreið-
arlindir. Þau reiknuðu með um átta
klukkustunda göngu þangað og eft-
ir fjóra tíma mættu þau Þorvaldi
Víði Þórssyni fjallagarpi ásamt fé-
lögum í bíl og kölluðu þeir eftir
hjálp.
„Enga hræðslu eða fát var á
parinu að sjá og þegar við komum
voru þau að búa til slóða fyrir bíl-
inn,“ segir Jón Björgvin Vern-
harðsson í Björgunarsveit skáta á
Fjöllum. „Við vorum lagðir af stað í
leit áður en tilkynnt var um þau,
enda var vitað að þau hefðu ætlað í
Drekagil. Við vorum ekki bjartsýn-
ir á það þegar við lögðum af stað í
hvaða ástandi við fyndum þau.“
Hann segir parið hafa verið vel
útbúið og gert nákvæmlega það
sem þau áttu að gera miðað við
kringumstæður eftir að þau festu
sig, þótt segja megi að þau hefðu
átt að snúa við þegar fyrirsjáanlegt
var að færðin var að versna. | 4
Nærðust á vatni úr Kreppu