Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Tældi táningsstúlkur  Kynnti sig sem 17 ára pilt og vingaðist við stúlkurnar  Bauð þeim fjármuni fyrir kynlíf  Vissi að þær áttu við andlega og félagslega erfiðleika að stríða HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 61 árs karlmann, Róbert Árna Hreiðarsson, í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum tán- ingsstúlkum og að hafa undir höndum töluvert magn af barnaklámi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þeim samtals 2,2 milljónir króna í skaðabætur og 2,7 milljónir tæpar í sakarkostnað. Þá var Róbert Árni sviptur réttindum til að starfa sem héraðsdómslögmaður og koma áhrif svipting- arinnar þegar til framkvæmda. Brot Róberts eru sérlega alvarleg, sérstaklega í ljósi þess að stúlkurnar sem voru á aldrinum fjór- tán til sextán ára áttu allar við andlega og fé- lagslega erfiðleika að stríða. Þetta var honum full- kunnugt um. Hann hafði vingast við þær í gegnum spjallforritið MSN Messenger. Þar kynnti Róbert sig sem sautján ára pilt og tókst með honum og stúlkunum vinátta. Þar sem hann vissi að stúlk- urnar þurftu allar á fjármunum að halda, ýmist til að halda uppi einka- eða fíkniefnaneyslu, bauð hann þeim að komast í samband við eldri mann sem væri tilbúinn að borga fyrir kynferðislega greiða. Róbert hafði samræði við tvær stúlknanna, munnmök við þrjár, auk þess sem hann greiddi þeirri fjórðu fjármuni fyrir að bera sig fyrir fram- an vefmyndavél og sýna kynferðislega tilburði. Með 335 kvenmannsnöfn í minnisbók Þau brot sem dæmt var fyrir stóðu yfir frá júlí 2005 til vors 2006. Í tvö skipti í lok júlí 2005 hafði Róbert samræði við fjórtán ára stúlku í bifreið sinni og lét hana einnig hafa við sig munnmök. Fyrir það greiddi hann stúlkunni að minnsta kosti 32 þúsund krónur. Stúlkan var lögð inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í kjölfarið vegna þunglyndis, vanlíðunar og sjálfskaðandi hegðunar. Við húsleit á heimili og vinnustað Róberts fannst m.a. minnisbók og minnisblað með mörgum skráð- um netföngum, nöfnum og símanúmerum. Alls voru 335 kvenmannsnöfn í minnisbókinni og fyrir aftan skráðar tölur sem ætla má að sé aldur þeirra. Nöfn og númer þeirra stúlkna sem brotið var á í máli þessu voru meðal þeirra sem fundust í bók- inni. Jafnframt fannst á þriðja hundrað mynda, sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í tölvum Róberts og fimm myndbandsspólur með sama efni. Alvarlegast þótti hins vegar samband Róberts við fimmtán ára stúlku sem stóð frá hausti 2005 og til vors 2006. Þá hafði hann fjölmörgum sinnum við hana samræði og greiddi jafnan tíu til tuttugu þús- und krónur. Athyglisverður er einnig þáttur vin- konu stúlkunnar. Hún var einnig í samskiptum við Róbert, en samdi aðeins um greiðslur fyrir kynlífs- greiða vinkonunnar. Báðar notuðu þær svo fjár- munina í fíkniefnakaup. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Róbert hafi haldið áfram brotum sínum eftir að honum var ljóst að hann væri grunaður um kynferðisbrot gagnvart einni stúlkunni. Einnig gat dómurinn ekki litið framhjá því að hann hefði m.a. annast hagsmunagæslu fyrir brotaþola í sakamálum og sinnt verjandastörfum í kynferðisbrotamálum. Héraðsdómararnir Símon Sigvaldason, Ingveld- ur Einarsdóttir og Sandra Baldvinsdóttir kváðu upp dóminn. FUNDURINN var afar jákvæður,“ sagði Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, að loknum fyrri degi fundarhalda um Hatton Rockall-svæðið í Reykjavík í gær. Ákveðið hefur verið að næsti fundur um málið verði haldinn í Kaup- mannahöfn 1. og 2. nóvember næstkomandi. „Aðilar lögðu áherslu á það á þessum fundi að ræða um hugsanlegar leiðir til skipt- ingar landgrunns á Hatton Rockall- svæðinu,“ sagði Tómas. Hann sagði að í dag yrði farið yfir ýmis tæknileg atriði í tengslum við málið. Ríkin gera öll tilkall til landgrunns á Hatton Rockall-svæðinu suður af Íslandi og vestan Bretlandseyja. Yfirráðum yfir land- grunni fylgir m.a. réttur til nýtingar auðlinda á eða undir hafsbotninum. Viðræður þessar hófust árið 2001 að frum- kvæði Íslendinga. Íslensk stjórnvöld vilja að ríkin fjögur komist að samkomulagi um skipt- ingu svæðisins. Síðan verði sameiginleg greinargerð um ytri mörk svæðisins lögð fyr- ir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Fundað um Hatton Rockall Morgunblaðið/Árni Sæberg Jákvæður fundur Fundinn um Hatton Rockall-svæðið í utanríkisráðuneytinu sátu, auk fulltrúa Íslendinga, fulltrúar Breta, Íra og Dana fyrir hönd Fær- eyinga. Fundinum verður framhaldið í dag og ákveðið er að áfram verði fundað um málið í Kaupmannahöfn í byrjun nóvember næstkomandi. RANNSÓKN rannsóknardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum á meintu smygli flugstjóra fragtflug- vélar á konu frá Venesúela til Íslands síðla árs 2006 hefur verið hætt. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, yfir- manns lögfræðisviðs lögreglustjór- ans á Suðurnesjum, leiddi frumrann- sókn málsins í ljós að flugstjórinn hefði ekki gerst brotlegur við lög heldur farið að vinnureglum. „Hann [flugstjórinn] tilkynnti starfsmanni í tollinum um konuna. Viðkomandi hafði samband við landamæraeftirlitið sem leiðbeindi honum til almennrar deildar lögregl- unnar, sem á þessum tíma annaðist eftirlit með fraktvélum. Þá kemur í ljós að konan er frá Venesúela og er ekki áritunarskyld. Því mat þessi starfsmaður það svo að það þyrfti ekki að stimpla hana.“ Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. ágúst sl. var haft eftir Jóhanni R. Benediktssyni, lögreglustjóra á Suð- urnesjum, að það væri ófrávíkjanleg regla hérlendis að allir erlendir rík- isborgarar frá ríkjum utan EES, sem væru að koma inn á Schengen- svæðið, skyldu fara í landamæraeft- irlit og fá innkomustimpil í vegabréf sitt. Konan hefur ávallt haldið því fram að enginn hafi skoðað vegabréf hennar við komuna til landsins og því hafi hún ekki fengið innkomustimpil. „Formmistök“ hjá starfsmanni Í samtali við Morgunblaðið í gær ítrekaði konan að hún hefði farið með rútu frá flugvélinni að flugstöðvar- byggingunni þar sem hún hefði í fylgd flugstjórans labbað beint í gegnum fríhöfnina án þess að tala við fulltrúa landamæraeftirlitsins eða tollverði. Spurður hvers vegna kon- an hafi ekki fengið innkomustimpil hjá landamæraeftirlitinu við komuna til landsins segir Eyjólfur „formmis- tök hafa verið gerð hjá viðkomandi starfsmanni. Hins vegar er efnislega niðurstaðan sú sama. Þannig að nið- urstaðan var í lagi þó vissulega hefði verið rétt að stimpla. En við getum ekki tengt það við viðkomandi flug- stjóra.“ Spurður hvort vinnureglur emb- ættisins verði áréttaðar í framhald- inu svarar Eyjólfur: „Við brýnum fyrir okkar fólki hvernig starfsregl- urnar eru. Þetta er ekki litið alvar- legum augum hjá okkur.“ Spurður hvort rannsóknardeildin hafi rætt við alla hlutaðeigandi aðila segir Eyj- ólfur að rætt hafi verið við þá sem að atvikinu komu. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins var rætt við starfsmenn hjá embættinu og flug- stjórann, en aldrei var haft samband við konuna vegna málsins. Rannsókninni hætt  Ekki litið alvarlegum augum að innkomustimpil vantaði  Formmistök starfsmanns en efnisleg niðurstaða sú sama MIÐLÆGT stýri- kerfi fyrir fjöl- förnustu gatna- mótin í Reykjavík hefur nú verið tekið í notkun. Nýja kerfið aðlagar umferðarljósin umferðinni á hverjum tíma, lengir tíma ljósa þegar álagið er mest og lágmarkar biðtíma vegfarenda í gatnakerfinu. Í Reykjavík er 116 gatnamótum stjórnað með umferðarljósum, og í þessum fyrsta áfanga verkefnisins eru 36 gatnamót á stofnbrautum miðsvæðis í Reykjavík, auk þrennra gatnamóta á Hafnarfjarðarvegi. Þessa dagana er unnið að fínstill- ingu kerfisins, en ekki þarf að bú- ast við truflunum á umferð. Umferðarljósin loga lengur á álagstímum FULLTRÚAR allra olíufyrirtækj- anna á Íslandi, Faxaflóahafna, auk fleiri aðila mættu á kynningu á olíu- birgðastöðinni í Hvalfirði en ríkið hyggst selja hana á næstunni. Út- boð mun fara fram 10. október næstkomandi. Óvíst er hver not stöðvarinnar geta orðið en olíugeymarnir fjórir rúma um 60 milljónir lítra. Til sam- anburðar er ársnotkun Íslendinga á bensíni um 200 milljónir lítra. Ís- lenska ríkið eignaðist stöðina þegar það yfirtók starfsemi varnarliðsins í fyrra. Skoðuðu olíu- birgðastöðina ANNAR mannanna sem handteknir voru í Laugarneshverfinu í Reykja- vík á föstudaginn vegna gruns um innflutning á kókaíni í fljótandi formi hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Var gæsluvarðhaldið í gær framlengt til mánudagsins 1. október. Maður sem samtímis var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins hef- ur nú verið leystur úr haldi. Búið er að efnagreina kókaín- vökvann sem kom með pósti frá Bandaríkjunum. Í þeim 1800 ml af vökva sem voru í flöskunum voru um 600 g af kókaíni. Gæsluvarðhald framlengt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.