Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 273. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR LEIÐ SAMNINGA HERVALD ER TÍMASKEKKJA VIÐTAL VIÐ HANS BLIX >> 28 ÚTHLÍÐ BÝR Í MÉR SÉRSTAKAR LJÓÐMYNDALINDIR GÍSLI SIGURÐSSON >> 40 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HANN ritar fagurri hendi í fallega bók, staldrar við og horfir stundarkorn út í loftið, heldur svo áfram þannig að bros læðist fram á varir hans. Það er af nógu að taka því Björn Björnsson á Sauðárkróki er hafsjór af sögum og vísum og vísast að bókin, þótt þykk sé, dugi hvergi til að tæma það allt. Það fer ekki hjá því að einhverjar sögur og vísur slæðist með, þegar Björn lítur um öxl í samtali við sunnu- dagsblaðið og rekur feril sinn frá framsóknarmanni í Eyjafirði til sjálf- stæðismanns í Skagafirði. Til Sauðárkróks kom hann að sjón- varpsvæða staðinn og gaf því tvö ár. En hann flutti aldrei suður aftur, heldur gerðist kennari við barnaskól- ann og skólastjóri, en var ýtt til hliðar er skólarnir voru sameinaðir. Hans fyrstu viðbrögð voru að hætta að kenna, en þá bauðst skólastjórastaða á Hofsósi sem hann þáði. Er pólitískir andstæðingar hugðust knésetja hann þar slógu Hofsósingar skjaldborg um sinn skólastjóra. Þá liðveizlu launaði hann með því að fella bát sinn betur að fegurðarsmekk þeirra og rær nú á honum stýrishúslausum. Þegar 95 ára reglan gekk í garð hjá honum sagði hann skilið við skóla- starfið en heldur áfram úti báti sínum frá Hofsósi og dásamar fótaferð dagsins og lognværa kvöldblíðuna, þegar komið er fram. Björn hefur lengi haft puttann á pólitíkinni sem bæjarritari, bæjar- fulltrúi, oddviti kjörstjórnar og í vor veitti hann skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins forstöðu. Í þeim hugrenn- ingum minnist hann sérstaklega Einars Odds Kristjánssonar, sem hann kynntist í menntaskóla á Ak- ureyri, en harmar að hafa týnt þar til í kosningabaráttunni í vor. | 22 Björn Björnsson, fréttaritari á Sauðárkróki, færir sagnasjóð sinn til bókar Hafsjór af skemmtun Löngum skólamaður og stjórnmála- maður – rær nú á eigin báti Ljósmynd/Óli Arnar Glaðbeittur Björn Björnsson segir það skipta mestu að vera hreinskiptinn og fyrir öllu að koma heill út úr málum: „Það finnst mér að mér hafi tekizt.“ VERZLUNARSKÓLI Íslands hefur sótt til menntamálaráðuneytisins um að fá að taka upp námsbraut, þar sem kennt verður á ensku. Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað um- sókninni og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki vilja ræða hana. En almennt um kennslu á ensku í framhaldsskólum sagði ráð- herra: „En íslenzkan er það tungumál sem á að vera númer eitt alls staðar og af því verður enginn afsláttur gefinn meðan ég er menntamálaráð- herra.“ Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskól- ans, segir umsóknina tilkomna fyrir orð viðskipta- ráðs og Finnur Oddsson hjá Viðskiptaráði Íslands segir tilmælin sprottin af ákveðnum almennum áhuga á því að gera íslenzkt atvinnuumhverfi al- þjóðlegra en nú er og tekur fram að íslenzkum nemendum yrði kennt móðurmálið samkvæmt námsskrá. Eina námsbrautin í framhaldsskóla þar sem kennt er á ensku með heimild menntamálaráðu- neytisins er IB-braut til alþjóðlegs stúdentsprófs í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Stærstu bank- arnir eru hættir að gefa ársskýrslur sínar út á ís- lenzku, bara á ensku, en fjárfestingarbankinn Straumur gefur sína ársskýrslu út bæði á íslenzku og ensku. Ársreikningar bankanna eru enn gefnir út á íslenzku líka. Gísli Sigurðsson, rannsókn- arprófessor við Árnastofnun, segir tvítyngi sem opinbera stefnu á misskilningi byggt: „Við þurfum að vera vakandi fyrir því að móð- urmálið verður alltaf að vera sterkt og við þurfum að halda vel utan um það áður en við förum að nota önnur mál, í hvaða tilgangi sem það er.“  Íslenzka er það, heillin! Verzló vill fá enska námsbraut  Ársskýrslur banka bara á ensku  Tvítyngd málstefna misskilningur því móðurmálið þarf að vera sterkt  Íslenzka á að vera númer eitt alls staðar segir menntamálaráðherra Eftir Freystein Jóhannsson og Pétur Blöndal Með hjálp hersins, iðngeirans og KGB hefur Valdimír Pútín veikt eða fjarlægt allar hömlur á per- sónulegt vald sitt og eflt getu rík- isins til að brjóta réttindi borgara. Hinn nýi alráður Rússlands Nú telja þýsk yfirvöld vaxandi líkur á að liðsmenn austur-þýsku örygg- islögreglunnar, Stasi, hafi myrt Alfred Herrhausen stjórnar- formann Deutsche Bank 1989. Stasi á bak við hryðjuverkin? Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is NÝLEGA var húsið Hverfisgata 44 flutt á lóðina Bergstaðastræti 16 og sómir það hús sér þar vel á horni sem áður var bílastæði en er nú orðið að tveimur flutningslóðum. En svo kaldhæðnislega vill til að við hliðina á auðu flutningslóðinni, Bergstaðastræti 18, er hús, rösk- lega 100 ára gamalt, að grotna nið- ur. Hafa fengið neitun um að rífa Um er að ræða Bergstaðastræti 20 sem er myndarlegt að gerð og vel viðað að mati Magnúsar Skúla- sonar, forstöðumanns Húsafrið- unarnefndar, sem sækir fast að þetta hús verði endurnýjað. Eig- andi umrædds húss er ÞV verktak- ar sem sótt hafa um að rífa húsið en fengið neitun og sýna því nú vægast sagt litla ræktarsemi. Að sögn Magnúsar Sædal bygg- ingarfulltrúa er ekki að sjá að ný umsókn um niðurrif muni leiða til annarrar niðurstöðu en nú er uppi. Hann kvað koma til greina í slíkum tilvikum sem þess að gefa eig- endum frest til að endurnýja húsið, að viðlögðum dagsektum ef út af er brugðið. | 36 Framtíð 100 ára húss í uppnámi Yfirvöld vilja endur- nýja Bergstaðastræti 20 en eigandinn rífa Í niðurníðslu Bergstaðastræti 20. VIKUSPEGILL Er leikhúsið griðastaður sálarinnar? >> 76 Leikhúsin í landinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.