Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil Bólusetning gegn inflúensu – engin bið Lyfja Lágmúla: alla daga kl. 15–19 Lyfja Smáralind: alla daga kl. 13–15 Lyfja Laugavegi: föstudaga kl. 13–17 ÍS L E N S K A /S IA .I S L Y F 3 93 45 0 9/ 07 Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is REYKJAVÍK Energy Invest er eitt þriggja erlendra fyrirtækja sem eiga möguleika á að kaupa 40% hlut fil- ippseyska ríkisins í PNOC-EDC, stærsta jarðvarmafyrirtæki heims. Félagið er ásamt samstarfsaðilum á Filippseyjum komið í aðra umferð til- boðsferlisins og hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hlotið mjög jákvæð viðbrögð bæði hjá rík- isstjórn landsins og öðrum hluthöf- um. Meðal þeirra eru Alþjóðabank- inn og fjárfestingarsjóður Singapore en þessir aðilar eru ekki þekktir fyrir að vera mjög áhættusæknir sem bendir til þess að fjárfesting í PNOC- EDC sé ekki mjög áhættusöm. PNOC-EDC er skráð í kauphöllina á Filippseyjum en ríkið á, eins og seg- ir hér að framan, ráðandi hlut í félag- inu og stendur til að selja hann. Heildarmarkaðsvirði félagsins er 112,5 milljarðar filippseyskra pesóa, sem jafngildir tæplega 155 milljörð- um króna, og er markaðsvirði 40% hlutar því um 61,9 milljarðar króna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst myndi tæplega helmingur 40% hlutarins renna til Reykjavík Energy Invest, eða um 18% af heildarhlutafé PNOC-EDC. Félagið sem um ræðir er eins og áður segir talið það stærsta í heim- inum í framleiðslu jarðvarmaorku en orkuframleiðsla þess er um 1.150 MW á ári. Til samanburðar má geta þess að framleiðslugeta Landsvirkj- unar er um 2.000 MW á ári og þá er gott að hafa í huga að PNOC-EDC framleiðir eingöngu orku úr jarð- varma. Filippseyjar eru ekki svo ólíkar Ís- landi í jarðfræðilegum skilningi, þ.e. mikla eldvirkni er að finna í iðrum jarðar og þar af leiðandi er framboð á jarðvarma mikið. Samkvæmt upplýs- ingum á vef PNOC-EDC eru í dag unnin um 1.905 MW af jarðvarma- orku á ári á Filippseyjum og eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er hægt að auka þá framleiðslu umtals- vert. Félagið á jarðhitasvæði sem ekki er farið að virkja og hefur virkj- unarleyfi á fleiri svæðum, sem gerir það mjög áhugaverðan fjárfestingar- kost. Ennfremur munu miklir mögu- leikar vera á hagræðingu í rekstri þess og er það önnur ástæða fyrir því að fjárfesting í félaginu þykir fýsileg. Framleiðir 1.150 MW af orku á ári úr jarðvarma REI getur keypt í stærsta jarðvarma- fyrirtæki heims Reuters Sprengigos Filippseyjar eru eldfjallaeyjur líkt og Ísland. Þar er þó hætt- ara við hamförum vegna eldgosa en hér og fólk þurft að flýja heimili sín. ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra hefur sent Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Sví- þjóðar, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af fyr- irhuguðum flutn- ingi á kjarnorku- úrgangi frá Svíþjóð til Sella- field-endur- vinnslustöðvar- innar í Englandi. Í bréfinu segir að íslensk stjórn- völd óttist að þessar aðgerðir sænskra stjórnvalda grafi undan kröfum Íslendinga og fleiri þjóða um að endurvinnslustöð- inni verði lokað, auki hættuna á mengunarslysi og sendi röng skila- boð um meðhöndlun kjarnorkuúr- gangs. Þá segir að íslensk stjórnvöld telji heppilegra að kjarnorkuúr- gangurinn verði meðhöndlaður og grafinn í Svíþjóð. Frá þessu er greint í frétt frá umhverfisráðuneyt- inu. Um er að ræða tæp fimm tonn af kjarnorkuúrgangi sem féllu til við rekstur kjarnakljúfs sem var notað- ur við rannsóknir hjá Tækniháskól- anum í Stokkhólmi. Rekstrinum var hætt árið 1970. Öllum öðrum kjarn- orkuúrgangi sem fellur til við orku- framleiðslu í Svíþjóð er fargað þar. Í frétt ráðuneytisins kemur fram að íslensk stjórnvöld hafa ítrekað hvatt bresk stjórnvöld til að hætta rekstri kjarnorkuendurvinnslu- stöðvarinnar í Sellafield. Fleiri lönd hafa tekið þátt í þeirri baráttu og í mars á þessu ári komu umhverfis- ráðherrar Íslands, Noregs, Austur- ríkis og Írlands saman til fundar vegna málsins. Við það tækifæri sendu þeir frá sér sameiginlega yf- irlýsingu þar sem bresk stjórnvöld voru hvött til að opna ekki Thorp- endurvinnsluverið í Sellafield að nýju í ljósi ítrekaðra öryggisvanda- mála, en hefja þess í stað undirbún- ing að lokun Sellafield-stöðvarinnar. Óttast að aðgerðir Svía seinki lokun Sellafield Þórunn Sveinbjarnardóttir Í HNOTSKURN » Forráðamenn Sellafieldgripu til þess ráðs að sleppa hluta af geislavirkum úrgangi í hafið á 7. og 8. ára- tugnum sem dreifðist um allt Norður-Atlantshaf. »Nú er þessi losun hverf-andi miðað við það sem áð- ur var, en þaðan er nú sleppt töluverðu af geislavirku teknetíni-99, sem er mjög langlíft efni. „ÞAÐ VAR fyrir löngu búið að tala um það við þessa starfsmenn Orkuveitunnar að þeir fengju að njóta þess sem þeir voru að búa til,“ segir Guð- mundur Þórodds- son, forstjóri Reykjavík Energy Invest, um þá ákvörðun að einstakir starfsmenn fengu að kaupa hlutabréf á sérkjörum. Sex starfs- menn Orkuveitunnar fengu að kaupa 7,8 milljónir hluta á genginu 1,28. Hann segir starfsmennina hafa lengi og sérstaklega þó sl. ár, unnið að því að búa til REI og skapa þau verkefni sem verið er að selja á yfir tíu milljarða. „Svo eru þarna fjórir starfsmenn sem eru nýráðnir til REI sem fá að kaupa á sama gengi og FL Group og allir sem komu inn núna sem er þá gengi dagsins í dag og ekki sérkjör beinlínis. Við erum einfaldlega að binda þessa lykil- starfsmenn við fyrirtækið til að það sé erfiðara að plokka þá af okkur vegna þess að þannig gerast kaupin á eyrinni.“ Binda lykilstarfs- menn Guðmundur Þóroddsson UTANRÍKISRÁÐHERRA Íslands Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarp- aði í gær þátttakendur á fundi þing- mannasamtaka Atlantshafsbanda- lagsins sem fram fer í Reykjavík og svaraði síðan fyrirspurnum. Hún sagði það táknrænt að samtökin funduðu nú í fyrsta sinn hér á landi þegar hafinn væri nýr þáttur í sögu varnarmála landsmanna. Þau væru nú í deiglu eftir brottför bandaríska herliðsins í fyrra en um leið færi fram umbreyting á bandalaginu sjálfu og áherslum þess. Ráðherra sagði að aðildin að NATO hefði verið mikið deiluefni hér á landi í kalda stríðinu, ekki hefði ríkt hér sama eindrægnin varðandi varn- armál og í öðrum norrænum löndum. Við lok kalda stríðsins hefðu deilurn- ar minnkað en menn hefðu ekki notað tækifærið sem þá hefði gefist til að hugsa upp á nýtt stefnu landsmanna í öryggis- og varnarmálum. Brottför hersins hefði hins vegar gert mjög brýnt að hefja þá umræðu. „Íslendingar munu taka á sig meiri ábyrgð og verða virkari í alþjóðamál- um,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Með þetta í huga erum við að byggja upp nýtt samstarf með næstu grönnum okkar. Við munum verða virkari inn- an NATO. Og við erum að taka á okk- ur meiri skyldur innan Sameinuðu þjóðanna sem kemur fram í því að við gefum nú í fyrsta sinn kost á okkur til setu í öryggisráði SÞ.“ Hún sagði að ríkisstjórnin hefði þegar ákveðið að auka verulega framlag Íslendinga til friðargæslu þar sem það hentaði. „Ljóst er að framlag Íslands verður borgaralegt að formi og eðli. Sú staðreynd er viss áskorun í sjálfu sér en fram til þessa hefur hún ekki reynst óleysanleg. Ís- lendingar hafa þegar lagt fram skerf í afmörkuðum verkefnum, t.d. við rekstur Pristina-flugvallar í Kosovo og Kabúl-flugvallar í Afganistan. Aukið samstarf borgaralegra og hernaðarlegra aðila við friðargæslu er skilyrði þess að vel takist til eins og við höfum séð í Afganistan. Ísland hefur leikið hlutverk á þeim vett- vangi og mun áfram vinna að upp- byggingunni.“ Varnarmál Ís- lands í deiglu Utanríkisráðherra segir að Ísland taki áfram þátt í uppbyggingu í Afganistan INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra svaraði fyrirspurnum á fundi þings NATO í Reykjavík í gær, meðal annars var spurt um fyrirhugað varnar- samstarf við Noreg og afstöðuna til deilnanna við Írana um kjarnorkutilraunir. Henni á vinstri hönd er fund- arstjórinn, Markus Meckel, formaður stjórnmála- nefndar þingsins, og við hlið hans er Steffen Sachs, framkvæmdastjóri nefndarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Á fundi með NATO-þingmönnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.