Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 8

Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 8
8 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Tilhneiging Orkuveitu Reykjavíkurtil þess að snúa sér að öðrum verk- efnum en að veita Reykvíkingum og íbúum nágrannabyggða grunnþjón- ustu í sambandi við rafmagn og heitt og kalt vatn varð að mestu til í stjórn- artíð Reykjavíkurlistans í borgar- stjórn Reykjavíkur.     Forystu um þástefnumörkun hafði þáverandi borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins, Al- freð Þorsteinsson, en aðrir flokkar Reykjavíkurlist- ans fylgdu honum fast eftir.     Nú má auðvitað spyrja í framhaldiaf þeirri yfirlýsingu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann sé tilbúinn að ræða að Orkuveitan fari út úr hinu sameinaða útrásarfyrirtæki, hvort Framsóknarflokkurinn í borg- arstjórn samþykki það í ljósi ofan- greinds.     Björn Ingi Hrafnsson, borgar-fulltrúi flokksins, hefur verið í Kína og ekki tjáð sig um málið þótt gott símasamband sé á milli Íslands og Kína.     Og samfylkingarfólkið hefur lítiðlátið til sín heyra þótt það sé á Ís- landi eftir því sem bezt er vitað.     En jafnvel þótt Framsóknarflokk-urinn samþykki ekki þá afstöðu sem borgarstjóri hefur lýst er ljóst af yfirlýsingum Svandísar Svav- arsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, að meirihluti er fyrir því í borgarstjórn að fara þá leið.     Það er svo önnur saga að slíkurágreiningur á milli þeirra flokka sem standa að núverandi meirihluta mundi sjálfsagt leiða til þess að upp úr því samstarfi slitnaði. STAKSTEINAR Björn Ingi Hrafnsson R-listinn og Orkuveitan FRÉTTIR                            ! " #$    %&'  ( )                    * (! +  ,- . / 0     + -                            12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    !        "# $%%   ""    ""    :  *$;<=  &&                   " # $    %    *! $$ ; *!   ' (  ) &* &( &* #  * + >2  >!  >2  >!  >2  '#*) " &, "% -&."  ? !-             8   ' &  #     & &  ! "   (       #   6  2  ' &  #     & &  ! "   (       #   ;  "  ) $   #) &    *   ) ! /$ & &00  "*& &1  &, "% &2 3& "& 3&3 3'45@4 @*>5A BC *D./C>5A BC ,5E0D).C 5 5 3   3     3 3     3 3 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hrafnkell Daníelsson | 6. október 2007 Einn með hundinn Þá er vinafólk mitt sem ég er hjá farið að heim- an næstu tvær vik- urnar svo það stendur upp á mig að sjá um húsið og hundinn í fjar- veru þess … Það má hins vegar geta þess að ég hef núna verið í Danmörk í sem svarar tvær og hálfa viku en þegar ég kom hingað fyrst var ég gjör- samlega mállaus og skildi ekki nema orð og orð á stangli. Samt ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt … Meira: keli.blog.is Birna Dís Vilbertsdóttir | 6. okt. 2007 Mestir og bestir Við eigum fallegustu konurnar, sterkustu karlmennina, dugleg- asta fólkið, nýjustu bíl- ana, flesta bíla á fjöl- skyldu, mesta frjálsræðið, stærstu frysti- og kæligeymslur í heimi. Ís- lendingar eru stærstir, mestir og fal- legastir. Ekki satt? Já, og auðvitað erum við ánægðust með okkur af öll- um enda full ástæða til. Meira: skralli.blog.is Pjetur Hafstein Lárusson | 5. okt. 2007 Draumsýn? Í Speglinum, frétta- þætti Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, var sagt frá gömlum manni, fyrr- verandi kennara á Ak- ureyri og kjörum hans. Eftirlaunin nema 137.000 krónum á mánuði, nettó. Þegar hann hefur greitt föst gjöld, þar af 80.000 krónur í húsnæð- iskostnað, á hann eftir 10.000 krónur fyrir mat. Fyrir síðustu jól var svo komið að hann varð að leita aðstoðar Fjölskylduhjálpar … Meira: hafstein.blog.is Jóna Á. Gísladóttir | 5. október 2007 Um drauma Klukkan er átta að morgni og 7 ára dóttir mín og 6 ára sonur standa í útidyrunum. Bókum og nestisboxi er vandlega pakkað niður í töskurnar sem þau bera á bakinu. Þau eru tilbúin til að halda af stað í skólann. Ég kyssi þau bless og óska þeim góðs dags. Veifa í opnum útidyrunum þegar þau ganga af stað og þau veifa á móti. Hann stoltur að stíga fyrstu sporin á menntaveginum, Hún hreykin af sínu mikilvæga hlutverki sem vernd- ari litla bróður. Ég fylgist með því þegar systirin, eldri og lífsreyndari, tekur í hönd bróður síns og skipar honum að líta til beggja hliða áður en haldið er yfir götuna. Þetta er falleg sjón sem blasir við mér, en hún er ekki raunveruleg. Fallegur draumur, en ekki veruleiki. Systkinin munu ekki ganga saman í skólann og líta hvort eftir öðru í frí- mínútum. Dóttirin gengur í sinn hverfisskóla en sonurinn fer í Öskju- hlíðarskóla. Þar er ég viss um að hon- um mun líða vel. Þar verður hann fremstur meðal jafningja og fær alla þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Með bróður sinn fjarri, þarf systir hans ekki að óttast stundirnar þar sem hún myndi standa blóðrjóð af skömm á miðjum skólagangi, þegar hann tæki upp á því að hlaupa fram og til baka með tilheyrandi gleði- hrópum og öðrum óhljóðum. Hún verður óhult fyrir skömminni og get- ur látið sem hún sé einbirni … En í dag á ég nýja drauma. Ekki eins háleita og um lítinn dreng sem kveður mömmu við útidyrnar á morgnana og heldur af stað í skólann á eigin spýtur. Eða ungan mann með skarpa lífssýn og getu til að ráða og stjórna eigin lífi. En allt eins verðmæta drauma um að einhverfi drengurinn læri að bjarga sér í daglegu lífi. Læri að nýta sér ótrúlega sjónminnið sitt og skriftarhæfileikann til að gera sig skiljanlegan og að skilja sjálfur heim- inn sem hann lifir í. Þó ekki væri nema að litlum hluta. Og að þessu sinni eru draumarnir meira að segja líklegir til að rætast. Hann að minnsta kosti veifaði mér í fyrsta skipti gegnum gluggann á skólabílnum í morgun. Meira: jonaa.blog.is BLOG.IS Í TILEFNI alþjóðageðheilbrigðisdagsins tók Guð- laugur Þ. Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra við gjöf hjá Einari G. Kvaran frá Geðhjálp, fyrir hönd alþingismanna í gær. Gjöfin var 63 stutt- ermabolir með áletrun fyrsta geðorðsins: Hugsaðu já- kvætt, það er léttara. Samskonar bolum verður dreift í Perlunni í dag. Næstu tíu ár verður dreifing á stutt- ermabolum með geðorði Geðhjálpar árviss viðburður í tengslum við geðheilbrigðisdaginn. Yfirskrift dagsins í ár er: Geðheilsa í breyttri veröld: Áhrif menningar og margbreytileika, og því verður fyrsta geðorðið birt á átta mismunandi tungumálum. Morgunblaðið/Sverrir Geðorð á árvissum stuttermabolum „ÞEGAR Thor Björgólfsson snýr aftur eftir að hafa flogið einkaþotu sinni til Austur-Evrópu í atvinnu- erindum vill hann gjarnan smala fjölskyld- unni inn í Austin Martin-forn- blæjubílinn sinn og taka stefnuna á sumarhúsið í Oxfordskíri yfir helgina. Aðra daga kýs hann heldur að láta bílstjóra aka með sig um borgina í silfurlitum Maserati.“ Þannig hefst grein í föstudagsblaði viðskiptablaðsins Wall Street Journal, þar sem Björgólfur Thor er í forgrunni um- fjöllunar um London sem miðstöð athafnamanna í Evrópu. Í greininni kemur fram að at- hafnamenn alls staðar að úr heim- inum hafi í auknum mæli sest að í London og breytt ásýnd borgar- innar með því að veita fé til hverfa, fyrirtækja, veitingahúsa og lista- safna. Björgólfur Thor er nefndur sem dæmigerður fyrir þessa þróun mála, en hann er búsettur í Hol- land Park, sem er meðal dýrustu íbúðahverfa í heimi. Skattaumhverfið aðlaðandi Um 17% allra Evrópubúa sem eiga meira en 1 milljón dala búa í Bretlandi og fer hlutfallið sífellt hækkandi. Hinsvegar eru aðeins 3 af 10 ríkustu mönnum Bretlands innfæddir, og voru um 65% fast- eigna sem seldust í miðborg Lond- on á síðasta ári fyrir hálfan millj- arð eða meira, keyptar af fólki fæddu utan Bretlandseyja. Haft er eftir Björgólfi í greininni að hin hagnýta ástæða fyrir því að athafnamenn flykkist þangað sé breska skattkerfið, sem sé þeim af- ar hagstætt. Auk þess komi stað- setning og samgöngur höfuðborg- arinnar sér vel fyrir hann, sem geti t.d. flogið til Austur-Evrópu í viðskiptaerindum og komið aftur samdægurs án mikillar fyrirhafn- ar. Þá segir blaðið frá því þegar Björgólfur hélt upp á fertugsaf- mælið sitt nýlega og bauð 120 vin- um sínum til Jamaíka þar sem heimsþekktir tónlistarmenn léku fyrir dansi, eins og frægt er orðið. Björgólfur í aðalhlutverki Talar fyrir athafnamenn í London Björgólfur Thor Björgvinsson FRETTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.