Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
TUNGUMÁL OG SAMFÉLAG
gefið í þessum efnum, því mennta-
málaráðuneytið hefur ekki gefið
heimild til þessa náms.
Finnur Oddsson hjá Viðskiptaráði
Íslands segir áhugann á enskri
námsbraut annars vegar sprottinn
af ákveðnum almennum áhuga á því
að gera íslenzkt atvinnuumhverfi al-
þjóðlegra en nú er. Meðal annars sé
talað um alþjóðlega fjármála-
miðstöð, en til þess að slík hugmynd
eigi raunhæfa möguleika þarf ekki
einasta að líta til skattaumhverfisins
og slíkra praktískra hluta, heldur
þarf einnig að líta til skólakerfisins.
Það þarf til dæmis að geta boðið
börnum erlendra starfsmanna upp á
menntun og þannig gert íslenzkt
umhverfi meira aðlaðandi fyrir út-
lendinga. Og hins vegar er Íslend-
ingum nauðsyn að vera vel að sér í
öðru tungumáli en íslenzku og þá
skipta góð tök á ensku mestu máli.
Námsbraut á ensku myndi því líka
koma Íslendingum til góða. „Þetta
munum við að sjálfsögðu gera þann-
ig, að íslenzkan bíði engan hnekki
af,“ segir Finnur. „Íslenzkum nem-
endum yrði kennt móðurmálið í sam-
ræmi við námsskrá.“
Á það er að líta, að kennsluefni á
ensku er notað í framhaldsskólum af
því að kennslubækur á íslenzku eru
ekki fyrir hendi, en kennslan fer
fram á móðurmálinu. Ingvi Pét-
ursson, rektor MR, segir stutt og
laggott: Ekki hér, þegar hann er
spurður um það, hvort vegur ensk-
unnar sem kennslumáls fari vaxandi.
Og hann bætir við að hann sjái ekki
fram á breytingu þar á. „Við höldum
fast við íslenzkuna, nema hvað vita-
skuld er töluð enska í enskutím-
unum.“ Hann nefnir þau tilvik þegar
kennarar eru erlendir, en nú kennir
japanskur kennari japönsku við MR
og fer sú kennsla fram á ensku og
japönsku.
Um ensku sem kennslutæki í
framhaldskólum segir mennta-
málaráðherra, að þeir skólar sem
vilja fá stuðning ríkisins verði að
kenna á íslenzku og prófa á íslenzku.
Menn geti svo sem þýtt námsskrána
yfir á ensku og kennt hana þannig,
en þeir fá þá ekki stuðning ríkisins.
Hins vegar þurfum við að auð-
velda okkar fólki samskipti við al-
þjóðasamfélagið. Og við viljum laða
til okkar erlenda kennara. Því eru
ákveðnir kúrsar í háskólunum
kenndir á ensku. „En íslenzkan er
það tungumál sem á að vera númer
eitt alls staðar og á því verður eng-
inn afsláttur gefinn meðan ég er
menntamálaráðherra.“
Útlendingarnir
og íslenzkan
Þegar menn líta til fjölmenning-
arþjóðfélagsins er aldrei allt sem
sýnist. Það er því rétt að staldra við
og gefa gaum að hlutunum. Eitt sinn
var því haldið fram að tvennir siðir
myndu slíta sundur friðinn í landinu.
Alveg eins má halda því fram, að nái
undanhald íslenzkunnar inn á ís-
lenzkan vettvang sé samkenndin úti
og móðurmálið í hættu.
Mönnum þykir næsta skiljanlegt,
að hjá því erlenda vinnuafli, sem
hingað kemur til skamms tíma, að
ekki sé talað um fjölþjóðlega hópa,
fyrirfinnist engin íslenzka. Annað
tungumál verður hið opinbera vinnu-
mál og ríkir í samskiptum Íslend-
inga og útlendinga.
En þegar útlendingar setjast hér
að eða erlendur starfskraftur þjón-
ustar Íslending, til dæmis í verzl-
unum og á heilbrigðisstofnunum,
skiptir málið máli. Þangað má und-
anhald íslenzkunnar ekki ná.
Einar Skúlason, forstöðumaður
Alþjóðahússins, segist telja framboð
á íslenzkunámi fyrir útlendinga við-
unandi, þótt ekki sé það nóg. Með
auknu framboði hafi fjöldi nemenda
líka aukizt. 200 milljóna króna fram-
lag ríkisins (miðað við 20 milljónir í
fyrra) hefur skipt sköpum. Nú anna
menn ekki eftirspurninni og segir
Einar það fyrst og fremst stafa af
skorti á kennurum. Þar sem hann
þekkir til úti á landi er sama sagan;
færri komast á námskeið en vilja og
eru þó allar klær úti til þess að
manna kennarastöðurnar.
Einar segir að það sem nú þurfi að
gera sé að byggja upp samræmt
námskerfi, sem yrði þrepaskipt eftir
grunnmenntun fólks og framtíð-
armarkmiðum.
Nokkuð hefur verið kvartað yfir
því, að erlendir starfsmenn í verzl-
unum og sjúkrastofnunum tala
margir hverjir litla ensku og enga
íslenzku, sem hefur kallað á mis-
skilning og vakið gremju hjá Ís-
lendingum, eins og m.a. hefur mátt
sjá á síðum Morgunblaðsins. Sagan
um gamla manninn, sem gisti ís-
lenzka stofnun, en bað dóttur sína
að koma sér aftur heim til Íslands,
því í kringum hann talaði enginn ís-
lenzku er ekki með öllu út í loftið.
Þótt Bónus ráði erlendan starfs-
kraft vilja menn ekki að vinnumálið
verði enska, að því er Svanur Val-
geirsson, starfsmannastjóri fyr-
irtækisins, sagði. Þar á bæ er lagt
kapp á að erlent starfsfólk læri ís-
lenzku og fyrirtækið stendur fyrir
námskeiðum á vinnutíma í sam-
starfi við Alþjóðahúsið í vinnu-
tengdri íslenzku.
Dagrún Hálfdánardóttir og
Magnea B. Jónsdóttir á skrifstofu
starfsmannamála Landspítalans
segja, að á Landspítala séu um 330
starfsmenn með erlent ríkisfang
eða um 8% starfsmanna og hefur er-
lendum starfsmönnum á Landspít-
ala fjölgað mikið undanfarin ár.
Málakunnátta þeirra er mjög mis-
jöfn enda koma starfsmennirnir frá
tæplega 50 löndum. Sum svið spít-
alans byggja starfsemi sína að miklu
leyti á erlendum starfsmönnum. Á
spítalanum er lögð mikil áherzla á
að taka vel á móti erlendu starfs-
fólki. Spítalinn hefur verið með ís-
lenzkukennslu í samvinnu við Mími
– símenntun, sem hefur verið styrkt
af stéttarfélögum og mennta-
málaráðuneytinu og hvetja stjórn-
endur spítalans erlenda starfsmenn
til að sækja íslenzkunámskeið. Á
haustönninni eru t.d. fimm starfs-
tengd námskeið í gangi miðað við
mismunandi kunnáttu. Mikil vinna
hefur verið lögð í að vinna starfs-
tengt námsefni og hafa kennarar í
Mími séð um það í samvinnu við
starfsmenn spítalans. Reglulega eru
haldin stöðupróf til að meta kunn-
áttuna og námskeiðin sett upp í
samræmi við niðurstöður þeirra.
Námskeiðin eru mjög eftirsótt og
alltaf meiri eftirspurn en hægt er að
anna.
Fleiri stofnanir en spítalar verða
að reiða sig á erlent starfsfólk,
þ.m.t. leikskólar. Þar er málið hins
vegar þannig vaxið, að erlendur
starfskraftur, sem talar litla eða
enga íslenzku, getur ekki stutt við
málþroska barna eða eflt málvitund
þeirra. Dæmi er um foreldra sem
tóku barn sitt af leikskóla af þessum
sökum, en þar starfaði aðeins einn
Íslendingur, annað starfsfólk var
erlent. Þetta ber að sama brunni og
ummæli Vilhjálms Egilssonar um
að þegar að þjónustu kemur skiptir
öllu máli hver á að njóta þjónust-
unnar. Ef sá er Íslendingur verður
sá, sem þjónustuna veitir, að tala ís-
lenzku og hana reiprennandi, þegar
börn og/eða unglingar eiga í hlut.
Þurfum ekki tví-
tyngda stjórnsýslu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segist skilja
Ágúst Ólaf Ágústsson svo, að hann
sé að tala um að gera sambandið við
alþjóðaheiminn auðveldara. Að
hennar mati er það nógu auðvelt
eins og er, hvort heldur talað er um
hin Norðurlöndin eða til dæmis hinn
enskumælandi heim. „Við þurfum
ekki tvítyngda stjórnsýslu. Þá eru
menn að senda ákveðin skilaboð
um að íslenzkan sé sett til hliðar og
það hugnast mér ekki.“
Vilhjálmur Egilsson segir að
menn verði að gera glöggan grein-
armun á þjónustu og stjórnskip-
aninni sem slíkri þegar þeir tala
um tvítyngda stjórnsýslu. Stjórn-
skipanin og okkar lagamál og
ákvarðanataka í samfélaginu er og
verður á íslenzku. Hins vegar þurfi
víða að veita opinbera þjónustu
þeim sem lítt eða ekkert skilja í ís-
lenzku og þá þarf þjónustan að
vera tvítyngd og ekki víst að enska
sé þá aðalmálið, til dæmis megi
nefna pólsku í þessu sambandi.
Þarfir þeirra sem á þjónustunni
þurfa að halda eiga að ráða þessu.
Ef stjórnsýslan getur ekki þjón-
ustað fólk og séð til þess að það
þrífist í samfélaginu bregst stjórn-
sýslan.
Hins vegar hafa íslenzk lög,
reglugerðir og fleira opinbert ver-
ið þýtt á erlend tungumál til hægð-
arauka fyrir þá sem þurfa á slíku
að halda.
Þ
að eru ekki síður enskar fræðibækur en
íslenskar á skrifstofu Gísla Sigurðssonar
rannsóknarprófessors við Árnastofnun.
Íslenskan hrærist í alþjóðlegu umhverfi
og það er ekkert nýtt – heldur veruleiki sem ís-
lenskan hefur alltaf búið við. Gísli vill að Íslend-
ingar sameinist um það áfram að halda íslensk-
unni sem tæki til að takast á við nútímann og
auðveldi fólki sem flyst til landsins að læra
tungumálið.
„Fólk kann að sjálfsögðu ekki tungumálið þeg-
ar það kemur hingað og við höfum engin úrræði
til að hjálpa því að læra íslensku,“ segir hann. „Í
stað þess að bjóða upp á það förum við að tala við
það á ýmsum málum, sem við erum misgóð í. Það
gengur stundum ágætlega, en getur valdið leið-
indum og fólk gosið í reiðiköstum þegar það er
orðið mjög pirrað.“
Enska í frystihúsinu fyrir 30 árum
Gísli segir gefið að fólk muni halda áfram að
koma hingað til að vinna, sem ekki tali íslensku –
vinnumarkaðurinn sé orðinn þannig. „Þegar ég
vann fyrir 30 árum í frystihúsinu á Suðureyri
var það ekkert frábrugðið. Þá voru flest störf á
gólfinu unnin af útlendingum og við töluðum
mest ensku í vinnusalnum. Það var ekki vegna
þess að það væri opinber stefna, heldur voru það
bara viðbrögð við aðstæðum. Og þá var ekkert
hugsað fyrir því að það gæti verið gott að kenna
fólkinu íslensku. Við þurfum að taka pólitíska
ákvörðun um hvernig við ætlum að gera fólki
kleift að læra tungumálið. Ég held að fólk hafi
áhuga á því, ef námið kostar ekki mikið og er að-
gengilegt. Því þrátt fyrir allt er íslenskan lykill
að því að líða vel hér og komast inn í sam-
félagið.“
Mikilvægt er að þýða öll gögn um réttindi og
skyldur fólks yfir á móðurmál þess, að sögn
Gísla. „Það er ekki hægt að svína á því í krafti
þess að það þekki ekki til aðstæðna hér á landi.
Við eigum að hjálpa því í gegnum byrjunarörð-
ugleika með því að gera allt kynningarefni að-
gengilegt strax við komuna til landsins, en um
leið ættum við að ákveða að því sé boðið upp á ís-
lenskukennslu og að það sé gert í samvinnu við
vinnuveitendur, þannig að það sé eðlilegur hluti
þess að ráða fólkið í vinnu að hjálpa því með
tungumálið. Þetta verður aldrei gert með stjórn-
valdsaðgerð eingöngu, heldur verður að vera al-
mennur vilji í samfélaginu fyrir því.“ Hann segir
að taka þurfi ákvörðun um að íslenskan sé gjald-
geng á öllum sviðum og það eigi einnig við um
fjármálalífið, þó að það sé að miklum hluta í al-
þjóðlegum samskiptum. „Við búum við sama
veruleika og aðrar þjóðir sem ekki hafa ensku að
móðurmáli, engu að síður tala Þjóðverjar um
fjármál á þýsku og þannig er það á öllum sviðum
mannlífsins – allar þjóðir nota eigið tungumál og
hafa enga minnimáttarkennd út af því. Það er til
dæmis mikill misskilningur að við séum eina
þjóðin í heiminum sem ekki noti ensku til allra
hluta í tölvuskrifum, forritun og netvæðingu.“
En það er liður í því að bjóða fólk velkomið til
landsins að þýða lagaumhverfið yfir á tungumál
sem það skilur. „Það er ekki óeðlileg tillaga að á
sambærilegan hátt séu reglur og lög um fjármál
og viðskipti til á fleiri málum en íslensku, en
þessi umræða er mjög fljót að komast á það stig
að við eigum að taka upp tvítyngda stjórnsýslu
og gera ensku jafnhátt undir höfði og íslensk-
unni, jafnvel taka hana upp sem samskiptamál á
ýmsum sviðum,“ segir Gísli.„Það er ný hugsun
sem hlýtur að kalla á viðbrögð. Þá er stutt í það
að íslenskan lokist af í daglegu heimilis- og fjöl-
skyldulífi. Og kannski menningu þar sem tungu-
málið kemur við sögu. Um leið og við takmörk-
um það svið sem íslenskan er gjaldgeng á, þá er
mjög stutt í að hún lokist inni sem heimilismál og
haldi ekki áfram að þróast með tímanum og ég
held að það sé þróun sem við viljum ekki sjá. Þá
er spurning hverju við viljum kosta til og hvað
þarf að gera.“
Gísli segir Íslendinga hafa ágæta þjálfun í að
flytja íslenskuna með sér inn í alþjóðlegt um-
hverfi. „Íslenskan var tungumál bænda og sjó-
manna, heimilislífs, bókmennta, sagnalistar og
kvæðagerðar, en við höfum verið dugleg að búa
til ný orð og þýða yfir á íslensku kennslubækur
og umræðu um flókin mál í vísindum og tækni.
Ekkert af þessu hefur gerst sjálfkrafa heldur
kostað mjög meðvitaða stefnu og miklu vinnu
margra, sem hafa haft einlægan áhuga á því að
íslenskan væri áfram gjaldgengt tungumál á öll-
um sviðum, ekki bara þetta heimilismál sem gæti
hæglega orðið örlög tungumáls sem ekki hefur
opinbera stöðu þjóðtungu í ríki. Við höfum mörg
dæmi um þannig tungumál.“
Sjálfstæði, sjálfsvitund og tungumál
Sérstaða íslenskunnar skýrist að miklu leyti af
því að Íslendingum auðnaðist að byggja hér upp
sjálfstætt ríki og öðlast sterka sjálfsvitund sem
þjóð sem talar sérstakt tungumál, að sögn Gísla.
„Ef sú sérstaða hyrfi, þá er mjög líklegt að mikið
af því frumkvæði og drifkrafti sem hefur ein-
kennt íslenskt samfélag, og má að miklu leyti
þakka sterkri sjálfsmynd og sjálfstæði þjóð-
arinnar, myndi fjara út og þau sem eru í forystu
myndu missa kraftinn og stuðninginn, sem hefur
verið mjög almennur við þá stefnu sem rekin
hefur verið.“
– Hvað finnst þér um að sumar ársskýrslur ís-
lenskra fyrirtækja séu einungis gefnar út á
ensku?
„Það er stórlega ofmetið hvað Íslendingar
kunna góða ensku,“ segir Gísli. „Fólk gleymir
því oft að móðurmálið er tungumál, sem fólk hef-
ur möguleika á að læra til einhverrar hlítar og
hafa vald á blæbrigðum, stílbrögðum og listræn-
um tökum á því tungumáli, sem eru hverfandi
líkur til að fólk hafi möguleika á að ná á erlendu
máli. Það eru mjög fáir sem ráða við ensku, sem
er þó það tungumál sem Íslendingar eru kannski
bestir í, hvað þá að þeir ráði við að skrifa ensku
sem telst frambærileg í ensku móðurmáls-
samfélagi, þó að hún skiljist í alþjóðlegu um-
hverfi, þar sem fólk hefur ensku sem annað
mál.“
Gísli segir að það hefti mjög tjáningarmögu-
leika fólks ef það geti ekki notað móðurmálið og
eins séu yfirgnæfandi líkur á því að fólk muni
aldrei skilja mjög vel það sem það les á ensku, þó
að það átti sig á meginatriðum í merkingunni.
„Þess vegna byggist öll umræða um að taka upp
tvítyngi sem opinbera stefnu á miklum misskiln-
ingi um hvað við getum lært og hvað við kunnum
í öðru tungumáli en móðurmálinu. Og það eru
mörg sorgleg dæmi um fólk sem elst upp við
mörg tungumál án þess að lögð sé rækt við eitt
móðurmál; það verður kjaftafært á þessum
tungumálum, en nær aldrei slíkum tökum á
neinu þeirra að það geti menntað sig til nokk-
urrar hlítar. Þess vegna þurfum við að vera vak-
andi fyrir því að móðurmálið verður alltaf að
vera sterkt og við þurfum að halda vel utan um
það, áður en við förum að nota önnur mál, í
hvaða tilgangi sem það er.“
– Eru málverndunarsinnar eins hávær hópur
og áður?
„Það er ómögulegt að segja. Ég held að það sé
mikil innri ritskoðun á fjölmiðlum, fólk sem
miðlar upplýsingum frá degi til dags og tjáir
skoðanir sínar vill pluma sig vel. Það hefur eng-
an áhuga á að láta standa sig að miklu málklúðri
og vitleysum og vill gjarnan fá uppbyggilegar
leiðbeiningar um málnotkun. Það er kannski
ekki jafnströng afstaða að leiðrétta einstök at-
riði með rauðum penna. Málstefnan eða mál-
verndin snýst frekar um að vekja fólk til um-
hugsunar um hvað sé gott mál eða vont, hvað sé
skýr hugsun og óskýr hugsun. Við treystum svo
máltilfinningu fólks um einstakar beygingar,
sem var kannski tilhneiging til að samræma
óþarflega mikið á árum áður. Þágufallssýkin
svokallaða naut til dæmis gríðarlegrar athygli
langt umfram mikilvægi hennar fyrir gott mál
eða vont.“
Og það verður áfram hluti af þessari málvernd
eða málstefnu að finna íslensk orð sem eru upp-
lýsandi um merkingu orða, frekar en að taka orð
sem eru tilbúin úr öðrum tungumálum. „Það hef-
ur verið talið í þágu alþýðu og talandi Íslendinga
að fólk hafi möguleika á því að skilja orðin út frá
tungumálinu, frekar en að þurfa að læra merk-
ingu tökuorðsins eins og um erlent orð væri að
ræða,“ segir Gísli. „Þetta hefur verið gert til
þess að opinber umræða um tækni sem kemur
með ný orð inn í tungumálið lokist ekki inni í
heimi þeirra sem er menntaðir á því sviði, heldur
sé aðgengilegt fyrir aðra að vita hvað talað sé
um. Þess vegna hefur þessi stefna, ólíkt því sem
heyrist stundum þegar hún er gagnrýnd, ekki
verið til að hefta aðgengi að tungumálinu heldur
til að halda tungumálinu opnu fyrir alla. Það
breytir ekki því að einstakar starfsstéttir munu
alltaf tala sín á milli tungumál og nota hugtök
sem eru óskiljanleg öðrum – það liggur í hlut-
arins eðli.“
KALLAR Á NÝJA HUGSUN
Morgunblaðið/Frikki
Íslenskan Gísli Sigurðsson segir fólk aðeins
læra móðurmálið til nokkurrar hlítar.