Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
F
yrir nær 18 árum var
einn af helstu frammá-
mönnum í þýsku við-
skiptalífi og stjórnarfor-
maður Deutsche Bank,
Alfred Herrhausen, myrtur í
sprengjutilræði í Frankfurt. Ljóst
var af verksummerkjum að fagmenn
höfðu verið að verki og notað full-
kominn búnað. Þeir skildu ekki eftir
sig neitt sem dugði lögreglunni til að
finna þá. Nokkrum dögum síðar lýsti
vinstrisinnaður hryðjuverkahópur,
sem nefndi sig Rote Armee Fraktion
(RAF), en gekk gjarnan undir nafn-
inu Baader-Meinhof-gengið, yfir
ábyrgð á hendur sér. Hópurinn hafði
árum saman staðið fyrir slíkum til-
ræðum.
Tilræðið var framið 30. nóvember
1989 eða nokkrum vikum eftir fall
Berlínarmúrsins. Síðar, í júní árið
1990, handtók lögreglan tíu félaga í
RAF-hópnum sem höfðu flúið til
Austur-Þýskalands, öðru nafni
DDR, til að komast hjá handtöku
vegna ýmissa glæpa. Þeir reyndust
nokkuð óvænt fúsir að ræða við lög-
regluna um Herrhausen-málið en
voru allir með trausta fjarvistar-
sönnun. Enginn þeirra var ákærður
fyrir tilræðið.
Rannsakað á ný
En hver var þá að verki? Að sögn
bandaríska blaðsins The Wall Street
Journal telja þýsk yfirvöld vaxandi
líkur á að liðsmenn austur-þýsku ör-
yggislögreglunnar, Stasi, hafi framið
morðið. Liðnir eru nær tveir áratug-
ir en verið er að rannsaka málið upp
á nýtt og hefur bandaríska dagblaðið
fengið ýmis gögn um stöðu þess
núna.
Þar kemur í ljós að aðferðin við til-
ræðið gegn Herrhausen minnir mjög
á þær sem AGM/S, dularfull sérdeild
Stasi, þróaði. Deildin var undir
beinni stjórn yfirmanns Stasi, Erich
Mielke og reyndi undir lok valdatíð-
ar kommúnista á níunda áratugnum
ákaft að líkja eftir vinnubrögðum
RAF og ráðast á frammámenn í
Vestur-Þýskalandi í von um að grafa
undan stöðugleika hjá grönnunum.
„Rannsóknin hefur orðið æ um-
fangsmeiri síðustu mánuðina,“ segir
Frank Wallenta, talsmaður ríkissak-
sóknara í Þýskalandi. „Og við rann-
sökum allt, þar á meðal þræði sem
liggja til Stasi.“
Lengi hefur verið vitað að Stasi sá
til þess að félagar í RAF gátu á átt-
unda áratugnum, þegar hópurinn
var hvað virkastur, hvenær sem var
komið til Austur-Þýskalands og
haldið þaðan til annarra ríkja eða
fengið tryggt hæli í landinu þegar
hitna tók undir þeim í vestrinu. Þeim
Andreas Baader, Ulrike Meinhof,
Gudrun Ensslin, Jan-Carl Raspe og
öðrum liðsmönnum var hjálpað til að
stunda illræðisverk sín. Fólkið hlaut
markvissa þjálfun hjá Stasi í með-
ferð sprengiefnis og morðum.
Hópurinn Rote Armee Fraktion
var stofnaður um 1970 af hópi
vinstrisinna, flestir voru þeir úr efri
millistétt og vel menntaðir og rétt-
lættu hryðjuverk sín með því að um
væri að ræða baráttu gegn ráðandi
stétt. Takmarkið var að standa fyrir
morðum á þekktum frammámönnum
hennar í von um að ögra henni þann-
ig til að taka upp kúgunaraðferðir og
sýna sitt rétta fasistaandlit, eins og
það var orðað. Fyrst í stað komst
hópurinn einkum í fréttir fyrir
bankarán, sprengjutilræði og skot-
bardaga. Seinna varð hann að
margra ára martröð samfélagsins.
Sjálfsvíg í Stammheim
Meinhof hengdi sig í fangelsi 1976
og Baader, Ensslin og Raspe voru
dæmd í lífstíðarfangelsi í apríl 1977.
Þau fyrirfóru sér öll um haustið í
Stammheim-fangelsi eftir drama-
tíska atburði þar sem félagar þeirra
rændu formanni atvinnurekenda-
sambandsins, Hanns-Martin
Schleyer, og myrtu hann síðan þegar
ekki tókst að þvinga þýsku stjórnina
til að sleppa föngunum í Stamm-
heim.
Á næstu árum dró úr aðgerðum
RAF og margir fóru að halda að
samtökin væru dauð og 1982 voru
helstu leiðtogar þeirra handteknir.
En RAF lét til skarar skríða á ný
1985. Og nú voru lögreglumenn hissa
á því hve vel aðgerðirnar voru skipu-
lagðar og einnig að hryðjuverka-
mönnunum tókst að komast hjá því
að skilja eftir fingraför eða aðrar vís-
bendingar sem hefðu gert auðveld-
ara að rekja slóðina.
Morðið á Herrhausen 1989 var
framið af slíkum klókindum og með
svo fullkominni tækni að menn voru
agndofa. Hluta vegarins sem Herr-
hausen ók venjulega um á leið til
vinnu var lokað um hríð í nóvember.
Þar unnu tilræðismennirnir, klæddir
fötum vegavinnumanna, að umbót-
um en vegarkaflinn var opnaður á ný
29. nóvember, daginn fyrir tilræðið.
Þeir lögðu rafmagnsvír undir mal-
bikið, komu geysiöflugri sprengju
fyrir á reiðhjóli við vegkantinn og
notuðu tæki til að varpa innrauðum
ljósgeisla yfir veginn. Kveikibúnaður
sprengjunnar var tengdur við vírinn
undir malbikinu og þegar bíll Herr-
hausen rauf innrauða geislann var
sprengt. Hann dó á staðnum.
Geysilega umfangsmikil leit var
hafin að liðsmönnum RAF en sem
fyrr segir kom í ljós að þeir höfðu all-
ir fjarvistarsönnun og svo fór að
rannsóknin nánast fjaraði út – þar til
nú. Vitað var að Stasi vann með al-
þjóðlegum hryðjuverkamönnum og
útvegaði þeim vopn og sprengjur,
mönnum eins og Carlos Illyich Ram-
irez, „Sjakalanum“, sem nú er í fang-
elsi í Frakklandi. Einnig aðstoðaði
stofnunin ETA-hreyfinguna á Spáni.
Launráð í Wartin
Fyrir nokkrum árum beindist at-
hygli þýsku lögreglunnar að litlu
þorpi, Wartin, við pólsku landamær-
in. Þar voru á níunda áratugnum
stöðvar AGM/S, áðurnefndrar sér-
sveitar Stasi. Þegar könnuð eru skjöl
Stasi kemur í ljós að hlutverk sér-
sveitarinnar á friðartímum var, að
sögn blaðamanns The Wall Street
Journal sem kannaði gögn Stasi,
m.a. að „hræða mikilvæga and-
kommúníska álitsgjafa“ með „morð-
um“ og „mannránum eða gíslatök-
um,“ eins og segir í skýrslu háttsetts
embættismanns í Wartin árið 1982.
Þessi skýrsla og fleiri gögn valda
auknum áhuga þýsku lögreglunnar á
því að kanna hvort Stasi hafi átt
meiri þátt í aðgerðum RAF en talið
hefur verið. Fram kemur samt að
Stasi-menn vantreystu RAF-mönn-
um, voru hræddir um að þeir myndu
ekki allir hlýða skipunum og jafnvel
að þeir myndu koma upp um þátt
Austur-Þjóðverja í samstarfinu. Rík-
ið var um þetta leyti farið að bæta
mjög stöðu sína á alþjóðavettvangi,
hlaut aðild að Sameinuðu þjóðunum
og Stasi vildi ekki eiga á hættu að
glutra þeim árangri niður með því að
láta bendla ríkið við hryðjuverk.
Menn urðu að fara varlega.
Ein af fyrirmyndunum var hjá
Rúmenum sem höfðu fengið Sjakal-
ann til að sprengja skrifstofu Radio
Free Europe í München 1981. Wart-
in-sveitin þróaði í þessu skyni sér-
hannað sprengjuefni, eiturefni og
örsmá skotvopn. En um 1980 lagði
Stasi til aðra hugmynd: í stað þess að
vinna beinlínis með hryðjuverka-
mönnum myndi vera efnt til
sprengjutilræða sem látin væru líkj-
ast svo mjög aðgerðum þekktra
hermdarverkahópa að vestrænir
lögreglumenn létu blekkjast og átt-
uðu sig alls ekki á því hverjir væru
raunverulega á ferðinni. Þróun þess-
arar stefnu er lýst í mörgum
skýrslum embættismanna í Wartin
1980-1987. Þar er meðal annars sagt
frá tilraun árið 1982 þar sem beitt
var sams konar búnaði og síðar við
morðið á Herrhausen 1989. Lagður
rafmagnsvír undir malbikið, inn-
rauður geisli nam hvenær bíll var á
réttum stað og síðan sprengt. Að
sögn skýrsluhöfundar felldu sumir
viðstaddra „gleðitár“ þegar í ljós
kom að allt virkaði.
„Aldrei gert neitt í þessu“
En árið 1987 var sérsveitin lögð
niður. Werner Grossmann, fyrrver-
andi hershöfðingi í Stasi, segir þetta
hafa verið gert vegna þess að deildin
í Wartin hafi „ekki náð árangri“.
Hann segist hafa tekið við stjórn
hluta deildarinnar en neitað að eiga
nokkur samskipti við hryðjuverka-
menn og ekki hafa fengið neinar
upplýsingar um starfsemina fyrir
1987. Olaf Barnickel, liðsforingi í
Stasi, sem vann í Wartin, segir að
deildin hafi skipulagt morð í V-
Þýskalandi en aldrei framkvæmt
þau. „Þetta voru bara hugmyndir,
aldrei gert neitt í þessu,“ segir Bar-
nickel.
En lögreglumenn í sambandslýð-
veldinu þýska eru ekki sannfærðir.
Þeir telja að sáð hafi verið fræjum í
Wartin sem síðar hafi þroskast. Nær
hálfu öðru ári eftir morðið á Herr-
hausen féll síðasta fórnarlamb RAF.
Þá var Detlev Karsten Rohweder,
yfirmaður Treuhandanstalt, sem
hafði umsjón með ríkiseigum í hinu
burtsofnaða Austur-Þýskalandi og
sá um að einkavæða fyrirtækin,
skotinn til bana þar sem hann stóð
við glugga á heimili sínu.
Að sögn lögreglu var þjálfuð leyni-
skytta að verki. Wartin-liðið þjálfaði
liðsmenn RAF í skotfimi og gögn um
deildina sýna að hún réð yfir eigin
leyniskyttum. Marga grunar því að
um fjörbrot Stasi hafi verið að ræða
þegar Rohweder var myrtur.
Mótmæli Ungir vinstrisinnar mótmæla vegna sjálfsmorða RAF-fanganna í
Stammheim sem sumir töldu að hefðu verið morð.
Stasi á bak við hryðjuverkin?
Talið að Austur-Þjóðverjar hafi m.a. myrt Herrhausen en beint gruninum að hermdarverkamönnum
ERLENT»
Verk Austur-Þjóðverja? Flak Mercedes-Benz bíls þýska bankamannsins
Alfred Herrhausen eftir sprengjutilræðið í Frankfurt í lok nóvember 1989.
Í HNOTSKURN
»Fram kemur í könnunumað fjórði hver Þjóðverji
telur að RAF-liðar hafi verið
hugsjónamenn á villigötum.
»Liðlega helmingur telur aðhætta beri rannsóknum á
tilræðunum sem framin voru í
tíð hópsins þegar þeir RAF-
liðar sem enn eru á lífi hafa
lokið afplánun dóma sinna eft-
ir nokkur ár.
»Ekkja Herrhausen hefurbeðið ættingja annarra
fórnarlamba morða sem
kennd voru RAF og ekki hafa
verið upplýst um að krefjast
frekari rannsókna.
Erich Mielke Alfred Herrhausen
» Ímyndið ykkur hvernigástandið væri í Færeyjum ef
allir, sem búa hér á eyjunum,
væru líklegir til að vera þjófar,
hver einasti.
Bill Clinton , fyrrverandi Bandaríkja-
forseti, yfirfærði ástandið í heimsmálum á
Færeyjar á viðskiptaráðstefnu í Þórshöfn.
» Ég tek þakklátur boði ykkarum að verða í fyrsta sæti
listans.
Valdímír Pútin Rússlandsforseti á fundi
með nokkur hundruð framámönnum
flokksins Sameinaðs Rússlands, sem hann
hefur þó ekki gengið í, og er ekki skuld-
bundinn til að taka sæti á þingi fyrir.
» Það er alls ekki boðleg þjón-usta við fólk að þurfa að bíða
á bráðasjúkrahúsi mánuðum
saman, geta ekki haft sitt einka-
líf, sína persónulegu muni hjá
sér, fá ekkert næði og búa við
stöðugt áreiti.
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir , aðstoð-
armaður framkvæmdastjóra hjúkrunar
LSH, en dregið hefur úr framboði á hjúkr-
unarrúmum síðustu mánuði.
» Stærð skiptir máli.
Hannes Smárason , stjórnarformaður í
GGE og forstjóri FL Group eftir að
Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir
Green Energy (GGE) voru sameinuð undir
merkjum REI.
» Ógnir dagsins liggja ekkisíst í því að forsætisráðherra
er værukær og telur að allt
bjargist af sjálfu sér.
Guðni Ágústsson , formaður Framsókn-
arflokksins, um stefnuræðu Geirs H.
Haarde, forsætisráðherra.
» Líklega er mun erfiðara aðstjórna ríkisfjármálum þeg-
ar vel gengur en þegar harðnar
á dalnum.
Árn M. Mathiesen , fjármálaráðherra, þeg-
ar hann mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 2008 á Alþingi.
» Örlög Búrma ráðast af ThanShwe. Oflæti hans, útlend-
ingahatur og hindurvitni eru ills
viti fyrir land sem þarf að kom-
ast inn í 21. öldina og alþjóða-
samfélag lýðræðisríkja.
Fréttatímaritið Irrawaddy í Taílandi um
ástandið í Búrma þar sem lýðræðissinnar
eru tilbúnir til að fórna lífi sínu í barátt-
unni við herforingjastjórnina sem Shwe,
eða Bolabíturinn eins og hann er kall-
aður, fer fyrir.
» Ég veit ekki ennþá hversvegna var ráðist inn í Írak.
Ekkert okkar skilur það.
Steve Connors 48 ára myndatökumaður
frá Bretlandi, sem hefur verið á vett-
vangi tíu styrjalda. Hann gerði myndina
Meeting Resistance, ásamt blaðamann-
inum og ljósmyndaranum Molly Bing-
ham, en myndin byggist á viðtölum, sem
þau áttu við uppreisnarmenn í Írak.
» Ef þú segir eitthvað nóguoft þá fær það dulræna
virkni, þar er komin tengingin
við Guð.
Ragnar Kjartansson um ríkjandi end-
urtekningar í verkum sínum, en einka-
sýning hans í Nýlistasafninu nefnist
Guð.
Ummæli vikunnar
Stefnuræða Geir H. Haarde, for-
sætisráðherra boðaði hækkun per-
sónuafsláttar í stefnuræðu sinni.