Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 22

Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 22
lífshlaup 22 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g er fæddur á Syðri- Laugalandi í Eyjafirði 1943, þar sem for- eldrar mínir Emma Elíasdóttir og Björn Jóhannsson voru búandi. Þau voru bæði Eyfirðingar, en langfeðgatal mömmu í móðurættina var austur í Þingeyjarsýslum. Pabbi átti 10 börn með þremur konum, við vorum sex alsystkinin, ég næstyngstur, svo átti hann þrjár dætur með systur mömmu, sem voru líka á heimilinu, og svo átti hann son með þriðju konunni. Þetta var því stór fjölskylda og skemmtilegt líf, mikil uppá- tektarsemi og fjör.“ – Og ekkert aðkast út af fjöl- skylduhaldinu? „Nei. Ég á ekki aðrar minningar en gleði frá minni æsku. Þessi fjöl- skyldubönd juku bara á samheldn- ina. Þegar foreldrar mínir brugðu búi fluttu þau til Akureyrar, en frænka mín fór með dóttur sinni á aðra jörð í Eyjafirði.“ „Á Syðra-Laugalandi var kvenna- skóli í 200 metra fjarlægð og þangað komu 40 stelpur á hverju hausti, það var ekki amalegt að fá hvolpavitið á þessum stað. Svo var þarna sundlaug og félags- heimilið Freyvangur og mikið líf og fjör í kringum hvorutveggja. Syðra-Laugaland var líka prests- setur. Foreldrar mínir misstu jörð- ina í kreppunni og Kreppu- lánasjóður keypti og setti það skilyrði fyrir áframhaldandi búskap að þau tækju inn á sig prestsetur. Þangað kom svo séra Benjamín Kristjánsson. Þeir pabbi voru miklir mátar og frændur. Presturinn hefur efalaust eitthvað sagt um fjöl- skylduhaldið hjá bóndanum, en ekki skyggði það á vináttu þeirra. Þetta var gott sambýli og skemmtilegt. Og séra Benjamín skírði mig og fermdi og gifti, þegar þar að kom. Ég var alinn upp við sveitastörf, tók barnaskólaprófið heima og fór í miðskóladeild við Menntaskólann á Akureyri, kláraði landsprófið og tók 4. bekkinn, en hætti svo.“ – Af hverju? „Ég einfaldlega nennti ekki að læra meira.“ Ekki blæða fyrir of- an uppmælinguna Björn var heima fram undir tví- tugt, en fór þá í atvinnuleit suður og fór að vinna hjá Sambandinu, í bók- haldsdeildinni við Sölvhólsgötu. „Þarna vann meðal annarra Björn Karlsson, hann var Valsari númer 1, 2 og 3 og einstakt snyrtimenni, geymdi alltaf afþurrkunarklút í efstu skúffu til hægri. Hann hafði lif- að tímana tvenna og var óspar á sög- ur um sína lífsreynslu. Einu sinni var partí með miklum hávaða í blokkinni sem hann bjó í á Aust- urbrún og morguninn eftir var blóð í stigaganginum. Einhver hafði skorið sig á gleri. Á næsta húsfundi sagðist Björn ekkert hafa á móti partíum og mátulegum hávaða. En ef þið þurfið að blóðga ykkur þá í guðs bænum látið ekki blæða fyrir ofan uppmæl- ingu“! Uppmælingin hjá þeim sem þrifu sameignina náði bara upp á miðjan vegg, en eitthvað hafði blætt þar fyrir ofan. Jón Gunnlaugsson var annar. Hann var kallaður afréttari af því að hann var alltaf sendur út á land, ef kaupfélagið fór að hallast og þurfti að rétta reksturinn við.“ Þegar hér er komið sögu, er Björn kvæntur maður. Birna Guðjóns- dóttir frá Sauðárkróki kom í kvennaskólann og þau Björn felldu hugi saman. „Þetta var náttúrlega fyrsta flokks heimsending- arþjónusta,“ segir Björn og glottir. En svo kom Birna suður og þau Björn fóru að búa. En Björn getur ekki farið svo frá Eyjafirðinum, að hann segi mér ekki söguna af Valda Bjarna. „Hann var einn af þessum körlum, sem drukku bara í göngunum, en sá ekki á þess í milli. Einu sinni eru flestir farnir heim úr réttunum og Valdi orðinn vel puntaður. Þá segir karl: Ef eng- inn getur keyrt mig heim, þá fer ég bara heim og sæki hann Rauð og svo ríð ég heim úr réttunum eins og and- skotinn sé á hælunum á mér.“ Björn er syðra í fimm ár og þau Birna flytja á Sauðárkrók 1968. Þegar Björn hætti í bókhaldi Sambandsins gerðist hann sölumað- ur á rörmjaltakerfum og setti m.a. upp eitt slíkt á stærsta kúabúi lands- ins sem þá var að Helgavatni í Borg- arfirði. Og síðasta árið í Reykjavík rak hann bókabúð á Laugavegi 47, sem mágur hans og svili keyptu. Björn segist hafa haft geysilega gaman af því að vera í bókunum og eignazt góða vini í bóksalastétt; hann nefnir Braga Þórðarson á Akranesi, Oliver Stein í Hafnarfirði og Jónas Eggertsson í Árbæ. Mágur Björns, Sigurgeir Snæ- björnsson, rak raftækjaverzlun í húsnæðinu á horni Frakkastígs og Laugavegar. Sjónvarpið var í upp- siglingu og það verður úr að Björn og Birna fara til Sauðárkróks, þar sem Björn opnaði útibú frá verzl- uninni Ratsjá Laugavegi 47, sem þeir Sigurgeir og Helgi Pétursson áttu. Meiningin var að vera í tvö ár meðan sjónvarpsvæðingin gengi yf- ir. En aldrei flutti hann suður aftur. Skemmtileg kennsla og skólastjórafár „Mér bauðst að kenna við barna- skólann í forföllum frá áramótum til vors 70, en líklega hefur Björn Daní- elsson skólastjóri séð eitthvað nýti- legt í kennslunni hjá mér, því hann skráði mig inn í Kennaraskólann og rak á eftir mér að fara í inntökupróf sem ég þurfti að klára til þess að geta setzt í 3ja bekk og tekið skólann á tveim vetrum. Ég slampaðist þetta, nema tónfræðin stóð í mér. Snæbjörg Snæbjarnar, mágkona mín, fór yfir hana með mér fyrir prófið og bjargaði því sem bjargað varð og svo gaf Jón Ásgeirsson mér það sem upp á vantaði til að ég færi með slétta fimm út úr prófinu. Gam- all skólabróðir frá MA, Heimir Páls- son, starfsmaður háskólans í Lundi, reyndi að hjálpa mér með hljóðfræði íslenzkunnar. Ég held að hann hafi nú ekki haft um það miklar vænt- ingar að þetta tækist hjá mér, en þó fór það nú svo þó að naumt væri. Við komum fimm ný inn í F- bekkinn, sem var dálítið líflegur bekkur. Við vorum öðrum hvorum megin við þrítugt og þegar við kom- um, sagði ein ung stúlka: Hvað er að koma fyrir F-bekkinn? Henni fannst bekkurinn breytast í öldungadeild, þegar við gamlingjarnir bættumst í hópinn. Þetta var skemmtilegt nám og ég útskrifaðist 7́2. Við vorum einmitt á dögunum að halda upp á 35 ára út- skriftarafmælið. Ég kom svo norður aftur og fór að kenna við barnaskólann. 1974 féll Björn Daníelsson frá. Við vorum bara tveir réttindamenn við skólann og hinn; Guðjón Ingimundarson var eldri og mér fannst eðlilegast að hann tæki við skólastjórninni. En það vildi hann ekki. Hann var íþróttakennari par excellence og kominn með augastað á sundlaug- inni, sem hann veitti svo forstöðu. Ég varð skólastjóri barnaskólans og gegndi þeirri stöðu til 98.“ – Þegar skólastjórafárið gekk yf- ir? „Já, það urðu heilmiklir pólitískir flokkadrættir, þegar skólarnir voru sameinaðir. Ég hafði frá 7́2 verið ritari bæj- arstjórnar og alveg til 9́0, að ég tók sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og komst í bæjarstjórn, þar sem ég sat tvö kjörtímabil til 9́8. Engilráð Sigurðardóttir tók við ritarastarfinu og á fyrsta fundinum sendi hún mér miða, en fyrstu fund- irnir voru alltaf langir og leiðigjarnir með skiptingu í nefndir og þess- háttar: Syngur hátt mín sálargörn sultar fer hún að kenna. Meðan að sína kjaftakvörn kjörnir fulltrúar spenna. Að þú skyldir – bróðir Björn á bekknum þessum nenna að hanga tuttugu ára törn telst bara bilun – eða þannig. Þessi tvö kjörtímabil mín voru sjálfstæðismenn í meirihluta með Alþýðuflokksmanni og K-listamanni, en í lok seinna kjörtímabilsins gekk Alþýðuflokksmaðurinn, sem var Björn Sigurbjörnsson, skólastjóri gagnfræðaskólans, til liðs við minni- hlutann um sameiningu skólanna Að eyfirzkum hætti með skagfirzku lagi Ljósm: Óli Arnar Skemmtinn Birni Björnssyni fer vel að segja sögur og fara með vísur en þegar annar gáll er á honum skyldi enginn telja hann alvörulausan mann. Hann er hættur að kenna, gælir áfram við pólitík og sinnir nú sín- um báti og sinni bók. Og hann er áfram fréttaritari Morg- unblaðsins. Freysteinn Jóhannsson heimsótti Björn Björnsson á Sauðárkróki. Lífsförunautar Björn Björnsson og Birna Guðjónsdóttir kynntust á Syðri- Laugalandi í Eyjafirði; þar átti hann heima og þangað sótti hún kvennaskóla. Vonglaðir Með Brodda bróður eftir góðan veiðidag í Staðará.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.